Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 32
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÖBER 1983 Framtíð Skuggahverfis við Skúlagötuströnd Mikil varð gleði margra hinna eldri barna Reykjavíkur yfir fagnaðarboðskap af vörum borg- árstjórans unga í okkar „Dav- íðsborg" um daginn. Hann taldi það eitt af sínum æðstu óskum og framtíðar- draumum, að Skúlagatan og Skuggahverfið breyttust nú bráðlega í hallir, sem hæfðu þessari fögru strandgötu, sem sungið er lof á hverjum morgni með orðum og hjartslætti þeirra, sem vekja fólkið til fram- kvæmda hvern dag af svefni nætur. Og þetta áttu ekki að vera og verða verzlunarhús eða viðskipta-„slot“, heldur íbúðar- hús komandi kynslóða ásamt viðeigandi þægindum og skarti bæði utanhúss og innan. Við minnumst þess í fögnuði yfir þessari framtíðarhugsjón, að einmitt fyrir nokkrum árum hafði ein hinna víðförlustu og vitrustu kvfenna íslands einmitt lýst Skúlagötunni, sem einni feg- urstu strandgötu veraldar, með útsýni yfir sund og eyjar til ódauðlegrar og sítöfrandi há- fjalladýrðar, með breiðar byggð- ir að baki, sem ljóssins vonalönd. Henni hraus hinsvegar hugur við Skuggahverfinu svonefnda og lágkúrulegum viðskiptaskúr- um á þessari strönd, að örfáum byggingum undanteknum, líkt og útvarpshúsinu, með Arnar- hvol og Þjóðleikhúsið, að ógleymdu Landsbókasafninu í baksýn. En þessar menningarhallir voru hins vegar tákn þess, að listamenn og sjáendur höfðu metið þetta hverfi mikils, ofar öllum skuggum. Og þessi framtíðarsýn fæddist og þróaðist í vitund þeirrar kynslóðar sem unni og ann Reykjavfk sem einum æðsta sögustað sínum og helgidómi við þjóðbrautir alda. Sú dýrðarsjón hafði samt stöðugt þokast fjær, inn í lág- kúru hversdagsins, þar sem hin eina og sanna Reykjavík, bær fyrsta landnemans Ingólfs Arn- arsonar, og um leið hins fyrsta iðnfrömuðar og athafnamanns, Skúla Magnússonar, virtist van- rækt, gleymd og misskilin af þeirri kynslóð, sem flýtti sér upp í Breiðholt og Blesugróf. Sú kynslóð byggði þar að sönnu með svipmóti nýjustu tízku og þæginda. En um leið og þangað var komið tæmdist hin eiginlega Reykjavík að æsku og unaði, frama og lífsgleði. Á fáum áratugum var tæpast um neitt að tala nema tóm hús og mannlaus stræti eftir að halla tók að kvöldi. Eitt samfellt „Hallærisplan“. Og það var líkt og fáir veittu þessu athygli. Sízt þeir, sem gátu nokkru þokað í rétta átt. Með ærnum kostnaði — satt að segja efnahagslegri blindu, var borgin þanin út, upp um holt og heiðar. Lagnir og leiðslur, götur og torg mótað í auðnina og síðan byggðar íbúðir fyrir meira en helming íbúanna í eyðihverf- um okkar kæru höfuðborgar. Síðan byggðir þar skólar, sam- komuhús, leikhús, sýningarhall- ir og kirkjur, meðan meira að segja skemmtistaðir og matsölu- hús, hótel og kvikmyndahús Reykjavíkur stóðu auð og tóm. Hvað þá heldur kirkjur og skól- ar, sem höfðu þó þjónað sínu hlutverki með sóma hinnar ört vaxandi menningarborgar um áratugi. Ekki virtist nokkur maður veita þessari fjarstæðu þróun svo mikið sem hugsun, hvað þá heldur athygli og áhuga árum saman. Og satt að segja var nýja borg- in — Breiðholtsbærinn — með miklum myndarbrag, ljósadýrð- in á kvöldin gaf hæðum og heiði svip, sem nálgaðist töfra ævin- týra og drauma hjá liðnum kyn- slóðum. En dýrt var slíkt ævin- týri. Ekki sízt, ef það átti að leggja hina upphaflegu höfuð- borg og höfuðprýði íslands f auðn. Líkt og Breiðholtið yrði barn, sem gerði móður sína að hornkerlingu undir hrörnandi súð í gamla daga. Og svo kosta samskipti og samgöngur sitt. Það er dýrt og kostar mikið fé um ókomin ár og aldir, að dreifa íbúum í nokkurra tugþúsunda bæ yfir jafnstórt svæði og það, sem milljónaborgir annarra landa leggja undir. Það eru dýr- ar allar strætisvagnaferðir upp í Breiðholt yfir árið, hvað þá held- ur aldirnar. Það er því mörgu að fagna, þegar mörkuð eru markaskil þessarar þróunar, og fólki opnast leið til að komast aftur til Reykjavíkur og una þar ró- legt, án strætisvagna, jafnvel án þess að hafa þörf fyrir einkabif- reið til daglegra nota með öllum þeim kostnaði, áhyggjum, hætt- um og slysum, sem bílar orsaka. Fyrst verður samt að breyta Grafarvognum í borg. Þar mótast vonandi síðustu þáttaskil útþenslunnar og eyðslunnar. Svo þegar hann er orðinn að- setur mannlifs, með öllu því sem til yndis má verða í stíl við ljósa- dýrð Breiðholtsins, tekur Skuggahverfið við og verður vid gluggann eftir sr. Arelíus Nielsson einn glæsilegasti hluti Reykja- víkurborgar. Þar ættu að koma stórhýsi og háhýsi, með fremur litlum íbúð- um, sem yrðu heppilegar eldra fólki annars vegar og yngra fólki að öðru jöfnu, hins vegar. Þar ætti það að geta eignazt og leigt litlar og þægilegar íbúð- ir, með góðum kjörum, meðan það býr sig undir að kaupa eða byggja framtíðaríbúð. Og við Skúlagötuna gætu kynslóðirnar orðið samferða á hinn æski- legasta hátt. Og um leið eignað- ist hin aldna og raunverulega Reykjavíkurborg bernsku og æsku að nýju, að námi, leik og störfum. En vissulega þyrfti meira til. Þess vegna er eitt óskahverfi enn ónefnt. En það yrði nauðsyn til jafnvægis og auðnu um ókominn tíma fyrir gamla Miðbæinn. Það er nýtt og fjölmennt íbúð- arhverfi í Vatnsmýrinni, þar sem veslings „Bretinn" asnaðist til að gera flugvöll við hertökuna frægu. Það er vart líklegt, að nokkrum íslendingi hefði hug- kvæmzt slíkt, að lokinni íhugun. Er hægt að stofna til meiri hættu fyrir borgarbúa en slík lofthöfn orsakar daglega? Svo ekki sé nú minnzt á þá landsóun úrvals húsalóða, sem þarna er kastað á glæ, sem úrvalshverfi í höfuðborginni. Þar er auðveldara um allar leiðslur og vegi, aðgang að öllu, um þægindi daglegs lífs eftir óskum, svo ekki sé nú minnzt á samgöngur á ódýrari og heppi- legri hátt en Breiðholtið hefur boðið. Þar mundu sparast mörg hundruð milljóna bæði í bráð og lengd. Við þurfum ekki annan flug- völl en hina miklu verðandi og verandi flughöfn í Keflavík. Þar er allt á boðstólum í venjulegu nábýli flugvalla og stórborga, hvar sem er í heiminum. Flugvellir eru hættulegir of nærri mannfjölda í borgum. Reykjavík er nú daglega í hræði- legri hættu. Sannarlega ættum við öll að vera samtaka um framtíðar- stöðu og stefnu í okkar kæru höfuðborg og hennar málum til hags og heilla komandi kynslóð- um. Umfram allt ættum við að varast, að láta þröng sjónarmið í stjórnmálum líðandi stunda ráða þar of miklu. Þar skyldi jafnan litið um öxl, en líka fram á við ofar allri skammsýni og flokkakrytum. Hér á landnámssvæði Ingólfs Arnarsonar er sannarlega hátt til lofts og vítt til veggja, ekki sízt, ef leiðsögn hans er lotið í trú og ást til þess Guðs, sem sól- ina gaf og skóp. Séum við gædd því innra ljósi frá orkulindum lífsins, víkur allt vonleysi og myrkur, sem á tákn- legan hátt tengist hinum öldnu heitum Grafarvogur, Skugga- hverfi og Vatnsmýri. Séu orkuuppsprettur mann- dóms og speki virkjaðar í okkar eigin þjóðarsál, er unnt að breyta vonleysi „grafar", hverfi „skuggans" og auðn „mýrarinn- ar“ í gróandi þjóðlíf glæsilegrar borgar um alla framtíð. Megi sá kraftur signa hug- sjónahallir borgarstjórans við Skúlagötuströnd um ókomin ár og aldir. Reykjavík, 7. sept. 1983 Þórir S. Gröndal skrifar frá Florida: Opnir gluggar Það er búið að vera langt og heitt sumarið hér í Flórída. Nú er október bráðum allur og samt fer hitastigið varla niður fyrir 20°C á nóttunni, og á daginn fer það næstum alltaf upp fyrir 30. Hit- inn, sem þið heima dælið úr iðrum jarðar og leiðið svo í pípum í gegn- um húsin ykkar, er hér fyrir utan gluggann minn og þarf ekki annað en að opna og hleypa honum inn. En svala, góða loftið, sem þið hafið nóg af fyrir utan ykkar glugga, þurfum við að framleiða í vélum, og blása svo eftir rennum og inn í öll herbergi. Við vildum svo miklu heldur geta hleypt því inn um gluggana. Og þið vilduð líklega alveg eins geta hleypt hlýju og góðu lofti inn um ykkar glugga. En svona er það oft bless- að lífið, allt öfugt og snúið. Nú er farið að kólna hér fyrir norðan og „þjóðflutningarnir" til Flórída eru að byrja. Hundruð þúsunda manna og kvenna, sem ekki telja sig þola veturna í norð- urfylkjunum og hafa efni á því að telja sig ekki lengur þola þá, streyma hingað á sólarslóðir og ætla sér að baka gigtveika limina í sólinni í vetur. Margt af þessu fólki á hér íbúðir en annað býr á hótelum. Það er yfirleitt mjög latt við matseld og borðar því oft úti á vertshúsum. Stundum slæðist ofan í það fiskur og þess vegna er okkur frekar hlýtt til þess. Flugfélögin hafa beðið með óþreyju eftir „þjóðflutningunum" og nú fer í hönd annatími hjá þeim. Þetta er ekkert ólíkt píla- grímaflutningum íslenzku flugfé- laganna. Það er nú meira, hve All- ah er búinn að reynast íslending- um vel. Eins og þið hafið heyrt, eru flugfélögin hér heldur illa á sig komin mörg hver. Sum ramba á gjaldþrotsbarmi en önnur eru dottin upp fyrir. Vandræði þeirra rekja margir til ákvörðunar stjórnvalda hér, sem fyrir fimm árum gáfu flugið frjálst. Fram að þeim tíma ákvað ríkið, hver fékk að fljúga á hvaða leiðum og hið opinbera varð einnig að sam- þykkja allar breytingar á far- gjöldum. Þegar allt var gefið frjálst, gátu félögin tekið upp nýj- ar áætlunarferðir innanlands og einnig gátu þau ákveðið verð far- miðanna. Upp hófust grimmileg fargjaldastríð, sem öllum á ís- landi er vel kunnugt um, því Flugleiðir okkar voru næstum troðnar undir. Ný félög hafa sprottið upp og þau virðast laga sig vel að hinum breyttu aðstæðum. Hafa þau m.a. haldið stéttarfélögum flugfólks í burtu, en gert samninga við sitt fólk á miklu lægri launum en fé- lögum atvinnuflugfólks hefir tek- izt að berja út úr gömlu flugfélög- unum með sífelldum verkföllum og verkfallshótunum á undanförn- um áratugum. Er allt að helmings munur á launum flugmanna hjá Peoples Express, sem er eitt af nýju félögunum, og hjá t.d. East- ern Airlines, sem nú er mjög illa á sig komið. Segist félagið verða að lýsa sig gjaldþrota, ef ekki verði hægt að semja við hæstlaunaða starfsfólkið um 20% kauplækkun. Áður fyrr sögðu flugmennirnir: Hærra kaup eða við komum ekki í vinnuna! Nú segja flugfélögin: Lægra kaup, eða það verður ekk- ert félag og engin vinna! Það er ekki öll vitleysan eins. Þeir flugmenn, sem eru í verk- falli, eða hverra félög eru komín á hausinn, þurfa samt ekki að láta sér leiðast, því þeir geta setið heima við sjónvarpið og fylgzt með alls kyns spennandi kapp- leikjum. Haustið er mest spenn- andi kappleikjatíminn hérna í henni Ameríku. Ameríski fótbolt- inn er byrjaður og nú fara fram úrslitin í kýluboltaleiknum (base- ball), sem hér er feiki vinsæll. Þau tvö lið, sem i úrslit komast, keppa þar til annað hefir unnið fjóra leiki af sjö. Hver leikur getur tekið fleiri klukkutíma. Áður fyrr voru þeir leiknir á daginn, en svo mikið var kvartað yfir fjarvistum úr skóla, vinnu og líka þingi, að ákveðið var að láta þá fara fram á kvöldin. Nú situr allur landsins lýður fyrir framan sjónvarpið kvöld eft- ir kvöld. Enginn fer út fyrir húss- ins dyr. Bíó, skemmtistaðir og veitingahús standa auð og verða allir, sem þar eiga hagsmuna að gæta, þeirri stundu fegnastir, þeg- ar úrslitin verða kunn. Helzt vildu þeir auðvitað, að annað hvort liðið ynni fjóra fyrstu leikina, en vana- legast gerist það ekki. Á dularfull- an máta vinna liðin leikina á víxl og eftir sex leiki eru þau jöfn og þá þarf að keppa þann sjöunda til að gera út um málið. Það er nú það. Þar sem ég horfi ekki á kýlu- boltann, get ég setið í rólegheitun- um og gætt mér á nokkrum nýleg- um Moggum. Þar sé ég mikið skrifað um óhóflegar ferðir ríkis- starfsmanna til útlanda. Dettur mér í hug, að ef vanta skyldi fólk til að vinna hjá ríkinu, gæti það auglýst eftir mannskap í svipuð- um dúr og ameríski flotinn gerir: Ráðið ykkur í vinnu hjá ríkinu og sjáið heiminn! (Join the navy and see the world.) Líka sé ég í blaðinu, að mikið fjaðrafok er út af bílamálum ein- hverra ráðherra. Ekki held ég nú að svona mikið veður eigi að gera út af þessu máli. Heldur skulum við líta á björtu hliðina: Menn, sem sýna svona mikla útsjónar- semi og kænsku í bílamálum sín- um, ættu að geta náð feikna góð- um árangri í að meðhöndla erfið vandamál þjóðarinnar, ef þeir leggja sig jafnvel fram við þau. Og „EF verður af þessum kaupum og ríkið eignast spítalann tel ég aö hann eigi að reka sem sjálfstætt sjúkrahús. Þarna eru mjög góðir læknar og þjálfað og gott starfslið, sem ég býst ekki við að kæri sig mikið um að verða undir yfirstjórn annarra sjúkrahúsa,“ sagði Matthí- as Bjarnason heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, er Mbl. spurði hann hvort til þess gæti komið að ríkið kaupi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og hvort til umræðu hefði komið að spítalinn yrði þá rekinn í tengslum við Landakotsspítala. Matthías sagði að viðræður um sölu spítalans væru að hefjast milli fulltrúa ráðuneytisins og fulltrúa systranna i Hafnarfirði. Aðspurður um hvort áhugi væri fyrir kaupunum af hendi ríkis- valdsins sagði hann: „Það er ekki nokkur áhugi af minni hendi að kaupa, en hins vegar hef ég áhuga á að starfsemi sjúkrahússins legg- ist ekki niður. — Og ef enginn annar er til að kaupa, sem ég sé ekki, þá vil ég fremur að ríkið kaupi. Varðandi hugsanleg tengsl við Landakotsspítala sagðist ráðherr- ann hafa heyrt á slíkt minnst sl. öll vitum við, að þeir munu gera það. Nú ætla ég að skreppa út í port til að gá á hitamælinn. Kannske hefir hann fallið örlítið og þá gæti ég ef til vill sofið við opna glugga í nótt. sumar, en sagði það skoðun sína, að ef til þess kæmi að ríkið keypti spítalann teldi hann að reksturinn ætti að verða sjálfstæður. Fyrsti snjór á fyrsta vetrardag Ólafsvík, 24. október. Haustveðráttan hefur verið góð hér vestra, þó gloppur hafi verið í gæftum. Fyrsta snjófölin féll á lág- lendi fyrsta vetrardag. Atvinna hefur ekki verið mikil, en þó er enginn atvinnulaus. Tog- arinn Már er enn ekki kominn úr vélarviðgerð, en mun vera vænt- anlegur í þessari viku. Tveir bátar róa með línu og aðrir tveir gera sig klára. Aflinn hefur verið treg- ur á línuna, enn sem komið er, þrjár til fjórar lestir í róðri. Sex bátar eru með dragnót og hafa fengið all góðan afla af og til. Tveir bátar róa með net við léleg- an afla. Aðrir ólafsvíkurbátar eru á síldveiðum. — Helgi Matthías Bjarnason heilbrigöis- og tryggingaráðherra: Tel að reka eigi St. Jósefsspítala sem sjálfstæða stofnun — ef til þess kemur að ríkið kaupi hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.