Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
íslandssagan er
kennd og verður kennd
— eftir Erlu
Kristjánsdóttur
Vegna skrifa um íslandssögu-
kennslu í sunnudagsblaði Mbl.
13.11. og í leiðara sama blaðs
þriðjudag 15.11. er nauðsynlegt að
leiðrétta leiðan misskilning og
órökstuddar fullyrðingar sem þar
komu fram. Um leið vil ég nota
tækifærið og gefa nánari upplýs-
ingar um samningu nýs námsefnis
í samfélagsfræði. Fyrst af öllu vil
ég mótmæla harðlega þeirri full-
yrðingu er kemur fram í leiðara
„að í kyrrþey skuli hafa verið
ákveðið að hætta að kenna
íslandssögu í grunnskólum og að
niðurfelling fslandssögunnar á
vegum menntamálaráðuneytisins
skuli hafa komist til framkvæmda
þegjandi og hljóðalaust." íslands-
saga hefur ekki verið felld niður
og það hefur aldrei komið til
greina að gera það.
Saga þjóðarinnar er öllum ís-
lendingum hjartfólgin en mjög er
þó mismunandi hvaða þættir
hennar höfða til hvers og eins.
Sínum augum lítur hver á silfrið
og því er auðvelt að vekja deilur
um hvaöa þætti íslandssögunnar
eigi að fjalla um í skyldunámi
uppvaxandi kynslóðar. Málefnaleg
umræða sem beinist að því að
finna raunhæfa og farsæla lausn á
vandamáli er okkur öll varðar er
tvímælalaust til góðs. Það á ekki
hvað síst við umræður um skóla og
hvernig þeir gegni best því hlut-
verki sínu að búa unga íslendinga
undir líf og starf í þjóðfélaginu.
Það er því sorgleg staðreynd
hversu oft er markvisst reynt að
gera þá sem vinna að umbótum og
breytingum á skólastarfi tor-
tryggilega og ætla þeim að stunda
niðurrifsstarfsemi í stað endur-
bóta og uppbyggingar. Hvaða til-
gangi þjóna t.d. feitletraðar fyrir-
sagnir í Morgunblaðinu þar sem
ýmist er farið með rökleysu (sbr.
fyrirsögn í leiðara „Engin Is-
landssaga") eða aukaatriði slegið
upp sem aðalatriði (sbr. fyrirsögn
Mbl. „Gömlu bækurnar eru hlut-
dræg túlkun á Islandssögunni")
Hvers vegna var fyrirsögnin þar
ekki „Æskilegt að allir íslend-
ingar kunni skil á sögu þjóðar
sinnar" (tilvitnun í sömu grein)?
Hefði sú fyrirsögn ekki vakið
verðskuldaða athygli? Allir ís-
lendingar hljóta að vera sammála
þessari síðustu staðhæfingu en
hitt er álitamál hvort allir geta
verið á eitt sáttir um hvernig skuli
stuðlað að því.
Skipuþætting
— nýyrði
Morgunblaðsins
I viðtalinu við mig (Mbl. 13.11.)
leggur blaðamaður mér í munn
upptalningu á rökum fyrir sam-
þættingu námsgreina. Eins og
ráða má af samhenginu er þetta
bein tilvitnun i nefndarálit frá
1971 og tók blaðamaður þetta upp
úr bæklingi er ber heitið Um
endurskoðun námsefnis í samfé-
lagsfræði 1975, og ég hafði lánað
honum til að afla sér upplýsinga
um forsögu kennslu í samfélags-
fræði.
a) Hefðbundin mörk greinanna
eru miðuð við fræðilegar for-
sendur sem börn á barnastigi
hafa vart tök á að greina.
b) Námið verður raunvirkara og
tengist betur reynslu barnsins
utan skólans ef námsgreinarn-
ar eru ekki skildar að.
c) Með skipulagðri samþættingu
má gera námið mun hnitmið-
aðra og koma í veg fyrir óþarfa
skörun og endurtekningar.
Orðið skipuþætting er mér og
samfélagsfræðinni því alls óvið-
komandi og trúlega má skrifa það
á reikning prentvillupúkans. Fæst
af því sem okkur blaðamanninum
fór á milli kemur fram í viðtalinu.
Gæti skýringin á því verið sú að
það hafi ekki verið nógu hagstætt
þeim málflutningi er til stóð að
hefja um að íslandssagan væri
fyrir bí. Ég ætla því að gera aðra
tilraun til að hrekja þennan leiða
misskilning um að einungis eigi að
fjalla-um 120 ár sögunnar og í
þetta sinn ætla ég að gera það án
hjálpar blaðamannsins við að
skýra frá staðreyndum.
Af gefnu tilefni verð ég einnig
að taka það fram að ég hef gegnt
starfi námstjóra í samfélagsfræði
frá 1. jan. 1983. Á undan mér hafa
gegnt því starfi tveir öndvegis-
menn, og áður en skipaður var
námstjóri í samfélagsfræði höfðu
umsjón með námsefnisgerðinni
tvær aðrar ágætismanneskjur.
Námstjórn í samfélagsfræði fyrir
1,—3. bekk hvilir á Sigríði Jóns-
dóttur og hefur hún gegnt því
starfi frá 1978. Þótt ég skirrist
ekki við að vera málsvari samfé-
lagsfræðinnar neita ég að eiga ein
heiðurinn af því góða starfi sem
þar hefur verið unnið. Starfshóp-
ur, skipaður kennurum, sagnfræð-
ingum, landfræðingum og öðrum
fræðingum, ber hita og þunga
verksins á sínum herðum.
í kyrrþey?
Vissulega hefur samfélagsfræð-
in ekki verið kynnt nægilega vel í
fjölmiðlum og er það gagnrýni
vert. Þó hefur ýmislegt verið gert
til að kynna efnið, bæði kennurum
og foreldrum. Ekki færri en 1000
kennarar hafa sótt námskeið þar
sem efnið, og hugmyndir að baki
þess, hefur verið kynnt. Þá hafa
verið haldnir kynningar- og
fræðslufundir fyrir kennara og
foreldra. Til fróðleiks má nefna að
á undanförnum árum hafa þeir
fundir verið ekki færri en 60 að
tölu. Menntamálaráðuneytið,
skólarannsóknadeild, hefur gefið
út upplýsingabæklinga um samfé-
lagsfræði (um endurskoðun náms-
efnis í samfeálgsfræði nr. 4 (maí
1975), Um samfélagsfræði nr. 17
(apríl 1978), Um samfélagsfræð-
ina nr. 27 (apríl 1979), Um samfé-
lagsfræðina nr. 35 (apríl 1981)) og
að auki tvo þar sem fjallað er um
nám og kennslu í öllum kennslu-
greinum (Um nám og kennslu í
grunnskólum skólaárið 1982—’83
nr. 36 (mars 1982), Um nám og
kennslu í grunnskólum skólaárið
1983—’84 nr. 39 (apríl 1983). Þá
hafa verið samdar ýmsar skýrslur
um samfélagsfræðina að beiðni
annarra ráðuneyta, stjórnmála-
manna og alþjóðastofnana. Náms-
efni í samfélagsfræði hefur einnig
verið kynnt á ráðstefnum sagn-
fræðinga og sögukennara sem og á
fundum með öðrum fagfélögum
kennara. Blöð hafa og fengið
fréttatilkynningar um útkomu nýs
efnis.
HefAbundinni
sögukennslu
áfátt um margt
I grein Guðmundar Magnússon-
ar (Mbl. 13.11.) er að því vikið að
sú skoðun sé ríkjandi meðal fram-
haldsskólakennara að þekkingu
nemenda þeirra á sögu fari mjög
hrakandi og af samhenginu má
ráða að greinarhöfundur gefi það í
skyn að því sé um að kenna að
nemendur hafi lært nýtt námsefni
í samfélagsfræði. Þetta er hins
vegar alrangt. Þeir nemendur sem
nú eru í framhaldsskólum hafa
allir lesið íslandssögubækur Þér-
leifs Bjarnasonar eða Jónasar frá
Hriflu. Það er því ekki hægt að
kenna samfélagsfræði um þetta.
En hlýtur það ekki að vera væn-
legra til árangurs að leita raun-
hæfra skýringa á lélegri sögu-
kunnáttu en að búa þær til með
grunnskólans sjáum við að 6
greinar skipta á milli sín 14
kennslustundum á viku.
Ljóst er að tími til-íslandssögu-
kennslu er mjög naumt skorinn og
leyfir hann sjaldan að „farið sé
yfir“ alla bókina. Algengast mun
vera að kennarar velji að „hlaupa
að fylgst sé með framförum í
læknavísindum og tækni? Getur
það talist eðlilegt á örtölvuöld að
ætla að náms- og kennsluhættir
þurfi ekki að breytast?
Hversvegna breyttar
námsaðferðir?
Við lifum á tímum þar sem
þekking tvöfaldast á hverjum tíu
árum. Mörg þekkingaratriði sem
þóttu góð og gild fyrir 10—20 ár-
um hafa hú þokað fyrir nýrri vitn-
eskju. Það verður æ erfiðara að
velja úr allri þeirri þekkingu sem
nú er fyrir hendi, þau þekkingar-
atriði sem allir geta verið sam-
mála um að mikilvægt sé að nem-
endur kunni skil á. Enginn getur
þó mótmælt nauðsyn þess að nem-
endur læri fjölmargar staðreyndir
og önnur þekkingaratriði. Því er
Erla Kristjánsdóttir
„Fyrst af öllu vil ég
mótmæla harðlega þeirri
fullyrðingu er kemur fram
í leiðara „að í kyrrþey
skuli hafa verið ákveðið
að hætta að kenna ís-
landssögu í grunnskólum
og að niðurfelling ís-
landssögunnar á vegum
menntamálaráðuneytisins
skuli hafa komist til fram-
kvæmda þegjandi og
hljóðalaust.“
íslandssaga hefur ekki
verið felld niöur og það
hefur aldrei komið til
greina að gera það.“
því að skella skuldinni á námsefni
sem nemendur hafa aldrei augum
litið?
Við kennslu í 4., 5. og 6. bekk eru
notaðar áðurnefndar bækur Þór-
leifs Bjarnasonar og/eða Jónasar
Jónssonar og bók Þorsteins M.
Jónssonar í 7. bekk. Þessir mætu
kennslubókahöfundar ætluðu sér
aldrei þá dul að fjalla um alla ís-
landssöguna í námsefni barna.
Þeir þurftu að velja og hafna.
Reynt var að gefa nemendum
stutt yfirlit um helstu atburði og
merkismenn frá landnámi fram
undir stofnun lýðveldis. Við skul-
um líta aðeins á viðmiðunar-
stundaskrá grunnskólans og at-
huga hvernig kennslustundir
skiptast milli námsgreina.
7. námsár 8. námsár 9. námsár
Móðurmál 6 5 5
Stærðfræði 5 5 5
Danska 3 4 4
Enska Samfélagsgreinar Kritinfræði 4 4 4
Raungreinar Heimilisfræði Mynd- og handmennt.. Tónmennt 14 14
íþróttir Valgreinar 3 3 3 10-14
35 35 31-35
yfir“ ákveðin tímabil og gera þá
öðrum betri skil. Við eigum að
baki áratuga reynslu af „yfirlits-
kennslu" og eru nú flestir á einu
máli um að hún skili ekki þejm
árangri er vænst var, að þessar
kennslubækur hafi runnið sitt
skeið sem aðalnámsefni barna í
Islandssögu og að afar brýnt sé að
gefa út námsefni er svari betur
þeim kröfum sem gerðar eru til
námsbóka nú á tímum. Og hverjir
eru betur fallnir til að meta
námsbækur en kennarar og nem-
endur sem eiga að nota þær?
I hefðbundinni sögukennslu hef-
ur megináhersla verið lögð á að
læra ákveðið inntak og leggja fjöl-
marga atburði frá liðinni tíð á
minnið. Nú sýna niðurstöður
rannsókna að nemendur gleyma
V* af því námsefni sem þeir læra á
þennan hátt innan tveggja ára. Og
ef við berum þessar niðurstöður
saman við eigin reynslu þá segir
mér svo hugur um að margur les-
andi sem lítur af hreinskilni í eig-
in barm komist að þeirri niður-
stöðu að hann hefur ekki ýkja
margt á takteinum úr sögunámi
sínu úr barnaskóla. Manst þú t.d.
lesandi góður eftir Hörmöngurum,
Staðamálum, Stefánungum eða
Stöðulögunum? Hér má einnig
minna á hve fátt varð um svör í
útvarpsþætti á þjóðhátíðardegi
fyrir fáum árum er vegfarendur
voru spurðir: Hver var Jón Sig-
urðsson? En þetta er ekkert eins-
dæmi. Aðrar þjóðir hafa einnig
áhyggjur af því hve almenn sögu-
Móðurmál 1 Stærðfræði (5) Samfélagsgreinar | 4. námsár 5. námsár 6. námsár
Kristinfræði )• Raungreinar | Danska, enska | Heimilisfræði J Mynd- og handmennt.. 21 23 25
Tónmennt 6 6 6
íþróttir 2 3 3
29 32 34
I ljós kemur að sjö greinar fá til
umráða 21 kennslustund, sem
væri 3 kennslustundir á viku ef
skipt væri jafnt. I flestum tilvik-
um fá móðurmál og stærðfræði þó
meira í sinn skerf eða u.b.b. 5 tíma
hvor. Eftir standa þá 11 stundir
fyrir 5 greinar.
I þeim skólum þar sem íslands-
saga og landafræði eru kenndar
sem sérstakar námsgreinar er
raunhæft að gera ráð fyrir því að
Islandssaga fái 1—2 kennslu-
stundir á viku allt skólaárið. Ef
við lítum á stundaskrá efri bekkja
þekking er lítil. Því hefur sögu-
nám verið rannsóknarefni margra
fræðimanna, einkum sagnfræð-
inga, þroskasálfræðinga og
kennslufræðinga. Allir eru sam-
mála um að sögukennslu hafi ver-
ið áfátt, einkum hafi lítill gaumur
verið gefinn að forsendum nem-
enda til að tileinka sér marga
flókna þætti sögunnar. Það er
fyllsta ástæða til að gefa þessu
gaum. Því ber okkur ekki skylda
til að fylgjast með nýrri vitneskju
um þroska barna, nám og kennslu
og annað er varðar andlega heill
þeirra, eins og við teljum sjálfsagt
nú lögð megináhersla á að þjálfa
nemendur í góðum vinnubrögðum
við að afla sér upplýsinga og þekk-
ingar.
Þær námsaðferðir sem nú þykir
brýnt að nemendur temji sér eru
byggðar á niðurstöðum fjöl-
margra rannsókna um nám og
kennslu og ennfremur hafa niður-
stöður rannsókna á starfsemi heil-
ans stutt mikilvægi þeirra. Svipar
þeim á margan hátt til þeirra að-
ferða er vísindamenn beita. Lögð
er áhersla á að þjálfa gagnrýna
hugsun, sjálfstæð vinnubrögð,
leikni við heimildaöflun, þjálfun
dómgreindar og rökhugsunar. Það
fer ekki á milli mála að þessar
námsaðferðir gera mun meiri
kröfur bæði til kennara og nem-
enda en hefðbundnar kennsluað-
ferðir.
Frá 1973 hefur starfað hópur
kennara, sagnfræðinga, landfræð-
inga og annarra sérfræðinga við
að semja nýtt námsefni sem byggt
er á framangreindum námsaðferð-
um, reyna það í kennslu og leið-
beina kennurum við notkun þess.
Sökum fjárskorts m.a. hefur þessu
starfi miðað afar hægt, einungis
er komið út heildstætt efni fyrir
fyrstu fjóra bekki grunnskólans.
Álmennt má segja að þetta efni
hafi hlotið jákvæðar undirtektir
bæði hjá kennurum og foreldrum.
I þessu sambandi má nefna að
námsefnið hefur vakið umtals-
verða athygli þegar það hefur ver-
ið kynnt á alþjóðavettvangi og
hafa menn undrast að námsefni í
þessum gæðaflokki skuli koma frá
svo litlu landi. Námsefnisgerð er
vandasamt verk og hjá stærri
þjóðum er það iðulega unnið af
stórum hópum kennara og ann-
arra sérfræðinga, oftast í tengsl-
um við háskóladeildir. Við gerð
námsefnis er að mörgu að hyggja,
og ber fyrst að nefna vandað val á
inntaki, framsetningu texta, vali
mynda, útliti efnisins, viðfangs-
efnum, kennsluaðferðum, hvernig
námsmati skuli háttað og síðast
en ekki síst hversu vel efnið höfð-
ar til þeirra nemenda sem eiga að
nota það. Það nær skammt að
huga eingöngu að inntaki, af því
höfum við bitra reynslu.
íslandssagan
hornsteinn í sam-
félagsfræðinámi
Þeir sem vinna að námsefni í
samfélagsfræði vilja leggja sitt af
mörkum til að efla þekkingu nem-
enda á sögu þjóðar sinnar. Velkist
einhver í vafa um réttmæti þess-
arar staðhæfingar skal hér vitnað
til námskrár í samfélagsfræði
(Aðalnámskrá grunnskóla, sam-
félagsfræði 1977 bls. 9—10):
1.4. Saga og landafræði.
Þótt sjónarmið samfélagsfræð-