Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 r LandssamDand sjálfstædiskvenna Friðar- og afvopnunarmál UMRÆÐUR um friðar- og af- vopnunarmál hafa að undan- förnu verið mjög miklar á Vest- urlöndum. Þetta er málefni sem allt hugsandi fólk lætur sig varða. Enda þótt þjóðlöndin hafi sérstöðu eftir legu þeirra á hnettinum — samanber lykil- aðstöðu íslands í varnarsam- starfi vestrænna lýðræðis- þjóða — þá hefur samt sú ógn sem mannkyninu stafar af kjarnorkusprengjunni fært það allt í sama bát. Á fundi sem efnt var til á Lækjartorgi í sumar flutti séra Daila Þórðardóttir, sókn- arprestur á Bíldudal, ávarp sem vakti sérstaka athygli. Hún var þá nýkomin af heims- þingi Alkirkjuráðsins, þar sem meðal annars var rætt um frið og réttlæti. Séra Dalla hefur góðfúslega gefið leyfi til að birta ávarp hennar hér. Það skal tekið fram að yfirskrift þess er valin af umsjónar- mönnum þessarar síðu: „Það er komið að okkur...“ Fyrir skömmu kom ég heim af fundi fólks, sem safnast hafði saman frá 300 kirkjum víðs vegar um heim. Eitt aðal- málefni fundarins, sem hald- inn var í Vancouver í Kanada, var að ræða það, hvernig við sem kristið fólk gætum stuðlað að friði og réttlæti. Ég hitti þarna konu frá Kyrrahafseyjum og ég lofaði bæði henni og sjálfri mér að láta orð hennar berast lengra. Hún sagði: „Þið eruð að beita ykkur gegn því að stríð brjót- ist út og tortími ykkur. En styrjöldin er þegar skollin á, t.d. á Kyrrahafi." Saklaust fólk, konur, karlar og börn, allt saman systkini okkar, týnir þar lífi unnvörp- um. Börnin laðast að fallegum, gylltum sandi, sem fellur á eyna þeirra. Hann reynist eitr- að útfall kjarnorkusprengja, og brennir hendur og flettir hörundinu af. Geislar eyði- leggja líffæri fólks og gera það ófrjótt. Fjöldi barna fæðist ör- kumla, á þau vantar limi og sum hafa horn á höfði sér. Hvernig yrði okkur við, ef barnið sem við hefðum lengi beðið, yrði lagt svona á sig komið í hendur okkar? Annað er enn skelfilegra. Til eru börn sem ná aldrei fullum þroska í móðurkviði, en fæðast sem Dalla Þórðardóttir hlaupkennt hrúgald, sem and- ar og bifast í nokkrar stundir og er svo allt. Þetta er strið, vitfirring. Við sem erum for- eldrar, feður og mæður, hljót- um að skilja að þessa framtíð viljum við ekki búa börnum okkar. íbúar eyjanna vilja það ekki heldur og því reyna þeir að reka af höndum sér ríki sem menga loft og haf, eitra líf þeirra. Bænaróp þeirra er: „Gerið tilraunir í París, sprengið í Washington, fleygið úrgangi í Moskvu — en látið hafið okkar kyrrt." Þetta skiptir okkur máli. Það er komið að okkur að láta til okkar taka. Tal okkar um friðarmál hefur ekki verið heilsteypt, áróðurinn ekki sannur, aðeins hálfur sann- leikurinn. Hlustendur okkar hafa greint falskan tón í tali okkar. Okkur stafar ekki að- eins hætta af kjarnorkuvopn- um, þótt sé vissulega nóg. Kjarnorkuvopn eru ekki nema 20% af öllum vopnabirgðum heimsins, og það eru kaup á hefðbundnum vopnum, sem deyða nú flesta eða taka brauðið frá svöngum munnum. Við heyrum Bandaríkja- mönnum nær ætíð álasað fyrir tilraunir og söfnun vopna. En þetta er ekki rétt. Þarna eiga aðrir hlut að máli, Frakkar, Japanir og Sovétmenn, og þeir hafa m.a. búið rækilega um sig í hafinu hér í kringum okkur. Um þetta fréttum við lítið sem ekkert. Kynnum okkur málið frá öllum hliðum, svo að orð okkar verði trúverðug og lát- um hendur standa fram úr ermum. Nú er svo illa komið fyrir heiminum og okkur, ekki svo mjög vegna ódæða illvirkja, heldur vegna allra þeirra, sem vildu vel, en leyfðu sér að þegja. Friðarhópar — lesefni Hjá samtökum sjálfstæðis- kvenna um allt land er vetra- starfið komið í gang. Á verkefna- skrá aðildarfélaga Landssam- bands sjálfstæðiskvenna eru friðar- og öryggismál. Nokkur félög sjálfstæðis- kvenna hafa þegar stofnað sér- staka friðarhópa, sem vænt- anlega munu tilkynna sig til Friðarhreyfingar íslenskra kvenna, Túngötu 14, 101 Reykjavík, og þannig verða að- ilar að þeirri hreyfingu. Til að auðvelda þessum hóp- um að hefja störf hefur verið tekinn saman listi yfir efni um friðar-, afvopnunar- og örygg- ismál, sem tiltækt er og eftir- sóknarvert aflestrar. Vænst er að leshópar og aðrir sem vilja afla sér þekkingar á málefninu geti haft gagn af þessum ábendingum. Benedikt Gröndal: Stormar og stríð, útg. Almenna bókafél. 1963; Varnarliðið á íslandi, sérpr. úr Viðhorf, tímariti um alþjóðamál 6. hefti 1982, útg. Varðberg og Sam- tök um vestræna samvinnu. V Bjarni Benediktsson: Oryggismál íslands og utanríkisstefna, 13 greinar i Land og lýðveldi I. s. 203—287, útg. Almenna bókafél. 1965; Utanríkismál íslands, Sjálfstæðisstefnan, ræður og rit- gerðir 1929—1979, útg. Heimdallur, 1979, s. 45-55. Jóhann Hafstein: Þjóðmálaþætt- ir, greinasafn, Almenna bókafél. 1976; sjá einkum Um utanrfkismál Islands, s. 76—84, Stefna Sjálf- stæðisflokksins f öryggis- og varn- armálum, s. 85—93, Framtfð Atl- antshafsþjóðanna, s. 94—103 og Stefnufesta f utanrfkismálum er líftaug hverrar þjóðar, s. 104—106. Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar, grein f Skfrni, tlmariti Hins ísl. bókmenntafélags, 1976; Raunsæi og þjóðernishyggja, Upp- reisn frjálshyggjunnar, greinasafn, útg. 1979, s. 124-137; ísland í sfð- ari heimsstyrjöld — ófriður f að- sigi, Almenna bókafél. 1980. Björn Bjarnason: I öryggismál- um er enginn annar kostur, Upp- reisn frjálsh. s. 107—123; Greina- skrif að staðaldri f Morgunblaðið. Viðhorf, tímarit um alþjóðamál, sjá einkum: Atlantshafsbandalagið 1949-1979: Friður f 30 ár, 5. hefti 1979; Aukin þátttaka íslendinga f SiÓOMÍtAI Birgir ísleifur Gunnarsson: Greinaskrif að staðaldri um friðar- og öryggismál f Morgunblaðið frá vori 1982. Sr. Gunnar Kristjánsson: Greinaskrif f ýmis blöð og tfmarit um friðarstarf. Utanrikismálanefnd Sjálfstæðis- flokksins: Utanríkisstefnan og Sjálfstæðisflokkurinn, fjölrit frá ráðstefnu á vegum nefndarinnar í okt. 1981; Einhliða afvopnun, þrf- blöðungur 1982. Heimdallur og SUS: Vilja ekki ALLIR frið?, smárit f mars 1982; Hvað eru þeir að gera hér?, fjór- blöðungur f maf 1983. Til athugunar: Smárit, blöðung- ar og annað efni sem gefið er út á vegum Sjálfstæðisflokksins og fé- lagasamtaka hans er flest fáanlegt f Valhöll, Háaleitisbraut 1, s. 82900, rit öryggismálanefndar f helstu bókaverslunum og á skrifstofu nefndarinnar, Laugavegi 170—172, s. 26512 og útgáfur á vegum Varð- bergs og Samtaka um vestræna samvinnu á skrifstofunni, Garða- stræti 42, s. 10015. Önnur rit vænt- anlega fáanleg f verslunum og til útláns á bókasöfnum. vörnum landsins, eftir Kjartan Gunnarsson, 7. hefti 1982; START-viðræðurnar milli Sovét- ríkjanna og Bandarfkjanna, eftir Richard R. Burt, aðstoðarutanrfk- isráðherra Bandarfkjanna, 8. hefti 1983. öryggismálanefnd: GIUK-hliðið, eftir Gunnar Gunnarsson, útg. f jan. 1982; Vígbúnaður og friðun- arviðleitni við Indlandshaf, eftir Albert Jónsson, útg. f aprfl 1982; Kjarnorkuvopnalaus svæði, eftir Þórð Ingva Guðmundsson, útg. f sept. 1982. Edward Kennedy og Mark Hat- field: Stöðvun kjarnorkuvfgbúnað- ar, útg. Mál og menning 1983. Umsjón: Sólrún Jen.dóttir, Björg Eínaradóttir, Áadis J. Ratnar J Bíóhöllin sýnir „Hr. mamma“ Úr kvikmyndinni „Hr. mamma“. BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á bandarísku kvikmyndinni „Mr. Mom“, sem á íslenzku hefur hlotið nafnið „Hr. mamma". Þetta er kvikmynd, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum fyrir tveimur mán- uðum og fyrirhugað er að hún verði frumsýnd í London síðar á þessu ári. í Bandaríkjunum hefur myndin að sögn kvikmyndahússins verið ein aðsóknarmesta kvikmynd þar í landi og fjallar hún um hjón, sem lifa ósköp venjulega, en skyndi- lega missir húsbóndinn vinnuna og kona hans fær vinnu hjá aug- lýsingafyrirtæki. Verður þá hús- bóndinn að sjá um börn þeirra þrjú. Aðalhlutverk leika Michael K.eaton og Teri Garr. Leikstjóri er Stan Dragoti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.