Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
37
Væringar í stjórn Stálfélagsins hf.:
Formaður óskar ráðuneytisaðstoð-
ar til að halda framhaldsaðalfund
STJÓRNARFORMAÐUR Stálfé-
lagsins hf. hefur óskað eftir því við
viðskiptaráðuneytiö, að það hlutist
til um að annar framhaldsaðalfund-
ur félagsins verði haldinn tafarlaust.
„Ég hef ítrekað óskað eftir því í
stjórn félagsins að fundurinn verði
haldinn án tafar, en meirihluti
stjórnarinnar, þrír menn af fimm,
hafa hafnað því,“ sagði stjórnarfor-
maðurinn, Jóhann Jakobsson efna-
verkfræðingur, í samtali við blm.
Morgunblaðsins í gær.
„Ég tel það skyldu mína að
halda lög landsins og samþykktir
félagsins, og því mun ég sem for-
maður boða til almenns hluthafa-
fundar í félaginu um næstu mán-
aðamót og gera þar grein fyrir
stöðu mála í félaginu. Þar hefur
undanfarið ýmislegt breyst, sem
skiptir framtíð félagsins verulegu
máli,“ sagði Jóhann. „Fyrr á árinu
hef ég reynt að boða til fram-
haldsaðalfundar, en komið var í
veg fyrir það af meirihluta stjórn-
arinnar og skrifstofu félagsins,
sem telur sig bundna af þessum
meirihluta."
Framhaldsaðalfundur Stálfé-
lagsins hf. var haldinn 7. júlí sl.,
en ekki tókst að ljúka aðalfund-
arstörfum í fyrsta sinn þar sem
ekki voru mættir handhafar
meirihluta hlutabréfa í félaginu.
Stjórnarkjöri var frestað á fram-
haldsaðalfundinum og tekið fram
í fundargerð, að stjórnin skyldi
sitja til hausts. Jóhann Jakobsson
telur að sá tími sé liðinn og að
stjórnin hafi því takmarkað um-
boð til starfa. „Þessi meirihluti
stjórnarinnar vill ekki halda
framhaldsaðalfundinn á meðan
beðið er eftir væntanlegum stór-
Allt í óvissu með
skipti á sýkta minka-
stofninum á Dalvík
„Trúi ekki öðru en að þetta gangi,“ segir Þor-
steinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri búsins
„Ég trúi ekki öðru en að þetta
gangi upp. Ég fyrir mitt leyti get ekki
hugsað þá hugsun til enda að búa
með sýktan stofn í eitt ár enn og
þurfa að undirbúa skipti næsta
sumar upp á nýtt. Auk þess myndi
framþróunin í minkaræktuninni
stöðvast í heilt ár,“ sagði Þorsteinn
Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri
minkabúsins á Böggvisstöðum á
Dalvík, í samtali við blm. Mbl. Á
minkastofninn á búi Þorsteins herj-
ar afar erfiður veirusjúkdómur,
plasmarytosis. Þessi sjúkdómur er
einnig í minkabúinu Grávöru á
Grenivík en í fyrrahaust var honum
útrýmt með stofnskiptum hjá Loð-
feldi á Sauðárkróki.
„Það hefur verið stefnt að því að
skera allan sýkta stofninn niður,“
sagði Þorsteinn „á einu búi á ári
og var búið að ákveða að kaupa
nýja minka frá Danmörku sem
áttu að koma hingað til mín í stað-
inn fyrir sýkta stofninn. En þá
kom upp sjúkdómur í Danmörku á
takmörkuðu svæði og lokað var
fyrir innflutning þaðan. Ég hef
miðað allt við þetta og verið að
undirbúa skiptin í allt sumar. Við
ætluðum að reyna að fá sóttkvína,
sem er á búunum á Sauðárkróki
og á Hólum vegna innflutnings
þeirra t fyrra, færða til okkar til
að leysa málið og kaupa þaðan
1000 dýr og skera niður eftir sem
áður. Það hefur enn ekki fengist
leyft. Staðan hjá mér er sú að ég
verð að gera þetta — tíminn er
hlaupinn frá mér og að öllu eðli-
legu hefði ég þurft að vera búinn
að taka blóðprufur og vera byrjað-
ur að felda. En það er mikið mál,
sem ég hef ekki farið út í, þar sem
staðið hefur til að skera allan
stofninn niður. Ef ég get ekki
skipt um stofn nú, eins og ég hef
stefnt að, þýðir það að feldunin
verður eftir áramótin, sem hefur í
för með sér mikil skakkaföll vegna
rýrnunar á feldgæðum vegna þess
hve þá væri orðið áliðið. Ég hef
farið fram á að fá sömu fyrir-
greiðslu hjá landbúnaðarráðu-
neytinu til stofnskiptanna og
fékkst fyrir Sauðárkróksbúið í
fyrra, en einhverjar hindranir
virðast vera í kerfinu, því enn hef-
ur það ekki verið samþykkt.
Eitthvað er talað um að ódýrara
sé fyrir mig að fá minkinn innan-
lands og því sé eðlilegra að ég fái
minni fyrirgreiðslu. Én í raun og
veru verður tapið hjá mér ekkert
minna, ég fæ lélegri dýr og sker
niður 3000 dýr og fæ ekki nema
1000 í staðinn hér innanlands,
þannig að tekjutapið verður mikið
og gæti mismunurinn á kostnaðin-
um við öflun lífdýranna vegið
eitthvað á móti því. Ef ég hinsveg-
ar biði með að skipta fram á
næsta ár hefði það mun meiri
kostnað í för með sér fyrir ráðu-
neytið, því þá myndi ég að sjálf-
sögðu flytja inn minka í sama
hlutfalli og gert var fyrir Sauð-
árkróksbúið og ég reikna þá með
að ekki yrði hægt að neita mér um
sömu fyrirgreiðslu og það fékk.
Ég trúi því hins vegar að þetta
leysist en það verður að gerast
næstu daga. Þessi sjúkdómur
stendur búskapnum fyrir þrifum
og hefur gert árum saman. Ég hef
sagt það opinberlega áður og
stend við það hvar sem er, að
sjúkdómurinn kostar mitt bú um 3
milljónir á ári, þó vægt sé reiknað,
í aukakostnaði og tekjutapi, og við
höfum eingöngu lifað þetta af
vegna þess að við höfum getað
framleitt ódýrt fóður. Nauðsyn-
legt er að þessi skipti verði sem
fyrst því að þeim loknum gætu
opnast verulega ábatasamir
möguleikar i útflutningi lífdýra,
því þá yrði ísland orðið eina land-
ið sem laust væri við þennan erf-
iða sjúkdóm," sagði Þorsteinn Að-
alsteinsson.
Samsöngur í Mývatnssveit
Mývatnssveit, 22. nóvember.
KARLAKÓRINN Heimir í Skaga
firói hélt samsöng í Skjólbrekku sl.
laugardagskvöld. Söngstjóri var Jiri
Hlavacek og undirleikari Stanislava
Hlavacekova.
Einsöngvarar voru Kristján
Jósepsson og Þorvaldur ó.
Óskarsson. Þá var tvísöngur: Pét-
ur Pétursson og Gísli Pétursson.
Ennfremur sungu þrísöng Pétur
Pétursson, Ingimar Ingimarsson
og Jón Gíslason. Söngnum var
mjög vel tekið og varð að endur-
taka mörg lög og syngja aukalög.
Á söngskránni voru sautján lög
eftir innlenda og erlenda höfunda.
Aðsókn á þennan ágætr ^ "'rf'*>«
hefði mátt vera betri. ,s Jan'
um hluthöfum, sem er m.a.
Vatnsleysustrandarhreppur. Við
biðum eftir þessum sömu hluthöf-
um í vor. Það er reyndar rétt, að
við höfum ekki selt nema um 5%
af því hlutafé, sem þarf til stofn-
unar stálversins, eða fengið inn
um 5 milljónir af eitt hundrað,"
sagði Jóhann.
Hann sagði að ýmislegt hefði
gerst, sem hann teldi að gerði
nauðsynlegt að ljúka aðalfund-
arstörfum hið fyrsta. „í hálft ann-
að ár hafa allar áætlanir verið
miðaðar við uppbyggingu fullkom-
ins og nýtískulegs stálvers," sagði
stjórnarformaðurinn. „Við miðum
við að framleiða steypustyrktar-
stál og létta prófíla, um 20 þúsund
tonn á ári. Slík verksmiðja, skv.
okkar skýrslum og útreikningum
erlendra aðila, er dýr, á að kosta
um 22 milljónir bandaríkjadala.
En hagkvæmnisútreikningar
sýna, að hún á að vera arðbær
miðað við meðalverð á stáli sl. tíu
ár. í haust var séð, að ekki væri
hægt að ná inn nauðsynlegu hluta-
fé. Ríkissjóður hefur ætlað að eiga
40% í stálverinu, og koma inn í
myndina eftir að við værum búnir
að safna 60%. Á fjárlögum er ekk-
ert fjármagn ætlað í þetta og ekki
heldur á lánsfjáráætlun. Þá var
ljóst, að annaðhvort yrðum við að
stoppa eða kanna aðra möguleika
á uppbyggingu verksmiðjunnar,
t.d. að lækka fjárfestinguna með
því að kaupa notaðan tækjakost.
Það er hægt en myndi þýða, að
verksmiðjan yrði ekki eins full-
komin og nýtískuleg og ráð var
fyrir gert. Þetta eru að sjálfsögðu
verulegar breytingar á uppruna-
legum áætlunum og m.a. þess
vegna knýr á að halda aðalfund og
gera hluthöfunum 800 grein fyrir
þessum breyttu viðhorfum."
Stjórnarformaðurinn sagði að
eftir að þessi nýju viðhorf hefðu
komið upp hefði samstarf í stjórn
félagsins ekki verið viðunandi og
„stjórnin að vissu leyti óstarfhæf,
enda vinnur meirihluti hennar
utan funda. Stjórnin er umboðs-
laus miðað við lög þessa lands og
samþykkt framhaldsaðalfundar 7.
júlí, þar sem stjórninni var falið
að sitja til hausts," sagði Jóhann.
„Meirihluti stjórnarinnar er eins-
konar sjálfskipuð verkefnisstjórn
og hefur á þann hátt tekið að sér
hlutverk stjórnar félagsins. Við
það er ekki hægt að una og því hef
ég óskað eftir því við ráðuneytið
að það hlutist til um að fram-
haldsaðalfundur verði haldinn og
störfum hans verði lokið.“
Fimm menn skipa stjóm Stálfé-
lagsins hf. Jóhann Jakobsson er
formaður og Markús Sveinsson í
Héðni varaformaður, en þeir tveir
hafa óskað eftir að framhaldsað-
alfundur verði haldinn hið fyrsta.
Meirihluta stjórnarinnar skipa
þeir Sveinn Sæmundsson í blikk-
smiðjunni Vogi (ritari), Leifur
^lannesson í Miðfelli (gjaldkeri)
og Jón Magnússon hjá Rönning
(meðstjórnandi).
Erlingur Davíösson
Hildur og
ævintýrin
hennar
Erlingur Davíðsson, rithöfundur,
sem er löngu þjóökunnur fyrir bækur
sínar, hefur nú sent frá sér sína fyrstu
barnabók, söguna um Hildi og ævin-
týri hennar.
Sagan fjallar um Hildi litlu, sem
er fimm ára og fer í skoðunarferð
með afa sinum út í náttúruna. Hún
spyr og spyr eins og barna er hátt-
ur. Hvað heita blómin? Hvað heita
fuglarnir? o.s.frv. og afi leysir úr
öllum spurningunum. Bókinni er
ætlað að vekja börn til umhugsunar
um fegurð umhverfisins og hið
frjálsa líf dýranna úti í náttúrunni.
Hildur og ævintýrin hennar er 56
bls., káputeikningu og myndir gerði
Kristinn G. Jóhannsson og prentun
annaðist Prentsmiðja Björns Jóns-
KVÚLDSÝNING
“ 323
“"“626
j&3£>
Wa*,tóVdíese\
fimmtudag
Opið til 10 í kvöld
^^ilegt uxvav
ábVT9ð 09
annats. EKinn
ftOO
-83 l0-8°°
G0rð-rr,2dVtaHT * .«2 34.000
?\41000
62620a00°2ndVtattT >81
•S2XZ? X
vatnarabV1^
VetiðvelUo«un;
42-000
19.000
29.000
25.000
27.000
31.000
, 45.000
Mest fyrir peningana!
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23 sími 812 99