Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 29 tveir ungir embaettismenn í Reykjavík urðu foringjar í þeim stjórnmálaflokki sem byggði þingvald sitt á ranglátri kjör- dæmaskipan. Báðir unnu þeir frækna sigra í kjördæmum sín- um, Eysteinn í S-Múlasýslu og Hermann í Strandasýslu. Jónas frá Hriflu sem leiddi þá til áhrifa sat aldrei í ríkisstjórn með þeim en var formaður Framsóknar- flokksins frá 1934 til 1944 þegar Hermann tók við og síðan Ey- steinn af honum frá 1962—1968. Eysteinn segir frá því að Gísli Guðmundsson, alþingismaður, og Þórarinn Þórarinsson, sem enn er ritstjóri Tímans, hafi alla tíð ver- ið „nánustu samstarfsmenn okk- ar Hermanns í pólitíkinni, og æv- inlega kvaddir til samráðs þegar vanda bar að höndum sem ósjald- an gerðist á langri leið.“ Stjórnin sem Hermann Jónas- son myndaði var dæmigerð vinstri stjórn að því leyti að stefna hennar mótaðist af því að ríkisforsjáin væri best þar sem henni mætti á annað borð koma við. Upp úr sauð þó milli Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks þegar hinn síðarnefndi vildi 1937 ganga að Kveldúlfi, útgerðarfyr- irtæki Ólafs Thors og bræðra hans. Töldu framsóknarmenn með Eystein í fararbroddi að þar væri of langt gengið í ríkisafskiptum. Vilhjálmur Hjálmarsson birtir á einum stað þessar setningar ská- letraðar þegar hann lýsir fjár- málastjórn Eysteins í fyrsta ráðuneyti Hermanns: „Hér virð- ist vera gengið hreint til verks að því leyti að tekjur og gjöld skuli standast á. Samþykkt eru fram- faramál, sem kosta peninga — og tekjuöflun á móti.“ í þessari reglu felst einfaldlega, að stjórn- málamennirnir eigi að ákveða hvað fólkinu er fyrir bestu og síð- an á fólkið að borga brúsann. Þannig var stjórnað í þá daga og telja sumir, einkum framsóknar- menn, að landinu hafi aldrei ver- ið betur stjórnað. Það er umhugs- unarvert hve mörg af þeim ríkis- fyrirtækjum sem stofnuð voru á þessum erfiðu árum eru enn starfandi, þótt aðstæður allar hafi gjörbreyst. Töluvert er af því í bókinni að vísað sé til annarra rita og les- andanum bent á að þar sé að finna sjónarmið sem honum kynni að þykja forvitnileg. Þessi háttur á söguritun ber þess merki að hún sé stunduð til að koma ákveðnum sjónarmiðum, boðskap á framfæri. Raunar er ekki við því að búast að tveir gamlir bar- áttufélagar, eins og þeir Eysteinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálmars- son eru, setjist niður á efri árum og líti yfir farinn veg og komist að þeirri niðurstöðu að kannski kynnu andstæðingarnir að hafa haft rétt fyrir sér í veigamiklu máli eins og til dæmis „eiðrofs- málinu" svo að dæmi sé nefnt. Stundum gætir beinlínis kulda í garð annarra flokka svo sem þeg- ar rætt er um nasista og Sjálf- stæðisflokkinn. Ætti þó að vera orðið tímabært að leggja þær dylgjur til hliðar með hliðsjón af sögulegri þróun og öllum stað- reyndum. Forfeðrum Eysteins er lýst nokkuð, kosningaferðalögum, heimilishögum og dregin upp mynd af annasömum starfsdegi en samstarfsmennirnir eru tæp- lega annað en nöfn og skoðanir, persónulýsingar vantar. Bókin er skreytt mörgum skemmtilegum myndum. Vönduð mannanafna- og örnefnaskrá fylgir og frágang- ur allur er til fyrirmyndar. Bók- inni sem er 358 blaðsíður lýkur 1942. í henni er lýst upphafsárum stjórnmálamanns sem ekki má vamm sitt vita í opinberum störf- um, náði ungur undirtökunum í flokki sínum og hafði áhrif á stjórn og stefnu þjóðarinnar í að minnsta kosti hálfa öld. Hjalti Bjarnason legan áhuga á myndlist í teiknitím- um hjá Guðmundi Guðmundssyni (ERRÓ) fyrir margt löngu. Framlag hennar eru tvær bækur fyrir börn á svipuðum aldri svo og eitthvað eldri. Auðséð er á teikn- ingum hennar, að hér er menntuð listakona á ferð er leggur sig mjög fram við að lifa sig inn í hugarheim barna. Þykir mér henni takast það vel því að yfir myndunum er sann- verðugur og kíminn blær. Þetta eru allt vel hannaöar bæk- ur í hæfilegri stærð fyrir litlu lóf- ana og ættu að gleðja yngstu les- endurna en fyrir þá er allt of lítið gert og verður aldrei of mikið gert — það er af og frá því að þeirra er framtíðin. Maður þakkar fyrir gott framtak mæðginanna og Fjölva-útgáfunnar og vonar að gangurinn verði sá, að áframhald þyki ómaksins vert. Hjalti Bjarnason TAK °g draugurinn Vegna Ingunnar Eydal Bragi Ásgeirsson Listakonan Ingunn Eydal hef- ur skilað því til mín, að hún noti ekki myndvörpu, svo sem ég áleit, er ég skrifaði listrýni mína, er birtist i blaðinu sl. þriðjudag. Þykir mér rétt og skylt að leiðrétta það hér með og efa ekki, að hún segi rétt, svo vel sem ég þekki heilindi hennar og vandaða manngerð. Hitt er annað mál, að mynd- irnar hafa yfir sér svip mynd- vörputækninnar, enda hafa fleiri en ég haldið því fram opinberlega svo og í orðræðum manna á milli. Ekki veit ég, hvernig þetta er til komið eða hvaða tækni hún notar, en mér er vel ljós munurinn á staðlaðri myndvörpuvinnu og umbúða- lausum lífrænum vinnubrögð- um. Til að forðast miskilning má það og koma fram, að ég er eins langt frá því að vera á móti myndvörpum sem slíkum svo og öðrum tilfallandi hjálpartækj- um og mögulegt er, — svo lengi sem þau eru notuð sem nauð- synlegt meðal en ekki takmark í sjálfu sér til léttfengins árang- urs. Listamenn mega aldrei verða að þrælum tækninnar, því að það er andstæða skapandi kennda, sem eru grundvöllur allrar mikillar listar. Listakonuna Ingunni Eydal bið ég að sjálfsögðu velvirðingar á mistökum mínum og óska henni allra heilla í framtíðinni. Hans Hammarskiöld I anddyri Norræna hússins hefur að undanförnu staðið yf- ir lítil en mjög áhrifamikil sýning á ljósmyndum frá Got- landi eftir þekktan sænskan ljósmyndara, Hans Hammar- skiöld að nafni. Hammarskiöld er menntað- ur ljósmyndari og hefur einnig um stund numið kvikmyndun, en lagði það fljótlega af til hags fyrir rannsóknir á sviði ljósmyndunarinnar. Hann hef- ur unnið á ýmsum ljósmynda- stofum heima og erlendis og m.a. tekið myndir fyrir tízku- blaðið Vogue, sem hefur aðset- ur í Lundúnum. Listamaður- inn hefur víða sýnt myndir sínar og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Það skilur maður vel, er maður skoðar myndir hans sem opinbera næmt auga fyrir sérstæðum myndefnum, og allar eru myndir hans mjög vel unnar. Hreinar og tærar í formi og gersamlega lausar við alla sýndarmennsku. Gerandinn virðist öðru fremur vera mað- ur, er leitar og finnur sérstæð- ar stemmningar í náttúrunni, sem ríma við samsvarandi stemmningar í honum sjálfum. Ég held, að heilmikið af skap- gerð hans komi fram í mynd- unum, svo einlægar sem þær eru og vandvirknislega unnar. Eiginlega er erfitt að gera upp á milli þeira, því að þær eru mjög jafngóðar og um leið fjöl- breyttar um myndefni. Þó koma upp í huga mér, er ég rita þetta, stemmningaríkar myndir svo sem „Fölrauða húsið í Harnra" (2), „Kirkjan og kastalinn í Sundre" (12), „Sandkoli" (14), „Við hús á Faludden“ (20), og „Gotlenzk afbrigði af sjávarbláma" (23). Allt eru þetta sterkar myndir, lit- og formfagrar, og sand- kolamyndin sýnir ljóslega, að maðurinn er jafnvígur í svart-hvítum myndum sem litmyndum. Þá er hann fjöl- hæfur og hefur skrifað og myndskreytt bækur, samið kennslubók í ljósmyndun, gert bækur fyrir börn og gert „ljósmyndaleiki" (bildspel). Hér er því á ferð góður full- trúi sænskrar menningar og ljósmyndari af hárri gráðu. Sýningin er til mikillar prýði í anddyrinu og til sóma fyrir Norræna húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.