Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
47
Yrðlingar af hvíta íslenska heimskautarefakyninu.
Betri skinn er svarið við harðnandi
samkeppni - Söluhorfur nokkuð góðar
Minkunum gefið hjá Grávöru á Grenivík.
SÖLUHORFUR loðdýra-
skinna á komandi uppboðum
eru taldar góðar og von til að
verð fari heldur hækkandi. Á
aðalfundinum kom fram að
þegar mikið framboð er eins
og nú er á heimsmarkaði eru
gerðar meiri kröfur um mikil
gæði skinna og meiri verð-
munur á milli góðra og lé-
legra skinna en þegar eftir-
FÓÐURSTÖÐVAR og skipulag fóð-
urframleiðslunnar var eitt aðalmál
fundarins, enda undirstaða loðdýra-
ra ktarinnar. Samþykkt var að fara
fram á aukningu á lánafyrirgreiðslu
til uppbyggingar fóðurstöðva og aö
við leyfisveitingar loðdýraræktar-
leyfa verði framvegis tekið tillit til
möguleika viðkomandi til fóðuröfl-
unar. Þá var einnig samþykkt að
reyna að koma upp virku fóðureftir-
liti.
Á fundinum kom fram að starf-
andi hefur verið nefnd til að
skipuleggja fóðurmál loðdýra-
ræktarinnar en nefndin mun vera
langt komin í sínum störfum. Jón
Ragnar Björnsson, framkvæmda-
stjóri SÍL, sem sæti á í fóður-
stöðvanefndinni sagði að í nefnd-
inni væru uppi hugmyndir um að
megináherslan verði lögð á að
byggja fullkomnar fóðurstöðvar
þar sem loðdýraræktin er lengst
komin. Menn þyrftu að passa sig á
að dreifa loðdýraræktinni ekki of
mikið um landið, því það hefði í
spurnin er meiri en framboð-
ið.
Jón Ragnar Björnsson fram-
kvæmdastjóri SÍL sagði á aðal-
fundinum að refaskinnin frá
Finnlandi sem seldust ekki á upp-
boðunum í fyrra hefðu öll selst á
septemberuppboðunum í haust og
þá hefði orðið 5 til 6% raunhækk-
un. Sagði hann að framleiðsla blá-
refaskinna 1 Finnlandi og Noregi
hefði nú minnkað og liti því vel út
með sölu á þeim í vetur. Aftur á
Komið verði
á virku fóður-
eftirliti
för með sér of mikla dreifingu
kraftanna og fjármagnsins, sér-
staklega hvað varðar fóðurfram-
leiðsluna en fullkomnar og stórar
fóðurstöðvar væru undirstaða
þess að vel tækist til með loðdýra-
ræktina. Mikil nauðsyn væri á að
fá fjármagn í uppbyggingu fóður-
stöðvanna og út frá þeim yrði
loðdýraræktin að þróast.
Sagði Jón Ragnar að mikið
vantaði á að fóðurframleiðslan
væri nógu góð og hefðu menn orð-
ið fyrir verulegum skakkaföllum
þess vegna. Þetta yrði að laga.
Sagði Jón að frjálst fóðureftirlit
og útgáfa á samanburðarskýrslum
móti hefði orðið aukning á fram-
leiðslu silfurrefaskinna svo og
shadow og blue silver. Þá sagði
Jón Ragnar að útlitið væri ekki
síður gott í sölu minkaskinna. Bú-
ist væri við að þau seldust upp í
vetur og að einhver verðhækkun
yrði á þeim.
Jón Ragnar sagði að íslenskir
refabændur hefðu náð lélegustum
árangri af Norðurlandaþjóðunum
á uppboðunum á Norðurlöndunum
á síðasta vetri, 870 krónum fyrir
refaskinnið að meðaltali, en hinar
um árangur bænda út frá hverri
fóðurstöð myndi geta orðið hvati
fyrir þær til að standa sig betur.
Þá kom fram á fundinum að
fyrstu bændurnir sem farið hefðu
út í loðdýrarækt þar sem ekki
hefðu verið möguleikar á fóður-
framleiðslu væru nú að gefast upp
og var það talið sýna nauðsyn þess
að loðdýraræktin verði látin þró-
ast út frá fóðurstöðvunum.
Þá kom einnig fram í máli
ýmsra fundarmanna að þeir töldu
brýna nauðsyn bera til að endur-
bætur á útkeyrslu fóðursins yrðu
gerðar jafnhliða því sem fóður-
stöðvarnar sjálfar yrðu byggðar
upp. Var nefnt í því sambandi að í
stað þess að hver bóndi færi á bíl
sínum að fóðurstöðinni og næði í
fóður í dall fyrir sitt bú þyrfti að
koma upp tankbílum sem ækju
fóðrinu heim til bænda. Bændurn-
ir þyrftu þá að koma sér upp fóð-
ursílóum við loðdýrahúsin. Myndi
þetta auðvelda vinnuna og auka
hreinlæti og öryggi.
þjóðirnar hefðu náð meðalverði
frá 920 (Svíar) og upp í 1086 krón-
ur (Norðmenn). Hafa ber þó í
huga að bestu dýrin hér voru sett
á í fyrra og fóru því einungis
skinnin af lélegustu dýrunum á
markað. Staðan i gæðamálum
minkaræktarinnar er enn verri og
má þar um kenna sjúkdóminum
sem herjar á hluta stofnsins og
hefur staðið allri minkaræktinni
hér fyrir þrifum undanfarin ár.
Jón Ragnar sagði að 36—38% af
minkaskinnunum hefðu ekki selst
fyrr en á haustuppboðunum og
hefðu öll verið í lélegustu gæða-
flokkunum. Sagði Jón Ragnar að
þetta sýndi lélega stöðu minka-
ræktarinnar.
Haukur Halldórsson formaður
SÍL ræddi um þá erfiðleika sem
steðjuðu að loðdýraræktinni
vegna verðfalls á afurðunum og
stöðugu gengi samfara innlendri
verðbólgu. Sagði hann að svar
bænda við þessu þyrfti að vera það
að bæta gæði framleiðslunnar.
Aldrei væri jafn mikill verðmunur
á góðri og lélegri vöru þegar mikið
framboð væri á mörkuðunum.
Öllu máli skipti í slíku ástandi að
framleiða góða vöru, hún seldist
betur og á hærra verði en tilkostn-
aðurinn væri sá sami. Ræddi hann
í þessu sambandi nauðsyn þess að
flytja inn fleiri afbrigði refa svo
og refi til kynbóta. Erfiðleikar
væru á á því vegna sjúkdóma sem
komið hefðu upp í nágranna-
löndunum og hefði leyfi enn ekki
fengist fyrir refainnflutning í ár.
í lok aðalfundarins var sam-
þykkt að fela stjórn SÍL að vinna
að því að gefinn verði út topplisti
fyrir loðdýrabúin. Með topplista
er átt við að gerður verði listi yfir
árangur einstakra bænda í loð-
dýraræktinni og gerður listi yfir
þá sem standa sig best. Vonuðust
menn til að það gæti orðið
mönnum hvatning til að standa
sig vel og myndi auk þess auka
samkeppnina á milli bænda.
Loödýraræktin þróist
út frá fóðurstöðvimum
Leiðbeiningaþjón-
ustan heim í héruðin
SKORTUR á leiðbeiningaþjónustu
stendur frekari þróun loðdýraræktar-
innar fyrir þrifum," sagði Haukur
Halldórsson formaður SIL í skýrslu
sinni til aðalfundarins. Sagrti hann að
vegna þess hve margir nýir bændur
hefðu hafið loðdýrarækt á undanforn-
um árum væri mikil nauðsyn á að fá
meiri sérfræðiþjónustu þannig að
menn héldu velli í þeirri miklu sam-
keppni sem þessi atvinnugrein þyrfti
að búa við á heimsmarkaði.
Sagði Haukur að sérstök nauðsyn
bæri til að ráða sérfræðing í flokk-
un skinna en einnig væri dýra-
læknaþjónustan veikur hlekkur.
Þyrfti að ráða sérmenntaðan dýra-
lækni til að sinna loðdýraræktinni
eingöngu. Ráðunautaþjónustan er
nú i höndum Búnaðarfélags fslands
sem er með loðdýraræktarráðunaut
og fóðurráðunaut, sem sinna öllu
landinu, í sinni þjónustu. Aðalfund-
ur SÍL samþykkti að ráðunauta-
þjónustan færðist heim í héruðin,
til loðdýraræktarfélaganna eða
búnaðarsambandanna, eins og nú
er með aðra ráðunauta landbúnað-
arins og yrðu laun þeirra greidd af
ríki og bændum á sama hátt.
iiiÍÍBfBBSBSjHilSBgggSli
Frjósemi refanna er mikil. Hér eru 11 alsystkini í einum hóp á loódýrabúinu
Böggvisstöðum á Dalvík.
A
förnum
vegi
Ekki er ofsögum sagt af dálæti
íslendinga á kveðskap og því
sem honum viðkemur eins og eft-
irfarandi smásaga úr daglega líf-
inu ber vitni um.
Um jónsmessuleytið í sumar
hafði ég þá ánægju að heim-
sækja Louisu Ólafsdóttur frá
Arnarbæli, en hún er á nítug-
asta og þriðja aldursári og býr
nú í Ási í Hveragerði. Louisa er
ræðin og skemmtileg og kann á
mörgu skil. Vísa ein sem marg-
ir kunna var að ónáða hana og
þá af því að hún vissi ekki hver
var höfundurinn. Svona er vís-
an eins og Louisa fór með
hana:
..Kg hliut að sUuta bUuU braut,
bikkjan skrykkjótt nokkuð gekk.
Hún þaut og hnaut, ég hraut í laut,
hnykk með rykk á skrokkinn fékk.“
Ég hafði góð orð um að
grennslast fyrir um uppruna
vísunnar, en segir nú ekki af
þeim tilraunum fyi**r en Hall-
dór Blöndal fer með vísuna
fyrir mig í útvarþsþætti um
mitt sumar. En ekki var hon-
um kunnugt um höfundinn
frekar en Louisu. Var ég nú
helzt á því að þetta væri ein af
þeim vísum sem enginn veit
hvaðan koma eða hvert fara.
Líður nú enn og bíður þar til í
septemberbyrjun að Qrmur
ólafsson, formaður Kvæða-
mannafélagsins Iðunnar, lætur
vísuna dynja á mér. Fór á
sama veg sem fyrr — ekki var
vitað um höfundinn, og þótti
mér nú satt að segja nóg um.
Það var líkast því sem vísu-
skömmin væri farin að hund-
elta mig.
Enn líður og bíður. Fyrsta
mánudag í október hringir
Ormur og hefur nú heldur bet-
ur fréttir að færa. Lengi vel
höfðu ítrekaðar fyrirspurnir
hjá fróðustu mönnum engan
árangur borið en loks hafði
hann borið niður hjá Finnboga
Guðmundssyni landsbókaverði.
Finnbogi hafði síðan spurt
Nönnu Ólafsdóttur sem starfár
í handritadeild safnsins.
Minnti Nönnu að vísan væri
eftir ólaf Gunlaugsson Briem,
langafa Davíðs Stefánssonar
skálds, og hélt sig jafnvel eiga
skriflegar heimildir þar að lút-
andi. Svo reyndist þó ekki vera
og segir Nanna Finnboga frá
því í anddyri safnahússins við
Hverfisgötu að Tómasi Helga-
syni húsverði áheyrandi. Tóm-
as átti í fórum sínum slitrur úr
Almanaki Þjóðvinafélagsins
þar sem birtar voru dýrt
kveðnar vísur. Slitrur þessar
höfðu honum áskotnazt er
hann var enn ungur maður. Og
þar fannst vísan á bls. 70 í Al-
manaki Þjóðvinafélagsins 1917
og þar er höfundarins, ólafs
Gunnlaugssonar Briem, getið.
Þarna er vísan höfð svona:
„Hlmut ég stauta blauU braut.
bikkjan skrykkjótt nokkud gekk.
Hún þaut og hnaut, ég hraut í laut,
hnykk meó rykk í skrokkinn fékk."
Á öðrum stað fannst vísan,
höfundarlaus, og nefnd Lausa-
vísa, í Bragfræði Helga Sig-
urðssonar, sem út kom árið
1891.
Meðan á leit Orms ólafsson-
ar að vísuhöfundi stóð kvað
hann þessa vísu:
,.1'm ókunnar bækur ég augunum skima,
af óþreyju knúinn í svefni og vöku.
í Landsbókasafni um leyndustu kima.
leiU aó höfundi gamallar stöku.“
Áslaug Ragnars