Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 mmmn íjHann vill borqcÁ okkur ID.oookr. fyirir cfe brecjba. oklcDV' til hur\glsir\s í nokkra. olaya." Ást er ... ... að hjálpa til að raka garðinn. TM Reg U.S Pat Off -all riQhts reserved •1982 Loe Angetee Tímes Syndicete Innistæðan getur ekki verið uppur- in, sjáðu hvað enn er eftir af blöð- um í heftinu? HÖGNI HREKKVÍSI "HANN BR AP KEVNA HLJÓM6u(?P/NN. Velferðarkíló- in voru orðin aukaatriði „Vígalegt tríó Þorvalds stóð í palli, stjórnaði gömlu dönsunum með röggsemi og sveiflu. Vordís Þor- valdsdóttir söng og dansinn dunaði.1* Gaflari skrifar: „Kæri Velvakandi. Skiphóll er orðið kunnuglegt nafn í eyrum okkar eldri Gaflara, enda eini dansstaðurinn í Hafnar- firði. Hér fyrr á árum brugðu menn oft undir sig betri fætinum um helgar, skokkuðu í Skiphól og fengu sér snúning eftir sveiflu margra ágætra hljómsveita. Árin líða, fætur stirðna og nokkur aukakíló hafa safnast á þetta áður snúningslipra fólk. Nýjar tískustefnur í dansi og diskó með ærandi plötuspili verða allsráðandi. Dansgólf minnka og erfitt að komast fyrir á svo litlu dansgólfi með velferðarkílóin, sem stöðugt verða fyrirferðarmeiri. Algjör uppgjöf í danslistinni. Of dýrt að sækja skemmtistaði í Reykjavík, sem bjóða upp á lifandi músík, sveiflu og gamla dansa. En viti menn. Enn breytist tísk- an. Skiphóll gamli tók upp á því að vakna til lífsins aftur, auglýsti gamla dansa sl. sunnudagskvöld með hljómsveit og söngkonu. Nú voru góð ráð dýr. Hví ekki að reyna, þrátt fyrir velferðarfitu og lúna fætur, að endurtaka skokkið í Skiphól? Undrið gerðist. Komist var' á gamla staðinn og þar gaf á að líta. Búið var að stækka dansgólfið, loftið hreint og ómengað. Vígalegt tríó Þorvalds stóð á palli og stjórnaði gömlu dönsunum með röggsemi og sveiflu. Vordís Þor- valdsdóttir söng og dansinn dun- aði. Lúnir fætur og velferðarkílóin voru orðin aukaatriði. Þakka góða skemmtun og þjón- ustu.“ Ráðstöfun til að bæta hag þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu? Jóhann Jónsson sknfar: „Velvakandi. Þrjár fréttir eða frásagnir hafa vakið mikla athygli. Þetta er fréttin af því að í ráði sé að auka mjög frjálsræði í gjaldeyrisvið- skiptum, meðal annars með því að þeir sem selja vörur og þjónustu fyrir erlendan gjaldeyri þurfa ekki að skila honum til gjaldeyr- isbanka, eins og verið hefur, held- ur geta lagt hann inn á eigin gjaldeyrisreikning og ráðstafað honum að vild. Annað er að greiða mjög fyrir því að fólk geti flutt til útlanda, selt hér hús sín og bíla og aðrar eignir og fengið andvirðinu síðan skipt í erlendan gjaldeyri og haft hann með sér út. Það þriðja er að koma hér í gang kreditkorta- þjónustu sem gildi í útlöndum, en hingað til hefur þessi þjónusta að- eins gilt innanlands. Nú vaknar óneitanlega sú spurning: Höfum við íslendingar nýlega fengið í hendur einhverjar stórkostlegar fúlgur af gjaldeyri, svo að við höfum efni á að sóa honum á þennan hátt? Eða er þetta kannski einhver ráðstöfun til að bæta hag þeirra sem minnst bera úr býtum og verst eru settir í þjóðfélaginu? Kannski vill sá ágæti maður Matthías Mathiesen viðskipta- ráðherra svara þessum spurning- um eða gefa einhverja viðhlítandi skýringu á þessu, sem almenning- ur gæti skilið á þessum síðustu og verstu tímum.“ Bágt er að skilja þá sem andmæla eftirlitsstöðvum á annesjum landsins Ragnar Jóhannsson skrifar: „Velvakandi. Stýriflaugaskot Ögmundar í sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld finnst mér hafa stjornast um of af veiðibræði, svo sem gjarnan getur hent skotglaða menn. Mér skildist t.d. að utanríkisráðherra hefði engan pata af þessu tiltæki haft og mætti þó ætla, að honum væri málið skyldara en öðrum, sem gert var aðvart. En hvað um það, fugl- inn flaug, eins og hent hefur hjá mörgum veiðimanninum og engan sakaði, vonandi ekki skyttuna heldur. Ég minnist vandræðaástands í síðasta heimsstríði undan strönd Vestfjarða og víðar þar sem sjór- inn moraði af tundurduflum og öðrum vígvélum á bestu fiskimið- um okkar tímum saman og olli það stórslysum og miklum erfið- leikum við sjósókn og siglingar. Bandamenn okkar, Bretar, höfðu þá með miklum stórhug komið upp radar- og stjórnmiðstöð á Straumnesfjalli, til eftirlits á þessu þýðingarmikla og stór- hættulega hafsvæði. Mikil átök áttu sér þar stað. T.d. minnist ég sjóorustu tiltölulega skammt und- an Snæfellsjökli, þar sem háð var stórorusta þýskra skipa og stærsta orustuskips Breta, HMS Hood, er þar var sökkt með u.þ.b. 2000 manna áhöfn, og aðeins þrír björguðust. Þjóðverjar urðu líka fyrir miklum áföllum í þessari orustu, sem ég tilgreini ekki nán- ar. Of langt mál yrði að telja upp öll stórslys, sem við íslendingar urðum fyrir á þessum slóðum. Ef til slíks heimsstríðs dregur aftur, er ekki líklegt, að þetta haf- svæði yrði friðhelgað með orðum einum saman. í Njálssögu stendur á einum stað, að sá maður sem vegið er að með orðum einum geti staðið jafn uppréttur og lifað langan aldur. Eins mætti í þessu sambandi minnast aldamótaljóða Hannesar Hafstein, sem hann orti á ísafirði: íslenskir menn, hvað öldin ber í skildi, enginn fær séð, hvað feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst, hún geymir hel og hildi, hlifi þér, ættjörð, Guð í sinni mildi. Bágt er að skilja þá menn og konur, sem andmæla eftirlits- stöðvum á annesjum landsins og stjórnað yrði af bandamönnum okkar og í og með, eftir atvikum, af okkur sjálfum. Það er svo ótal margt á að líta, t.d. tæknivæðing í fjarskiptum, slysavörnum o.fl., svo að eitthvað sé nefnt. Við yfirlýsingar Prestafélags Vestfjarða setur mig hljóðan. Eg minnist svo margra mætra og góðra manna úr þeirri stétt frá fyrri tíð, að ég spara mér fleiri orð þar um.“ Skrifid eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisróng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæöisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.