Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 39 Bækur stjórn vitsmunanna en tremur kuldaleg og kemur í Ijós hvenær sem þér mislíkar við fólk eöa aö- stæöur. S. de B. Já, þaö er satt. A.S. Ég þekki mörg dæmi þess aö þegar kona leyfir sér aö vera ákveðin og setur ekki Ijós vits- muna sinna undir mæliker, þá er henni hegnt fyrir. Hefur þú ein- hvern tímann fundið fyrir því? S. de B. Nei. A.S. Þór hefur aldrei þótt freist- andi að jafna upp meö því aö leika „hina veikburöa konu“? S. de B. Nei, nei, alls ekki. Ég var vinnandi kona og þar aö auki haföi ég Sartre. Og ef eitthvaö átti aö gerast, þá geröist þaö, en ég sóttist ekki eftir því, t.d. þegar ég varö ástfangin af Algren í Banda- ríkjunum, af því aö ég var'í fram- andi landi, vegna töfra hans, vegna þess hvernig hann var... ja, hann varö líka ástfanginn af mér. A.S. Hefur kynferöisleg löngun þín alltaf veriö i tengslum viö til- finningar þínar? S. de B. Já, þaö held ég. Ég hef aldrei þráö karlmann ef hann hefur ekki þráö mig. Þaö var fremur þrá hans sem laöaöi mig aö honum. A.S. Varst þú mjög varfærin? S. de B. Já, ég læt mig kannske dreyma, en ég man nú ekki eftir neinum karlmanni sem hefur haft sterk áhrif á mig án þess aö fyrst hafi komiö til djúp vinátta. A.S. Ekkert nafnlaust kynlíf. Engin löngun bara eftir því sem hægt var aö fullnægja meö hverj- um sem var? S. de B. Nei, nei. Slíka löngun hef ég aldrei haft. Þaö var mér eins fjarlægt og hugsanlegt er. Ef til vill er þaö þúritanismi eöa kannske er þaö vegna uppeldis míns, en þessi löngun hefur aldrei nokkurn tím- ann komiö yfir mig. Þó ég stæöi ekki i neinu ástarsambandi, sem þýddi aö ég haföi ekki notiö kynlífs í talsveröan tíma, datt mér heldur aldrei í hug aö fara út og leita mér aö karlmanni. A.S. Þú talar bara um karlmenn þgar viö ræöum kynlíf þitt. Hefur þú einhvern tíma fundiö til kynhrifa gagnvart konu? S. de B. Nei, aldrei. Ég hef átt góöar vinkonur og milli okkar hef- ur ríkt ástúö og við höfum jafnvel sýnt hvor annarri blíöuhót, en kon- ur hafa aldrei vakiö kynhneigö mína. A.S. Hvers vegna ekki? S. de B. Ég er viss um aö þaö er vegna uppeldis míns. Allt uppeldi mitt, ekki aðeins heima heldur einnig öll kennsla sem viö hlutum sem börn, sveigöi okkur í þá átt aö hneigjast að gagnstæöu kyni. A.S. En hugmyndin sjálf, getur þú fallist á hana? S. de B. Vissulega. Algerlega. Konur ætti ekki aö móta þannig aö þær þrái aöeins karlmenn. Ég held aö allar konur séu svolítiö hómó- sexúal. Konur eru líka meira aölaö- andi en karlmenn. A.S. Hvers vegna? S. de B. Af því aö þær eru lag- legri, mýkri og hörund þeirra er ánægjulegra viökomu. Þær eru bara almennt meira aölaöandi. Maöur finnur þetta hvaö eftir ann- aö meö pör, konan er áhugaverö- ari, jafnvel vitsmunalega, líflegrl, meira aölaðandi, skemmtilegri. A.S. Eru þetta ekki svolitlir for- dómar? S. de B. Nei, vegna þess aö þetta er líka afleiöing mótunar og mismunandi raunveruleika sem kynin hrærast í. Á karlmönnum er oft þessi fáránlega hliö sem Sartre kvartaði svo oft undan. A.S. En mér sýnist konur einnig hafa ýmsa galla. Og upp á síökast- iö eru þær farnar aö stæra sig af þeim.. . Eimmitt nú sjáum viö í Þýskalandi, og ekki aðeins þar, endurreisn „kveneölisins" hins svokallaöa nýja kveneölis. En þaö er alveg þaö sama og gamla „kveneöliö" sem því miöur felur í sér ánægju meö kvenhlutverkiö; tilfinningar án vitsmuna, tllfinn- inganæmi án baráttuvilja, blekk- inguna að þaö aö veröa móöir sé skapandi verknaöur o.s.frv. Þú sem sagöir í „Le deuxieme sexe" aö „kona fæðist ekki, hún er búin til“, hvaö finnst þér um þetta aft- urhvarf sumra kvenna til þess sem þær kalla kveneðli sitt? S. de B. Ég held að þaö sé aft- urhvarf til kvennakúgunar. Þaö þýöir ekki aö sérhver kona sem verður móöir sé þar meö orðin þræll. En almennt talaö, þá er staöan þannig aö barneignir gera konur að eins konar þrælum. Ef barneignir eiga aö vera aöalviö- fangsefni konu, þá getur hún ekki tekiö þátt í stjórnmálum, tækni- þróun og hún mun ekki berjast gegn yfirráöum karlmanna. Aö koma meö þetta allt aftur er þaö sama og aö þrýsta konum aftur niður á þaö stig sem þær voru á áöur... A.S. Þetta er kærkomiö á tímum efnahagskreppu í heiminum. S. de B. Auövitaö. Af því aö það er ekki hægt aö segja konum aö þaö sé göfugt starf aö þvo potta, þá er þeim sagt aö þaö sé göfugt starf aö ala upp börn. En barn- eignir tengjast einmitt pottaþvotti aö því aö þær þvinga konuna til aö vera heima. Þaö er leiö til aö koma konum aftur í þá stööu aö vera afstæöar verur, annars flokks ver- ur. A.S. Þá hefur kvennabaráttan brugöist, a.m.k. aö hluta til? S. de B. Eg tel, aö ennþá hafi kvennabaráttan aöeins haft djúp áhrif á fáar konur. Ákveöin bar- áttumál hafa náö til fjölda kvenna, t.d. baráttan fyrir frjálsum fóstur- eyöingum. En þar sem kvennabar- áttan felur í sér vissa ógnun fyrir fjölda fólks einmitt núna, vegna at- vinnuleysis og forréttinda karla, þá bregöast menn við kvennabarátt- unni meö því að höföa til tilfinninga sem flestar konur bera í brjósti, vegna þess aö þær hafa haldiö áfram aö vera konu-konur. Kven- eöliö fær aftur ákveöiö hugmynda- fræöilegt gildi og síðan er þrýst á aö fá fram aftur ímyndina, sem kvennabaráttan eyöilagöi, af hinni veikbyggðu konu, afstæðu kon- unni sem lætur undan o.s.frv. A.S. Hvaöa leiö er út úr þessum ógöngum? Hvaöa leiö getur hjálp- aö konum aö losna úr þessum vítahring? Höfum viö kvenréttinda- konur gert mistök? S. de B. Þaö er erfitt aö segja. Það er þó einhvers viröi aö hafa SJÁ NÆSTU SÍÐU Fallegt, eldfast gler, einföld og sUlhrein hönnun. Hentugt notkunargildi. Svona eiga góöir hlutir aö vera Eigum fyrirliggjandi hin vinsælu Irish Coffee“-glös kr. 198 stk Einnig eldfastar skálar og fleiri fallegar vörur frá Boda-verksmiöjunum KOSTA BODA Bankastræti 10 ^upplausnti abyrgðar A RETTRI LEIÐ AUSTURLAND Almennir stjórnmálafundir veröa haldnir sem hér segir: Djúpavogi í dag, föstudaginn 18. nóv., kl. 21.00 í barna- skólanum. Stöðvarfirði laugardaginn 19. nóv. kl. 21.00 í Hótel Blá- felli. Höfn Hornafirði sunnudaginn 20. nóv. kl. 21.00 í Hótel Höfn. Á fundina mæta Matthías Bjarnason samgönguráöherra og Egill Jónsson alþingismaöur. Allir velkomnir. Sjálfstæöisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.