Morgunblaðið - 04.11.1983, Page 10
HVflÐ ER AÐ 6ERAST UM HEL6IHA?
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983
Kjarvalsstaðir:
Crafts
USA
Á Kjarvalsstööum opnar á
sunnudag sýningin „Crafts USA“.
Þar sýna um 80 bandarískir
handverkslistamenn ýmsa muni
sem unnir eru í gler, leöur, tré,
málma og önnur efni.
Sýningin stendur í þrjár vikur
og veröa ýmsar uppákomur,
tískusýningar og opnar vinnu-
stofur listamanna á staönum.
LEIKHÚS
Þjóðleikhúsíö:
Fjögur leikrit
um helgina
Þjóöleikhúsió sýnir nú um helgina
fjögur leikrit. i kvöld og á sunnu-
dagkvöld verður leikrit Odds
Björnssonar „Eftir konsertinn“ sýnt,
en þaö segir af Reykjavíkurfjöl-
skyldu. Skvaldur eftir Michael Frayn
veröur sýnt á laugardagskvöld og er
uppselt á þá sýningu.
Kl. 15.00 á sunnudag veröur sýn-
ing á fjölskylduleiknum Línu lang-
sokk og á sunnudagskvöld veröur
leikrit Svövu Jakobsdóttur, Lokaæf-
ing, sýnt á Litla sviöi Þjóöleikhússins.
Leikfélag Reykjavíkur:
Guðrún í síðasta sinn
Síðasta sýning Leikfélags Reykja-
víkur á leikriti Þórunnar Siguröar-
dóttur, Guörúnu, veröur i kvöld,
föstudag. Leikritiö er byggt á Lax-
dæla sögu og segir af ástum og ör-
lögum Guðrúnar og fóstbræöranna
Kjartans og Bolla.
Aðalhlutverk eru í höndum þeirra
Ragnheiðar Arnardóttur, Jóhanns
Sigurössonar og Haralds G. Haralds,
en Þórunn Siguröardóttir leikstýrir
verkinu.
„Úr lífi ánamaðkanna" veröur sýnt
annað kvöld i lönó og „Forseta-
heimsóknin" í Austurbæjarbíói. Þá
veröur 20. sýning á „Hart í bak“ á
sunnudagskvöld.
Leikbrúöuland:
Sýning í Iðnó og
á Fríkirkjuvegi
Leikþættirnlr „Leikiö meö liti“ og
„Á sjó“ sem sýndir voru úr brúöubíln-
um, veröa sýndir á Fríkirkjuvegi 11 á
laugardag kl. 15.00. Hefst miöasala
kl. 13.00.
Þá veröa Tröllaleikir, fjórir einþátt-
ungar, sýndir í lönó kl. 15.00 á
sunnudag.
Leikfélag Akureyrar:
My Fair Lady
Leikfélag Akureyrar sýnir söng-
leikinn My Fair Lady öll kvöld helgar-
innar Sýningunni leikstýröi Þórhildur
Þorleifsdóttir, en með aöalhlutverk
fara þau Ragnheiöur Steindórsdóttir,
Arnar Jónsson, Þráinn Karlsson og
Marinó Þorsteinsson.
Leikfélag Kópavogs:
Gúmmí-Tarsan
Leikfélag Kópavogs sýnir um helg-
ina söngleikinn „Gúmmí-Tarsan"
sem saminn er uppúr samnefndri
bók eftir Ole Lund Kirkegaard. Leik-
stjóri er Andrés Sigurvinsson, en
Kjartan Ólafsson hefur samiö tónlist
sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Leikmynd og búningar eru eftir Karl
Aspelund.
Sýningar byrja kl. 3.00 bæöi á
laugard. og sunnud.
FERÐIR
Ferðafélag íslands:
Gönguferð á
Miðdalsheiði
Ferðafélagið fer á sunnudag kl.
13.00 í gönguferð um Miödalsheiöi.
Ekiö verður upp á Sandskeiö. Geng-
iö á Lyklafell, þaöan um Miödalsheiöi
að Selvatni og síðan aö Gunnars-
hólma.
Miövikudaginn 9. nóvember kl.
20.30 verður myndakvöld á Hótel
Heklu. Siguröur Kristinsson mun
sýna myndir úr feröum nr. 10 og 21 í
feröaáætlun Fí 1983. Eftir hlé sýnir
Davíö Ólafsson myndir teknar í ferð
til Svalbarða í júlí sl. sumar og segir
frá eyjunni.
Tuulikki
Lehtinen:
Tónleikar
í Borgar-
nesi og
Norræna
húsinu
Finnski píanóleikarinn Tuulikki
Lehtinen heldur á morgun. laug-
ardag, tonleika i Borgarneskirkju
kl. 15.00. I Norræna húsinu heldur
hún siöan tónleika á sunnudag kl.
17.00. A efnisskránni veröur italski
konsertinn eftir J.S. Bach, Wald-
stein-sónata Beethovens og són-
ötur nr. 3 og 8 eftir Prokofieff.
Þetta er í fyrsta sinn sem Tuul-
ikki Lehtinen heldur tónleika hér á
landi, en hún hefur leikiö í Finn-
landi, Bandaríkjunum og Mexico,
auk þess sem hún kennir þíanóleik
við Kuula-stofnunina i Vaasa í
Finnlandi
Útívist:
Ferð á
Snæfellsnes
Útivist fer í kvöld kl. 20.00 í ferö á
Snæfellsnes og veröur gist í félags-
heimilinu Lýsuhóli.
Fariö veröur í göngu- og skoöun-
arferöir um nesiö og á laugardags-
kvöldiö verður kjötsúpuveisla og
kvöldvaka. Ferðin er til heiöurs Eyj-
ólfi Halldórssyni áttræöum.
Á sunnudag kl. 13 verður gengið
um gömlu þjóðleiöina yfir Hellisheiði.
Gengið verður með vörðum aö Hellu-
kofanum, en hann er topphlaðinn úr
hraunhellum. Endaö veröur viö
Draugatjörn, en þar eru rústir af
gömlu sæluhúsi. Þetta er tilvalin fjöl-
skylduferö.
SAMKOMUR
Bingó á
Hótel Borg
Kvennadeild Slysavarnafélags ís-
lands í Reykjavík heldur bingó á Hót-
el Borg sunnudaginn 6. nóvember kl.
15.00.
Hlutavelta og
flóamarkaður í
Hljómskálanum
Kvenfélag Lúörasveitar Reykjavík-
ur heldur á morgun, laugardag,
hlutaveltu og flóamarkað í Hljóm-
skálanum viö Tjörnina. Hefst þaö kl.
Hornstrendingavaka
Hornstrendingavaka veröur í Frí-
kirkjunni i Reykjavík sunnudaginn 6.
nóvember kl. 15.00.
Guöni Kolbeinsson, magister,
spjallar um heimabyggö móöur sinn-
Guðni Kolbeinsson
ar, les þátt eftir Þórleif Bjarnason og
segir sögur aö norðan.
Aögangseyrir er til styrktar
orgeisjóöi Fríkirkjunnar, því aö nú er
fyrirhuguö rækileg viðgerð á hinu
gamla hljóöfæri.
Austfirðingamót
á Hótel Sögu
Austfiröingafélagiö heldur Aust-
firðingamót í Súlnasal Hótel Sögu í
kvöld, föstudag. Hefst mótið kl.
19.00 meö ávarpi Guörúnar K. Jörg-
ensen, formanns félagsins. Síðan
verða flutt skemmtiatriöi. Veislustjóri
veröur Siguröur Blöndal og hljóm-
sveit Magnúsar Kjartanssonar leikur
fyrir dansi.
SÝNINGAR
Lístasafn íslands:
Sýning á verkum
Arngríms Gíslasonar
í Listasafni islands veröur opnuð á
morgun, laugardag kl. 14.00, sýning
á verkum Arngríms Gíslasonar mál-
ara. Á sýningunni eru 27 verk,
mannamyndir, útsýnismyndir og alt-
aristöflur. Elsta verkiö er frá árinu
1860, en Arngrimur dó frá því yngsta
ófullgerðu árið 1887. Verkin eru í
senn blýantsteikningar og olíuverk.
Meö þessari sýningu sem haldin er
jafnhliöa útgáfu bókar dr. Kristjáns
Eldjárn um Arngrím vill Listasafniö í
senn kynna þennan lítt þekkta lista-
mann og heiöra minningu dr. Krist-
jáns, sem varöi áralöngu starfi til
rannsókna á ævi hans og list.
Sýningin stendur til 27. nóvember
og er opin alla virka daga frá kl.
13.30—18.00 ogfrákl. 13.30—22.00
laugardaga og sunnudaga.
Gunnar Þorleifsson:
Málverkasýningu
lýkur um helgina
Sýningu Gunnars í Húsgagnaversl-
un Skeifunnar Kópavogi lýkur sunnu-
daginn 6. nóvember kl. 18.00 og hef-
ur þá staöið yfir í 9 daga. Á sýning-
unni eru 33 olíumyndir og 14 past-
elmyndir.
Gallerí Lækjartorg:
Sýningu Ragnars Lár
lýkur um helgina
Um þessar myndir sýnir Ragnar
Lár í Galleri Lækjartorgi. Á sýning-
unni eru 40 myndverk og hafa 16
þeirra selst. Sýningunni lýkur næst-
komandi sunnudagskvöld kl. 22.00.
Er hún opin frá kl. 14.00—18.00
virka daga, og 14.00 til 22.00 á
sunnudag.
Sovésk bókasýning
í MÍR-salnum
Sovésk hókasýning veröur opnuð í
MÍR-salnum, Lindargötu 48, nk.
laugardag kl. 16. Á sýningunni eru á
fimmta hundraö bækur, sem gefnar
hafa verið út í Sovétríkjunum á liön-
um misserum um ýmis efni. Einnig
eru á sýningunni sovéskar hljómplöt-
ur, frímerki og auglýsingaspjöld.
Bókasýningin í MÍR-salnum veröur
opin út nóvembermánuö, daglega kl.
17—19, nema á laugardögum og
sunnudögum kl. 15—19. Kvikmynda-
sýningar veröa hvern sunnudag kl.
16.
Ártöl á mynt
Mynt
Ragnar Borg
Öll mynt nú á dögum hefir ártal
útgáfuársins slegíö í peninginn.
Hefir svo veriö frá því á 16. öld.
Elsta skoska myntin með ártali er
frá 1530 og enska frá 1548. Voru
ártölin slegin rómverskum tölum.
Eftir 1548 er öll enska myntin
meö ártali í tölustöfum. En ártaliö
á hinum ýmsu peningum í heim-
inum í dag getur veriö ólíkt, þótt
myntin sé slegin sama áriö.
Liggja til grundvallar mismun-
andi trúarlegar eöa pólitískar for-
sendur.
Flest lönd, utan Noröur-Afríku
um Austurlönd, nota okkar tímatal,
þótt í sumum löndum sé þaö háö
stjórnartíð. Vatikaniö tengir ártöl
myntar sinnar viö stjórnartíö páf-
ans til dæmis.
Arabalöndin miöa viö tíö Mú-
hameös, sem hófst 16. júlí áriö
622, er Múhameö flýöi frá Mekka
til Medina. Áriö hjá múslimum er
tunglár, 354 dagar og 3,03%
styttra en sólaríö sem viö notum.
Þó er ekki einhlítt aö múslimar noti
tungláriö. Bæöi i iran og Afganist-
an var fariö aö miöa við sólárið um
1920.
Á Indlandi nota menn okkar
tímatal, AD, og ár múslima, AH, en
auk þess eru þar í gangi önnur
tímatöl. Eitt er Vikrama Samvat,
sem hófst 18. október áriö 58 f.Kr.
og Saka-tímatalið, sem hófst 3.
mars áriö 78.
Þrenns konar tímatal er notaö í
Thailandi (Siam). Helsta er tímatal
búddhatrúarmanna, sem hófst áriö
543 f.Kr. Næst er Bangkok eöa
Rahanakosind-sok-tímataliö frá
1781. í því tímatali eru aöeins not-
aöir 3 tölustafir. Svo er Chula-
Sakarat-tímataliö, sem hófst áriö
638. Þetta tímtal var fundiö upp í
Burma, og er þar enn notaö.
í Eþíópíu hefst tímataliö 7 árum
og 8 mánuöum seinna en tímatal
vort.
Gyöingar sækja sitt tímatal til
ársins 3761 f.Kr. í Kóreu rekja sög-
ur tímataliö til ársins 2333 f.Kr., og
er tímatal byggt á þessum grunni
notað í ártölum á sumum pening-
um þar. Á eynni Jövu í Indónesíu
er Aki Saka-tímataliö og annars
staöar er Fasli-tímatalið.
j Japan, Kóreu, Kína, Turkestan
og Tíbet miöa menn oft viö hvenær
ríkisstjóraár stjórnar, ættar eöa
konungs hefjast og slá ártöl á
mynt eftir því.
Stundum eru ártölin lesin frá
hægri til vinstri, og ártölin geta líka
veriö slegin meö tvenns konar letri
á sömu myntina og þá sitt hvort