Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 Að ná „karakternum“ á pappír PÉTUR BRYNJÓLFSSON LJÓSMYNDARI í LJÓSMYNDASTOFU SINNI SIGURGEIR í SÖMU SPORUM TÆPUM 80 ÁRUM SÍÐAR ... Ljésm. Mbl. RAX. LITIÐ INN í PORTRET STUDIÓ SIGURGEIRS SIGURJÓNSSONAR Á HVERFISGÖTUNNI í REYKJAVÍK, SEM BYGGT HEFUR VERIÐ SÉRSTAKLEGA FYRIR LJÓSMYNDASTOFU „Þetta er líklega eina húsiö í Reykjavík, sem sérstaklega var byggt fyrir Ijósmyndastofu en hún var hérna á efri hæðinni einmitt þar sem ég er með Portret studioið," segir Sigur- geir Sigurjónsson, þeg- ar við heimsækjum hann á nýju Ijósmynda- stofuna hans á Hverf- isgötunní, þar sem hann sérhæfir sig í töku svart/hvítra manna- mynda. „Það var Pétur Brynjólfsson, sem var þekktur Ijósmyndari hér í bæ, er lét byggja húsiö árið 1905 og hér rak hann Ijósmynda- stofu í 10 ár. Sjálfur bjó hann á neðri hæö húss- ins. Þú sérð hvað gluggarnir eru stórir á efri hæðinni,“ segir Geiri og sýnir okkur gamla mynd af framhlið hússíns, „en hér áöur fyrr tóku menn myndir við dagsljósiö og not- uðu bleiugas til aö dempa birtuna. Þeir nýttu líka dagsljósið til að kópíera. Nú er öll birta lokuð úti og menn nota lampa við tökurn- ar. Seinna keypti Sig- ríður Zoöga stofuna og rak hana í nokkur ár. Það má því segja að það ríki Ijósmyndaandi í þessu húsil“ „Andlitsmyndirnar hans Geira horfa á okkur frá veggjunum, þar sem þær sitja í löngum röðum. Allar segja þær ein- hverja sögu og við förum að velta því fyrir okkur, hvernig hann fari að því aö „ná karakternum“ á pappír. „Það er oft erfitt, því oftast þekki ég fólkið ekki, en þarf á þeim fáu mínútum, sem þaö er inni hjá mér, að kynnast því og reyna aö ná því besta fram í persónunni — ég er því alltaf með svolítinn skrekk, þegar ég á að fara að mynda. Ég hef líka ákaflega gaman af að Ijósmynda börn, þau eru svo eðli- leg. Þaö sem gildir í slík- um myndatökum er að vera nógu snöggur að mynda þau á því andar- taki, sem þau eru skemmtilegust." Af hverju svart/hvítar myndir? „Það er meiri karakter í slíkum myndum og ekkert sem truflar. Auk þess standast svart/hvít- ar myndir betur tímans tönn. Ef þú athugar myndirnar vel, þá séröu pínulítinn blá-brúnan blæ á myndunum, en ég set svokallaöan selen- tón í þær, sem eykur endingu þeirra.“ Ef einhver hefur séð Sigurgeir úti á víðavangi bograndi yfir myndavél með svona harmonikku- boxi úr rósaviði og á þrífæti og hann sjálfan með svartan dúk yfir höföinu, eins og þeir höföu í gamla daga, þegar þeir voru að mynda, þá er skýringin sú, aö hann var að taka landslagsmyndir fyrir NÝLEGA TEKIN ANDLITSMYND sýningu sem haldin verður í tengslum við ís- lenska menningardaga í Berlín, sem verða á næstunni. Er honum og Guðmundi Ingólfssyni Ijósmyndara boðin þátt- taka. Heitir sýning þeirra Land og þjóð. Hann mun því hætta á manna- myndatökum í nokkra daga og halda utan. „Við vorum mikilvægustu personurnar fe, — hvort i lifi annars“ gert eitthvaö. Og kringumstæö- urnar eru mjög óhagstæðar. En jafnvel í upphafi voru ákveönir hlutir i hreyfingunni sem ekki voru af hinu góöa. Til dæmis löngun sumra kvenna til aö hafna öllu sem var komiö frá karlmönnum. Ég veit aö þaö er mikill ágreiningur í flest- um kvennahreyfingum um hvort konur eigi aö taka að sér æ fleiri störf og keppa viö karlmenn, og þá fá þær vissulega galla karla ásamt ýmsum góöum kostum, eöa hvort konur eigi aö afneita öllu slíku. i fyrra tilvikinu fá þær aukin völd. í siöara tilvikinu veröa þær alveg valdalausar. Ef þær hafa aöeins áhuga á völdunum til aö beita þeim á sama hátt og karlar, þá er þaö vissulega ekki leiöin til aö breyta þjóöfélaginu. Og mín skoö- un er sú, aö þaö sé tilgangurinn meö jafnréttisbaráttunni aö breyta stööu kvenna í heiminum. A.S. Þú hefur sjálf kosiö fyrri leiöina í þínu starfi. Þú skrifaöir og samdir eins og karlmaöur, og um leiö reyndiröu að breyta heiminum. S. de B. Já, og ég held aö þann- ig vinna á tvennum vígstöövum sé eina leiðin. A.S. Hefur tilvist samvirkrar kvennahreyfingar breytt einhverju fyrir þér sem konu? S. de B. Hún hefur gert mig næmari fyrir smáatriöum, venju- legri hversdagslegri mismunun sem maöur tekur varla eftir af því aö hún er svo sjálfsögö. A.S. Áöur en hreyfingin varö til, varstu vön aö segja „þær“ þegar þú talaöir um konur, nú segiröu „við“. S. de B. Þegar ég segi „viö“, þá meina ég ekki „viö konur“ heldur „viö kvenréttindakonur". A.S. Nú eru í Vestur-Þýskalandi konur í hinni öflugu friðarhreyfingu sem krefjast friöar i nafni kvenna- baráttu, sem „mæöur sem vilja bjarga framtíðinni fyrir börnin sín“ eöa sem konur „því viö erum ná- komnari lífinu“ eöa af því aö konur eru „aö eölisfari meira friöelskandi en karlar", sem þær telja „eyöend- ur af eölishvöt“. S. de B. Þaö er fáránlegt. Fár- ánlegt af því aö konur ættu aö sækjast eftir friöi sem manneskjur en ekki sem konur. Öll sú stefna er andstæö allri skynsemi. Karlmenn eru nú líka feöur. Konur, jafnt og karlar, sem eru friöarsinnar geta hreinlega sagt aö þær vilji ekki aö fleiri ungum kynslóöum veröi fórn- aö. Vissulega er ekki aöalatriöiö aö þaö sé mitt barn, fætt af mér, eöa aö þaö sé verra aö hann deyi en sonur nágrannans . . . Svo kon- ur ættu alveg aö sleppa svona lög- uðu. Og ef verið er aö hvetja þær til aö vera friöarsinna vegna þess aö þær séu mæöur, þá er þaö bara kænskubragö hjá körlum sem eru aö reyna aö leiða konur aftur til móöurskautsins. Þar fyrir utan er augljóst aö þegar konur ná völdum eru þær alveg eins og karl- ar. Þaö er nóg aö líta á Indiru Gandhi, Goldu Meir, Margareth Thatcher o.s.frv., þær eru nú engir englar miskunnsemi, fyrirgefningar og friðar... A.S. Alveg frá lokum síöari heimsstyrjaldar voruö þiö Sartre ákaflega pólitískt virkir rithöfundar sem tóku málstaö aukins frelsis og réttlætis í heiminum. Þiö áttuö saman vissar vonir vegna bylt- ingarinnar f Rússlandi, Kína og á Kúbu; og nú hefur þú misst trúna á hugsjónirnar. Meöan nýlendu- glæpir Frakka í Alsír áttu sór staö, eins og segir í endurminningum þínum, þá baröistu opinberlega og grést í einrúmi af skömm og kvöl nótt eftir nótt. En í dag. Hvaö finnst þér um stjórnmálaþróunina í heiminum og einkum í Frakklandi? Kaustu Mitterrand? S. de B. Já, af því aö þaö er þó meira réttlæti sem fylgir honum og einnig hærri skattar á hátekjufólki og hærri ellilaun. Þaö eru ennþá jafnmargir atvinnulausir. Frá sjón- armiöi kvennabaráttunnar hefur ýmislegt áunnist. Yvette Roudy (ráöherra kvenréttinda) er ráö- herra meö fjárveitingar. Hún hefur veitt konum veruleg lán, einkum kvenréttindakonum, sem hafa get- aö opnaö rannsóknamiöstöövar og hafiö útgáfu blaða. Hún hefur variö réttinn til getnaöarvarna og konur geta jafnvel fengiö endur- greiddan kostnaö viö fóstureyö- ingar. Hvaö ööru viökemur. .. ég bjóst ekki viö kraftaverkum. Eng- inn getur gert kraftaverk, sérstak- lega ekki þegar efnahagsástandiö er svona slæmt. Þessi sósíalista- stjórn þarf aö vera mjög hófsöm og mjög varkár. Hún getur ekki annaö, því ef hún væri ööruvísi, þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.