Tíminn - 19.08.1965, Side 13
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1965
ÍÞRÓTTIR TÍMINN
13
MÉ
Eins og skýrt var frá hér á
íþróttasíðunni í fyrradag, er lands
mótum yngri aldursflokkanna í
knattspyrnu nú flestum lokið, en
aðeins eftir að leika úrslitaleik
í 2. aldursflokki milli Vals og FH.
Á síðunni í dag birtum við mynd
af íslandsmeisturum Vals í 5.
flokki og fslandsmeisturum Fram
í 4. flokki, em myndirnar voru
teknar eftir lirslitaleikina, sem
leiknir voru á þriðjudaginn.
Á myndinni til vinstri er 4.
fl. Fram. Fremri röð frá v.:
Gunnar Finnbogason, Gunnlaugur
Pálmason. Eggert Steingrímsson,
Sveinn Eyþórsson, Ingvar Bjarna
son og Gunnar Jóhannesson. —
Aftari röð: Stefán Eggertsson,
Sturla Þorsteinsson, Axel Axels
son, Lúðvík Halldórssoin og Mar-
teinn Geirsson.
Á myndinni til hægri er svo
5. fl. Vals. Fremri röð frá v.:
Páll Benediktsson, Guðmundur
Jóhannesson, Hörður J. Árnason
(var sagður Ásgeirssnn í blaðinu
í fyrradag, en leiðréttist hér með)
Jóm Gíslason, Stefán Ragnarsson,
Gústav A. Nielsson og Guðjón
Harðarson. Aftari röð: Ólafur
Guðjónsson, Ragnar Ragnarsson,
Sigurður Haraldsson, Sævar Guð-
jónss'on, Kolbeinn Bjamason,
Kristinn Bergbo, Reynir Vignis og
fyrirl. Helgi Benediktsson. Á
myndinni er einnig Björgvin
Schram, formaður KSÍ, sem af-
henti piltunum sigurlaunin.
(Tímamyndir GE)
Margreyndir landsliðs-
menn í liði Ferencvaros
- sem leikur gegn Keflvíkingum annan sunnudag.
Sunnudaginn 29. agust fer fram fyrn leikur Keflavíkur og ung-
versku meistaranna Ferencvaros í Evrópubikarkeppni meistaraliða á
Laugardalsvellinum. íþróttabandalag Keflavíkur hefur skipað sér-
staka móttökunefnd vegna komu hins ungverska liðs og er Albert
Guðmundsson formaður hennar. f gær boðaði móttökunefndin blaða-
menn á sinn fund og gaf þá upplýsingar um Ferencvaros og leikmenn
þess, og fara þær hér á eftir:
FERENCVAROS er elzsta knatt
spyrnufélagið í Ungverjalandi,
stofnað 1899. Lið þess hefur átt
sæti í keppni beztu liða (1. deild)
þar í landi óslitið síðan 1901, og á
þessu tímabili hefur Ferencvaros
20 sinnum unnið meistaratitil Ung
verjalands. ,
Allir leikmenn liðsins hafa leik
ið í landsliði, Olympíuliði eða
unglingalandsliði.
Ferencvaros vann ungverska
meistaratitilinn á síðasta keppnis
tímabili, og tekur liðið því þátt
í Evrópukeppni meistaraliða í
ár. Á s. 1. vetri lék liðið í ,,Borgar
keppni Evrópu“ (Cup of Fair
Citíes) í þeirri keppni sigraði
Ferencvaros m. a. Bilbao á Spáni
og síðar Manch. United, og lék
til úrslita við Juventus og sigraði
1:0. f þeim leikjum, sem eru þeir
síðustu er liðið gekk til, áður en
Meistaramótið
30. og 31. ág.
Síðari hluta Meistaramóts ís-
lands, sem fram átti að fara 28.
og 29. ágúst, hefur verið seink-
að til mánudags og þriðjudags
30. og 31. ágúst vegna leiks ÍBK
og Ferencvaros.
Verður leikur ÍBK og Ferenc-
varos á Laugardaisvelli sunnudag-
inn 29. ágúst, og síðari hluti
Meistaramótsins mánudag 30. og
þriðjudag 31. ágúst á Laugardals-
velli og hefst báða dagana kl. 18.
Frá ÍBR.
Albert hinn ungverski.
haldið var til Bandaríkjanna, til
þátttöku í keppni frægra Evrópu
liða, sem fram fer árlega í New
York, var lið Ferencvaros þannig
skipað:
Geczi
Novak Matrai
Horvath Juhasz Orosz
Varga Rakosi
Karaba Albert Fenyvesi
Þetta lið hefur á síðustu árum
ekki einungis aukið á frægð og
hróður Ferencvaros, sem elzta
knattspyrnufélags Ungverjalands,
heldur hafa og allir leikmennirn
ir átt sinn þátt í að skapa þann
ljóma, sem aftur stafar af ung-
verskri knattspyrnu, eftir nokkurn
öldudal, sem fylgdi í kjölfar þess,
að híð fræga lið Ungverja, Honved
leystist upp og sundraðist. Allir
minnast hinna frægu sigra Ung-
verja yfir Englendingum 1953—
1954, er Ungverjar sigruðu með
6:3 og 7:1 í landsleikjum á
Wembley og í Budapest. Það er
ekki sízt fyrir snilli líðsmanna
Ferencvaros, sem ungversk knatt
spyrna er aftur að rísa til Þess
veldis, sem hún stóð í á þeim
tíma.
Leikmenn Ferencvaros í 1. um-
ferð Evrópukeppninnar eru þess
ir:
Istven GECZI, markvörður. 22
ára gamall,- fulltrúi að starfi.
Hann á 2 landsleiki að bakí. Tal-
inn „markvörður framtíðarinnar“
í Ungverjalandi.
Dezsö NOVAK h. bakv. er 26
ára gamall, skrifstofumaður að
starfi. Hann hefur leikið 6 lands
leiki og var m. a. fyrirliði Olym-
píulíðs Ungverja í Tokíó.
Sandor MATRAI, v. bakv. er
32 ára gamall, innkaupastjóri að
starfi. Hefur leikið 67 landsleiki.
Var í liði Ungverjal. í heimsmeist
arakeppninni í Chile.
Laszló HORVATH h. framv. 21
árs gamall, kjötíðnaðarmaður að
starfi. Hefur leikið í B-landsliði
Ungverjalands.
Istvan JUHASZ, miðvörður, 20
ára gamall, iðnaðarmaður að
starfi. Hann er í unglingalands-
liði Ungverja og hefur vakið
mikla athygli.
Pal OROSZ v. framv., 21 árs
gamall, íþróttakennarí að starfi.
Hann var í Olympíuliði Ungverja
í Tokíó, og hefur verið i unglinga
landsliði.
Janos KARABA h. úth. 23 ára
gamall, skrifstofumaður að starfi
hefur leikið í B-landsliði Ung
verjalands.
Zoltan VARGA h. innh,, tví-
tugur að aldri, en talinn einn
mesti knattspyrnumaður Ungverja
og er líkt við Sandor Kocsis, hinn
fræga leikmann frá „guUaldarár-
unum“ Hann var í Olympíulið
inu í Tokíó og þar talinn skara
Framhald á 14. síðu
Ráðast úrslit
um helgina?
Akranesog KR leika á laugardag
- Akureyri og Keflavík á sunnudag
Ráðast úrslit í 1. deildar-
ibcj. t£tj2ijíori ^Bnn^ri boíö ob
keppninni í knattspyrnu
um helgina? Það er hugsan
legur möguleiki, því tveir
mjög þýðingarmiklir leik-
ir eiga að fara fram — og
þar af annar, sem margir á
líta, að sé hinn raunveru-
legi úrslitaleikur mótsins,
leikur Akraness og KR,
sem fer fram á Akranesi
á laugardaginn. Upphaf-
lega var ráðgert, að leikur
Akraness og KR færi fram
á sunnudaginn, en vegna
þess, að KR á að leika
gegn norska iiðinu Rosen-
borg í Evrópubikarkeppn-
inni n.k. þriðjudag, hefur
leikurinn verið færður
fram um einn dag. Hinn
leikurinn, sem fram á að
fara um helgina, er leikur
Aktjreyrar og Keflavíkur
á Akureyri á sunnudaginn.
Takist KR að sigra Akra-
nes á Iaugardaginn hefur KR
hlotið 14 stig — o'g með því
væri Akranes úr Ieik, því að
Akranes hefur þá aðeins mögu
leika á að hljóta 13 stig.
Sömuleiðis væri Akureyri úr
sögunni, því að Akureyri get
ur aðeins- náð 13 stigum. Ef
úrslitin yrðu á þeninan veg,
þ.e., að KR ynni á laugardag-
hefur möguleika á að vinna tit
inn, er einungis eitt líð, sem
hefur möguleika að vinna tit-
ilinn fyrir utan KR, en það
er Keflavík, sem á þrjá leiki
eftir, og gæti með því að vinna
þá alla hlotið 14 stig, og yrði
þá að leika aukaleik við KR.
En ef Keflavík tapar fyrir Ak-
ureyri á suninudaginn eða
gerði jafntefli (og KR ynni
Akranes) er KR íslandsmeist-
ari.
En þetta er einfaldasta dæm
ið, því auðvitað gæti Akra-
nes unnið KR, og þá myndi
málið horfa allt öðru vísi við.
Ef Akranes ynni, myndi spen,n
atn aukast mjög mikið, því
öll Iiðin eiga eftir að leika
innbyrðis að einhverju leyti.
Það er jafnvel hugsanlegur
möguleiki, að öll 4 liðin, þ.e.
KR, Akranes, Keflavík o>g Ak-
ureyri yrðu jöfn með 12 stig.
en það gæti skeð á þennan
hátt: Akranes ynni KR, gerði
jaftntefli við Akureyri, en tap
aði fyrir Keflavík. Með því
væri Akranes með 12 stig.
Keflavík tapaði fyrir Akureyri
en ynni bæði Akranes og KR.
Með því væri Keflavík með 12
stig. Akureyri ynni Keflavík,
en gerði jafntefli við Akra-
nes, með því myndi Akureyri
vera með 12 stig. KR er með
12 stig, og. myndi þá þurfa að
tapa báðum sínum leikjum.
En hér er aðeins rætt
hugsanlega möguleika — og
þeir eru miklu fleiri. Hér á
eftir birtum við töflu yfir þá
leiki, sem eftir eru og stöðuna
í mótnnu:
Akranes—KR
Akureyri—Keflavík
Fram—Valur
Akranes—Akureyri
Akranes—Keflavík
KR—Keflavík (19. sept.)
Og staðan í mótinu er þessi;
KR 8 5 2 1 19:8 12
Akranes 7 4 12 17:13 9
Akureyri 8 4 13 12:17 9
Keflavík 7 3 2 2 13:9 8
Valur 9 3 15 18:22 7
Fram 9 117 8:18 3