Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 34
66
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
Fjárplógsmennska í áfengis-
málum og mannasiðir
eftir dr. Gunnlaug
Þóðrarson hrl.
Meðferð áfengis er og verður
snar þáttur í menningu vestrænna
þjóða og daglegum samskiptum
manna og því er full ástæða til
þess að stuðlað sé að upplýstri
umræðu um þau mál og t.d. því
hvernig neyta megi þess á þann
hátt að heilsu manna stafi ekki
hætta af og hversu fyrirbyggja
megi skaðsemi af ofneyslu þess.
Að vísu var það ekki megintil-
gangur skrifa minna hér í blaði 29.
júní sl., þar sem ráðist var gegn
misnotkun áfengis og þjóðarátaks,
því tilefni þeirra skrifa voru að-
ferðir SÁÁ við öflun fjár hjá al-
menningi til þess að koma upp
hvíldarheimili fyrir ofdrýkkju-
menn og síðan velta þeim rekstri
yfir á bök almennings, þar sem
unnt væri með því að leika á kerf-
ið að fá mikla fjármuni úr ríkis-
sjóði.
Fjöldi manns, þar á meðal
læknar, hefur þakkað mér þau
skrif og framhald þeirra og meðal
annarra margir forustumenn
AA-samtakanna. Þeir síðasttöldu
hafa harmað, að í skrifum mínum
hafi ekki komið fram sá regin-
munur, sem sé á starfsaðferðum
AA-samtakanna, sem hafa að
leiðarljósi að heimta ekki fé úr
ríkissjóði eða sækjast eftir fé frá
því opinbera starfi sínu til stuðn-
ings, þar sem SÁÁ-samtökin hafa
hið gagnstæða að grundvallar-
atriðum í starfi sínu. Einn af þess-
um forustumönnum sagði við mig
að það væri smá kommufeill í
skammstöfuninni, hún ætti að
vera SAÁ, þ.e. samtök atvinnu-
fjárplógsmanna um áfengismál.
Nú hefur sýnt sig að ábendingar
mínar voru réttar, hér var ekki
fyrst og fremst um hugsjónir að
ræða, heldur samvinnu manna,
sem fengu nokkra valinkunna
menn með sér undir yfirskini hug-
sjóna til þess að hagnast beint eða
óbeint á áfengisbölinu. — Það er
móðgun við íslensku þjóðina og þó
sérstaklega við íslenska iðnrek-
endur, að þessir forustumenn
skuli ætla að sniðganga þá og vera
með „spekúlasjónir" við dönsk
húsgagnafyrirtæki, til þess að
geta hagnast á þessu sjálfir. Mér
hefði fundist meira en nóg tilefni
til þess að opinber rannsókn færi
fram á þessari hlið máls þessa. Að
slíkt skuli hafa átt sér stað rétt
um það bil, sem íslenskir iðnrek-
endur eru að halda upp á áfanga í
rekstri sínum með mikilli iðnsýn-
ingu, sem sýndi ótvíræða getu ís-
lenskra iðnrekenda.
Mér þykir ótrúlegt, að margt af
því fólki, sem þvingað eða óþving-
að lét fé af hendi rakna við þessi
samtök hefði gert það ef það hefði
vitað hvernig verja átti hluta þess
fjár. Vafalaust hefði yfirgnæfandi
meirihluti þessara stuðnings-
manna hvíldarheimilisins viljað
að mikið hefði verið reynt til að
láta íslenska iðnrekendur fá
verkið þó eitthvað eyddist meira
af söfnunarfénu, heldur en að
verulegur hluti þess gengi til er-
lendra aðila og vekti þar með
grunsemdir í garð forustumanna
þeirra, sem hlut eiga að máli.
Þá er hitt atriðið í sambandi við
þetta þjóðárátak, en það er að
gerð verði opinberlega grein fyrir
hve mikið hafi komið inn, hve
mikið milliliðir hafi fengið í sinn
vasa og þó sérstaklega hve mikið
safnaðist með átakinu í Banda-
ríkjunum og Kanada og hvernig
þeim gjaldeyri hafi verið ráðstaf-
að. Almenningur á kröfu á því að
fá þetta upplýst.
Ofsatrúarmenn
trylltust
í þessari sömu grein var bent á
þá staðreynd, að góðtemplara-
reglunni hefði ekkert orðið ágengt
í starfi sínu og að vafasamt sé að
bindindishreyfingin hafi unnið
þjóðinni nokkurt gagn.
Þessi rétta ábending varð til
þess að tveir ofstækisfullir bind-
indismenn stukku fram á ritvöll-
inn í þeim megintilgangi að vega
að persónu greinarhöfundar og að
ausa fúkyrðum og brigslum úr
skálum reiði sinnar, þegar þeir
fundu að þeir gátu ekki rætt málin
á þeim vettvangi sem um var að
tefla. Annar þeirra lagðist svo
lágt í skrifum sínum að svívirða
löngu látna listamenn íslensku
þjóðarinnar með gróusögum, á
þann hátt, sem ekki hefur áður
sést hjá okkur á prenti. Virtist sá
víðlesni maður ekki kunna skil á
merkingu Sólarljóða, „dauðum
ró“. Ein. af þessum frásögnum
var um eitt af höfuðskáldum þjóð-
arinnar þar sem fylgikona skálds-
ins var sögð hafa bjargað skáldinu
dauðadrukknu frá því að verða úti
á götum höfuðborgarinnar. Mér
þætti ólíklegt að þessi valinkunna
kona hefði viljað, að þessi „hetju-
dáð“ hennar yrði höfð í flimting-
um skáldinu til háðungar.
Aðalatriði skrifa þessa manns
voru þó þau, að reyna að koma
þeirri sök á mig að hafa falsað
heimildir um hann til þess að sýna
fram á hvílíkur ofstækismaður
hann væri. Hann klykkti út í
skrifum sínum með því að segja:
„En ég vil ekki liggja undir því að
bera manni fölsun á brýn að ósekju,
því að fölsun er slæmur hlutur.“
Auðvitað er ofstækið samt við
sig, það er óhugsandi fyrir slíka
menn að viðurkenna að þeir hafi
viðhaft stóryrði um of. Hér var
einfaldlega um mistúlkun að
ræða, sem var eðlileg eins og á
stóð, því ofstæki þessa manns,
Halldórs Kristjánssonar frá
Kirkjubóli, hafði verið miklu
meira, en þess, sem spýtti vískíinu
út úr sér i afmælisveislunni
frægu, en varð seinna til þess að
koma hinni fráleitu „bindindis- og
banntillögu“ Halldórs Kristjáns-
sonar fyrir kattarnef. Sumir af
flokksbræðrum Halldórs Krist-
jánssonar hafa bent mér á að
skora á hann að birta staðfest af-
rit af hinni „stífu bindindis- og
banntillögu", sem áður getur og
hann flutti á 8. flokksþingi Fram-
sóknarflokksins og Bernharð Stef-
ánsson vitnaði til i endurminning-
um sínum. Að sögn þeirra var til-
lagan þess efnis, að ekki mættu
aðrir en bindindismenn skipa
trúnaðarstöður fyrir flokkinn eða
vera í framboði fyrir hann og að
flokkurinn skyldi gera vínbann að
aðal baráttumáli sínu.
Menn geta leitt hugann að því
hvað að baki því hafi legið að vilja
útiloka alla aðra en bindindis-
menn frá framboði.
Vísindalegar
staðreyndir
Það mun ekki óalgengt, að nem-
endur bindist vináttu- og tryggða-
böndum við kennara sína. Slík
hefur verið reynsla mín bæði í
menntaskóla og háskóla og er
reyndar enn, því setu minni á
skólabekkjum er alls ekki lokið.
Þessi vinátta lýsir sér m.a. í því að
maður tekur nærri sér, ef kennari
manns verður sér til háðungar og
síst hefði ég viljað spilla áliti Ang-
antýs H. Hjálmarssonar hjá nem-
endum sínum. Eins og háttur er
sjálfumglaðra manna þykist hann
byggja skrif sín á vísindlegum
staðreyndum, en telur mig fara
með staðlausa stafi.
Hið rétta í þessu máli er hins
vegar það, að skrif mín eru byggð
á vísindalegum rannsóknum
lækna, sérfræðinga í greininni,
sem m.a. kenna og starfa við einn
viðurkenndasta læknaskóla heims,
Harvard-háskólann. Einnig stuðst
við athuganir íslenskra lækna og
franskra, allir nafngreindir, sem
ástæðulaust er að endurtaka. Til
viðbótar skal hér vitnað til The
Johns Hopkins Medical Journal,
nr. 148/1981, þar sem læknanefnd
þessa heimsþekkta háskóla birtir
niðurstöður á rannsóknum undir
yfirskriftinni „The Beneficial Side
of Moderate Alcohol Use“ eða
„Bætandi áhrif hóflegrar áfengis-
neyslu".
Þar segir um niðurstöður rann-
sókna þessarar nefndar eftirfar-
andi í lauslegri þýðingu:
„Rannsóknanióurstöður gefa til
kynna að hófleg neysla fullorðinna á
áfengum drykkjum kann að draga
úr hættu á kransæðastíflu, bæta lífs-
gæði aldraðra, draga úr streitu og er
næring ... Stungið er upp á eftir-
töldum efri mörkum hóflegrar
neyslu áfengis: 0,8 gr á kg líkams-
þunga (algjört hámark 80 gr) á dag
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
Bindindishreyfingin
er orðin stórrík m.a.
fyrir bein og óbein
framlög frá því opin-
bera. Meginverkefni
hennar hefur verið
skemmtanahald fyrir
meðlimi sína...
0,7 gr pr. kg (líkamsþ.) yfir þriggja
daga tímabil. Hins vegar liggja ekki
fyrir næg gögn til þess að útiloka
þann möguleika að slík neysla kunni
að spilla ökuhæfni unglinga og full-
orðinna og vera áhættusöm fyrir
fóstur (þ.e. barnshafandi konur).
Eigi ber að líta svo á að veittar upp-
lýsingar mæli gegn því að ofdrykkja
sé skaðleg fyrir heilsuna og yfirleitt
ættu alkóhólistar að gæta sín í sam-
bandi við áfengisneyslu á hvaða stigi
sem er.“
í fáum orðum sagt er þetta í
samræmi við það, sem sagði í
skrifum mínum.
Einstök
vísindamennska
Aftur á móti vitnar þessi
sjálfskipaði sérfræðingur um
meðferð áfengis í eigin skrif í
Tímanum, sem er nánast hans eig-
in trúarjátning og í þýðingu sem
ungur læknir gerði fyrir 14 árum
gagnrýnislaust á skrif í einhverju
lítt þekktu tímariti „Listen“ að
nafni, sem birtist þar nafnlaus og
hafði inni að halda fullyrðingar,
sem þessi sami læknir myndi ekki
treysta sér til að standa við í dag
og engir læknar, sem ég hef borið
málið undir, myndu vilja leggja
nafn sitt við.
Þar segir m.a.: „Stöðug notkun
áfengis skemmir og beinlínis eyði-
leggur heilafrumur þar eð áhrif þess
eru sexfalt öfiugri á taugafrumur en
aðrar líkamsfrumur."
Allir læknar, sem ég hef rætt
um þessi mál við, segja að það sé
algjörlega út í hött að meta slík
áhrif líkt og gert er í greininni.
Hitt mætti þessi maður vita, að
rannsóknum á áfengisneyslu og
áhrifum hennar hefur fleygt mjög
fram á undanförnum árum og að
menn eru stöðugt að komast að
nýjum niðurstöðum í því efni, til
dæmis að þar hafi umhverfi, ætt-
arfylgjur og velgengni í lífinu
miklu meiri áhrif en t.d. sálfræð-
ingar hafa viljað viðurkenna. í
nýjustu rannsóknum virðast at-
huganir benda til þess að um 5%
af fólki hafi einhvern innbyggðan
meðfæddan galla eða e.t.v. má
kalla það ofnæmi gagnvart áfengi,
þannig að margt styður nýjar til-
gátur um að það geti alls ekki um-
gengist áfengi og ætti að halda sig
frá því líkt og t.d. sykursýkis-
sjúklingar frá sykri og sætindum.
Hins vegar væri miklu æski-
legra að læknar fjölluðu meira um
þessi mál almenningi til fróðleiks
og viðvörunar, heldur en leikmenn
líkt og undirritaður. Mér kemur
hins vegar til hugar, að þeir forð-
ist að skrifa um þessi mál af því
að þeir vilja sneiða hjá því að
lenda e.t.v. í ritdeilum við slíka
menn og ráðist hafa að skrifum
mínum af dæmafáu offorsi en eru
ekki á sömu bylgjulengd og flest
venjulegt fólk.
Það væri líkt og að mér dytti í
Aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga:
Rithöfundar á Norðurlandi ekki
ánægðir með Akureyrarútvarpið
Altureyri, 13. október.
AÐALFUNDUR Menningarsam-
taka Norðlendinga var haldinn á
Aknreyri í síðasta mánuði. Til
fundarins mættu rúmlega 40 full-
trúar hinna ýmsu listgreina í fjórð-
ungum, auk annars áhugafólks um
þau mál.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa var aðalmál fundarins
uppbygging og innra starf sam-
takanna, sem eru hin einu sinnar
tegundar í landinu og hafa að
meginmarkmiði að vera vett-
vangur umræðu og starfs í list-
um og menningarmálum í Norð-
le n d i ngafj ór ðu ngi.
Stjórn samtakanna var öll
endurkjörin, en hana skipa:
Kristinn G. Jóhannsson, formað-
ur, Þórey Aðalsteinsdóttir, vara-
formaður, Bragi Sigurjónsson,
ritari, Atli Guðlaugsson, gjald-
keri, og Valgarður Stefánsson. í
varastjórn eru: Guðmundur
Ármann, Guðmundur L. Frið-
finnsson, Hrefna Jónsdóttir,
Guðmundur Norðdahl og Sveinn
Kjartansson.
Listamenn og heimamenn
Menntamálaráðuneytið skip-
aði á sl. ári nefnd til þess að gera
tillögur um skipulagningu á
tónleikahaldi íslenskra tónlist-
armanna hér á landi. Nefndin
sendi frá sér bréf sl. sumar og
þótti tónlistarmönnum á aðal-
fundinum ýmislegt við það að at-
huga. í bréfinu er m.a. að finna
þessa forkostulegu málsgrein:
„Einnig mætti hugsa sér að
listamenn tækju þátt í tónleik-
um ásamt heimamönnum." Þá
kemur og fram í bréfinu, að
nefndin hefur skrifað félags-
mönnum í Félagi íslenskra tón-
listarmanna þar „sem óskað er
eftir tillögum um tónlistar-
dagskrár, er þeir væru tilbúnir
að flytja úti á landsbyggðinni".
í tilefni af þessu gamansama
bréfi var eftirfarandi ályktun
samþykkt: „Aðalfundur Menn-
ingarsamtaka Norðlendinga lýs-
ir furðu sinni á því að ekki skuli
hafa verið leitað eftir tónlistar-
fólki úr Norðlendingafjórðungi
til tónleikahalds á sama grund-
velli og tónlistarfólki á höfuð-
borgarsvæðinu hefur verið gef-
inn kostur á, sbr. bréf frá Bjarna
Gunnarsyni, stjórnarráðsfull-
trúa, dagsett 22.7.1983.“
„Gróflega útundan“
Rithöfundar, sem búsettir eru
á Norðurlandi og mættir voru á
aðalfundinn, voru afar ósáttir
við það hvernig háttað er
greiðslum úr sjóðum rithöfunda.
Þótti þeim sem fjármunir úr
þeim sjóðum ættu ógreiða leið
norður yfir heiðar. Af því tilefni
var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt á aðalfundinum: „Félag
rithöfunda innan Menningar-
samtaka Norðlendinga ályktar
að það sé óeðlilegt hve rithöf-1
undar úti á landi verða gróflega
útundan í sambandi við greiðsl-
ur úr sjóðum rithöfunda og er
stjórn Menningarsamtakanna
falið að vinna að úrbótum á því.“
Þá kom einnig fram á fundin-
um, að norðlenskum rithöfund-
um þykja samskipti sín við Rík-
isútvarpið hafa lítið eflst með
tilkomu Akureyrarútvarpsins og
samþykkt var eftirfarandi álykt-
un: „Félag rithöfunda á Norður-
landi samþykkir að nauðsyn beri
til að rithöfundar á félagssvæð-
inu tengisi Ríkisútvarpinu á Ak-
ureyri betur en nú er.“
Myndlistarsýningin
„Haust ’82“
í sambandi við aðalfundinn
var efnt til samsýningar norð-
lenskra myndlistarmanna og var
skipuð nefnd innan hóps mynd-
listarmanna til að velja mynd-
verk til sýningarinnar, en alls
bárust um 100 verk til nefndar-
innar og voru valin 46 til sýn-
ingar. Eftirtalin áttu verk á sýn-
ingunni: Dröfn Friðfinnsdóttir,
Rut Hansen, Kristinn G. Jó-
hannsson, Guðmundur Ármann,
Samúel Jóhannsson, Guðmundur
Oddur Magnússon, Kristján
Steingrímur Jónsson, Gústaf
Geir Bollason, Hörður Jörunds-
son, Örlygur Kristfinnsson, Að-
alsteinn Vestmann, Gunnar Dúi
Júlíusson, Sigurbjörn Jónsson,
Valgarður Stefánsson, Einar
Helgason, Helgi Vilberg, óli G.
Jóhannsson, Svavar Gunnars-
son, María Hjaltadóttir, ólafur
H. Torfason, Emil Sigurðsson og
Þráinn Karlsson.
Góð aðsókn var að sýningunni.
GBerg