Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
61
Elínborg Bernódusdóttir og Bogi Sigurösson nýkomin að Tveir keppendanna meó tvær stærstu löngurnar og
landi, en þau öfluðu bæði vel. Elínborg dró til dæmis næststærstu fiskana, sem veiddust. Stærri langan var
þyngsta þorskinn og Bogi þyngstu keiluna. tæp 19 kfló, aðgerð, en hana fékk Þóra Bernódusdóttir.
Sjóstangveiðifélag Vestmannaeyja:
Aðalbjörg Bernódus-
dóttir með „þrennu“
HIÐ árlega innanfélagsraót Sjó-
stangveiðifélags Vestmannaeyja var
haldið síðastliðinn laugardag í góðu
veðri. Tuttugu félagsmenn kepptu
um rúmlega tuttugu verðlaunagripi
og gullpeninga og fóru leikar svo, að
Aðalbjörg Bernódusdóttir varð afla-
hæst með 153,8 kfló. Hún var einnig
í aflahæstu sveitinni og dró enn-
fremur stærsta fiskinn á mótinu.
Það var lúða og vó hvorki raeira né
minna en tæp 90 pund, eða um 44,6
kfló. Mótið gekk vel og lauk því með
samsæti og verðlaunaafhendingu í
Hallarlundi.
Úrslit mótsins urðu sem hér
segir:
Aflahæsti einstaklingur: Aðal-
björg Bernódusdóttir með 153,8
kíló. Aflahæsta sveitin: Reynir J6-
hannesson, Aðalbjörg og Elinborg
Bernódusdætur og Arndís Sigurð-
ardóttir. Sveitin dró 383,7 kíló.
Aflahæsti báturinn: Bensi með
119,66 kíló á hverja stöng. Skip-
stjóri Jóel Eyjólfsson. Flestar teg-
undir: Arndís Sigurðardóttir, alls
6. Flesta fiska: Sveinn Jónsson,
alls 80. Stærsta þorskinn, 7,3 kiló,
dró Elínborg Bernódusdóttir.
Stærstu ýsuna, 3,0 kg, dró Stefán
Einarsson. Stærsta ufsann, 1,7 kg
dró Þóra Bernódusdóttir. Stærstu
keiluna, 5,8 kg, dró Bogi Sigurðs-
son. Stærsta karfann, 1,3 kg, dró
Sigurjón Birgisson. Stærstu lýs-
una, 1,2 kg, dró Magnús Magnús
son. Stærstu lúðuna, 44,6 kg, dró
Aðalbjörg Bernódusdóttir.
Stærsta kolann, 0,6 kg, dró Sveinn
Jónsson. Samanlagður afli á mót-
inu varð 1.441,70 kíló. Meðfylgj-
andi myndir tók Sigurgeir Jónas-
son, ljósmyndari.
Jói, skipstjóri á Andvara, varð ekki alveg eins fengsæll og kona hans, Aðalbjörg Bernódusdóttir, en hann „fisk-
aði“ þó hjá henni vænan koss í mótslokin.
Aðalbjörg Bernódusdóttir með lúðuna góðu, 44,6 kfló. Það tók Aðalbjörgu
rúman hálftíma að innbyrða þennan mikla fisk.
KAUPÞING HF
Fasteignamarkaðurinn í
Ijósi breyttra aðstæðna:
Kaupþing hf. boðar til almenns fræðslufundar um
efnið:
Fasteignamarkaðurinn í Ijósi breyttra aðstæðna.
Fundurinn verður haldinn aö Hótel Loftleiöum,
Kristalssal í kvöld 26. október og hefst kl. 20.30.
Erindi flytja: Stefán Ingólfsson, verkfræðingur hjá
Fasteignamati ríkisins og Dr. Pétur Blöndal, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Fjallað verður m.a. um:
Stetán Ingólfsson
Dr Pétur Blöndal
Fasteignamarkaóinn í
dag
• Vandamál kaupanda
• Þróun fastaignavarös
• Hvað rsaður vorðinu á
nssstunni?
Överdtryggdir kaup-
samningar í verðbólgu —
veðjað i veróbóiguna
• Óverðtryggð/verðtryggð
fasteignakaup. Kostir og
gallar.
• Samanburður á tilboöum.
Núvirðing
• Hvað kosta íbúðir raun-
verulega? Raunverðmseti
fasteigna
• Áhrif verðbólgu á raun-
verðmasti
• Hvað leggja kaupandi og
sefjandi mikið undir I veð-
málinu um verðbólguna?
Aö loknum erindum veröa
frjálsar umræður og fyrir-
spurnum svarað.
Öllum er heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
'KAUPÞING HF\
Husi Verzlunarinnar, 3. hæð simi 86988
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Sportbátaeigendur
Nýr bátavagn fyrir 18—25 feta sportbáta til
sölu. Mjög góður vagn, 4ra hjóla, lengjan-
legt beisli. Góöir greiðsluskilmálar.
Uppl. í síma 92—2576.
Amoniak-frystikerfi
Til sölu er amoniak-frystikerfi. Gram frysti-
pressa, 33.000 kg/cal. við 30. Rafmótor og
rofar, olíuskiljur, condensar o.fl. Hagstætt
verð og greiðsluskilmálar.
Uppl. í síma 94-2195.
húsnæöi í boöi
Geymsluhúsnæöi
50—60 fm geymsla óskast til leigu sem fyrst.
Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 28. okt.
merkt: „Geymsla — 0015“.