Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 18

Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Norður-Kóreumenn fyrir rétti í Burma: Myndin er frá útRjr Suöur-Kóreumannanna, sem létu lífið í mordtilræð- inu, sem Noröur-Kóreustjórn fyrirskipaði. Fremst er borin mynd af Lee Bum-Nuk, utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Knngoon, Burma, 23. nóvember. AP. Þremur foringjura í her Norður-Kóreu var skipað að takast á hendur ferð til Rangoon í Burma og drepa þar forseta Suður-Kóreu, Chun Doo-Hwan. I>eir sprengdu hins vegar sprengjurnar með fjarstýribúnaði áður en for- setinn var kominn á áfangastaö, að grafhýsi píslarvottanna. Þannig hljóð- ar játning annars tveggja Norður-Kóreumannanna, sem nú eru fyrir rétti í Rangoon, sakaðir um að hafa myrt fjóra suður-kóreska ráðherra og fjölda annarra manna. Við réttarhöldin í dag las yfir- maður lögreglunnar í Burma upp játningu annars mannanna tveggja en þriðji Norður-Kóreu- maðurinn féll fyrir kúlum lög- reglunnar þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Norður- Kóreumennirnir höfðu allir að- setur í herbúðum í Kaesong, skammt frá landamærunum við Suður-Kóreu, og þar fengu þeir skipun um það frá Tae Chan Su, hershöfðingja, að fara til Rang- oon og undirbúa morðin. 9. sept- ember sl. fóru þeir frá Norður- Kóreu en komu ekki til Rangoon fyrr en 22. eða 23. sama mánað- ar. Þar tók á móti þeim starfs- maður í norður-kóreska sendi- ráðinu og fór með þá í hús, sem var á þess vegum. Þar biðu þeir í tvo daga áður en þeir fengu sprengjurnar í hendur. Að kvöldi 7. október fóru þre- menningarnir að grafhýsi písl- arvottanna og komu sprengjun- um fyrir uppi undir mæni, beint yfir gröf Aung San, þjóðhetju Burmabúa. Lítil sem engin gæsla er við bygginguna, sem er opin á alla vegu. Norður-Kóreumennirnir fylgdust með úr nokkurri fjar- lægð þegar Suður-Kóreumenn- irnir komu til grafhýsisins og foringi þeirra, Zin að nafni, sprengdi sprengjurnar. Þá vissu þeir ekki, að Chun forseti átti að koma einn sér nokkru síðar. Sex- tán Suður-Kóreumenn og þrír Burmabúar létu lífið í spreng- ingunni. Þremenningarnir náðust allir nokkru síðar, en einn þeirra var skotinn þegar hann kastaði handsprengju að lögreglumönn- unum. Hinir tveir reyndu að svipta sig lífi með handsprengj- um, sem þeim tókst þó ekki en slösuðust mikið. Burmastjórn hefur eins og kunnugt er slitið stjórnmála- sambandi við Norður-Kóreu- stjórn vegna morðanna en Norður-Kóreumenn neita hins vegar allri aðild að málinu. Skipað forseta Eitt af verkefnum Spetznas er að ögra hervörnum annarra landa, meðal annars með því að senda kafbáta inn í þrönga firði Noregs. Þessi mynd var tekin við leit að kafbát í Harðangursfirði. Hermdarverkaæfingar Spetznas við Noreg NORSKIR firöir eru æfingasvæði fyrir Spetznas, hina leynilegu hermdarverka- og skemmdarverka- sveitir Sovétmanna. Til viðbótar Sovétrfkjunum hafa sveitir þessar bækistöðvar í Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi og Austur-Þýzkalandi. í síðastnefnda landinu hafa þær sína eigin flotastöð og þaðan halda smá- kafbátar til stranda Svíþjóðar og Noregs til æfinga. Það er hluti af æfingunum, að þeir verði uppgötvað- ir og leit og eltingarleikur við þá hafin. Skýrði norska blaðið Dagbladet frá þessu fyrir skemmstu og hafði frásögn sína eftir bandarísku sjónvarpsfréttastofnuninni CBS. Dagbladet segir, að bandaríska utanríkisráðuneytið hafi ekki vilj- að staðfesta þesa frásögn blaðsins en heldur ekki viljað neita henni. Segist blaðið hafa það eftir áreið- anlegum heimildum, að í Banda- ríkjunum sé Spetznas tekið mjög alvarlega og að vaxandi starfsemi þessara sveita á síðustu árum hafi vakið miklar áhyggjur hjá mönnum innan Reagan-stjórnar- innar. í flotastöð Spetznas í Austur- Þýzkalandi eru 1.500—3.000 manna lið. Markmið þeirra eru einkum skemmdarverk á herbæki- stöðvum Vesturlanda en einnig hermdarverkaárásir og morð á æðstu mönnum þeirra landa, sem eru hugsanieg óvinalönd. Maður frá Spetznas, sem flýði til Vestur- landa, hefur staðfest það í viðtali við blaðið „International De- fence", sem fjallar um hernaðar- mál en er gefið út í Sviss, að kon- ungur Noregs og meðlimir norsku ríkisstjórnarinnar séu á meðal þeirra, sem drepnir skulu þar í landi, ef styrjöld skellur á. Aðeins harðgerir og kjarkmiklir menn eru valdir til starfa hjá Spetznas. Segir Dagbladet, að samkvæmt bandarískum heimild- um séu það einkum íþróttamenn innan hersins, sem valdir séu til þessara starfa. Þessir menn séu látnir halda áfram íþróttamanna- ferli sínum og geti með því móti fengið að ferðast um hindrana- laust í heiminum. Samkvæmt frá- sögn norska blaösins eru alls um 15.000 manns í Spetznas. Mega Rússar sjá „Daginn eftir“? ( hicago, 23. nóvember. AP. BANDARÍSKI öldungadeildar- þingmaðurinn Charles H. Percy hefur lagt til, að Sovétmönnum verði gert kleift að sjá myndina „Daginn eftir“, sem fjallar um skelfilegar afleiðingar kjarnorku- styrjaldar. Kveðst Percy nú vera að semja orðsendingu til sovéskra leiðtoga í þessum tilgangi. „Mér finnst alls ekki ólíklegt, að leiðtogar Sovétríkjanna leyfi að myndin verði sýnd,“ sagði Percy. „I nóvember 1980 leyfðu þeir mér t.d. að koma fram í sov- éska sjónvarpinu í 10 mínútur og tala um frið og afvopnun. Á því hafði ég þó ekki átt von.“ Charles Percy taldi ekki ósennilegt, að Rússar vildu klippa eitthvað úr myndinni en í henni er gefið í skyn, að kjarn- orkustyrjöldin hafi stafað af árás Sovétmanna á Vestur-Evr- ópu. Samveldisráðstefnan: Kýpur áfram — segir Indira Gandhi Nýju-Delhi, 22. nóv. AP. STJORN Kýpur bað í dag ráðstefnu brezku samveldisríkjanna í Nýju- Delhi um stuðning í deilu hennar við lýðveldi Kýpur-Tyrkja, sem stofnað var 15. nóv. sl. Sendi Spyros Kypri- anou forseti orðsendingu til ráð- stefnunnar, þar sem sjálfstæðisyfir- lýsing Kýpur-Tyrkja er sögð „ögrun við Samveldið, sem Kýpur er einlæg- ur aðili að“. í orðsendingunni er þess enn fremur farið á leit, að sam- veldisráðstefnan lysi yfír stuðningi sínum við þá ályktun Öryggisráðs verði óskipt Sameinuðu þjóðanna, aö afturkalla beri sjálfstæðisyfírlýsinguna tafar- laust. Jafnframt er skorað á sam- veldisríkin að viðurkenna ekki stjórn Kýpur-Tyrkja. Von er á Kypri- anou til Nýju-Delhi á föstudag. Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, lýsti í dag yfir stuðningi sínum við Kyprianou og sagði aðgerðir Kýpur-Tyrkja „augljóslega ólöglegar". í ræðu sinni við upphaf ráðstefnunnar hvatti hún til þess, að Kyprianou yrði send stuðningsorðsending. „Kýpur verður að vera áfram óskipt," sagði frú Gandhi. Bretland: Makríll seldur í erlend skip London, 23. nóvember. AP. ÞRÁTT fyrir áköf mótmæli sjómanna hafa bresk stjórnvöld ákveðið að leyfa verksmiðjuskipum frá Sovétríkjunum og öðrum erlendum þjóðum utan EBE að kaupa makrfl, sem veiddur er undan suðvesturströnd Englands. Fyrir tveimur árum voru er- lend verksmiðjuskip á þessum slóðum allt að 50 talsins en var þá vísað burtu vegna mikilla mótmæla sjómanna. Skipin, sem eru í raun fljótandi niðursuðu- verksmiðjur, kaupa makrílinn af öllum, sem hann vilja selja, og borga meira fyrir hann en fá má í landi. Aðeins lítill hluti afl- ans er því unninn í landi og veldur það óánægjunni. Fimm skip og ein flugvél munu fylgjast með veiðunum, sem standa munu eitthvað fram yfir áramót. Makrílkvótinn fyrir vesturströndina er 220.000 tonn og er búist við, að sá afli náist allur. Talið er, að 30 verksmiðju- skip frá Póllandi, Sovétríkjun- um og Austur-Þýskalandi komi brátt á miðin en einnig er von á skipum frá Nígeríu og Egypta- landi. \V/ ERLENT .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.