Morgunblaðið - 24.11.1983, Síða 38

Morgunblaðið - 24.11.1983, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Lítil athuga- semd að vestan — eftir séra Torfa Stefánsson Sunnudaginn 30. október síð- astliðinn birtist í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins athugasemd við grein séra Jakobs Hjálmars- sonar, sóknarprests á ísafirði, frá 26. október síðastliðnum. Grein séra Jakobs var rituð vegna meðhöndlunar Morgun- blaðsins á ályktun Prestafélags Vestfjarða um friðarmál frá því í haust. Höfundur Reykjavíkurbréfs reynir að réttlæta þá ákvörðun blaðsins að birta ekki ályktunina í heild sinni. I því skyni slítur hann grein séra Jakobs úr samhengi og snýr útúr henni til þess að fá fram þá niðurstöðu sína, að prestar á Vestfjörðum ætlist til einhverrar „sérmeðferðar" á ályktun sinni. Þetta er vitaskuld alrangt. Varla getur það talist sérmeðferð að fá fréttatilkynningar frá sæmilega ábyrgum aðiljum birtar í Morgun- blaðinu. Ályktun Prestafélags Vestfjarða var send blaðinu í þeirri góðu trú, að um hana giltu sömu reglur og um annað aðsent fréttaefni. Að því leyti óska prest- ar á Vestfjörðum einungis eftir að njóta sömu þjónustu og aðrir. Höfundur Reykjavíkurbréfs heldur því fram, að með því að mótmæla fyrirhugaðri uppsetn- ingu ratsjárstöðvar hér á Vest- fjörðum, „blandi Prestafélag Vest- fjarða sér í mesta pólitíska hita- mál á íslandi t þrjá áratugi" og hann varar við afleiðingum þess á starfsskilyrði okkar heima í hér- aði. Með orðum sínum „mesta pólitíska hitamál á íslandi" skírskotar hann væntanlega til deilunnar um veru bandaríska hersins hér á landi og þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu. Því er til að svara, að til þessara deilumála tökum við enga afstöðu I ályktun okkar. Við mótmælum aðeins auknum hernaðarumsvif- um. Við vísum því þessum að- dróttunum til föðurhúsanna. Alyktun okkar er ekki byggð á því flokkspólitíska karpi sem hér hef- ur viðgengist, heldur er hún byggð á og í fyilsta samræmi við áskorun Heimsþings kirkjunnar í Uppsöl- um frá því í vor. Þar eru kirkju- deildir þær sem stóðu að þessu þingi, þar á meðal íslenska kirkj- an, hvattar til þess að gefa frið- „Varla getur það talist sérmeðferð að fá frétta- tilkynningar frá sæmi- lega ábyrgum aðiljum birtar í Morgunblaðinu. Ályktun Prestafélags Vestfjarða var send blaðinu í þeirri góðu trú, að um hana giltu sömu reglur og um annað að- sent fréttaefni. Að því leyti óska prestar á Vestfjörðum einungis eftir að njóta sömu þjónustu og aðrir.“ armálum allan forgang. Mótmæli okkar byggjast á eftirfarandi ályktun Heimsþingsins: „Útgjöld- um vegna hernaðar og tækni verði beint að friðsamlegri framleiðslu og þá sérstaklega vegna þarfa fá- tæks fólks í heiminum." Okkur eru gefnar frjálsar hendur til þess að mótmæla hverskyns útgjöldum til hernaðar. En það gerum við ekki í ályktun okkar. Við mótmælum einungis hugmyndum um nýja út- gjaldaliði. Öll umræða um veru „Varnar- liðsins" og þátttöku okkar í NATO er svo tengd flokkspólitískum deilumálum, að við töldum það ekki viðeigandi að svo komnu máli að blanda okkur inn í þá umræðu, einmitt vegna sóknarbarna okkar, sem höfundi Reykjavíkurbréfs er svo annt um. En á aðalfundi Prestafélagsins hér vestra kom einnig í ljós vilji manna til þess að hnekkja einokun vissra pólitískra flokka á umræðu um friðar- og varnarmál og notkun þeirra á þessum málaflokkum til hags- muna fyrir flokkinn. Við áskiljum okkur allan rétt til þess að koma inn I þær umræður og „hefja þær á æðra plan“. Til þess að vera trú köllun sinni hlýtur kirkjan að blanda sér í frið- arumræðuna og taka afstöðu til hennar. Henni ber að vinna að friði og sáttargjörð milli manna og milli þjóða. Því eru óskiijanleg skrif hins ónafngreinda höfundar Reykja- víkurbréfs um, að ályktun okkar geti skaðað möguleika okkar til að rækja það starf sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Vanga- veltur hans um það, hvaða áhrif afskipti okkar af friðarmálum hafi á skilyrði okkar til að sinna köllun okkar, boða kristna trú meðal landsmanna og hugsa um sálarheill sóknarbarna okkar, bera vott um rangt mat hans á hlutverki okkar prestanna sem kirkjunnar þjóna. Kirkjan getur ekki komist hjá afskiptum af stjórnmálum þrátt fyrir allan þann sársauka sem því fylgir. Það er óhjákvæmilegt, ef hún á að vera samkvæm boðskap síns Drottins. Kirkjan er tilbúin að taka af- leiðingum boðunar sinnar. Lúter sagði eitt sinn: „Kirkjan er andleg meðan hún gerir sér grein fyrir því að hún hlýtur að vera ofsótt. Hættulegasta freistingin sem að henni steðjar er að freistast til þess að vera ekki ofsótt og lifa í öryggi." Friðarbarátta okkar vestfirsku prestanna, sem og kirkjunnar allr- ar, er ekki af flokkspólitískum rót- um runnin, heldur af þeirri trú okkar, að „fremur beri að hlýða Guði en mönnum". Allur víg- búnaður veldur ómældri þjáningu. Meðan -fimm hundruð milljónir manna svelta er ekki forsvaran- legt að eyða stórfé í aukin hernað- arumsvif. Sérhver kristinn maður ber ábyrgð á hinum þjáða, sama hvers litar hann er, hverrar trúar eða pólitískrar skoðunar. Því er gerð sú krafa til sérhvers kristins manns, sem tekur trú sína alvar- lega, að efla uppeldi til friðar. Uppeldi til friðar verður ekki eflt með því að taka afstöðu með öðru stórveldinu í áróðursstríði þess gegn hinu. Uppeldi til friðar verður ekki eflt með því að ala stöðugt á tor- tryggni í garð annars aðiljans, „óvinarins". Uppeldi til friðar verður ekki eflt með því að tortryggja og gera þannig tortryggilega einstaklinga og hópa sem vinna friðarstörf, sem ekki eru í samræmi við „frið- arstefnu" Reagans. Ég skora á Morgunblaðið að birta ályktun Prestafélags Vest- fjarða frá því í haust í heild sinni. Ennfremur vonast ég til þess að skrif blaðsins í framtíðinni verði til þess að auka skilning hins stóra lesendahóps blaðsins á nauðsyn afvopnunar og efla áhuga á friði og sáttfýsi, bæði í samskiptum einstaklinga og þjóða, en ekki að ala á tortryggni í garð friðar- hreyfinga og gera lítið úr friðar- vilja þeirra. Með ósk um jákvæðar undir- tektir. Þingeyri við Dýrafjörð, 8. nóvember ’83. Torfi Stefánsson, sóknarprestur. Ályktun Prestafélags Vestfjarða á aðalfundi þess á ísafirði 7. septem- ber 1983. Áskoran til ríkis- stjórnarinnar Mikil umræða hefur farið fram meðal kirkjudeilda heimsins nú undanfarin ár um þá geigvænlegu ógn sem steðjar að mannkyni í liki kjarnorkusprengjunnar og annars vígbúnaðar. Samanlögð hermálaútgjöld nema nú um 600 milljörðum doll- ara á ári en samanlögð útgjöld á ári til þróunarmála eru 20 millj- arðar dollara. Kostnaður af 10 ára áætlun til þess að fullnægja frum- þörfum í mat og heilbrigðisþjón- ustu fyrir íbúa þriðja heimsins er minni en helmingur af eins árs hernaðarútgjöldum í heiminum. Prestastefna íslands árið 1982 var tileinkuð friðarmálum og var samin ályktun sem hvatti söfnuði landsins til að vinna að friðarmál- um. Henni var ætlað m.a. að vekja þjóðina til umhugsunar og meðvit- undar um málefni friðarins í ljósi fagnaðarerindis Jesú Krists. Fagnaðarerindið er friðarboð- skapur; boðskapur lífs og friðar, vonar og væntumþykju. Á þessum boðskap bera allir kristnir menn ábyrgð. Þessari ályktun verður að fylgja eftir af kirkjunnar hálfu. Orðin ein duga ekki, í stað orða verða að koma athafnir. Við vekjum at- hygli á því friðarstarfi sem fram hefur farið hér á landi að undan- förnu og lýsum stuðningi okkar við það. Kirkjuleiðtogar Norðurlanda boðuðu til Heimsþings kirkjunnar í Uppsölum í Svíþjóð nú í vor. Þar mættu kirkjuleiðtogar frá 60 lönd- um og sérfræðingar í afvopnun- armálum undir kjörorðunum Líf og friður. Heimsþingið fól í sér viðleitni til virkrar baráttu fyrir friði. f ályktun sem samþykkt var segir m.a.: „Mannkynið stendur frammi fyrir endanlegu vali milli lífs og dauða." „Á þessum algjöru tíma- mótum mannlegrar sögu er skorað á kristna menn að boða orðið og lifa samkvæmt því.“ „Yfirvofandi ógnun kjarnork- unnar krefst þess að kirkjudeild- imar gefi friðarmálum allan for- gang. Kirkjudeild sem sættir sig við hörmungar líðandi stundar, afneitar boði Drottins." Guð hefur sett okkur ráðsmenn yfir sköpunarverk sitt. Þess vegna getum við ekki horft hlutlaust á nokkuð það sem ógnar öllu lífi. Framleiðsla og notkun kjarnorku- vopna er ósamrímanleg kristnum sjónarmiðum. Afvopnun á að vera liður í nýskipan efnahagsmála í heiminum. Jörðin getur brauðfætt þrefaldan þann fjölda sem nú byggir hana. Við hvetjum alla þá sem láta friðarumræðuna sig einhverju varða til að kynna sér boðskap heimsþingsins og við tökum áskorun þess til kirkjudeilda alvarlega með því að taka undir boðskap þess og byggjum ályktun okkar á honum: Áskoran Aðalfundur Prestafélags Vest- fjarða skorar á ríkisstjórn íslands að stuðla að friði hérlendis og á alþjóðavettvangi með því að ...: 1. ... þrýsta á ráöstafanir til út- rýmingar á öllum kjarnorku- vopnum innan fimm ára. 2. ... stuðla að kjarnorkuvopna- lausum svæðum, m.a kjarn- orkuvopnalausum Norðurlönd- um, og friðlýsingu Norður-Atl- antshafsins. 3. ... hvetja til þess að útgjöldum vegna hernaðar og tækni verði beint að friðsamlegri fram- leiðslu og þá sérstaklega með þarfir fátæks fólks I heiminum í huga. Við mótmælum hugmyndum um aukin hernaðarumsvif hér á landi svo sem byggingu ratsjárstöðvar hér á Vestfjörðum. Að endingu viljum við taka und- ir eftirfarandi boðskap heims- þingsins: „Veraldarvaldið er, eins og við sjálf, háð dómi Guðs ... Guð dæmir núverandi skipulag heimsins, sem orsakar ómælda þjáningu og viðheldur henni, en eykur á öryggisleysið ... Þar sem auðæfum heimsins er varið til vígbúnaðar, deyja milljónir manna, ekki aðeins I hernaðar- átökum, heldur vegna þess að þeir fá ekki það sem þarf til að lifa. Við höfum ekki boðið vígbúnaðar- keppninni byrginn á virkan hátt, en hún elur á ótta og tortryggni. Ekki höfum við heldur spornað gegn þeim fáránleika, að þjóðir leitist við að skapa öryggi með herstyrk, en auka þannig öryggis- leysið og hindra sættir manna ... Kjarnorkuvopnabúnaður í varn- arskyni er beinlínis mannskemm- andi með því hann eykur ótta og hatur og gerir ráð fyrir átökum milli „óvinarins og okkar“. Flest okkar telja því að tilvist þessara vopna sé andstæð vilja Guðs. Hlýðni við þann vilja krefst af okkur öllum markviss átaks að út- rýma kjarnorkuvopnabúnaði inn- an ákveðins tíma. öryggi einnar þjóðar verður ekki tryggt með því að stofna öðrum í hættu eða með því að leita eftir hernaðarlegum yfirburðum. Aðeins sameiginlegt öryggi tryggir okkur öll.“ Séra Toríi Steíánsson er sóknar- prestur á Þingeyri rið Dýrafjörð. Viötöl og frá- sagnir Jóns Bjarnasonar BÖKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Ak- ureyri hefur gefið út bókina Fólk sem ekki má gleymast eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. Þetta er sjöunda bók Jóns og í henni eru viðtöl og frásagnir. Kaflarnir heita: Þáttur af Gunn- laugi Stefánssyni Vestari-Krók- um, Húsmóðir í hjólastól, Gunn- laugur Jóhann Sigurðsson, Dul- arfull fyrirbrigði á Grýtubakka, Mannbjörg á Gjögrum, Karlar á skrafstólum, Saga af heiðinni, Af Erlendi Erlendssyni, Allt er þegar þrennt er, Magnús Snæbjörnsson, Af Jóni G. Guðmann bónda á Skarði, Akureyri, Gísli Guðmann á Skarði, Spjallað við Stefán Nikó- demusson, Tildrög frásagnar og Saga Guðna Þorsteinssonar. I bókinni eru myndir og nafnaskrá. Jón Bjarnason Fólk sem ekki má gleymast er 211 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Aðalfundur sveitar- félaga á Vesturlandi Borgarnesi, 21. nóvember. AÐALFUNDUR Samtaka sveitar- félaga í Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Hótel Borgarnesi 25.—26. nóvember næstkomandi. 50—60 fulltrúar frá 39 sveitarfé- lögum á Vesturlandi sækja fund- inn. Aðalmál fundarins verða hús- hitunarmál, iðnaðarmál og fræðslumál að sögn fram- kvæmdastjóra samtakanna, Guðjóns Ingva Stefánssonar. í skýrslu húshitunarnefndar samtakanna, sem lögð verður fyrir fundinn, kemur fram að markvisst hefur verið unnið að skoðun á húsum á hinum köldu svæðum Vesturlands í orku- sparnaðarskyni og munu að sögn Guðjóns Ingva koma þar fram ýmsar athyglisverðar staðreyndir. Fyrir fundinn verða lögð drög að reglugerð fyrir Iðnþróunarsjóð Vestur- lands sem í undirbúnigni er að stofna og á fundinum munu starfa nefnd til að fjalla um samningsuppkast um fram- haldsskóla Vesturlands. Fundurinn verður settur klukkan 14 á föstudag og verður þá á dagskrá ávarp Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráð- herra, og fleiri gesta en síðan flytja formaður samtakanna, Hörður Pálsson, framkvæmda- stjóri, og formaður fræðsluráðs, skýrslur sínar svo og iðn- ráðgjafi. Einnig verða fluttar skýrslur iðnaðarnefndar og húshitunarnefndar, lagðir fram reikningar og fjárhagsáætlun. Á laugardag verður fjallað sér- staklega um iðnaðar- og orku- mál og mun Sverrir Hermanns- son, iðnaðarráðherra, þá ávarpa fundinn. Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarpar fundinn eftir hádegi á laugardag, síðan munu nefndir skila áliti og að lokum verða umræður og af- greiðsla mála. HBj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.