Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 49 fólk í fréttum Gagnsæ vortíska + Karlmennirnir hafa fulla ástæöu til að fara aö hlakka til vorsins ef treysta má franska tískukónginum Yves Saint-Laurent. Hann lofar því nefnilega, aö í vor veröi tískan gagnsæ og til sanninda- merkis sýndi hann þennan fallega kjól í París nú fyrir nokkrum dögum. Nú er bara að vona að vorið veröi gott því, aö skjólgóð er flíkin ekki og dálítið hætt við gegnumtrekki. + Fyrir nokkru sögðum við í Morgunblaðinu frá lengsta staðarheiti á Bretlandseyjum, velskri járnbrautarstöð á Öngulsey, og nú hefur okkur áskotnast mynd með nafnspjaldinu, sem er hvorki meira né minna en 2 metra langt. Um langan aldur hafa lestirnar ekki stöðvast á stöðinni til annars en að leyfa farþegunum að skoða skiltið og þess vegna hefur nú verið ákveðið að leggja hana niður. í nafninu eru 58 bókstafir og merkingin er heil saga út af fyrir sig. Dapurlegur eltingar- leikur við æskuna + George Harrison, einn af bítlunum, er svo háður tónlistinni, einkum þó bítla- lögunum, að hann getur ekki einu sinni verið án hennar á klósettinu. Hann hefur því látið koma fyrir hljómflutningstækjum þar og þeg- ar setunni er lyft berast út í loftið Ijúfir tónar frá „Lucy in the Sky with Diamonds“. + Hvort er það móðirin eða dótt- irin, sem á við það að stríða, sem kallast unglingavandamál? Það er ástæða til að spyrja þessarar spurningar, þegar þær mæðgurnar eru annars vegar, Britt Ekland, 41 árs og Victoria, sem er 18 ára. Victoria, sem er ljósmyndafyrirsæta og dóttir Peter Seller, er ósköp venjuleg, amerísk stúlka, lífsglöð og lag- leg, en mesta rólyndismann- eskja. Það verður hins vegar ekki sagt um móður hennar. Britt Ekland, sem er 41 árs að aldri, lítur helst út eins og ráð- villltur og uppreisnargjarn ungl- ingur. Hún kaupir sér án aflás ný og ný föt, en öll eru þau af því taginu, sem fólki á hennar aldri dettur ekki í hug að klæðast. Nú nýlega kom hún til London og var þá til reika eins og sjá má á myndinni. í skræpóttum buxum og skyrtubol með mynd af rokk- hljómsveitinni Stray Cats. Til að bæta um betur var hún ofhlaðin ósamstæðum skartgripum en kórónan á smekkleysinu þóttu þó hanskarnir, snjáðir og rytju- legir. Eins og kunnugt er þá sækist Britt helst eftir samneyti við sér miklu yngri menn og allt stafar þetta af því að hún er að reyna að höndla æskuna á nýjan leik, en það er ekki hægt eins og allir vita. riautahakk í 5 kg pakkningum 149oo kr. kg. AÐ SUMMkN Jógúrt[500 gr. aöeins 2890 Mandarinur 3 7°° kr. kg. Epli 35°° kr. kg. Foldaldahakk 7200 kr. kg. Smjörvi 59°° kr. kg. Ófrosiö, mátulega hangið nautakjöt af nýslátruöu, eins og þaö gerist best. 1, 2, 3 og 4 daga hangið dilkakjöt, læri og hryggir. Folaldakjöt — ófrosið — af nýslátruöu. ------:-s------- ------————...... Helgarrétturinn PIPARBUFF 19°° kr. stk. E EUPOCARD. Opió til w r kl. 22:00 ÁRMÚLA 1a EÐISTORG111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.