Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 17

Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 49 Málefnaleg umræða Stðriðja — eftir Edgar Guðmundsson Inngangur I septembermánuði ritaði ég grein í Morgunblaðið sem bar yfir- skriftina „Stóriðja — orkufrekur iðnaður". í niðurlagsorðum grein- arinnar hvatti ég til málefnalegr- ar og hleypidómalausrar umræðu um stóriðjumál, enda væri brýn nauðsyn á að þjóðarsátt tækist um stefnumótun i þessum mikilvæga málaflokki. Með þessari grein er ætlunin að ganga ögn lengra og taka þá sérstaklega til umræðu spurninguna: „Hvað er málefnaleg umræða um stóriðjumál?" Áður en lengra er haldið, vil ég taka skýrt fram að það sem hér er skrifað ber ekki að skilja sem ein- hverja endanlega umfjöllun. Þvert j á móti. Hér eru einungis færðar á blað hugrenningar mínar meðan greinin er rituð. Það skal enn- fremur ítrekað að sem fyrr er ekki ætlunin að gagnrýna menn eða málefni, enda verða þeir hér með beðnir velvirðingar sem af slysni kunna að verða fyrir áreitni af minni hálfu. Málefnin Áður en farið er út í skilgrein- ingu á hugtakinu „málefnaleg um- ræða“, þá verður að byrja á að skilgreina sjálf málefnin. Það er á hinn bóginn afar torvelt. I fyrsta lagi þá er engan veginn gefið að þjóðin hafi sem heild ákveðna þörf fyrir eða óskir um að hér verði komið á fót orkufrekum iðnaði umfram það sem þegar er orðið. í öðru lagi þá er eitt að skil- greina málefni líðandi stundar en að skilgreina málefni framtíðar- innar. Þess vegna er nauðsynlegt að takmarka hina málefnalegu umræðu við möguleikann á að stóriðju verði komið á fót en ekki framkvæmd á tiltekinni ákvörðun í þá átt. Orkan — iðjuverin Nú er stórfelld virkjun orkunn- ar í fallvötnum og iðrum jarðar forsenda fyrir orkufrekum iðnaði. Þess vegna er ekki unnt að skilja þessa tvo meginþætti hvorn frá öðrum, þ.e. orkuöflunina frá stór- iðjunni sjálfri. Hins vegar er vel hægt að tala um virkjanir án stór- iðju. Orkumarkaðurinn er þá að sjálfsögðu mun minni og öðru vísi byggður upp. Steingrimur Jónsson rafmagnsstjóri heitinn sagði gjarnan — „Virkið þið bæjarlæk- inn fyrst." — Nú eru smávirkjanir ekki lengur taldar hagkvæmar, eða hvað? Má ekki benda á athygl- isverðar tilraunir Hitaveitu Suð- urnesja með nýtingu gufu til rafmagnsframleiðslu í smáum stíl? Hafa byrjunarerfiðleikar vegna Kröfluvirkjunar kannski svæft áhuga manna á gufuvirkj- unum um of? Stóriðja verður hins vegar ekki byggð á slíkum smá- virkjunum hvað sem þessum spurningum líður að öðru leyti. Ég tel því rétt að einskorða virkjun- arþátt umræðunnar við stórar virkjanir, þ.e. um eða yfir 100 MW. Virkjanir — fjármagn Talið er að milli 80 og 90% af rekstrarkostnaði virkjana sé fjár- magnskostnaður. Mannaflaþörf við rekstur virkjananna er hins vegar hverfandi. Virkjanirnar eru því fyrst og fremst fyrirtæki þar sem fjármögnun er nær allsráð- andi þáttur. Þá vakna spurn- ingarnar: — Hver á fjármagnið? — Er það tekið að láni? — Er um að ræða erlent eða inn- lent fjármagn? — Hver er ábyrgur fyrir endur- greiðslu lánsfjárins? — Er tryggður kaupandi eða kaupendur að orkunni á af- skriftatíma virkjananna? — Hversu áreiðanlegir eru kaup- endur orkunnar? — Hvað gerist ef þeir bregðast? — Er fjármagninu betur varið til annars en virkjana? Virkjanaframkvæmdir Virkjanir eru stórbrotnar fram- kvæmdir á okkar vísu. Vatnsaflsvirkjanir eru m.a. fólgnar i gífurlegum jarðvegs- flutningum, greftri á löngum skurðum, jarðborunum, jarðlaga- þéttingum, byggingu orkuveranna sjálfra ásamt inntaksmannvirkj- um og þrýstivatnspípum, lagningu háspennulína og byggingu spennustöðva, svo dæmi séu tekin. Fyrir gufuvirkjanir bætist við borun og virkjun gufuhola, lagn- ing aðveitukerfis, bygging kæli- turna o.s.frv. Til að virkjanirnar verði hag- kvæmar, þarf að beita háþróaðri tækni í hvívetna. Bygging virkjan- anna tekur jafnan fremur skamm- an tíma frá því að hönnun lýkur til að draga sem mest úr vaxta- byrði á byggingartíma. Þróunin hefur því verið í átt að lengri und- irbúningstíma, stærri virkjana- áföngum, stórvirkari vinnuvélum og styttri byggingartíma. Nú vaknar fjöldi spurninga: — Að hvaða marki geta virkjana- framkvæmdir orðið veigamik- ill þáttur í íslenskri atvinnu- stefnu? — Geta þær orðið veigamikill þáttur í iðnþróun? — Er unnt að nýta sérþjálfað starfslið samfellt í nýjum virkjunum? — Nýtast vélar og tæki við aðrar framkvæmdir einnig, s.s. vega- gerð? — Er hægt að hafa hnitmiðaða virkjanastefnu án hnitmiðaðr- ar orkunýtingarstefnu? — Er unnt að hafa sveigjanlega virkjanastefnu sem þó er markviss án þess að nýting NÝLEGA komu út á vegum náms- sjóðs Lögmannafélags íslands tvö Prófessor Arnljótur Björnsson orkunnar sé ævinlega skil- greind? — Er unnt að aðlaga sveigjanlega virkjanastefnu lögmáli fram- boðs og eftirspurnar? — Er unnt að bjóða orkuna út til stóriðjunota, án tillits til teg- undar stóriðjunnar? — Skiptir það máli hvers konar stóriðja er byggð, ef orkuverðið er vel viðunandi, kaupandinn nægilega stór og mengunar- hætta innan viðunandi marka? Staðsetning virkjana Forsendur fyrir staðsetningu virkjana geta verið gífurlega fjöl- breyttar. Hagkvæmnisforsendur verða þó að teljast ráðandi þegar á heildina er litið. Hagkvæmni í virkjunum er þó afar teygjanleg. Á sama hátt og stóriðja er ekki hugsanleg án markaðs fyrir afurð- ir, þá er tómt mál að tala um hag- kvæmar virkjanir án kaupanda. Arðsemi virkjana er jafnan reikn- uð út frá þeirri forsendu að nær öll orkan verði seld. Því stærri sem virkjanirnar eru, þeim mun stærri þarf markaðurinn að vera. Þannig er nýtt álver nánast for- senda fyrir byggingu Fljótsdals- virkjunar (300 MW) á meðan unnt er að réttlæta byggingu Blöndu- virkjunar eða Búrfells II með stækkun álversins í Straumsvík. Á sama hátt er unnt að reka I áfanga kísilmálmverksmiðju eða trjákvoðuverksmiðju með lúkn- ingu Kröfluvirkjunar. Ýmis önnur sjónarmið verða einnig mikils ráð- andi um staðsetningu orkuvera. Má þar m.a. nefna öryggissjónar- mið vegna hugsanlegra náttúru- hamfara, nálægð við stóran not- anda (stóriðjuver), náttúruvernd- arsjónarmið og almenn byggða- sjónarmið. Stóriðjuverin — fjármagn í fyrrnefndri grein minni um orkumál er vakin athygli á því hvort heitið fjármagnsfrekur iðn- aður eigi ekki í það minnsta jafn- an rétt á við heitið orkufrekur iðn- aður. Nú er sjálft orkuverðið til stór- iðjunnar að yfirgnæfandi hluta beinn fjármagnskostnaður og má því við mat á orkufrekum iðnaði nánast bæta honum við beinan fjármagnskostnað stóriðjunnar dómasöfn, sem Arnljótur Björnsson, prófessor, hefur tekið saman. Annað safnanna fjallar um dóma í vátryggingamálum 1920—1982. Er þar í fyrsta lagi um að ræða ágrip af hæstarétt- ardómum í vátryggingamálum, kveðnum upp eftir að lög um vá- tryggingasamninga nr. 20/1954 tóku gildi og í öðru lagi ágrip af eldri hæstaréttardómum, sem telja má að enn hafi raunhæft gildi. Hitt dómasafnið er um dóma í sjóréttarmálum 1965—1982. Fyrir utan dóma í sjóréttarmálum eru teknir með dómar um samninga* um flutning farms með flugvélum og bifreiðum, þannig að í safninu er að finna tæmandi skrá yfir hæstaréttardóma í flutningarétti fyrir tímabilið 1965—1982. sem iðulega er á bilinu 10—15% af heildarframleiðslukostnaði. Beinn og óbeinn fjármagnskostnaður verður því, þegar hráefniskostnað- ur er frátalinn, stærsti rekstrar- liður stóriðjunnar. Hér vakna óneitanlega einnig margar spurn- ingar: — Er skynsamlegt að eiga stór- iðjuverin eins og orkuverin? — Er skynsamlegt að taka erlend lán til að eignast stóriðjuver- in? — Er áhættan af því að eiga stór- iðjuverin meiri en áhættan af því að eiga orkuverin? — Er hugsanlegt að eiga hvorugt? — Hvernig er unnt að koma við „virkum yfirráðum" í stóriðju- verunum án meirihlutaaðild- ar? — Hefur Elkem spikerverket virk yfirráð yfir málmblendiverk- smiðjunni á Grundartanga án þess að eiga meirihluta í fyrir- tækinu? — Eru yfirráð okkar yfir Þjórsár- virkjunum virk miðað við nú- verandi samninga við Alu- suisse? — Ef litið er á fyrstu stóriðju ís- lendinga, -fiskiðnaðinn, eru yf- irráð okkar á því sviði virk? — Ef svo er, eru þau virk vegna þess að markaðsmálin eru i okkar höndum eða af öðrum ástæðum? — Væru yfirráð okkar í fiskiðnaði virk ef markaðsmálin væru í höndum annarra? Stóriðjuverin — valkostir Auk þeirra stóriðjuvera sem þegar hafa verið byggð, hafa þrír valkostir einkum verið kannaðir, þ.e.: Nýtt álver, kísilmálmverk- smiðja og trjákvoðuverksmiðja. Nú Iiggja fyrir viðamiklar skýrslur og greinargerðir um þessi þrjú fyrirtæki og kemur því senn til kasta alþingis að skoða þessi gögn nánar. Alþingi hefur raunar fjallað um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og hefur samþykkt verulega fjárveitingu til frekari rannsókna. Endanleg ákvörðun um byggingu verksmiðjunnar hef- ur þó ekki verið tekin enn. Eitt stærsta vandamál sem blasir við alþingismönnum er að glöggva sig á framangreindum skýrslum í hlutlægu samhengi. Hvað er sam- eiginlegt með þessum stóriðju- FYRIR skömmu var haldin hér kynn- ing á nýrri víntegund, sem byrjað er að selja hjá ÁTVR. Er þetta líkjör sem heitir Mandarine Napoleón. Fyrirtækið sem framleiðir líkjör- inn heitir Fourcroy og er belgískt. Að sögn sölustjóra fyrirtækisins, Christian Lemaire, hóft framleiðsl- an 1892 en nafn sitt dregur hann af því, að Napoleón keisari mun hafa veitt sams konar drykk í veizlum. Edgar Guömundsson „Þyí stærri sem virkjan- irnar eru, þeim mun stærri þarf markaðurinn að vera. Þannig er nýtt álver nán- ast forsenda fyrir bygg- ingu Fljótsdalsvirkjunar (300 MW) á meðan unnt er að réttíæta byggingu Blönduvirkjunar eða Búr- fells II með stækkun ál- versins í Straumsvík.“ kostum? Hvað er innbyrðis frá- brugðið? Glöggur búmaður kann- ar að sjálfsögðu ítarlega hvaða valkostir eru í boði þegar hann falast eftir kaupum á tiltekinni vöru. Það er ef til vill hagkvæmt að kaupa eina vörutegund umfram aðra, ef til vill tvær. Það er einnig hugsanlegt að honum lítist ekki á kaupin og kjósi að verja fjármun- um sínum á annan hátt. Ég dreg ekki í efa að alþingis- menn skoði þessi mál af yfirveg- aðri skynsemi eins og glöggum bú- mönnum sæmir. Október, 1983. Edgar Guðmundsson Edgar Guðmundsson er rerkfræð- ingur og einn af eigendum fyrir- tækisins Máis hf. í Þorlákshöfn og rekur ásamt Óla Jóhanni Ás- mundssrni arkitekt fyrirtækið Ráðgjöf og hönnun sf. í Rejkjarfk. Hann befur rerið ráðgjafí iðnaðar- ráðunejtisins á ýmsum sriðum orkumáia um árabil. Eins og nafníð bendir til er drykk urinn blanda af frönsku koníaki og safa unnum úr mandarínum. Skipu- leg söluherferð hófst i mörgum löndum hin síðari ár og hefur árangur verið góður, að sögn Le- maire. Fyrir tveimur árum sneri fyrirtækið sér til ÁTVR með ósk um að fá leyfi til að selja tegundina hér á landi og barst jákvætt svar fyrir skömmu. Umboðsmaður líkjörsins hér á landi er Júlíus P. Guðjónsson. Lögmannafélag Islands: Tvö dómasöfn eftir próf. Arnljót Björnsson komin út Mandarine Napoleón kynnt Frá kynningunni. Christian Lemaire og Júlíus P. Guðjónsson ásamt fulltrúa frá belgíska sendiráðinu. OPIÐ TIL SJÖIKVÖLD Vöriimarhaðurinn hf. eiðistorgi n mánudaga — þriöjudaga — miðvikudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.