Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
35
innar feli í sér samþættingu
margra greina fer því samt fjarri
að sjónarhorn og efniviður sögu og
landafræði séu að engu höfð.
Það iiggur í augum uppi að til-
vera og þróun mannkynsins og þó
sérstaklega saga og lífsskilyrði
manna á íslandi eru hornsteinar
samfélagsfræðináms hér á landi.
Vandinn felst í því að velja úr
hefðbundnu efni þessara greina og
tengja það sjónarmiðum samfé-
lagsfræðinnar.
Um leið og saga verður grein á
meiði samfélagsfræði er brýnt að
sjónarhorn hennar verði víkkað og
efnismeðferð dýpkuð frá því sem
verið hefur. Meginmarkmið henn-
ar verður ekki lengur bundið við
það að rekja atburðarás í réttri
tímaröð, heldur að lýsa gerð þjóð-
félaga á tilteknu tímaskeiði og
leita skýringa á félagslegri og
menningarlegri þróun þeirra.
Stjórnmálabreytingar, sem mest
hefur verið lagt upp úr í sögu-
námi, eru ekki nema einn þáttur
þessarar þróunar. Með því að
leggja meiri áherslu á félags- og
menningarþætti í sögulegri fram-
vindu er og komið til móts við
fræðileg sjónarmið sagnfræðinnar
eins og hún hefur þróast á síðustu
áratugum.
Nýjum viðfangsefnum og sjón-
armiðum hljóta að fylgja breyt-
ingar á efnismeðferð. Nemendur,
einkum á síðstu námsárum í
grunnskólanum, þurfa að fá tæki-
færi til að kynna sér fyrirbæri
fortíðar og fjalla um þau sagn-
fræðilega. Þeir verða að komast í
kynni við sögulegar heimildir og
þjálfast í að draga af þeim álykt-
anir. Slíkum vinnubrögðum verð-
ur ekki komið við nema hvert við-
fangsefni sé kannað til hlítar. Til
þess gefst hins vegar ekki svigrúm
nema vikið verði frá þeirri kröfu
að nemendur fái á þessu stigi eins
konar yfirlit yfir helstu atburði
sögunnar í heild. Val sögulegra
viðfangsefna hlýtur vissulega að
orka tvímælis og vera háð rfkjandi
hefðum. Hér hefur sú ákvörðun
verið tekin að velja söguleg við-
fangsefni með tilliti til þess hve
vel þau henta til að skýra af hvaða
rótum þjóðfélög nútímans eru
sprottin. í þessu efni er skylt að
taka sérstaklega tillit til menning-
ararfs íslendinga.
Það hefur verið hlutverk sögu
og landafræði að fræða nemendur
um umhverfi og samfélag. Því má
halda fram með sterkum rökum
að þessar tvær greinar, einar sér,
megni ekki að gefa nemendum
nægilega heildarsýn yfir hið
flókna samfélag nútímans og
skýra rætur þess. Sérhver heilvita
maður hlýtur að skilja að börn
sem eru að alast upp á Islandi nú á
tímum hljóta að verða að læra um
efnahagsmál og stjórnmál — svo
dæmi sé tekið — því annars væri
eftirfarandi setning grunnskóla-
laganna „Skólinn skal temja nem-
endum víðsýni og efla skilning
þeirra á mannlegum kjörum og
umhverfi, á íslensku þjóðfélagi,
sögu þess og sérkennum og skyld-
um einstaklingsins við samfélag-
ið“ hreint hjóm.
Um samþættingu
Þótt Islandssagan eigi að vera
hornsteinn samfélagsfræði-
kennslu má ekki gleyma því að ís-
land er ekki eitt i heiminum og að
umfjöllun um aðrar þjóðir getur
hjálpað nemendum til að skilja
marga þætti í eigin þjóðfélagi.
Félagsvísindagreinar geta lagt
sitt af mörkum til að nemendur
geti skoðað mikilvæg viðfangsefni
frá mörgum sjónarhornum og öðl-
ast með því meiri heildarsýn. Við
teljum því ærna ástæðu til að
sækja til þessara greina — og
reyndar allra þeirra er að gagni
koma í þessum tilgangi.
Sem dæmi um slík viðfangsefni
má nefna að í nýju námsefni um
landnám íslands er augum nem-
enda beint að lifsbaráttu land-
námsmanna — hvernig þeir hög-
uðu samskiptum sínum og hvað
það var er leiddi til stofnunar Al-
þingis. Ekki er talið nóg að fjalla
eingöngu um nafntoguðustu land-
námsmennina. Þetta námsefni
gefur gott tilefni til að nemendur
íhugi margvísleg orsakasamhengi
og að þeir ígrundi mismunandi af-
leiðingar sem ákveðnir atburðir
gátu haft í för með sér. Annað
dæmi er vert að nefna um sam-
þættingu greina þar sem sagan
gegnir mikilvægu hlutverki við að
varpa ljósi á þætti er varða alla
íslendinga miklu. I námsefni sem
ber heitið Náttúruhamfarir og
landmótun er saga Jóns Stein-
grímssonar nýtt til að tengja
mannlíf og náttúru. Skaftáreldar
og móðuharðindin riðu íslending-
um nær að fullu. Heimaeyjargosið
er okkur enn í fersku minni og hve
giftusamlega þar tókst til að
bjarga mannslífum. Má ætla að
við samanburð á þessum atburð-
um öðlist nemendur góðan skiln-
ing á þróun lífshátta, þeirri tækni
er menn ráða yfir hverju sinni og
hverju það breytir. Umfjöllun um
líf Jóns Steingrímssonar gefur
jafnframt tilefni til að fræðast um
marga þýðingarmikla þætti er
einkenndu líf á íslandi á 18. öld.
Að hverju er unnið?
Um þessar mundir er unnið að
gerð nýs námsefnis fyrir nemend-
ur á aldrinum 10—15 ára. Það efni
sem út hefur komið fyrir þennan
aldurshóp er einungis lítill hluti
þess efnis sem ráðgert hefur verið
að gefa út fyrir þetta stig eða sem
næst sjötti hluti þess.
Hér skal gerð grein fyrir því
hvar Islandssöguefni kemur við
sögu í hinu nýja efni samkvæmt
þeim hugmyndum sem nú er unnið
eftir.
10 ára nemendur munu fjalla
um landnám íslands, daglegt líf
landnámsmanna, stofnun Alþing-
is, upphaf kirkju og kristni í land-
inu og um þjóðveldistímann. Að
námsefni 11—12 ára barna í Is-
landssögu verður vikið síðar. 13
ára nemendur fjalla rækilega um
atvinnuhætti, verkmenningu o.fl.,
er tengist kjörum fólks fyrr á öld-
um. Þá munu þeir einnig fást
ýtarlega við sögu heimabyggðar
sinnar frá landnámi til vorra
tíma. Meginviðfangsefni 14 ára
nemenda munu verða um þróun
íslensks samfélags frá bændasam-
félagi til nútímasamfélags eða
saga síðustu þriggja alda. Hér
verður jöfnum höndum fengist við
atvinnu- og fjölskyldusögu,
stjórnmálasögu og menningar-
sögu. Hluti þessa efnis hefur kom-
ið út í bráðabirgðaútgáfu undir
heitinu Jón Sigurðsson og sjálf-
stæðisbaráttan.
Eins og sjá má af þessu yfirliti
er megináhersla lögð á fyrstu ald-
ir byggðar f landinu og hinar þjár
síðustu. Rökin fyrir þessu vali eru
þau að þekking á uppruna íslend-
inga og sögur frá fyrstu öldum
byggðar í landinu séu snar þáttur
í sjálfsvitund Islendinga og menn-
ingararfleifð og hljóti því að skipa
verðugan sess. Áhersla á sögu síð-
ustu alda á sér fyrst og fremst þau
rök að hún dugi best til að skýra
af hvaða rótum nútímaþjóðfélag
er runnið. Það hefur því verið talið
verjandi að leggja minni áherslu á
tímabilið 1300—1700. Þessu skeiði
sögunnar er þó ekki sleppt en á
það lögð lítil áhersla.
Kristnitakan, siðaskiptin og
atmað er tengist sögu kristinnar
kirkju á íslandi eru einnig við-
fangsefni í námsefni i kristnum
fræðum fyrir nemendur í grunn-
skóla.
Ekki er hægt að láta hjá líöa að
nefna að í hinu nýja námsefni í
samfélagsfræði sem ætlað er 7—9
ára nemendum er lögð áhersla á
að fjalla rækilega um Island nú á
tímum. Fjölskyldan, skólinn, störf
fólks, umhverfi í sveit, þorpi og
borg og sjávarútvegur Islendinga
eru dæmi um viðfangsefni sem
gert er hátt undir höfði. Til
skamms tíma hefur lítil áhersla
verið lögð á slíka fræðslu en um
mikilvægi hennar verður vart
deilt.
Eins og fram hefur komið hefur
aðeins verið skrifaður lítill hluti
námsefnis í samfélagsfræði. Áætl-
anir og hugmyndir að viðfangs-
efnum eru endurskoðaðar árlega.
Jafnframt hefur verið leitað álits
viðurkenndra fræðimanna viðvíkj-
andi efnisvali og efnistökum. Þeg-
ar fram koma vel rökstuddar til-
lögur til breytinga eru þær að
sjálfsögðu teknar til rækilegrar
athugunar.
Dr. Gunnar Karlsson sagnfræð-
ingur er einn þeirra manna sem
hafa velt vandamálum sögu-
kennslu fyrir sér af ábyrgð. Hefur
hann nú skrifað námsefni í Is-
landssögu fyrir 11—12 ára nem-
endur og fjallar þá um tfmabilið
1200—1700. Er nú unnið að því að
þetta námsefni verði gefið út í til-
raunaskyni því að það hefur hlotið
góða dóma þeirra kennara sem
hafa reynt það í frumdrögum.
Ábyrg umræða
um skólastarf
Það er erfitt að gera sér grein
fyrir málstað „andstæðinga" sam-
félagsfræðinnar. Þeir reyna ekki
að rökstyðja gagnrýni sína enda
hlýtur að vera erfitt að finna rök
fyrir staðhæfulausum fullyrðing-
um. Það mætti halda að þeir álitu
að ef nemendur læra ekki ná-
kvæmlega það sama og á sama
hátt og þeir gerðu á sinni skólatíð,
þá sé voðinn vís. Það virðist
gleymast að nemendur í dag læra
margt sem var ekki komið til sög-
unnar þegar þessir háu herrar
voru í skóla.
Það er ekkert nýtt í umræðum
um skólamál að því sé haldið fram
að yngri kynslóðin standi sig verr
en þeir eldri gerðu á sínum tíma.
Nægir að nefna hér eitt dæmi
okkur eldri til áminningar, 1920
höfðu nokkrir forsvarsmenn Há-
skóla Islands eftirfarandi að segja
um kunnáttu nemenda sinna sem
þá höfðu lokið námi í „Mennta-
skólanum".
„Sjerstaklega finst oss, að stúd-
entunum sje ábótavant í þekkingu
á íslenskri tungu. Við allar skrif-
legar æfingar kemur það í ljós, að
ýmsa þeirra skortir mjög þekk-
ingu í íslenskri rjettritun og hafa
litla hugmynd um notkun aðgrein-
ingarmerkja. Rjettritunarvillur
lýta stórlega ritgerðir sumra við
prófið, og margir hafa lært svo
illa að skrifa, að þraut er að kom-
ast fram úr ritgerðunum. Öll
framsetningin og vöntun kommu-
setningar bera þess stundum vott,
að þeir hugsa ekki eins skýrt og
ætlast mætti til eftir sex ára nám
í Mentaskólanum."
Og prófessor Sigurður Nordal
segir: „En af almennum kynnum
af stúdentum, m.a. af því að hafa
hlýtt á alt íslenskuburtfararprófið
1915 og lesið stílana, get ég fullyrt,
að kunnátta stúdenta í móðurmál-
inu er stórra ábóta vant, og miklu
meiri en hægt er að ráða af próf-
einkunnum þeirra, sem virðast
mjög af handahófi." ...“
(Baldur Jónsson: „Mályrkja
Guðmundar Finnbogasonar.")
Er hér ekki verið að dæma van-
getu þeirrar kynslóðar sem þykir
til fyrirmyndar í dag hvað varðar
gott málfar og skilning á menn-
ingararfleifð þjóðarinnar?
Enginn má þó skilja orð mín svo
að ég telji að skólastarf eigi að
vera hafið yfir gagnrýni. Þvert á
móti — en þar sem skólinn verður
að fylgja eftir örum þjóðfélags-
breytingum ríður á að öll umræða
um skólamál sé heiðarleg og
ábyrg. Það skuldum við þeirri
ungu kynslóð sem situr uppi með
það öngþveiti sem ríkir í þjóðfé-
lagi okkar og þarf að leysa þau
vandamá) sem við höfum ekki
reynst menn til — þrátt fyrir ríka
þjóðerniskennd.
Ekki vil ég efast um að þeir sem
hafa geyst fram á ritvöllinn und-
anfarna daga beri hag íslandssög-
unnar fyrir brjósti. Því vekur það
furðu mína hversu illa þeir reka
málstað sinn og hirða ekki um að
kynna sér málavöxtu eða reyna að
fara með rétt mál. Ekki er hægt
að sjá að þeir velti fyrir sér á
hvern hátt sé farsælast að standa
að sögukennslu til að nemendur
fái áhuga á sögu þjóðar sinnar og
nýti sér hana til þroska og aukins
skilnings. Ekki er heldur hægt að
segja að þessir „málsvarsmenn"
íslandssögukennslu hafi lært að
skoða heimildir, afla sér upplýs-
inga, vega þær og meta og draga
skynsamlegar ályktanir.
Erla Kristjánsdóttir er kennari og
uppeldisíræóingur og starfar nú
sem námsstjóri í samfélagsfræói
fyrir 4.-9. bekk grunnskóla.
Viðtalstími
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12.
Er þar tekið við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum
og er öllum borgarbúum boöið að notfæra sér viötals-
tíma þessa.
Laugardaginn 26. nóv-
ember veröa til viðtals
Hilmar Guölaugsson
og Margrét S. Einars-
dóttir.
Margrét
Hilmar
NAMSTEFNA
Notkun
ársreikninga
Ársskýrslu
verðlaun
1983
Haldin að Hótel Loftleiðum,
Kristalssal, 30. nóvember 1983.
ki. 1400 Námsstefnan sett
Sigurður R. Helgason, formaður SFÍ.
HVAÐA UPPLÝSINGAR ÞURFA
ÁRSREIKNINGAR AD FLYTJA MED
TILLITITIL ÞARFA OG HAGSMUNA
EFTIRFARANDI HÓPA?:
ki. 14:05 SJÓNARMIÐ EIGENDA
Qunnar H. Hálfdánarson, framkvæmdastjóri
Fjárfestingafélags íslands.
KI 14:20 SJÓNARMIÐ STJÓRNENDA
Þorkell Sigurlaugsson, forstöðumaður
áætlunardeildar Cimskip.
ki. 14:35 SJÓNARMIÐ LÁNASTOFNANA
Ragnar Önundarson, aðstoðarbankastjóri,
Iðnaðarbanka íslands.
ki. 14:50 SJÓNARMIÐ SKATTAYFIRVALDA
Qestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík.
ki 15 05 SJÓNARMIÐ HAGTÖLUVINNSLUNNAR
Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri, Félags
ísl. iðnrekenda.
KI 15:20 SJÓNARMIÐ ENDURSKOÐENDA
Sveinn Jónsson, löggilturendurskoðandi,
Endurskoðun h/f
Kl. 15:35 Kaffihlé
ki. 16:00 Álit dómnefndar um bestu ársskýrslu ársins
1982 og afhending verðlauna.
Árni Vilhjálmsson, prófessor, formaður árs-
skýrslunefndar SFÍ
Veitingar.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTOKU
í SÍMA 82930
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSIANDS lísœ3
ÍUR AUGL TEIKMSTQFA