Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
+
Sonur minn og bróöir okkar,
EINAR BJARNI JÚLÍUSSON,
Lækjargötu 1, Hafnarfirði,
lést i Landakotsspitala hinn 23. þ.m.
Guörún Einarsdóttir,
Sjöfn Júliusdóttír,
Dagrún Júlíusdóttir.
t
GUDBJÖRG GUDJÓNSDÓTTIR,
fyrrum kaupkona
fró fsafirói,
Reynimel 46,
lést aö Hrafnistu í Hafnarfiröi 22. nóvember.
Aöstandendur.
+
Móöir okkar, tengdamóðir og amma,
SUSIE BJARNADÓTTIR,
lést föstudaginn 11. nóvember. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey.
Ólafur H. Ólafsson, Sigríöur Ólafsdóttir,
Ásdís Kristjánsdóttir,
barnabörn.
Guðjón Kr. Þorgeirs-
son — Minning
Fæddur 13. nóvember 1905
Dáinn 13. nóvember 1905
Nú er Guðjón afi dáinn. Mig
langar í fáum orðum að þakka
hvað hann hefur alltaf verið góður
við mig. Þakka gönguferðirnar og
stundirnar sem við áttum saman
svo oft þegar við vorum ein heima.
Ég mun alltaf sakna hans, en
hugga mig við að nú er hann kom-
inn til Imbu ömmu, sem honum
þótti svo vænt um, og þá líður
honum vel.
Guð blessi minningu hans.
Ingibjörg Úlfarsdóttir
Mann setur hljóðan í hvert sinn
sem fréttir berast af fráfalli kunn-
ugra. Hvað þá þegar sá er kveður
þennan heim er manni náskyldur
og kærkominn. Hugurinn reikar
til baka, og minningar um liðna
tíð rifjast upp.
Jafnvel þótt Guðjón afi hafi ver-
ið kominn fast að áttræðu, og hafi
legið á sjúkrahúsi í nokkra daga,
kom það okkur í opna skjöldu að
hann yrði nú burt kallaður úr
þessum heimi. En þannig er lífið,
það tekur enda hvort sem okkur
+
Elskulegur faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
KRISTMANN GUDMUNDSSON,
rithöfundur,
veröur jarðsunginn föstudaginn 25. nóvember kl. 10.30 frá Hafnar-
fjaröarkirkju viö Strandgötu.
Randi Sellevold,
Vildís Krístmannsdóttir,
Hrefna Kristmannsdóttir,
Ninja Kristmannsdóttir Fine,
Ingilín Kristmannsdóttir,
Kaölín Kristmannsdóttir,
Warren Sellevold,
Árni Edvinsson,
Helgi Björnsson,
Philip Fine,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför móöur minnar,
MARGRÉTAR ANDRÉSDÓTTUR,
Grýtubakka 14,
fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 14.00.
Bílferö veröur frá Umferðarmiðstööinni kl. 11.15.
Sigríöur Árnadóttir.
+
Móðir mín og tengdamóöir,
ERLA H. GÍSLADÓTTIR,
verður jarösungin frá kirkju Óháða safnaöarins föstudaginn 25.
nóv. kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið og
kirkju Óháöa safnaðarins.
Magnea Guömundsdóttir,
Kjartan Ólafsson.
+
Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir,
HANS JÖRGEN ÓLAFSSON,
Austurvegi 8, Selfossi,
veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 26. nóvember
kl. 13.30.
Ólöf Guömundsdóttir,
börn og tengdabörn.
+
Útför eiginmanns míns,
SNORRA HALLDÓRTSONAR,
forstjóra,
Gunnarsbraut 42,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginri 25. nóv. kl. 15.15.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnasprtala Hringsins.
Inga B. Jóhannsdóttir.
+
Konan mín,
UNNUR MAGNÚSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. nóvember kl.
10.30.
Gunnar Guöjónsson.
+
Útför konunnar minnar, móöur og systur,
UNNAR HLÍFAR JÓNSDÓTTUR HILDIBERG,
Sólbergi viö Nesveg,
sem andaöist 17. nóvember fer fram frá Fossvogskirkju föstudag-
inn 25. nóvember kl. 13.30.
Kristján Jónsson,
Jón Hildiberg,
Kristján G. Hildiberg Jónsson.
+
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
SIGRÍDUR THORSTEINSSON,
Framnesveg 61,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. nóvember kl.
13.30. e.h.
Þorsteinn Thorsteinsson,
Hannes Þóröur Thorsteinsson,
Ragnar Thorsteinsson,
Krístjana Milla Thorsteinsson,
Ragnheiöur Thorsteinsson,
Guöbjörg Elín Þórarinsdóttír,
Elísabet Maack Thorsteinsson,
Alfreö Elíasson,
Sveinn Björnsson
og barnabörn.
+
Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
HERMANNS STEFÁNSSONAR,
fyrrv. menntaskólakennara,
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 13.30.
Þórhildur Steíngrímsdóttir,
Stefán Hermansson, Sigríöur Jónsdóttir,
Birgir Hermansson, Elva Ólafsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem vottuöu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, fóstur-
móöur, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU BJARGAR BALDVINSDÓTTUR,
Jón Krístjánsson,
Kristján M. Jónsson, Matthildur Magnúsdóttir,
Aöalheiöur Jónsdóttír, Eiríkur Guömundsson,
Jón B. Hauksson, Ulla Kromlund,
barnabörn og barnabarnabörn.
líkar betur eða verr og oft á tíðum
þegar síst varir.
Afi var fæddur 13. nóvember
1905 og kvaddi þennan heim því á
78. afmælisdegi sínum. Hann var
sonur hjónanna Þorgeirs Þor-
steinssonar, bónda í Suður-Fífl-
holtshjáleigu, Vestur-Landeyjum
og Pálfríðar Jónasdóttur. Hann
var elstur í hópi fjögurra systkina,
og ólst upp í foreldrahúsum uns
hann fór að sækja vertíðir til
Vestmannaeyja. Þar kynntist
hann Ingibjörgu Úlfarsdóttur frá
Fljótsdal í Fljótshlíð og þau giftu
sig árið 1928. Saman áttu þau tvö
börn, Guðlaugu Þórdísi og Úlfar,
en áður átti afi einn son, Agúst.
Amma og afi bjuggu í Vest-
mannaeyjum þar til árið 1948, en
þá flutti fjölskyldan búferlum til
Reykjavíkur.
Úm margra ára skeið bjuggu
þau að Sundlaugavegi 26 í mjög
góðu sambýli við dóttur sína og
tengdason, sem reyndust gömlu
hjónunum ákaflega vel, og þangað
var alltaf gaman að koma.
Afi vann ýmis störf þegar til
Reykjavíkur kom, eftir því sem
heilsan leyfði. Frá 1962 vann hann
við fyrirtæki sonar síns, Úlfars,
við ýmis störf og var honum góður
starfsmaður svo lengi sem kraftar
entust.
Árið 1969 lést Imba amma, og
var það afa þungbær missir og
saknaði hann hennar mjög alla tíð
síðan.
Afi var mikill trúmaður og sótti
guðsþjónustur í Hallgrímskirkju
ótrúlega marga sunnudaga. Þar
fann hann góðan félaga í guði sem
var honum mikils virði nú síðustu
árin.
Guðjón afi var á margan hátt
sérstakur maður, hann var hlé-
drægur og ekki mikið fyrir að hafa
sig í frammi, en kom skoðunum
sínum fram á sinn hátt. Hann var
góður maður og réttsýnn, og stóð
ætíð með þeim er átti undir högg
að sækja. Mér er sérstaklega
minnisstætt að fyrir mörgum ár-
um var verið að bollaleggja á góðri
stund hvaða nám ég ætlaði að
taka mér fyrir hendur í framtíð-
inni og einhver sagði: „Þú skalt
læra lögfræði." Þá varð afa að
orði: „Það skaltu ekki gera, því þá
þarftu aldrei að dæma aðra.“
Fyrir nokkrum árum fékk hann
heilablóðfall, og átti eftir það
erfitt með mál og tjáningu. Þá var
fengin íbúð fyrir hann í sama húsi
og foreldrar mínir bjuggu í, enda
vildu þau hafa hann nálægt sér
eftir þetta. Þann tíma sem afi bjó
í nábýli við þau naut hann umönn-
unar móður minnar, sem hvergi
dró af sér við að gera honum lífið
létt, og tókust með þeim sérstakir
kærleikar og hann var henni
þakklátur á sinn hátt.
Fyrir ári höguðu aðstæður því
þannig til að hann þurfti að flytja
frá þeim og dvaldist á Hrafnistu
síðustu mánuðina.
Ég vil fyrir hönd eiginkonu
minnar, sona okkar og bræðra
minna þakka með þessum fátæk-
legu orðum samfylgdina í gegnum
árin.
Eftir lifir minningin um góðan
afa og langafa.
Logi Úlfarsson