Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 279. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Uganda: Forseti herráðsins lést í þyrluslysi Nairobi, Ki.vkjivík, 3. desember. AP. DAVID (>YITK -OJOK, forseti herráðs Ugandahers, lést í þyrluslysi í nótt ásamt átta öðrum mö'nnum. Oyite-Ojok var talinn annar valdamesti maður í Uganda. 1 yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sagði, að slysið hefði átt sér stað í gær, föstudag, og að einnig hefðu látist í slysinu fimm aðrir háttsett- ir menn í hernum og þrír óbreyttir borgarar. Ojok var 49 ára gamall og hátt- settur í hernum þegar Idi Amin tók völdin á sínum tíma. Hann var í útlegð í Tanzaníu á valdatíma Am- ins en var fyrir hersveit ugandískra útlaga og tanzanískra hermanna þegar Amin var hrakinn á burt. Ingi Þorsteinsson, ræðismaður íslands í Kenya, kynntist Ojok náið þegar hann var í útlegð í Tanzaníu og var honum og Ugandastjórn til ráðuneytis eftir að Obote og jafnað- armannaflokkur hans tóku við valdataumunum í Uganda. Ingi, sem er viðskiptafræðingur að mennt og tæknifræðingur hvað varðar vefnaðarvöruframleiðslu, Ingi Þorsteinsson, ræðismaður ís- lands í Kenya, ásamt David Oyite- Ojok, forseta herráos Uganda, sem lést í þyrlusly.si í fyrrinótt. Bréfasprengja til Heseltine Bréfasprengja ætluð David Hesel- tine varnarmálaráðherra Bretlands sprakk í höndum öryggisvarðar sem opnaði bréfið. Slasaðist hann talsvert, en pó ekki lífshættulega. Heseltine hefur fengið allmargar sprengjur af þessu tagi að undan- förnu og allar hafa þær verið eins gerðar. Er það skoski frelsisherinn sem sent hefur bréfin, en það er neð- anjarðarflokkur nokkur sem hefur helgað sig sjálfstæðisbaráttu Skot- lands. fór til Kenya í byrjun áttunda ára- tugarins til tveggja ára dvalar en hefur starfað þar síðan. Hann stýr- ir nú þeim málum í Kenya og nær starfssvið hans til markaðar, sem telur 60 milljónir manna. Ingi ber David Oyite-Ojok afar vel söguna, segir hann hafa verið mjög vel gefinn mann, sem hafi ekki átt sístan þátt í því, að lýðræð- islegir stjórnarhættir eru í heiðri hafðir í Uganda. Ingi Þorsteinsson tók þátt í því að fjármagna kosn- ingabarátti Obotes og var einn af höfundum stjórnarstefnunnar, sem hefur gert erlendum fyrirtækjum kleift að fjárfesta í landinu með góðum árangri fyrir land og þjóð. Segir Ingi, að mikill missir sé í Ojok fyrir Uganda auk þess sem hann eigi á bak að sjá góðum og einlæg- um vini. Jólaskraut á aðventu Ljósm. Friðþjófur. f dag er annar sunnudagur í aðventu og nú fer að styttast í jólin með birtu og yl. Þá mun henni hlýna þessari ungu stúlku, sem í gær var að selja jólaskraut í Austurstræti. Barist í Trípólí og spenna eykst í Beirút — Loftárásir ísraelsmanna á stöðvar Palestínumanna Beirút, 'l'rípólí, Sameinuðu þjóounum. 3. desember. AP. UPPREISNARMENN INNAN PLO og fylgismenn Yasser Arafats leiðtoga samtakanna skiptust á fallbyssu- og eldflaugaskothríð í Trípólí og nágrenni í fyrrinótt, fyrstu skænirnar þar í nokkra daga, og komu þær er sýnt þótti að dráttur virtist ætla að verða i því að Arafat yrði á brott frá Tripólí með lið sitt. Arafat hafði óskað eftir því að fá að ferðast undir fána Sameinuðu þjóðanna meðan brottflutningurinn sta-ði yfir, en „margs konar erfiðleikar" komu í veg fyrir það. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna ræddi fánamálið allan dag- inn í fyrradag og komst ekki að annarri niðurstöðu en að ræða málið nánar í gær, en niðurstöður þeirra umræðna lágu ekki fyrir. Erfiðleikarnir eru m.a. hvernig Sýrlendingar og Saudi-Arabar bregðist við notkun fánans, en þeir höfðu veg og vanda að vopna- hléinu. Þá velta menn því fyrir sér hvort bardagar sem kynnu að brjótast út kynnu að skoðast sem árásir á Sameinuðu þjóðirnar og einnig velta Sameinuðu þjóðirnar því fyrir sér hvort eigi sé rétt að þær sjái um brottflutning her- manna Arafats ef fáni þeirra verður notaður. Þannig mætti áfram telja. Kyrrt var að mestu í Beirút síð- ast er fréttist, en þó var spenna þar mikil þar eð fréttist að drúsar væru að vígbúast af kappi. Fyrir nokkru sagði Walid Jumblatt leið- togi drúsa að þeir væru tilbúnir til átaka 1. desember ef sýnt þætti að Amin Gemayel forseti íandsins væri að tefja fyrir kröfum þeirra í kjölfarið á þjóðarsáttarfundinum sem haldinn var í Sviss á dögun- um. Sagt er að hermenn drúsa séu orðnir óþolinmóðir og vilji grípa til vopna á ný. ísraelskar herþotur gerðu árás- ir á stöðvar Palestínumanna og vinstri manna á svæðum í mið- hluta Líbanon i gær. Sögðu hern- aðaryfirvöld í ísrael að árásirnar hefðu „heppnast fullkomlega". Voru f sraelar að hefna fyrir hand- sprengjuárás á ísraelskan her- flokk sem talið er að Palestínu- menn og vinstri menn hafi staðið fyrir í borginni Nabatyeh, svo og margar fleiri árásir af svipuðu tagi. í Nabatyeh féll einn ísra- elskur hermaður og fjórir særð- ust. Amin Gemayel forseti Líbanon hélt í gær frá Washington þar sem hann átti viðræður við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og George Shultz utanríkisráðherra. Þóttu viðræðurnar gagnlegar, en óvíst er um stöðu mála í kjölfar þeirra. Fádæma fantar óena smábörnum í Lundúnum Lundúnir, 3. deaember. AP. NÝ TEGUND rána á götum úti í Lundúnum hefur vakið ugg og skelf- ingu í brjóstum borgarbúa. Eru á ferðinni ófyrirleitnir fantar sem draga afsíðis mæður með korna- börn, hóta misþyrmingu á börnunum afbendi mæðurnar ekki eigur sínar. Nýjasta ránið af þessu tagi þótti hið ógeðfelldasta af mörgum sið- ustu vikurnar. Tveir ungir menn, um hálfþrítugt, undu sér að 19 ára gamalli stúlku sem var á gangi með 15 mánaða gamlan son sinn í barnavagni. Stóð annar mann- anna álengdar meðan hinn tókst á við móðurina. Veitti hún viðnám og sparkaði í fót árásarmannsins. En hann náði af henni handtösk- unni sem í voru 40 pund í pening- um. Kastaði hann töskunni til vin- ar síns sem beið rólegur og reykti sígarettu. Er hann hafði tekið við töskunni, laut hann að barninu og drap í sígarettunni á andliti barnsins, en síðan hlupu báðir burt sem fætur toguðu. Þremur dögum áður réðust þrír skúrkar að ungri móður og hrifs- uðu af henni 20 mánaða gamalt barn hennar. Einn þeirra hélt í fætur barnsins og veitti því ljótan skurð með hnífi. Hótaði hann verri sárum afhenti móðirin ekki aura sína sem hún gerði, 33 pund. Minna höfðu tveir fantar aðrir upp úr krafsinu í Brixton. Tóku þeir smábarn af 12 ára gamalli barnapíu, börðu það og mis- þyrmdu uns stúlkan afhenti þeim alla þá peninga sem hún bar á sér: 8 pens. Almenn hneykslan er á at- burðum þessum og lögregluforingi sem rannsakaö hefur flest málin sagði í blaðaviðtali: „Ég á bágt með að skilja hvers konar villidýr við erum að fást við í þessum mál- um." Nýstárleg niðursuðu- dós kynnt Brttnsel, 2. deaember. AP. SÉRSTÆÐ niðursuðudós er á meoal 300 nýjunga, sem kynntar eru á árlegri sýningu uppfinn- ingamanna í Belgíu um þessar mundir. Þótt margar nýjunganna þyki athyglisverðar er niðursuðu- dósin talin líklegust til þess að njóta almennrar hylli, ekki síst vegna ótvíræos notagildis henn- ar. f raun er um tvær dósir að ræða, aðra inni í hinni. f tóm- inu á milli þeirra er sérstakt efni, sem hitnar í 60 gráður á 7 mínútum eftir að lítið gat hef- ur verið gert á ytri dó.sina. Að sögn uppfinningamanns- ins fór hann að vinna að þess- ari hugmynd sinni eftir að hann varð vitni að skógareldi, sem kviknaði út frá litlum varðeldi. Það tók uppfinninga- manninn fimm ár að þróa hugmyndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.