Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
63
Fámennt, en góðmennt
hjá Centaur í Safari
Ég man ég heyrði fyrst i
hljómsveitínni Centaur ó Músík-
tilraunum SATT fyrir réttu éri. Þé
strax haföi ég gaman af strékun-
um fimm, sem léta sig hafa þaö
aö æfa í köldum og óhrjélegum
skúr lengst úti é Álftanesi, þótt
talsvert vantaöi upp é að þunga-
rokkið þeirra teldist vera full-
komið.
Móttökur krakkanna í áhorf-
endahópnum voru mjög góöar og
Centaur flaug i úrslitakeppnina.
Þar fékk sveitin annaö sætiö hjá
áhorfendum, en sérstök dóm-
nefnd, sem umsjónarmaður Járn-
síöunnar átti m.a. sæti í sællar
minningar, setti Centaur mjög
neöarlega á blaö. Heildarútkoman
varö því sú, að strákarnir höfnuöu Centaur-flokkurinn é Músíktilraunum SATT i fyrra.
einhvers staöar fyrir neöan miöjan
hóp.
Vissulega voru þetta vonbrigði
því Centaur átti betra sæti skiliö,
en fimmmenningarnir bitu bara á
jaxlinn og héldu áfram aö æfa af
kappi. Ég man, aö ég haföi þaö á
oröi viö þá í fyrra aö rokkiö þeirra
væri e.t.v. einum of gamaldags,
þ.e. takturinn ekki nógu hraöur
meö tilliti til þungarokksins í dag.
Hvort þaö var fyrir mín orö eða
hvaö nú olli þessari breytingu var
stórkostlegur munur á tónlistinni
þegar ég baröi flokkinn augum í
Safari á sunnudagskvöld.
Þrátt fyrir fremur slakt „sánd“ í
Safari fer ekki á milli mála, aö þaö
er allt annaö að heyra í Centaur nú
en fyrir heilu ári. Lögin eru miklu
meira grípandi, keyrslan meiri og
hljóöfæraleikurinn þéttari á allan
hátt. Þótt ekki væru nema á milli
30 og 40 manns í húsinu fór ekki á
milli mála, aö þeir, sem þar voru á
annaö borö, veittu Centaur athygli.
Þaö eitt aö halda athygli áhorf-
enda er meira en mörgum sveitum
tekst á þessum síöustu og verstu
tímum.
Stundum finnst mér þó Guö-
mundur á trommunum leggja ein-
um of mikla áherslu á tvö- og jafn-
vel þrefalt bassatrommu-„bít“ og
gleyma því aö hann er meö heilt
sett fyrir framan sig. Þá heldur
hann „hi-hat“-inum allt of oft
opnum of lengi. Symbalahljóöiö
veröur því allt of ráðandi. Hins
vegar hefur hann aö mestu látiö af
ótímabærum „breikum“ og
trommuleikurinn er því allur annar
og betri. Söngurinn hjá Siguröi er
á köflum stórskemmtilegur og
hann á til ekta „whoooaaarghh“ aö
hætti betri söngvara bárujárns-
rokksins. Hins vegar viröist hann
stundum eiga í vandræöum meö
lægri nóturnar. Hægt væri að
sneiða hjá slíku meö annarri radd-
beitingu. Bassinn kom ekki alveg
nógu vel út og var stundum of
drynjandi og gítarsólóin fóru
stundum á mís vegna hljóöblönd-
unarfeila.
Halda mætti af þessari upptaln-
ingu, aö þetta heföu verið mis-
heppnaðir tónleikar meö öllu. Því
fór hins vegar fjarri og ég skemmti
mér prýöilega og ekki bar á ööru
en aörir í húsinu geröu þaö líka.
Mér sýnist, aö Centaur sé hægt og
bítandi aö vinna sér sess, sem ein
af þeim hljómsveitum borgarinnar,
sem full ástæöa er til aö gefa nán-
ari gætur.
Sonus Futurae:
Vetrarstarf-
ið að hefjast
Sonus Futurae er um þaö bil aö
fara aö hefja „vetrarstarfiö“ og
kemur hljómsveitin fyrst fram í
sinni nýju mynd í félagsmiöstöð-
inni Þróttheimum þann 3. nóvem-
ber.
Aö sögn Þorsteins Jónssonar,
eins meölima hljómsveitarinnar,
stendur til aö fara í yfirreiö um
framhaldsskólana meö Pax Vobis,
sem einnig leikur tónlist af svipuö-
um meiöi en ólíka þó.
„Ég held aö barnabrekin séu aö
mestu horfin hjá okkur og undir-
tónninn oröinn þyngri í lögunum,
rokkaöri kannski,“ sagöi Þorsteinn
í stuttu spjalli viö Járnsíöuna.
Hljómleikaplata Mezzoforte
gefin út í Japan og Hollandi
Mezzoforte-sveinarnir kampakátir. Þeir hafa enda
alla éstæöu til slfks.
Fimmmenningunum boöiö
að leika í Montmartre
Eins og skýrt var fré viö útkomu hljómleikaplötu
Mezzoforte, Sprelllifandi, fyrir skemstu var ætlunin
aó platan kæmi einvöróungu út hér é landi. Jérnsíö-
an hefur nú fregnaó, aö íslendingar sitji ekki einir aö
þessum grip.
Eins og venja er var útgáfufyrirtækjum Mezzoforte
um allan heim sent eintak af tónleikaplötunni, svona
mest til þess að gefa þeim tækifæri til aö heyra hana.
Viöbrögöin uröu hins vegar þau, aö útgefendur í Hol-
landi og Japan vilja óöir og uppvægir gefa plötuna út
og þaö strax.
Aö sögn talsmanns Steina hf. hér á landi var ákveö-
iö aö veröa viö þessum óskum Hollendinga og Japana
og eiga aðdáendur Mezzoforte í þessum löndum því
von á glaöningi. Nýrrar stúdíóplötu er aö vænta frá
hljómsveitinni áöur en langt um líöur.
Áöur haföi verið frá því skýrt á Járnsíðunni, aö
Mezzoforte heföi veriö boöiö aö taka þátt í hinni
heimskunnu jazz-hátíð í Montreaux, sem haldin er ár
hvert. Nú hefur hljómsveitinni veriö boöiö aö troöa
upp í frægasta jazzklúbbi Norðurlanda, Montmartre i
Kaupmannahöfn.
Þá mun afráöiö aö iagiö Midnight Express af
Sprelllifandi komi út á lítilli plötu í Bretlandi innan
tíðar. Vangaveltur eru um einhverja hugsanlega útgáfu
af tónleikaefninu, en ekkert mun ákveöið.
Tónleikaferöalagi Mezzoforte um V-Þýskaland er
nýverið lokið og gekk þaö betur en nokkur haföi þorað
aö láta sig dreyma um. Þá hefur Járnsíöan haft spurnir
af frábærlega vel heppnuöum tónleikum hljómsveitar-
innar í Amsterdam. Þar voru 2000 manns saman kom-
in og heimtuöu þrjú aukalög í kaupbæti.
• Eik í gegn.
• Auöveld í lagningu.
• Hljóölátt aö ganga á.
• Fallegt, upprunalegt, ekta
(ekki eftirlíking). m —
Svissnesk vörugæöi
UTSÖLUSTAOm
LHurinn.
Sióumuld if>, R .
stmi $4“) 33.
MAImuf M..
R viku.vOQi 60. Hafiv
Börkur.
Heildaötubirgðir
3«r» 1569.
XEA
Akuröyri
Byooinoaj>jónu«t«n.
INNKAUPASTJORNUN
MARKMIÐ:
Tilgangur námskeiðsins er að gera grein fyrir helstu verkefnum við inn-
kaupastjómun ( fyrirtækjum og stofnunum og hvernig byggja má upp
skipuleg vinnubrögð við innkaupin. Stefnt er að því að þátttakendur geti
eftir námskeiðið náð betra valdi á öllum innkaupaferlinum og hafi öðlast
yfirsýn yfir starf innkaupastjórans.
EFNI:
- Starfssvið innkaupastjóra.
- Starfssvið starfsmanna f innkaupa- og söludeildum.
— Flutningaferill vörunnar.
— Innkaupamagn og birgðahald.
- Söluáætlanir.
-Tryggingar.
- Vörusýningar.
PÁTTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað innkaupastjórum, forráðamönnum innkaupadeilda
og öðrum stjórnendum sem ábyrgð bera á innkaupum til viðkomandi
fyrirtækis.
LEIÐBEINANDI:
Sveinn Hjörtur Hjartarson
rekstrarhagfræðingur. Lauk
prófi í rekstrarhagfræði frá
rekstrarhagfræðideild Gauta-
borgarháskóla árið 1979.
Starfar nú sem rekstrarráð-
gjafi þjá Hagvangi hf.
Einnig munu koma á nám-
skeiðið fulltrúar frá fyrir-
tækjum sem starfa að flutn-
ingamálum.
STAÐUR OG TIMI
31. október 1983 - 3. nóvember kl. 14.00-18.00 - samtals 16 klst.
Síðumúli 23, 3. ha*ð.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
ÍSÍMA 82930
ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkisstofnana greiðir
þátttökugjald fyrir félaga sína á Jæssu námskeiði og skal sækja um það til
skrifstofu SFR.
ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmanna rikisstofnana greiðir þátt-
tökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýsingargefa við-
komandi skrifstofur.
STXDRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS É«23
Metsolubladá hverjum degi!