Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Niðjar Steinunnar og Ólafs M. Stephensen eru 136 að tölu en um 200 með tengdafólki. Maddama Steinunn Stephensen. Ólafur M. Stephensen, prófastur. Fjölmennt fjölskyldumót niðja Steinunnar og Ólafs M. Stephensen Nýlega var fjölskyldumót niðja þeirra Ólafs M. Stephensen prófasts og maddömu Steinunn- ar Stephensen frúar hans haldið í félagsheimilinu Garðaholti í Garðabae. Er þetta orðinn allstór hópur manna, því eins og kom fram í ávarpi sem einn afkom- enda þeirra hjóna, Þorstéinn Halldórsson, flutti á mótinu eru niðjar þeirra orðnir 136 að tölu, en 200 að tengdafólki meðtöldu. Sjálf eignuðust þau ólafur og Steinunn 11 börn, og auk þeirra fóstruðu þau tvö önnur sem sín eigin vaeru. Ólafur M. Stephensen fæddist 24.7. 1863 í Viðey, sem lengi hef- ur verið í eigu feðra hans, enda er Ólafur fjórði ættliður í beinan karllegg frá ólafi Stephánssyni stiptamtmanni og þar með þriðji frá Magnúsi konferenzráði Stephensen háyfirdómara Landsyfirréttarins. Andaðist Ólafur á heimili Stepháns sonar síns hér í Reykjavík 12. mars 1934. Steinunn Stephensen, sem var fjórtándi ættliður frá ólöfu ríku á Skarði, tuttugasti og sjötti frá Guðrúnu Ósvífursdóttur og þrí- tugasti og fyrsti frá ólafi hvíta herkonungi og Auði (Unni) djúp- úðgu landnámsmanni, var fædd 1. febrúar 1870 að Karlsskála Reyðarfirði, dóttir Eiríks Björnssonar bónda þar. Stein- unn andaðist að heimili Ingi- bjargar dóttur sinnar Breiða- bliki, Seltjarnarnesi, 25. mars 1957. Milil ættrækni hefur alltaf ríkt í þessari fjölskyldu. sem sést best á þátttöku í móti sem þessu. Þarna voru liðlega 130 manns saman komnir tii að heiðra minningu þeirra Ólafs og Stein- unnar, víðs vegar að af landinu. Góður andi ríkti á mótinu enda höfðu margir þeirra sam þarna voru ekki hist um hríð svo margs var að minnast. Sátu menn að spjalli hátt á fjórðu klukkustund og nutu góðra veitinga, en hver fjölskylda hafði meðferðis eitthvert góðgæti á glæsilegt kaffihlaðborð sem þarna var sett upp. Ólafur Stephensen í ræðustól. Þorsteinn Halldórsson í ræðustól. Frá fjölskyldumótinu. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokks á laugardag: Framtíð Alþýðublaösins ráðin „ÞAÐ kemur ýmislegt inn í mynd- ina og við munum leggja fyrir flokksstjórnina hugmyndir allt frá því að leggja blaðið niður og upp í að halda áfram útgáfu með veru- lega minnkuðum tilkostnaði. Viku blaðsútgáfa hefur komið til greina og aðrar hugmyndir, sem við erum að bræða með okkur,“ sagði Árni Gunnarsson varaþingmaður Al- þýðuflokksins og einn af þremur Alþýðuflokksmönnum sem faiið var að gera úttekt á stöðu Alþýðu- blaðsins og leggja fyrir flokks- stjórnarfund nk. laugardag tillögur um framtíð Alþýðublaðsins, en eins og Mbl. hefur skýrt frá hafa for- maður og varaformaður flokksins lagt til að útgáfu blaðsins verði hætt. Tillögu flokksforustunnar þessa efnis var ekki vel tekið af starfsmönnum Alþýðublaðsins og fleirum og lyktaði málinu á þá lund að þriggja manna nefnd var falið að gera úttekt á rekstri blaðsins og tillögur um framtíð þess. Árni sagði einnig að nefnd- in hefði tekið saman fastar og lausar skuldir blaðsins sem væru orðnar umtalsverðar. Ekki vildi hann nefna neinar tölur, en við- urkenndi aðspurður að skuldirn- ar væru ríflega sex milljónir króna. Hann sagði að það yrði hlutverk flokksstjórnar að taka ákvörðun um framtíð blaðsins þar sem í flestum tilvikum yrði um áframhaldandi fjárhags- skuldbindingar að ræða fyrir flokkinn og flokksstjórnina varð- andi útgáfuna. Árni sagði að auk umfjöllunar um framtíð Alþýðublaðsins yrðu flokksmálin og staða stjórnmál- anna einnig á dagskrá fundarins á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.