Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 1
Föstudagur 18. nóvember RANNSÓKNIR Hvað AST Fram til þessa hefur aldrei fengist neitt vidhlítandi svar viö því, hvers eöiia ástin er í raun og veru, þrátt fyrir margvíslegar vísindalegar at- huganir, sem geröar hafa ver- ið á þessu fyrirbrigöi. Franc- esco Alberoni hefur nýlega komiö fram meö athyglis- veröa skilgreiningu á þessu kynlega sálarástandi, en hann er prófessor í sálfræöi viö Há- skólann í Mílanó. Þýskur blaöamaöur Toni Meissner segir frá. st og tilhugalíf er bylting tveggja aöila, fullyröir Aprófessor Francesco Aberoni, og hann leitast viö aö skilgreina nánar helztu grundvallaratriöi þess dulúöga ástands hugar og sálar, sem hver og einn þekkir, svo og meginþættina í ferli þess. Hann Itkir þannig tilhugalífinu viö hinn „skapandi upphafsþátt" víötækra andlegra hræringa eins og frönsku stjórnarbyltingarinnar: Ást er félagsleg hræring, enda þótt hún sé bundin viö smæstu hugsanlega félagslega einingu, þ.e.a.s. „tvo“. Ásthrifni táknar „andóf", því hún ber fram eindregnar kröfur um breytingar, vekur mönnum sterkar tilfinningar eins og samstööu, vonir, lífsgleöi og þvflíka óeigingirni, aö hreinlega jaörar viö töfra. Innri umbreyting „Þeim manni, sem fær aö reyna þessar tilfinningar, finnst annars, aö hann sé á valdi sterkra afla ... hrifinn meö af hinni félagslegu samhygð, losar einstaklingurinn sig viö þann áhuga, sem hann hefur á sjálfum sér, gleymir sér, helgar sig allan og óskiptan hinum sameiginlegu markmiö- um ... Á slíkum stundum veröur því lífsvakningin á æöri sviöum reyndar svo sterk og áköf, tekur á sig svo eindregn- Ásthrifni og varanleg éat spratta af þeirri tilfinn- ingu, aö maöur aé akki ajélfum aér naagur. Fyratu ummarki þaaa aö éatin aé alvag é naaata laiti, ar óljóat hugboö um þaö, aö maöur aé ainn og ajélfur hraint ainakia viröi... ar myndir, aö hún fyllir nær alveg gjörvalla vltund elnstakl- ingsins og hrekur svo meira eöa minna allar venjulegar, eigingjarnar hugsanir á brott." Hvernig myndast svo ásthrifni og ást? Af þeirrl tilfinningu, aö maöur sé ekki sjálfum sér nógur, út frá þeim skilningi, sem maöur hefur öðlast, aö í daglegu lífi felist enginn til- gangur og engin framtíö, og róttækra breytinga sé þörf, aö „bylting" sé nauösynleg. Fyrirboöi þess, aö ástin sé á næsta leiti, er tilfinningin af því, aö maöur sé einskins viröi, sann- færingin um eigiö fánýti. Með slíkar tilfinningar aö leiöar- Ijósi, veröur framar öllu ungt fólk ástfangiö og þaö aftur og aftur; þessi ungmenni eru óörugg og leitandi, hafa enn ekki fundiö sér staö í lífinu. Sjá blaösíóu 34 Morgunblaöið/Friðþjófur. Bréf Sartre til de Beauvoir Gefin voru nýlega út í bók- arformi bréf, sem franski rithöfundurinn og heim- spekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaöi trúfastri vlnkonu sinni um hálfrar aldar skeiö, Simone de Beauvoir, sem einnig er rit- höfundur. Þaö var aö ósk Sartre sjálfs , aö bréfin, sem skrifuö eru á árunum 1926-63, yröu gefin út eftir dauöa hans. „Bréfin eru eins konar afrit af hinu dag- lega lífi mínu, skrifuö án utanaökomandi áhrifa, í stuttu máli yfirlit yfir líf mitt,“ sagöi hann áriö 1974, þegar hann til- kynnti þessa ósk sína. Gagnrýnendur hafa ekki verið á einu máli um ágæti bréfanna. í umsögn sinni í dagblaöinu Le Matin segir hinn bein- skeytti gagnrýnandi Francoise Xenakis, aö bréfin séu „haröneskjuleg, Ijót og illgirnisleg, þau séu þó áhrifarík." En þetta eru ekki miklar bókmenntir og viö megum ekki rugla saman hámusteri bókmenntanna og almennum póst- sendingum," segir hún. En bókmenntagagnrýnendur eru á einu máli um hvert hlutverk de Beauvoir hefur veriö í lífi Sartre, burtséö frá bréf- um hans, en þetta segir í frétt Marilyn August hjá AP-fróttastofunni rétt eftir útkomu bókarinnar. En gagnrýnendur segja, aö de Beauvoir hafi veriö siö- feröilegur og vitsmunalegur gagnrýn- andi hans. I einu bréfa sinna segir Sartre: „Mon petit juge“ (litli dómarinn minn). „Ég er hræddur um að þér finnist ég undirförull, vondur og láqkúru- legur..." Þetta skrlfaöi hann, þegar ástarsamband hans við „Taniu" var orö- iö alvarlegt. En hún var eln af fjölmörg- um ástkonum hans. Gagnrýnendur segja ennfremur, aö bréfin, sem mörg eru skrifuö meöan Sartre var í hernum eöa á árunum 1939-40 sýni ákafa hans til aö skoöa og skilgreina hluti. Þaö hafi veriö alveg sama hvert tilefniö var, allt varö honum aó efni til umfjöllunar í þeim hundruöum bréfa, sem hann skrifaói, og sum voru allt aö 30 síöna löng. Beri þau líka vott um óseöjandi þörf hans til aö skrifa. i sumum bréfunum hefur de Beau- voir, sem bjó bréfin til prentunar, gert athugasemdir og nöfnum persóna hefur veriö breytt, til aö vernda þriöja aöila. En hún hefur lofaö aö gefa landsbóka- safninu franska upprunalegu bréfin svo seinni tíma fræöimenn geti gluggaó i þau. Hvaö viökemur sambandi hennar sjálfrar við Sartre þá breióir hún ekki yfir neitt. Hafa gagnrýnendur lofaö hugrekki hennar og helöarleika. Sér- staklega þar sem sum bréfanna eru til annarra kvenna í lífi Sartre og varpa þessi bréf Ijósi á óþekktar staöreyndir varöandi viöhorf Sartre til ástarinnar og kynlífsins. En þessi svefnherbergisheimspeking- ur, eins og franskir gagnrýnendur hafa gjarnan kallaö Sartre, segir sínum ást- kæra trúnaóarvini allt. Og hann er sífellt aö lýsa yfir ástúö sinni á henni. „Viö erum eitt,“ skrifaöi Sartre áriö 1939. „Þú ert undirstaöa persónuleika míns ...” „Samband okkar og ást er byggö á fullkomnu og gagnkvæmu trausti. Þú ert eini heióarleikinn í lifi mínu, eina manneskjan, sem óg skrökva ekki að.“ En gagnrýnendur segja aö bréfin beri vitni um óseójandi daöurgirni Sartre og óvægni hans er kom aö því aö slíta sambandinu viö afbrýöisamar ástkonur. Þeir segja ennfremur, aö þó aö Sartre, sem er óþreytandi aó hirta sjálfan sig fyrir aö „eyöa tíma og kröftum í konur, sem hann hefur ekki lengur áhuga á“, þá viröist sem ástalíf hans hafi ein- kennst meira af skemmtilegum eltingar- leik en líkamlegri ást, sem honum fannst „fáránleg og jafnvel óttavekj- andi“, eins og hann oröaöi þaö í einu bréfa sinna. Inni i blaöinu er við- tal viö Simone de Beauvoir, sem var tekiö skömmu áður en bréfin komu út. Hundahald 34 Hvað er að gerast 42 Blöndungur 47 Úr skemmtanalífinu 36 Sjónvarp 44/45 Myndasögur og fólk 48/49 Studió Sigurgeirs 40 Útvarp 46 Dans, leikhús, bíó 50/53

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.