Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
Hvar er Vular-vatn?
Bókmenntir
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Kjartan Ólafsson:
Undraheimar Indíalanda,
Ferðaþættir frá Indlandi Gandhis
200 bls. Setberg.
Kjartan Ólafsson er sjálfsagt
meðal víðförlustu Islendinga.
Hann hefur m.a. ferðast víða um
Asíu og Suður-Ameríku auk
ferðalags um Ástralíu. Hann
hefur áður sent frá sér tvær
ferðabækur, „Sól í fullu suðri" og
„Eldóradó". Vöktu þær báðar
mikla athygli, einkum voru
menn hrifnir af stíl Kjartans.
Þessi nýja bók, „Undraheimar
Indíalanda", hefur að geyma
dagbókaskrif frá ferð höfundar
víða um Indland fyrir allmörg-
um árum. Það kemur þó hvergi
fram hvenær ferð þessi var farin
og þykir mér það skrýtið miðað
við nákvæmni frásagnarinnar að
öðru leyti: „Um kl. 7.15 komum
við til Gömlu Dehli“ (bls. 13). í
bókinni lýsir Kjartan því sem
fyrir augu hans ber víða á Ind-
landi, svo sem í Kasmír,
Bombay, Banares, Pondichéry og
á fleiri merkum stöðum. Enn-
Kjartan Ólafsson
fremur er bókin full af fróðleik
um sögu og siði Indverja. Er þar
oft um að ræða einkar áhuga-
verða hluti, en staðar- og mann-
lífslýsingar frá hinum ýmsu
stöðum vilja renna nokkuð sam-
an í huga ókunnugs lesanda.
Þannig er lýst ákaflega mörgum
hofum og myndastyttum, sem
allt er helgað hinum og þessum
persónum úr þjóðkvæðum Ind-
verja, Ramayana, eða aðskiljan-
legum goðverum hindúasiðar.
Kjartan gerir grein fyrir þess-
um fyrirmyndum í sérstökum
köflum og er það vel. Finnst mér
það helsti kostur bókarinnar hve
þar er samankominn mikill fróð-
leikur um menningu Indverja.
Sjálf ferðalýsingin þykir mér
ekki sérlega mikilfengleg. Hún
er lítt samhangandi, vegna stöð-
ugra fróðlegra innskota og ein-
hvern veginn fór þannig fyrir
mér við lesturinn að mér veittist
iðulega erfitt að greina á milli
einstakra lýsinga eftirá. AIls
staðar virðist eymdin óskapleg,
sóðaskapur mikill og betl nánast
þjóðarsiður. Er það reyndar ekki
undarlegt, þegar þess er gætt
hvílík fátækt er ríkjandi í þessu
stóra landi. Það sem er merki-
legast og óhugnanlegast við
þetta allt saman er sú staðreynd,
að allir þessir fátæklingar (með
nokkrum undantekningum þó)
eru af trúarlegum ástæðum sátt-
ir við hlutskipti sitt.
Stíll Kjartans vekur ekki
hrifningu mína. Hann er óneit-
anlega skrautlegur, enda kann
höfundurinn mikið af sérkenni-
legum orðum, sem ég hef mörg
hver ekki séð eða heyrt fyrr. Orð
eins og „kjávís", „búlkaralegur"
og „spókaraleg". Svona orða-
notkun hneigist ég til að kalla
glysgirni, fremur en fagran stíl.
Á hinn bóginn eru svipmyndir
þær sem Kjartan dregur upp í
fáeinum setningum oft afbragðs
skemmtilegar og greinilegt að
vandað er til skrifanna. Sem
dæmi má nefna eftirfarandi
staðarlýsingu frá gististað hans
í Kasmír. Takið eftir stuðlun-
inni:
„Gistihús þetta reyndist vistlegt
með skriðjurtum víða um veggi.
Úti í garði stóð stór hvít sólhlíf og
há og spengileg tré. Bak við hótelið
reis fell með kapellu á kolli. Hand-
an Dalvatns mátti greina mistruð
fjöll í fjarska." (bls. 99).
I bókinni eru margar
svart/hvítar ljósmyndir og
nokkrar skýringarteikningar og
er það vel við hæfi, þegar um svo
framandi staði er að ræða. Hins
vegar finnst mér sárlega vanta
kort af Indlandi, svo lesandi geti
betur gert sér grein fyrir því,
hvar Kjartan er staddur í þessu
viðfeðma landi, í það og það
skiptið. Þykir mér þetta landa-
bréfsleysi vera mikill ljóður á
annars mjög vel frágenginni
bók. Allt útlit hennar er til sóma
og fjarska lítið um prentvillur.
En hvar er Vular-vatn? Hvar
rennur Ganges?
„Undraheimar Indíalanda" er
sérkennileg ferðasaga, sögð með
svipmyndum og hugleiðingum
fremur en hefðbundinni frásögn.
Það sem gefur bókinni helst gildi
er hinn mikli fróðleikur sem í
henni er að finna um ýmsa þætti
indverskrar menningar og sögu,
svo sem hindúasið, búddatrú,
sagnir um dvöl Jesú í Indlandi,
Gandhi o.fl.
Bók af þessu tagi minnir mann
ósjálfrátt á aðrar ferðaminn-
ingar frá þessum slóðum, svo
sem frásagnir Jóns Indíafara frá
sautjándu öld og minningabæk-
ur Sveinbjarnar Egilssonar frá
þeirri tuttugustu. Frásögn
Kjartans á það sammerkt með
bókum Sveinbjarnar að hún er
full af kennslubókarlegum fróð-
leikskornum og útskýringum
fyrir ósiglda lesendur. En að
einu leyti er hún algerlega frá-
brugðin báðum þessum fyrir-
rennurum sínum. Við lestur
hennar kynnumst við höfundin-
um nánast ekki neitt. Jón og
Sveinbjörn urðu vinir manns
strax á fyrstu blaðsíðunum.
Kjartan tranar sér lítt fram í
frásögn sinni, ef til vill af ein-
skærri hógværð. En ég held þó
að bókin hefði orðið heilsteypt-
ari og skemmtilegri ef hann
hefði fremur verið ferðafélagi
lesandans, heldur en leiðsögu-
maður og fyrirlesari.
JOJOBiV
JOJOBX
r
j -Health
rí)aU
f
o
L.
\ \ \?
/
I WmiVITAMKE
KÆKATUÍ
^ÖaALCONCMTIOf^
^WyriAMIN E
WIT« vtTAMIN |
HENNA
TaCWMfNT
OOMDmONí"
**** irnwi|ll1»
HENNA
TWSTXrNT
SHAMPOOJ
* UKTK
SHAMPOO
*«MTH p tí
everk
^OABUTW
ÍM
Vale of Health er nýr flokkur náttúruefna, sem
Vale og Health Organic Products Company hefur þróað, og stuðlar að heilbrigði
húðar og hárs.
Hvíta matt-flaskan frá Vale of Health er full af gæðum ómengaðrar náttúru.
Leitið því í versluninni að hvítu flöskunni, sem á stendur „Vale of Health".
Vandaður litprentaður upplýsingabæklingur á íslensku liggur frammi
á öllum útsölustöðum.
Heildsölubirgðir:
Friðrik Björnsson heildv.
Sími 77311
Háskólasjóður:
Kort með verkum
Þorvaldar Skúlasonar
HÁSKÓLASJÓÐUR Háskóla fs-
lands hefur gefid út tvö kort eftir
verkum Þorvalds Skúlasonar í eigu
Listasafns Háskóla íslands.
Verkin eru: skip í höfn (1942,
olíulitir, 90 x 100) og stóðhestar
(1941, olíulitir, 107 x 160).
Megintilgangur Háskólasjóðs
samkvæmt skipulagsskrá er að
efla menningarstarfsemi innan
Háskólans.
Kortin eru gefin út í takmörk-
uðu upplagi.
Auk þess sem Háskólinn hyggst
með þessu efla Háskólasjóð hefur
hann þá ánægju að bjóða til kaups
kort með myndum eftir nafntog-
aðan listamann.
Kortin eru boðin til sölu stofn-
unum og fyrirtækjum og fást
einnig á aðalskrifstofu Háskólans
og í Norræna húsinu.
(KrétUtilkynning).
CRESCO HF. hefur opnað nýja verslun og sýningarsal á Laugavegi 53 í
Revkjavík.
I tilkynningu frá hinni nýju verslun, segir m.a. að á neðri hæð séu seldar
gjafavörur svo sem borðbúnaður, kristalsglös o.fl. og á efri hæð sé sýningar-
salur m.a. fyrir eftirprentanir. í sömu tilkynningu segir ennfremur: „Á næstu
vikum og mánuðum verða sýningar á verkum heimsþekktra listmálara og má
þar nefna höfunda eins og Cezanne og Pissarro.
Starfsmenn Cresco hf. eru nú fjórir en framkvæmdastjóri er Helga Sig-
þórsdóttir, viðskiptafræðingur."