Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 9

Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 41 Eru tungumálakennarar mállögregla af því að þeir kenna ákveðinn framburð? — eftir Ævar R. Kvaran Svo er helst að skilja á grein Kristjáns Árnasonar, lektors, sem hann nefnir Um miðstýringu framburðar og birtist í Lesbók Morgunblaðsins í tvennu lagi, sök- um lengdar. Hann segir m.a. orð- rétt í þessari grein sinni: „Það hefur verið algengur hugs- unarháttur, og er enn, að þartil- gerðir menn sitji og læri íslenska tungu áratugum saman og útskrif- ist svo frá stofnunum sem mál- lögreglumenn, sem gæta eiga fjör- eggs þjóðarinnar og gefa vottorð upp á rétta og ranga málnotkun. Þessi einfalda lausn á varðveislu- vanda tungunnar hefur þann kost einan að hún er einföld og auðskil- in. En flestir aðrir eiginleikar hennar eru neikvæðir að mínu mati.“ Þá vita þeir það, Erlingur Sig- urðarson og þeir aðrir ágætu ís- lenzkumenn, sem flutt hafa hinn vinsæla útvarpsþátt „Daglegt mál“ að þeir eru mállögreglumenn og að starf þeirra er neikvætt að mati þessa lektors Heimspeki- deildar Háskólans, Kristjáns Árnasonar! Að vísu hygg ég þó, að Kristján geti sagt þessum þætti það til hróss, að flytjendur hans forðast eins og heitan eldinn yfir- leitt að minnast orði á framburð. I íslenzka skólakerfinu er hann nefnilega ekki talinn þess virði að kenna hann, enda engin stefna fyrir hendi. Það er ekki furða þótt Kristjáni blöskri, að menn skuli vilja fá að heyra eitthvað um framburð móð- urmálsins frá mönnum sem sam- kvæmt hans eigin orðum hafa „setið við að læra islenska tungu áratugum saman“, þegar hann tel- ur það goðgá af slíkum mönnum að segja fólki til um rétta mál- notkun! Hvers konar ábyrgðar- og hug- leysi er þetta eiginlega? Mér er spurn, hvert eiga þeir að leita, sem ekki láta sér á sama standa um meðferð móðurmálsins annað en til þeirra sem segjast hafa setið áratugum saman við að Iæra mál þjóðarinnar? Þora þeir ekki að hafa neinar skoðanir? Síðar í fyrri grein sinni segir Kristján m.a.: „Ég tel það þess vegna vera skyldu háskólanna i málverndar- baráttunni að leggja grundvöllinn að góðri þekkingu þjóðarinnar á tungumáli sínu. (Feitletrað af K.Á.) Hann bætir þvi við, að þetta verði bezt gert með því að efla þekkingu og þjálfun í málfræði og brautskrá fólk sem getur nýtt og útbreitt þekkingu sína vítt og breitt um skólakerfið og þjóðfé- lagið. Enn spyr ég, hvernig er þetta hægt, ef það er neikvætt (og ber því væntanlega að forðast) að leiðbeina um rétta og ranga mál- notkun? Þegar kemur að lokum fyrri hluta þessarar greinar Kristjáns Árnasonar, er engu líkara en hann sé búinn að gleyma því sem hann hefur sagt í fyrri hluta hennar. Að þvi slepptu, að enn er ekki farið að minnast einu orði á það efni, sem þó er fyrirsögn greinarinnar, nefnilega miðstýringu framburð- ar! Það er því bezt að snúa sér að síðari hluta þessarar greinar, sem birtist í Lesbók þ. 15. okt. sl. Þótt furðulegt megi teljast, þá er ekki heldur í síðari grein Krist- jáns lektors Árnasonar að finna eitt orð um miðstýringu fram- burðar! Ég vona að það sé ekki ein af kenningum Heimspekideildar Háskólans i íslenzkukennslu, að forðast beri umfram aUt að minn- ast einu orði á það í grein, sem fyrirsögnin gefur til kynnaJ Mér er alveg óskiljanlegt hvern- ig lærðir menn í islenzku, sem ætla að kenna það tungumál, geta vísað frá sér fyrirspurnum um framburð á íslenzku! Hvernig er hægt að kenna nokkurt tungumál af viti, ef menn hafa ekki komið sér saman um neinn framburð? Á íslandi er hægt að læra fyrir- myndarframburð á flestum tungumálum nútímans, því það er framburðurinn sem tungumála- kennarar kenna. En um íslenzk- una gildir það hins vegar, að þar virðist ekkert samkomulag um neinn framburð, svo hver kennir þar þann framburð, sem hann sjálfur hefur vanizt! Og ef minnzt er á, að eitthvað þurfi að gera í þessum efnum; einhverja stefnu að taka, þá rjúka menn upp og tala um lögregluaðgerðir! Sann- leikurinn er vitanlega sá, að lærð- ir menn hafa komið sér saman um að „gleyma" íslenzkum framburði. Láta eins og hann skipti engu máli. Skólakerfið hefur því tekið þá afstöðu, að láta ekki kenna neitt í íslenzkum framburði. Þegar svo á það er bent, að eitthvað sé þetta furðulegt, þá er því árum saman svarað með hinu venjulega vopni þeirra, sem hafa slæma samvizku — þögninni. Það munu nú liðin nálega fimm- tán ár síðan sá sem þetta hripar byrjaði að skrifa um framburð- armál íslenzkunnar og hefur hald- ið þvi áfram síðan. Engu að síður segir prófessor í íslenzku frá því, að hann hafi reynt að lesa allt sem um framburð hafi verið skrifað, en virðist ekki hafa séð eina ein- ustu grein undirritaðs! Það skyldi þó ekki vera af því, að það sem undirritaður hafi skrifað hafi komið illa við prófessorinn? Enda var honum fljótlega svarað, þegar hann tók að skrifa um þessi mál. Það skal fúslega viðurkennt, að það er líka skoðun, að halda því fram, að ekki eigi að gera neitt i framburðarmálum sökum þess, að bezt sé að láta íslenzkuna þróast sjálfa í þessum efnum án afskipta. En hvers vegna segja menn það þá ekki, svo hægt sé að rökræða slíka skoðun fyrir augum almennings? Þá skortir til þess þrek og hug- rekki. Nákvæmlega þessa skoðana- leysis gætir einmitt í grein hins lærða lektors, Kristjáns Árnason- ar. Hann vill kenna móðurmálið að mér skilst tilsagnarlaust um framburð og telur jafnvel nei- kvætt að leiðrétta villur í rituðu eða mæltu máli. Hvað er þá eigin- lega verið að kenna? Ef menn leggja fyrir sig „ára- tugum saman“ að læra tungumál, sem þeir siðar hyggjast kenna, en hafa enga skoðun á framburði þess, þá ráðlegg ég þeim að fást við eitthvað annað. í síðari grein sinni kemst Kristján m.a. svo að orði: „Segja má að nokkurt tómarúm hafi skapast hvað varðar rann- sóknir á íslenskum nútímafram- burði við Háskóla íslands og ann- ars staðar eftir fráfall Björns Guðfinnssonar, enda þótt alla tið hafi talsvert verið ritað um ís- lenskan framburð, og það er óhætt að fullyrða, að íslenskan er meðal þeirra tungumála i heiminum, sem mest hafa verið rannsökuð." Að „tómarúm" hafi skapazt eft- ir fráfall Björns Guðfinnssonar er vægt að orði komizt. Lærðir menn „Mér er alveg óskiljanlegt hvernig lærðir menn í ís- lensku, sem ætla að kenna það tungumál, geta vísað frá sér fyrirspurnum um framburð á íslensku! Hvernig er hægt að kenna nokkurt tungumál af viti, ef menn hafa ekki komið sér saman um neinn fram- burð?“ hafa verið hjartanlega sammála um það, að minnast ekki á skoðan- ir þessa manns, þvi þeim geðjast ekki að þeim. Og hvar þetta „tals- vert“, sem Kristján talar um að hafi verið ritað um íslenzkan framburð, hefur birzt, er mér ókunnugt og ég hygg að svo sé um fleiri. Hér rýfur Kristján lektor þó þögnina um hin stórmerku störf dr. Björns Guðfinnssonar og er það gott. Ég sagði áðan, að lærð- um mönnum geðjaðist ekki að skoðunum dr. Björns. Það virðist enn í fullu gildi, þvi þótt Kristján skrifi nokkur orð um hann, minn- ist hann ekki einu orði á niður- stöður rannsókna hans! Dr. Björn Guðfinnsson var af allt annarri manngerð en þessir skoðanalausu lærðu menn Heim- spekideildar Háskólans nú á tím- um. Hann vildi eðlilega samræma íslenzkan framburð, svo hægt væri að kenna einhvern fyrir- myndarframburð á þessu tungu- máli, eins og öðrum. Tillögur dr. Björns um sam- ræmingu islenzks framburðar voru í stuttu máli þessar: I. Samræma skal i aðalatrið- um íslenzkan nútímafram- burð, enda grundvallist samræmingin á úrvali úr lifandi mállýzkum, en ekki endurlifgun forns fram- burðar, sem horfinn er með öllu úr málinu. II. Velja skal til samræmingar að svo stöddu 1) réttmæli sérhljóða, 2) hv-framburð 3) harðmæli, en hafna skal þá jafnframt flámœli, kv-framburði og linmœli. Samkvæmt þessu skal t.d. bera fram 1) lifa, muna, vera, för, en ekki lefa, möna, vira, fur. 2) hvalur, hvítur, hvolpur, en ekki kvalur, kvítur, kvolpur. 3) tapa, láta, sækja, aka, en ekki taba, láda, sægja, a-ga. III. Jafnframt þessari sam- ræmingu skal stuðla að varðveizlu ýmissa fornra og fagurra mállýzkna, sem enn ber nokkuð á í landinu og komið gæti til greina, að„ síðar yrðu felldar inni hinn samræmda framburð: (Þ.e. sérstaklega m-, W-fram- burðinn skaftfellska og raddaða framburðinn „norðlenzka"). Og hvernig var svo þessum til- lögum dr. Björns Guðfinnssonar tekið? Mjög vel. Prófessorar nor- rænudeildar Háskóla íslands sömdu meira að segja þegar reglu- gerð um kennslu í framburði þeim, sem dr. Björn lagði til! Nægir í þessu efni að vitna í bréf, sem dr. Sigurður Nordal prófessor sendi menntamálaráðuneytinu um þess- ar merkilegu rannsóknir og tillög- ur dr. Björns. Bréfið endar á þess- um orðum: „Tillögur mínar í þessu máli eru í fáum orðum þær, að mennta- málaráðuneytið staðfesti tillögur dr. Björns Guðfinnssonar um samræmingu framburðarins í að- alatriðum og gefi út fyrirmæli eða reglugerð um það, að í Leikskóla Þjóðleikhússins og Kennaraskól- anum fyrst og fremst, verði keppt að því markvisst, að kenna fram- burð málsins í samræmi við þær. Annars staðar verði samræmingu framburðarins hagað eftir því, sem hægt er og með samráði sér- fræðinga í þessum efnum. (Auk dr. Björns eru fremstir sérfræð- ingar þeir dr. Stefán Einarsson prófessor og dr. Alexander Jó- hannesson, Háskólarektor.)" Hér er því aðeins við að bæta, að þessir sérfræðingar voru allir á sama máli og dr. Björn Guðfinns- son. Þetta bréf er dagsett 14. ágúst 1950. Og dr. Björn var reiðubúinn að hefjast handa, en þá dró hættu- legur sjúkdómur hann til dauða, langt fyrir aldur fram. Síðan hef- ur enginn minnzt á þetta mál opinberlega, þangað til undirrit- aður tók að vekja athygli á því fyrir um fimmtán árum. Og eng- inn hefur gert neitt í þessu stór- máli íslenzkrar tungu. Allir menntamálaráðherrar og skóla- menn hafa steinsofið í þessu máli. Er ekki mál að vakna? Ætat R. Krarsa leikari kennir framsögn og lestur í Fjölbrauta- skólanum í Breiðbolti. Undirbúningur að uppbyggingu hafinn UNDIRBÚNINGUR að uppbyggingu í stað þeirra bygginga og tækja sem eyðilögðust í brunanum á gras- kögglaverksmiðjunni Fóður og fræ f Gunnarsholti er þegar hafinn. Kostnaður liggur ekki endanlega fyrir en forráðamenn verksmiðjunn- ar hafa áætlað hann 6—9 milljónir. Ekki liggur Ijóst fyrir um hvernig uppbyggingin verður fjármögnuð en stór hluti þeirra eigna sem eyðilögð- ust var ótryggður. NÝLEGA var hér stödd snyrtifræð- ingur frá enska lyfjafyrirtækinu Boots, sem framleiðir meðal annars snyrtivörur. Það er fyrirtækið B. Magnússon, sem flytur vörurnar inn. Boots er rúmlega aldagamalt fyrirtæki og rekur það 1700 verslan- ir í Bretlandi og er Boots söluhæsta merkið í snyrtivörum þar í landi að frádregnum ilmvatnsfyrirtækjum. Stefán H. Sigfússon land- græðslufulltrúi, framkvæmda- stjóri verksmijunnar, sagði í sam- tali við Mbl. að búið væri að hreinsa til í rústunum og verið væri að loka húsunum til bráða- birgða. Sagði hann að forráða- menn verksmiðjunnar væru að hugsa málin og láta teikna ný hús en síðan væri það spurningin með fjármögnunina, henni væri enn ósvarað. Fóður- og fræverksmiðj- an er í eigu ríkisins og voru eignir B. Magnússon flytur inn línu nr. 7 frá Boots, sem eru annarsvegar hefðbundnar snyrtivörur, og hins vegar snyrtivörur, sem innihalda einungis náttúruleg efni. Meðan Linda Wingfield var hér stödd, hélt hún námskeið, þar sem hún kynnti snyrtifræðingum og sölufólki vörurnar frá Boots. Um 80 manns sóttu kynningarnar. hennar aðeins tryggðar skyldu- tryggingum, eins og aðrar eignir ríkisins, þannig að allt innbú var óvátryggt. í gildandi reglugerð um tryggingamál ríkisins segir að þegar um stórtjón væri að ræða mættu viðkomandi stofnanir eða ráðuneyti sækja um aukafjárveit- ingu til fjármálaráðuneytisins þannig að tjón eins og varð i Gunnarsholti er ekki sjálfkrafa bætt af ríkinu, heldur þarf til þess sérstaka fjárveitingu. Stefán H. Sigfússon sagði að góðar líkur væru á að fjármagn fengist en ekki væri hægt að hefjast handa fyrr en það væri tryggt. Þá sagði Stefán að heimaaðilar hefðu þegar sýnt áhuga á að taka að sér byggingu húsa í stað þeirra sem brunnu og einnig hefðu inn- lendir aðilar sýnt áhuga á að taka að sér að teikna og smíða ný stjórntæki og fleiri tæki í stað þeirra sem eyðilögðust í brunan- um og sagði Stefán að þeir mögu- leikar yrðu athugaðir. Kynnir Boots-vörurnar Starfsfólk Rásar 2 fiutt í nýja útvarpshúsið „ÞETTA er aðaltækið, hér fer allt í gegn,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson forstöðumaður Rásar 2 er Ragnar Axelsson Ijósmyndari Mbl. tók þessa mynd af starfsmönnum Rásar- innar fyrsta daginn í húsakynnum Rásar 2 í nýja útvarpshúsinu við Hvassaleiti. Þorgeir sagðist vonast til að hægt verði að hefja útsendingar upp úr miðjum næsta mánuði. Rás 2 verður á FM 99,9 og er núna sendur út sónn til leiðbeiningar fyrir tæknimennina sem eru að setja upp dreifikerfið. Á myndinni eru starfsmenn Rásar 2, frá vinstri: Guðlaugur Guðjónsson tæknimaður, Helga Margrét Rein- harðsdóttir auglýsingastjóri, Ragnheiður Þórðardóttir fulltrúi og Þorgeir Ástvaldsson forstöðu- maður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.