Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 —mmmggmm— TÓMAS GUÐMUNDSSON SKÁLD Með Tómasi Guðmundssyni er fallið í valinn síðasta stórskáld íslendinga, sem átti rætur i húmanisma nítjándu aldar og fyrri hluta tuttugustu aldar, að svo miklu leyti sem uppeldi og menntun verður kennd við ákveðin tímabil. Engu að síður var Tómas nútímamaður, sem eignaðist óvenjulega sterkan hljómgrunn í samtíma sínum, og orti um hann með þeim hætti, að fáu verður við jafnað. Hins vegar var hann fyrirferðarlítill maður í dægurmálum, og þess vegna ekki eins áberandi og frægð hans og fylgja sagði til um. Með fráfalli Tómasar horfir við okkur næsta grýtt jörð á vengi skáldskapar, þótt auðvitað séu ein- staklingar enn að yrkja áður en hópvinnan yfirtekur ljóðagerðina líka. Hátt á annan áratug var Tómas Guð- mundsson formaður útgáfuráðs Almenna bókafélagsins, og þar lágu leiðir okkar saman til skrafs og ráðagerða, þótt auðvit- að hafi Tómas ráðið mestu um ákvarðanir útgáfuráðs meðan hans naut við. í störfum fyrir Almenna bókafélagið kom mjög skírt fram hinn tvíþætti vilji Tómasar, annars vegar sá að efla nútímaskáldskap eftir mætti, en hins vegar að missa aldrei sjón- ar af því markverða í liðnum tíma. Hann stóð fyrir því, að um árabil voru gefnar út ljóðabækur byrjenda í sérstökum kilju- flokki og byggðist sú útgáfa einvörðungu á því að veita fólki tækifæri til að tjá sig hindrunarlaust í von um stærri afrakstur síðar. Á hinn bóginn ritaði Tómas sjálfur margvíslega þætti úr mannlífinu, eins og fram kemur í heildarútgáfu ritverka hans, sem kom út hjá Almenna bókafélaginu 1981. Þar er auðvitað útgáfa ljóða hans þýðingarmest, en fólk mun ekki síður fletta upp í og lesa þætti Tómasar um margháttaðar persónur skáldskapar og sérkenna, sem af varð töluverð saga á liðn- um tíma. Allir þekkja skáldið, sem vand- aði svo mál sitt og aðferð sína, að betur varð ekki gert. Hin sömu vinnubrögð við- hafði Tómas í lausmálstexta sínum að viðbættri glæsilegri innsýn i viðfangsefnið hverju sinni. Af stjórnmálalegum ástæðum voru menn stundum að fást við Tómas, eins og það heitir, skjóta að honum málafleinum og láta hann við ein og önnur tækifæri gjalda þess að hann var ekki í hópi þeirra, sem „baula eftir töðumeis", eins og Grím- ur sagði. Þetta kom fram við ýms tækif- æri. Enginn var fimari að bregða sér und- an lögum og svara fyrir sig með þeirri brosandi kímni, að tilsvörin urðu klassísk, og héngu síðan eins og myllnusteinar um hálsa þeirra, sem í pólitískri strákagleði sinni reyndu til við skáldið. Menn hafa í minnum margar tækifærisræður Tómas- ar, sem fluttar voru af léttleika og þeirri þögulu mælsku, sem situr eftir þegar málrófinu linnir, og glitruðu auk þess af fyndni. Þannig muna margir Tómas þótt nokkuð sé um liðið síðan hann tróð ræðu- stóla. Einhvern veginn er það svo, að maður á sérstaka minningu um hvern mann, sem stendur ofar öðrum kynnum og verður eins konar brot af æviþætti manns sjálfs. Svo er um Tómas Guðmundsson í minni mínu. Eins og kunnugt er tókst svo til við undir- búning þjóðhátíðarhalds á Þingvöllum 1974, að ekki fékkst nein niðurstaða úr samkeppni um þjóðhátíðarijóð. Mun þar hafa ráðið mestu, að helstu skáld þjóðar- innar lögðu ekki til atlögu í keppninni, og þótt nokkuð væri sent af ljóðum þótti dómnefnd ekki ástæða til að verðlauna neitt þeirra. Þá varð það að ráði hjá þjóð- hátíðarnefnd að snúa sér til Tómasar Guð- mundssonar og biðja hann að yrkja hátíð- arljóðið. Tómas tók þessari beiðni síður en svo fegins hendi, og ég held að það hafi fyrst og fremst verið fyrir tilmæli Matthí- asar Johannessen, formanns nefndarinn- ar, að hann kvað ljóðið. Nú kom að hinum stóra hátíðardegi á Þingvöllum. Tómas hafði skilað ljóði sínu það tímanlega að við gátum prentað það í dagskrá hátíðarinnar. Gengið hafði verið út frá því sem vísu að Tómas flytti ljóð sitt við hátíðarhöldin á Völlunum, enda gerði hann það. Hins vegar virtist hann vera í nokkrum vafa um hvort hann treysti sér til þess, og óskaði eftir því við mig að ég héldi mig í nálægð hátiðarpallsins þegar kæmi að flutningnum. Hann mundi gefa mér merki ef hann óskaði eftir að ég flytti ljóðið. Það kom náttúrlega ekki til mála að neita þessu, enda þóttist ég vita að þessi ósk hans væri fyrst og fremst sett fram í öryggisskyni. Þetta varð að samkomulagi á milli okkar og ég var svo ýmislegt að stússa á grænni grundinni fyrir framan hátíðargestina og hafði auga með Tómasi. Þegar kallið kom gekk skáldjöfurinn hægum og rólegum skrefum upp í ræðu- stólinn og byrjaði kvæðið „Heim til þín fsland", sem er eitt af perlunum frá þess- um hátíðarhöldum. Minnugur samtals okkar vék ég ekki af staðnum fyrr en hann hafði lokið kvæði sínu, þessum frábæra óði til iífsins í okkar landi, þar sem allt var kveðið í sátt af manni, sem best gat um það talað, runnum upp úr húmanisma nítj- ándu aldar, og með lífsreynslu hinna stóru aldahvarfa í þjóðfélaginu að baki. Það var ekki laust við að manni vöknaði um augun. Nú er Tómas Guðmundsson allur. Hann kemur ekki oftar á fundi í útgáfuráðinu til að gleðja okkur með nærveru sinni. Ljóst er þó að andi hans vakir þar yfir vötnum og svo mun verða um ókomin ár. Tómasi Guðmundssyni var það gefið að yrkja þannig um samtíð sína að til hans mun verða vitnað hvenær sem góðir menn vilja hefja til vegs það mannlíf, sem lifað er í sátt við allt sem er gott og fallegt í návist okkar, dautt og lifandi. Til sannindamerk- is mætti segja, að Austurstræti sakni nú vinar í stað, eins og það vatn sem rennur úr Þingvallavatni og nefnist á góðum stundum Fljótið helga. Indriði G. Þorsteinsson. Kveðja frá Rithöfunda- sambandi íslands Sagt er að mikill skáldskapur vaxi úr einstaklingsfjötrum höfundar síns og verði þjóðareign — óaðskiljanlega samof- inn arfleifð tungunnar og þeirrar þjóðar sem hana talar og í henni lifir. Smámey sem hugðist vera til, símastaurar sem verða grænir aftur, ástfanginn blær, jap- anskir morgnar, vorkvöld í vesturbænum, — þessi makalausi hversdagsleiki fagurr- ar veraldar fullur af ilmandi og syngjandi skáldskap er svo löngu orðinn að fögnuði í hjörtum okkar, að gleði hans er orðin okkur ósjálfráð og hverfur aldrei meðan við erum íslensk þjóð. Af þessum sökum þarf ekki að lýsa Tómasi Guðmundssyni fyrir Islendingum. Hann er hluti okkar allra og hverfur ekki þótt hann deyi. Hann var sjálfsagður heiðursfélagi í Rithöf- undasambandi íslands, og við horfum á eftir honum með söknuði og vottum að- standendum hans og þjóðinni allri samúð vegna fráfalls hans. Við þökkum honum þá ómetanlegu gjöf sem hann hefur fært þjóð sinni og fögnum áframhaldandi samfylgd ljóða hans. I Fljótinu helga hneigðist Tóm- as meira en áður að heimspekilegri glimu við hinstu rök tilverunnar og ávann sér stillt æðruleysi frammi fyrir mannlegum örlögum. Þar leggur hann sjálfur fram fegurri kveðjuorð en ég kann að setja sam- an: „Og seinast, þegar sér ei lengur skil á vegi og nótt, ég veit mig staddan þar sem hvorki er framar átt né tími til, en eilífð, hljóð og hugljúf, sama eilífð og áður var — Því eins og fyrsta blik af lífs míns [bjarma á bak við luktan hvarm mér forðum [skein, ég finn án trega hvernig sama sól mér bráðum deyr á bak við lukta [hvarma." Farðu vel veginn um vatnið og nóttina. Njörður P. Njarðvík Á æskuheimili mínu voru tvö ljóðskáld í hávegum höfð, Davíð og Tómas. Þeir voru skáld miðstéttar, sem var að brjótast úr fátækt og hreiðra um sig í borginni. Draumar hennar um fegurð utan hvers- dagsleikans urðu að veruleika í listrænni tjáningu Tómasar. Hann sætti hana við borgina, eins og Kjarval sætti okkur við landið. f verkum þeirra reis umhverfið í æðra veldi. Þegar Tómas sá eitthvað fal- legt, festi þjóðin sér það í minni. Þannig skilaði hann þeim arfi, sem móðir hans hafði innrætt honum í föðurhúsum. Og fyrir bragðið erum við með ríkari þjóðum. ★ Tómas var skáld Vesturbæjarins, þar sem ég ólst upp. Skáld Fögru veraldar. Ég man varla eftir mér, svo að hann væri ekki einhvers staðar á næstu grösum. Einn gekk ég á fund drauma minna með ljóð hans í fylgd með mér. Mér fannst ég þekkja hann löngu áður en við hittumst og við kynntumst í raun og veru, áður en fundum okkar bar saman. Það var með þessum hætti: Á háskólaárum mínum var ég beðinn um að lesa ljóð í útvarp fyrsta desember. Daginn eftir kom Tómas til föður míns og óskaði eftir að fá að birta ljóðið í Helga- felli. Aldrei hefur stoltari drengur gengið um götur þessarar borgar en skáldspíran unga, sem þarna átti hlut að máli. Ástæðan til þess ég minnist þessara kynna okkar Tómasar er sú, að hann hafði orð á því löngu síðar og kvaðst hafa sagt við sjálfan sig, þar sem hann sat við út- varpið þetta fyrsta desemberkvöld fyrir mörgum árum: „Þessi maður á eftir að verða vinur minn. Ég fór með ljóðið til hans og þá töluðum við saman í fyrsta sinn. ★ Það var ekki ætlan mín að falla í þá gryfju nú þegar ég kveð vin minn og vel- gjörðarmann, Tómas Guðmundsson, hinztu kveðju að tala mest um sjálfan mig og samskipti okkar. Þau skipta minnstu máli á slíkri stund. Auk þess væri úr svo miklu að moða, að ógerningur væri að halda því öllu til haga. Þó er ekki úr vegi að ymta að því, þegar Tómas kom heim til okkar Hönnu 13. júní 1974 og sýndi okkur þjóðhátíðarkvæðið mikla, sem hann síðar flutti á Þingvöllum í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar 28. júlí 1974. Ég efast um, að kvæðið eigi sér nokkurn líka nema í ættjarðarljóðum Jón- asar Hallgrímssonar. Vorboðinn var Tóm- asi svo ofarlega í huga, að hann dreymdi Jónas þrisvar sinnum og í eitt skipti las Jónas honum Sólsetursljóð, en sagði hon- um, að lestri loknum, að hann hefði breytt þremur línum í kvæðinu. Tómas mundi ekki þegar hann vaknaði, hvaða línur það voru. Þegar Tómas var seztur inn í stofu á Reynimel, tók hann blöðin hægt upp úr töskunni og las síðan allt þjóðhátíðarljóðið upphátt fyrir okkur. Það var engu líkara en herbergið fylltist af sólbjartri iðandi eftirvæntingu og þegar á leið lesturinn vissi ég að þjóðhátíðinni væri borgið. Að lestri ioknum þögðum við. Á slíkum stundum verður þögnin mælskari en nokk- urt orð. Tómas sá gleði okkar og ég fann hann var ánægður. Svo sagði ég honum, að á betra yrði ekki kosið. Hann sagði: „Hvítasunnan er minn uppáhaldstími. Ég byrjaði á kvæðinu annan hvítasunnudag í vor, en var búinn að hugsa mikið um það. Ég vissi, að kvæðið átti ekki að vera rímað. Nú orðið legg ég mest upp úr hrynjand- inni.“ Síðan var ekki talað meira um þjóð- hátíðina. Við skröfuðum um margt annað þarna í stofunni og Tómas sagði mér, að hann þekkti aldrei Einar Benediktsson af lýs- ingum annarra. Hann var honum ljúfur og góður. „Eitt sinn," sagði hann, „þegar ég var í skrifstofu Einars í Þrúðvangi, gekk hann að bókaskápnum, tók ljóðabók Jón- asar og las Óhræsið. Þegar hann kom að línunum: Á sér ekkert hreysi/ útibarin rjúpa, voru tár í augunum á honum. Hon- um fannst þetta vera lýsing á sér.“ ★ Samskiptum okkar Tómasar er lýst í Svo kvað Tómas og verður ekki vegið í þann knérunn hér. Ýmislegt fleira bar á góma en þar birtist. Ég minnist þess til að mynda, að Tómas sagði að sér hefði alltaf fundizt þjóðkvæðin hafa hreint og dálítið fjarlægt andrúm í kringum sig, eins og hann komst að orði: „Mér finnst þau hafa orðið til í sunnudagssólskini á útmánuð- um,“ sagði hann. Hann var að vonast til þess, að við atómskáldin mundum finna eitthvað í miðaldaskáldskapnum, sem full- nægði okkur og af því gæti sprottið nýr skáldskapur. í þjóðkvæðunum væru ein- stakar setningar út af fyrir sig falleg ljóð. „Fólk gerir allt of lítið af því að leita uppi það sem er fallegt." En hann lagði engar línur. Og hann vissi að ljóðlistin mundi sjá um sig hvað sem stundarvinsældum liði. Engum tókst betur en Tómasi að festa okkur fegurðina í minni. Þjóðvísa er af þessum toga, ort í Reykjavík 1934. Tómas kvaðst hafa haft stúlku í huga, þegar hann orti þetta ljóð, en hún dó ung, bætti hann við. „En það skiptir engu máli. Það eru aðeins stóru hlutirnir sem skipta engu máli í lífinu," sagði hann af alkunnri fundvísi á þverstæður. Um þessi atriði hef ég fjallað nokkru nánar í ritgerðinni. Það var í þessari ver- öld, sem ég átti heima, nokkur orð um Tómas Guðmundsson, æsku hans og um- hverfi (1978), auk þess sem Kristján Karlsson hefur gert þessu efni fagurfræði- leg skil í verkum sínum. ★ Það væri skemmtilegt, ef við ættum góða lýsingu á því, hvernig Jónas orti ljóð sín. Á sama hátt er allt sem snertir Tómas Guðmundsson mikilvægt, þvílíkur snill- ingur sem hann var í list sinni. Tómas orti ljóð sín af eldmóði í fyrstu atrennu og reyndi að koma á þau sæmilegri lögun, áður en hann legði þau til hliðar. „Þá er ekkert eftir nema skrifborðsvinna," bætti hann við, „en samt verða breytingarnar stundum mjög miklar, kemur jafnvel fyrir að ég turni öllum bragarhættinum." Hann tók dæmi: „Einji sinni hitti ég ágætan bókmenntamann á götu hér í Reykjavík. Hann gengur í veg fyrir mig til að segja mér, að hann hafi uppgötvað kvæði, sem honum fyndist gott, en „alveg er það nú auðséð á þessu kvæði", sagði hann, „að þú hefur ort það í einni striklotu". Auðvitað datt mér ekki í hug að angra veslings manninn með því að segja honum, að ég hefði einmitt haft afskaplega mikið fyrir þessu kvæði, en um þetta er engin algild regla. Sum kvæði eru, held ég, aðallega stílæfingar eins og sjötta erindið í Konan með hundinn í Stjörnum vorsins. Það er eiginlega ekkert annað en ein setning í óbundnu máli, ef þú athugar það nánar." ★ Æskuumhverfið við Sog hafði að sjálf- sögðu mikil áhrif á Tómas. Þar eru sundin blá, ekki síður en í Reykjavík. En ein- hverju sinni þegar við töluðum um æsku- 1 umhverfi hans, sagði hann, að margir út- ienzkir veiðimenn hefðu verið við Sog á hverju sumri, þegar hann var drengur. „Dvöl þeirra setti annan svip á tilveruna en ella. Mig grunaði stærri heim. Ég vissi alltaf, að ég mundi fara eitthvað í burt og ekki ílendast í sveitinni. Mér fannst ekki annaö koma til greina en ég yfirgæfi þessa umgjörð æsku minnar án þess þó ég hefði neitt á móti henni.“ ★ Það var alltaf jafn skemmtilegt að tala við Tómas. Æskan var ávallt í fylgd með honum, vorgleðin og þakklætið. Hann var öðrum mönnum fyndnari og orðheppnari: Einn hversdagslegan eftirmiðdag i febrúar 1972 hittumst við til skrafs og ráðagerða, eins og komizt var að orði. Hann var með handrit af ljóðum eftir mig, sem hann hafði lesið yfir og skilaði mér með hárfínum athugasemdum og vina- legum ummælum. Þegar því var lokið, fengum við okkur í glas. Tómas talaði um alla heima og geima, en þó einkum æsku- umhverfi sitt, blómin og fuglana, en svo kom að því að flaskan af létta víninu stóð tóm á borðinu. Ég spurði, hvort hann vildi meira. Hann horfði á mig, hristi höfuðið og sagði: „Nei, ég drekk aldrei úr tómri flösku. Maður verður að hafa framtíðina fyrir sér.“ Einhverju sinni þegar við sátum yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.