Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 45

Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 45 Þorsteinn Magnús- son — Minning Að morgni 12. nóvember sl. barst sú frétt hingað til Eyja, að Þorsteinn Magnússon trésmíða- meistari væri látinn. Um nokkurra vikna skeið hafði Þorsteinn legið á sjúkrahúsi. Þeim, sem næstir honum stóðu, var ljóst, að til beggja átta gat brugðið með bata. Fyrir nokkrum misserum fékk Þorsteinn hjarta- sjúkdóm, sem leiddi til þess, að hann varð að gangast undir upp- skurð í London. Svo vel miðaði heilsu hans til betri vegar eftir aðgerðina, að hann gekk fljótlega að öllum daglegum störfum. En nú hafði maðurinn með ljáinn betur í glímunni við Þorstein. Þrátt fyrir hetjulega baráttu og mikla lífs- löngun varð það hlutskipti hans að falla í valinn af völdum þess sjúkdóms, sem öllum stendur ógn af ennþá. Þorsteinn fæddist í Vestmanna- eyjum 30. júní 1919. Foreldrar hans voru Magnús ísleifsson trésmiður og kona hans, Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir. Þorsteinn ólst upp á heimili for- eldra sinna, London, og var löng- um síðan kenndur við æskuheimili sitt. Ungur að árum hleypti Þor- steinn heimdraganum. Hann hélt til Reykjavíkur og lærði hús- gagnasmíði hjá Gamla kompaní- inu. Þar með var brautin lögð fyrir lífsstarf Þorsteins, því að á þessum vettvangi var allur starfsferill hans. Árið 1946 tóku sig saman nokkrir smiðir hér í Vestmannaeyjum og stofnuðu fyrirtæki, sem þeir nefndu Smið hf. Á fyrstu árum fyrirtækisins varð þeim ljóst, að til þess að fyrirtækið gæti vaxið og dafnað á þann veg, sem vonir þeirra stóðu til, þurftu þeir að fá í sinn hóp mann, sem hafði reynslu af störf- um í stóru trésmíðafyrirtæki. Þeir fengu augastað á Þorsteini, enda var hann rómaður sem snjall véla- maður í trésmíði. Það varð úr, að Þorsteinn réðst til starfa hjá fyrirtækinu og fluttist til Vest- mannaeyja með fjölskyldu sína kringum 1950. Jafnframt varð hann einn af hluthöfunum. Vegur fyrirtækisins fór jafnt og þétt vaxandi og um tveggja áratuga skeið tók það að sér mörg stór verkefni á sínu sviði hér í bæ. Var enda með ólíkindum hve eitt fyrir- tæki hafði marga afbragðs-smiði innan sinna vébanda. Hér í Vestmannaeyjum bjó Þorsteinn með fjölskyldu sinni fram á öndvert ár 1973. Þorsteinn og fjölskylda hans var hluti af þeim tolli, sem Vestmannaeyjar urðu að gjalda vegna jarðeldanna miklu. Þó að Þorsteinn ætti eftir Minning: Fæddur 2. júní 1962 Dáinn 14. nóvember 1983 Hann Sæmi er dáinn, í dag kveðjum við hann hinstu kveðju, hann hefir gengið sín síðustu spor hér á jörðu, spor sem okkur vinum hans gleymast ekki, yfir þeim er birta og heiðríkja. Hógværð, lítillæti, prúð- mennska kemur í hugann er við minnumst hans, þessa trausta og velgerða pilts. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera, einhvers staðar hefur vantað slíkan starfskraft, við trúum því. Hér er ekki ætlunin að rekja ætt- ir, æviferil né afrek, aðeins þakka og kveðja, þakka fyrir bjartar samverustundir, kveðja góðan dreng. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð, sorgin er þung, en að skila ærnu verki í heimabyggð sinni eftir þetta, varð ekki af bú- ferlaflutningum heim, enda hafði heimili hans orðið eyðileggingunni að bráð. Þorsteinn hófst fljótt handa við að koma sér upp heimili að nýju. Að þessu sinni byggði hann í Kópavogi, að Litlahjalla 7, þar sem hann bjó til dauðadags. Margvísleg þáttaskil urðu hjá einstaklingum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum í kjölfar eld- gossins 1973. Fyrirtæki Þorsteins og félaga hans hóf ekki rekstur að nýju. Þá hefst nýr þáttur í ævi- starfi Þorsteins. Hann gerist yfir- smiður við Sjúkrahús Vestmanna- eyja. Hann fékk til liðs við sig hluta sinna fyrri starfsfélaga og hóp annarra góðra handverks- manna. Húsnæði og vélakostur fyrirtækis hans var nýttur til verksins. Mikið lá við, gamla sjúkrahúsið ónothæft, og þess vegna varð að flýta eftir föngum því mikla verki, sem fyrir lá, að innrétta nýja sjúkrahúsið á skömmum tíma. Hér nutu sín til fulls þeir fágætu hæfileikar Þor- steins að hafa lausn á hverjum þeim vanda, sem upp kom. Það var aðdáunarvert að sjá hve verkinu miðaði vel. Ég tel, að á engan sé hallað, þótt sagt sé, að þar hafi hlutur Þorsteins verið stærstur. Sérstakur þáttur í þessu verki var samvinna Þorsteins og arkitekts hússins, Guðmundar Þ. Pálssonar. Þeir unnu sem einn hugur og ein hönd. Virtist mér sem Guðmundur hefði aldrei lagt verk í hendur nokkurs manns, sem hann treysti jafn vel og Þorsteini. Brátt leiddu samskipti þeirra til náinnar vin- áttu, sem hélzt æ siðan. Af öllum þeim verkum, sem Þorsteinn tók að sér, held ég að ekkert hafi verið honum jafn hugleikið og þetta. minningin bjarta mun lifa áfram meðal okkar. Vinur Þótt aldrei kæmi það fram á varir Þorsteins, þóttist ég finna stolt hans vegna framlags síns til bygg- ingarinnar. Þetta óskabarn hans dró hann að sér hverju sinni, sem hann heimsótti Eyjarnar. Hann var varla fyrr kominn á staðinn en hann birtist á sjúkrahúsinu. Og eins og af gömlum vana leituðu augun eftir einhverju, sem þyrfti að færa til betri vegar. Þegar byggingu sjúkrahússins var formlega lokið, var gerð úttekt á byggingunni. I minningunni stendur eitt upp úr frá þeim at- burði. Allir úttektarmennirnir lof- uðu óspart tréverk hússins. Við, sem störfum við sjúkrahús- ið, stöndum í mikilli þakkarskuld við Þorstein Magnússon fyrir það hús, sem hann byggði okkur. Vest- manneyingar eiga um ókomna tíð eftir að njóta þessara verka hans, því að verkið lofar meistarann. Þegar starfi Þorsteins við bygg- ingu Sjúkrahúss Vestmannaeyja og endurbyggingu gamla sjúkra- hússins í Ráðhús Vestmannaeyja- bæjar lauk, tók hann við forstöðu Smíðahúss Kópavogskaupstaðar, sem komið var á fót um þessar mundir. Þar starfaði hann meðan heilsa og kraftar entust. Þorsteinn var einstakur elju- maður. Honum féll helzt ekki verk úr hendi. Þótt hann hefði með höndum tímafrek störf, virtist hann alltaf hafa tíma til að rétta vinum sínum og vandamönnum hjálparhönd að loknu dagsverki, enda var hjálpsemi og greiðvikni mjög ríkur þáttur í eðli hans. Af þessu leiddi, að tími hans til að sinna heimilinu varð oft minni en skyldi. Það kom því meir en ella í hlut eiginkonu hans, Guðrúnar Gunnarsson, að hafa með höndum stjórn á stóru heimili. Þau eignuð- ust 5 börn og Þorsteinn gekk syni Guðrúnar, sem hún eignaðist áður en þau giftust, í föðurstað. Þor- steinn bar mjög fyrir brjósti vel- ferð barna sinna og áberandi var áhugi hans fyrir menntun þeirra. í nær aldarfjórðung stóðu kynni okkar Þorsteins. Ég fór ekki var- hluta af hjálpsemi Þorsteins. Gilti þar einu, hvort ég átti þar sjálfur hlut að máli eða þær stofnanir, sem ég hef starfað við. Við fráfall Þorsteins Magnús- sonar sækja margar minningar á hugann. Þakklæti er mér efst í huga fyrir langa vináttu, því að Þorsteinn var sannur vinur vina sinna. Fundum okkar bar síðast sam- an, þegar hann kom á heimaslóð í október sl. Þá leyndi sér ekki, að Þorsteinn gekk ekki heill til skóg- ar. Dvölin hér varð skemmri en hann hafði ætlað. Við komuna heim var hann þegar í stað lagður inn á sjúkrahús. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Ég og fjölskylda mín sendum Guðrúnu, börnunum og öðrum, sem eiga um sárt að binda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég veit, að margar hlýjar hugs- anir leita nú til þeirra frá fjöl- mörgum vinum í Vestmannaeyj- um. Megi tíminn, græðari sáranna, vinna fljótt og vel. Eyjólfur Pálsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sæmundur Jóns- son Fosshóli Hjónaminning: Valdimar Lúðvík Dagbjartsson og Sigríður Oddsdóttir Yaldimar Lúðvík Fæddur 7. nóvember 1899 Dáinn 8. desember 1979 Sigríöur Fædd 3. maí 1897 Dáin 16. nóvember 1983 Gott er góðra að minnast. Því viljum við skrifa hér nokkur orð í minningu afa okkar og ömmu. Sigríður amma var fædd að Brekku í Gufudalssveit, dóttir hjónanna Odds Magnússonar bónda og Þuríðar Guðmundsdótt- ur ljósmóður. En hún ólst upp að Stóra-Laugadal í Tálknafirði. Lúðvík afi fæddist að Gröf á Rauðasandi, sonur hjónanna Dagbjarts Einarssonar bónda og Sigurbjargar Ketilsdóttur. Afi og amma giftu sig þann 7. júlí 1930 og alla sína sambúð bjuggu þau í Reykjavík. Komu þau þremur börnum til manns. Tvö eldri átti amma frá fyrra hjóna- bandi, þau Leu og Hjörvar Krist- jánsbörn. En afi gekk þeim alveg í föðurstað. Saman áttu þau einn son, Vilhelm Heiðar. Við barnabörnin eigum allar okkar minningar um afa og ömmu frá Hringbraut 97. En þar bjuggu þau öll sín síðari ár. Minningarnar eru margar og dettur okkur ósjálfrátt í hug ýmislegt úr lífi þeirra. Þurrkuðu blómin hennar ömmu, sem hún notaði í fallegu blóma- myndirnar og stóra pálmann sem tók yfir hálfa stofuna. Pönnukök- urnar hans afa sem hann bakaði alla sunnudaga. Rjómaterturnar sem amma skreytti fyrir 1. maí- kaffið sem Betaníufélagið stóð fyrir. En þau voru bæði mjög virk innan Kristniboðsfélags karla og kvenna og voru t.d. með við að gróðursetja það fræ, sem varð að kristniboðinu í Konsó. Svarta stóra reiðhjólið hans afa sem hann hjólaði á um allan bæ, þar sem hann eignaðist aldrei bíl. Þjóðbúningana og kjólana sem amma saumaði á okkur stelpurnar og dúkkurnar. Strætómiðana sem afi gaf okkur alltaf er við komum í heimsókn, svo við kæmum nú ör- ugglega aftur. Öll málverkin hennar ömmu sem við vonumst til að varðveitist á heimilum afkom- enda þeirra. Fangið hans afa sem maður skreið upp í, ef vantaði samastað í stofunni. Og bíltúrana sem afi og amma fóru með okkur í, upp í Heiðmörk og til Þingvalla á sunnudögum. Já, margs er að minnast þegar langri ævi er lokið hjá tveimur at- hafnasömum manneskjum. Við þökkum afa og ömmu fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman og minningarnar sem tengjast þeim. Nú eru þau saman á ný og efumst við ekki um að þeim líði vel hjá Guði sem þau trúðu svo einlægt á. Barnabörn Lokað Húsamiöjan veröur lokuö frá hádegi föstudagsins 25. nóvember vegna útfarar SNORRA HALLDÓRSSON- AR, forstjóra. Lokað í dag vegna jaröarfarar GUÐJÓNS KRISTINS ÞORGEIRSSONAR. Happý-húsiö, Úlfar Guðjónsson hf. Lokað í dag fimmtudaginn 24. nóvember frá klukkan 1—4 vegna útfarar TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR skálds. Bókaútgáfan Helgafell.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.