Morgunblaðið - 26.10.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
77
TW
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
M-MUl /l^\” Ubrí *U ll
Höggormstungan í
aldingarðinum Eden
— þ.e. öll ásthönnunarfræðslan
Rósa B. Blöndals skrifar:
„Ég nota hér orðskrípið „hönn-
un“, þennan enska stígvélabrokk.
Vona að það skiljist.
Hvernig voru áhrifin af upp-
fræðslu höggormsins á hinar
ungu, saklausu sálir í Eden? —
Þar stendur: Þá lukust upp augu
þeirra beggja og þau sáu að þau
voru nakin.
Horfin var að litlum tíma liðn-
um þeirra alsæla barnæskupara-
dís.
Nokkur ár eru nú liðin síðan ég
var stödd í húsi í Rvík, meðal ann-
arra gesta. Þá sá ég bók, sem gefin
mun hafa verið út handa foreldr-
um að skenkja smábörnum sinum.
Lítið barn var með litla bók,
blöðin þykk. Á einni opnu bókar-
innar voru tvö börn, sitt á hvoru
blaðspjaldi, drengur og stúlka.
Þau voru nakin. Og litla barnið,
sem hélt á bókinni, var að greina
sundur gestina eftir myndunum.
Þá kom mér í hug sagan um ald-
ingarðinn Eden. „Þau voru nakin,
en þau sáu það ekki.“ Höggormur-
inn tók að sér kynfræðsluna. — Og
þau sáu að þau voru nakin.
Allar götur frá því að þessi saga
var rituð, kemur aðvörunin þaðan
til vorra daga, kristinna manna á
Norðurlöndum, aðvörun við því að
opna augu saklausra barna fyrir
þeim hlutum sem eiga að vera
þeim huldir á bernskuskeiði.
Höggormstungufræðslan hefur
í seinni tíð komið upp um sig með
því að vera æ opinskárri. Meira að
segja stóð útvarpið opið tveimur
persónum, á besta tíma kvölds, til
þess að ausa sora og óþverratali
yfir börn. Furðulegt að ekki skyldi
fljótlega verða lokað fyrir tal
þeirra. Ég fullyrði að ekkert
bændafólk, sem ég hefi kynnst,
hefði liðið nokkru hjúi slíkt tal við
börn. Ég hygg, að það hefði verið
talin brottrekstrarsök fyrirvara-
laust.
Jenna Jensdóttir á þakkir skilið
fyrir að segja foreldrum frá einni
klámbók, sem höggormsfræðslan í
þessu landi ætlar nú smábörnum.
Foreldrar, varið ykkur á því að
láta höggormsfræðsluna liggja i
eyrum barnanna og saurga bæði
augu og eyru þeirra.
Ég skora á alla sanna foreldra
að taka höndum saman og krefjast
þess, að höggormstungufræðslan
verði lögð niður í barnaskólum.
Krefjist þess að fá að fræða börn
yðar sjálfir um þau sérstöku mál.
Síðar meira um þessi efni.“
Þessir hringdu * . .
Missa af
efnilegum
unglingum
Amma hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Barnabarn mitt
- eitt á heima uppi í Breiðholti og
hefur mjög mikinn áhuga á körfu-
bolta. Viðkomandi er stúlka og er
á starfssvæði ÍR. Kostar það hana
2400 krónur yfir árið að fá að taka
þátt í þessari eftirlætisíþrótt
sinni. Þetta finnst mér dýrt og er
jafnframt kunnugt um, að hlið-
stætt gjald hjá Val (drengir) er
450 krónur. Er það ekki sárgræti-
legt, ef íþróttafélög þurfa að missa
af efnilegum unglingum á starfs-
svæðum sínum, vegna þess að ung-
mennin hafa hreinlega ekki efni á
að vera með?
Sjónvarp og útvarp:
Til hvaða
aldurshópa
höfða
dagskrárnar?
G.G. skrifar:
„Velvakandi.
Við hjónin, sem bæði erum
ellilífeyrisþegar, reynum að
horfa á sjónvarpið, þegar þar er
eitthvað bitastætt að hafa,
okkur finnst það nú orðið sjaldn-
ar og sjaldnar.
í gærkvöldi (sunnudagskvöld)
horfðum við á þáttinn „Sjónvarp
næstu viku“ og þótti okkur þá
keyra um þverbak. Og ég hugs-
aði með mér: Það er nákvæmlega
ekkert einasta atriði af þeim
sem kynnt voru, sem höfðar til
manns eða vekur áhuga.
Og þá er að leita á náðir „hins
kassans", en ekki tekur betra
við: Það má telja á fingrum ann-
arrar handar þá þætti sem vekja
áhuga manns. Þriðjudagsþætt-
irnir eru góðir (voru a.m.k. á
þriðjudögum fyrir missiraskipt-
in), þættirnir hans Torfa skín-
andi og að lokum eru þættir
vinkvennanna, Eddu Björgvins-
dóttur og Helgu Thorberg, alveg
ljómandi skemmtilegir.
Nú langar mig til að vita hvort
þetta á við um fleiri en okkur.
Finnur fólk almennt sáralítið við
sitt hæfi í þessum fjölmiðlum
eða er því öfugt farið? Það er
búið að segja það hundrað sinn-
um, að smekkur fólks sé misjafn,
en þá spyr ég: Hvaða aldurs-
hópar eru það þá sem dagskrár
ríkisfjölmiðlanna höfða til,
svona almennt?
Víst var gengið fram hjá
okkur ellilífeyrisþegum, þegar
leitað var eftir áliti fólks á
dagskrá þessara fjölmiðla, svo
að e.t.v. er það ekkert undarlegt,
þótt lítið tillit sé tekið til skoð-
ana okkar. En ég spyr aftur:
Hvaða aldurshópar eru það, sem
dagskráin höfðar til?
Ef ástæðan fyrir klénni
dagskrá er peningaleysi, lýsi ég
því yfir, að ég ynni fyrir að
borga meira. Maðurinn minn vill
óðfús segja upp sjónvarpinu, en
það get ég ekki hugsað mér, þó
að ekki væri nema vegna frétt-
anna. En hvar ætli þær séu allar
niðurkomnar kvikmyndirnar
sem maður sá hérna í gamla
daga og fannst skemmtilegar?
Væri ekki hægt að krækja í
eitthvað af þeim?“
Rjúpnaveiöimenn:
Kynnið ykkur veðurútlitið áður en þið leggið upp í veiði-
ferðina.
Á fjöllum er allra veðra von. Klæðist ullarfötum, og hafið
meðferðis léttan hlífðargalla í áberandi lit. Vandið fótabún-
aðinn.
Grandskoðið allan búnað áður en lagt er af stað í veiðiferð-
ina og vandið hann af stakri umhyggju.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hússein er í arabisku sendinefnd í Moskvu.
Rétt væri:... í arabiskri sendinefnd ...
Eóa:... í hinni arabisku sendinefnd ...
Kða:.. .i arabisku sendinefndinni í Moskvu.
ALLTAF Á FIMMTUDÖGUM
BRO£TU!
MYNDASÖGURNAR
KOMA Ár MORGUN
Vikuskammtur afskellihlátri
HUGSAÐU
þig tvisvar um áður en þú
kaupir bakarofn.
Blomberg býður fjölbreytt úrval af ofnum og
kæliskápum til innbyggingar í innréttingar.
Hægt er að staðsetja ofninn, eða kæliskápinn í réttri
vinnuhæð og setja samskonar hurðir
Blomberq
Stilhrein hágæða heimilistæki.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI ÍOA Sími I6995