Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
5
Faye Dunaway og James Farentino (
hlutverkum sínum sem Evita og
Juan Peron.
Sjónvarp kl. 21.55:
Evita
Peron
í kvöld verður sýndur fyrri hluti
sjónvarpsmyndarinar „Evita Per-
on“.
Evita er leikin af Fay Dunaway.
Maður hennar, Juan Peron, er
leikinn af James Farentino. Mynd-
in er í heild um fjögurra tíma löng
og verður síðari hluti hennar
sýndur 11. desember. Leikstjóri er
Marvin Chomsky, en hann leik-
stýrði m.a. myndinni „Holocaust",
sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir
nokkru.
Evita fæddist 17. maí árið 1919.
Hún var yngst fimm systkina og
ólst upp í töluverðri fátækt. Skírn-
arnafn hennar var Maria Eva Du-
arte. Hún átti sér þann draum að
verða leikkona, sem hún og varð.
Hún lék aðalhlutverk í nokkrum
kvikmyndum snemma á fimmta
áratugnum, en hætti starfi sínu
sem leikkona er hún giftist Peron.
Eva Peron var áhrifamikil inn-
an argentínsku stjórnarinnar (
forsetatíð eiginmanns síns. Hún
var þekkt og vinsæl meðal fá-
tækra Argentínubúa, sem hún oft
á tíðum færði gjafir og vann ým-
iskonar góðgerðarstörf fyrir.
Evita barðist harðri baráttu við
krabbamein sem hún þjáðist af í
fjögur ár og dró hana að lokum til
dauða er hún var aðeins 33 ára að
aldri. Juan Peron lést árið 1974 og
hvílir nú við hlið konu sinnar.
Gcimvera kemur ( þáttinn og
veldur fjaðrafoki.
Sjónvarp kl. 18:
Stundin okkar
„í Stundinni okkar í dag sýnir
Sigurður R. Traustason okkur
hvernig á að búa til aðventu-
krans, en Hrólfur Kjartansson
sýnir brögð og brellur, sem beita
má um áramót eða á þrettándan-
um,“ sagði Ása H. Ragnarsdótt-
ir, sem ásamt Þorsteini Marels-
syni er umsjónarmaður „Stund-
arinnar".
„Kínversku listamennirnir
leika sér fimlega með stóla, og
teiknimyndirnar „Smjattpatt-
ar“ og „Mytto og haustið"
verða sýndar. Gústi api er
kominn i jólaskap og byrjaður
að búa til jólaföndur. Loks ger-
ir dularfull vera utan úr
geimnum usla i þættinum og
truflar bæði tæki og starfslið."
ÆFINQ4STOÐIN
ENGIHJALLA 8 * ^46900
Jólaíill
Samvinnuferöir-Landsyn efnir til samkeppni.
um nafn á „sumar“húsin í Hollandi
■y
tt
í des°mbermánuði bjóðum
við mánaðarkortið
fyrir aðeins kr.
750
í kjölfar mikilla vinsælda og vel heppnaðra ferða í „sumar“húsin í Hollandi sl.
sumar.hefur Samvinnuferðir-Landsýn nú gert nýjan og einstaklega hagstæðan
samning um Hollandsferðir sumarið 1984. Áfram verður boðið upp á vikulegar
ferðir til Eemhof og nú bætist hinn stórglæsilegi gististaður Kempervennen við,
en þangað verður einnig flogið í hverri viku. I krafti mun stærri samnings en fyrr,
er Samvinnuferðum-Landsýn unnt að bjóða ferðimar til Hollands 1984 á
óbreyttu verði frá sl. sumri, og er salan nú þegar komin I fullan gang.
Frábær afþreyinaar-
og íþróttaaðstaoa
Tennis og minigolf.
Bowling.
Reiðhjólaleiga,
hjólreiðabrautir.
Sjóskiði. sjóbretti o.fl. þ.h.
Diskótek.
Göngusvæð'.
Iþróttavellir
- opin útivistarsvæði.
Leiktækjasalur.
* Veðursæld og
fallegt umhverfi
★ Einstök veðurbliða (yfir 20
stiga hiti og sól upp á nær
hvem dag allt sl. sumar).
♦ Fjölskrúðugt dýralif.
★ Kyrrlátt umhverfi.
* Fjölbreyttur gróöur.
* Víðáttumikil sólbaðsaðstaða.
* Gisting í algjörum
sérflokki
♦ Yfir 70 m? smáhýsi og 30 m2
ibúðir með glæsilegum
innréttingum.
★ Arinn í vistlegri stofu, vel
búinni öllum húsgögnum.
*- Litasjónvarp með fjölda sjón-
varpsstöðva auk eigin videó-
kerfa Eemhof- og Kemper-
vennensvæðanna.
★ Rúmgott eldhús með öllum
nauðsynlegum eldunaráhöld-
um og borðbúnaði.
* 3 svefnherbergi I öllum
húsum.
Samkeppni
Og nú efnum við til samkeppni um verðugt nafn á „sumar"húsin í Hollandi, -
eitt orð, sem ekki einungis nær yfir glæsileg hús og góða gistingu, heldur einnig
alla þá fjölbreyttu þjónustu og aðstöðu, sem boðið er uþp á í miðbæ
„sumar'húsajáorpanna.
Sú staðreynd, að þessi fjölskylduþaradís er í fullri notkun allt árið um kring gerir
„sumarhúsanafnið síðan enn frekar ófullnægjandi. Þess vegna fá nú alllr
tækifæri til þess að finna „rétta" orðið og freista þess að vinna til veglegra
fjölskylduverðlauna næsta sumar.
* Fullkomin þjónusta
* Gestamóttaka og uþplýsinga-
miðstöð opin frá morgni til
kvölds.
■* Fjöldi veitingastaða
og verslana.
* Pósthús, banki og önnur
þjónusta
* Barnagæsla og leikskóli.
* Aðstoð og fyrirgreiðsla
islenskra fararstjóra, hvenær
sem á þarf að halda.
* Fjölbreyttar skoðunar- og
skemmtiferðir með islenskri
fararstjórn.
* „Hitabeltis“- sundlaug
með öllu tilheyrandi
★ Inni- og útisundlaug.
* Rennibrautir i innilauginni.
★ öldugangur og fjör á hálftíma
fresti.
* Sauna og tyrkneskt bað.
★ Háfjallasól, Ijós og
„sólarfallbyssa".
* Heitir þottar, nuddþottar
★ Barnasundlaug.
★ Sundlaugarbar.
* Hvíldaraðstaða.
Skilafrestur
1 Tillögum þarf að skila fyrir 10. janúar 1984 og má hver þátttakandi senda allt
að 5 tillögur. Þeim skal skilað i umslagi merktu „Orð“ til Samvinnuferða-
Landsýnar, Austurstræti 12, 101 Reykjavík ásamt nafni, heimilisfangi og
símanúmeri sendanda.
2. Dómnefnd skipuð þeim Eysteini Helgasyni, frkvstj. Samvinnuferða-Landsýnar,
Gunnari Steini Pálssyni, frkvstj. Auglýsingaþjónustunnar, og Guðna Kolbeinssyni,
islenskufræðingi.mun fjalla um tillögurnar sem berast.
3. Berist fleiri en ein tillaga um það nafn, sem verðlaunin hlýtur, verður dregið
um verðlaunahafann. Dómnefnd áskilur sér einnig rétt til að hafna öllum
tillögunum.
4. Urslit samkepþninnar verða kynnt i lok janúar. *
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRIETI 12 - SÍMAR 27077 t 28899
Notid þetta einstæða
tækifæri og slappiö af í einni
fullkomnustu æfingastöð landsins.
ivnpuo
yfir þetta att saman
7