Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
Vír í Bláfjalla-
lyftu kominn
NÝR VÍR í stólalvftuna í Bláfjöllum,
í stad þess sem slitnaði, er að koma
til landsins fyrir eða um helgina.
Verður hægt að fá hann í land eftir
helgi. Strax og hann er kominn í
hendur starfsmönnum Bláfjalla-
nefndar, mun koma til landsins
maður frá framleiðanda lyftunnar,
Dobblemayer, og tengja vírinn á
staðnum. En síðan þarf annar sér-
fræðingur frá þeim að koma og taka
út lyftuna. Hefur framleiöandi
brugðist mjög fljótt við um útvegun
á nýjum vír, því tveggja mánaða af-
greiðslufrestur er á slíkum vírum hið
minnsta. Kemst nýja lyftan því
væntanlega í gagnið hið fyrsta.
ítarleg rannsókn fer nú fram á
gamla vírnum við háskólann í
Zurich í Sviss og tekur nokkurn
tíma, en þar er sérfræðingadeild
til prófunar í slíkum málum.
Bæjarfógetaembættið á Ólafsfirði:
Vikið úr starfi
Þuríður Pálsdóttir heiðruð
fyrir 30 ára óperustarf
UM ÞESSAR MUNDIR eru 30 ár frá því að Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona, hóf að syngja í óperum. f tilefni
þessa ávarpaði Garðar Cortes, stjórnarformaöur íslenzku óperunnar, Þuríði í lok sýningar á óperunni La
Traviata í gærkvöldi, og afhenti henni silfurkönnu frá íslenzku óperunni, sem þakklætisvott fyrir störf hennar
í gegnum tíðina. Garðar Cortes sagði Þuríði Pálsdóttur vera eina af brautryðjendum í óperustarfsemi á íslandi
og sagði hana einn þeirra söngvara, sem alltaf vildi vera heima á íslandi, þrátt fyrir tilboð erlendis frá.
Morgunblaðið/Friðþjófur.
Albert Guðmundsson um lækkun vörugjalds í 15%:
Ekkert svigrúm - rfkis-
sjóður í spennitreyju
Myndi þýða 400 millj. kr. tekjumissi ríkissjóðs
„ÞAÐ ER eindreginn vilji held ég
allra stjórnarþingmanna að lækka
þessi gjöld, en það er líka staðreynd
að ef þessi lækkun á sér stað þá
þýðir það 400 millj. kr. tekjumissi
fyrir ríkissjóð. Þrátt fyrir góðan vilja
er ríkissjóður ekki þannig á vegi
staddur að hann megi á þessum tíma
við missinum,“ sagði Albert Guð-
mundsson, fjármálaráðherra, er
Mbl. spurði hann álits á þeirri kröfu
Eyjólfs Konráðs Jónssonar, alþing-
ismanns, um að hið svonefnda „sér-
staka, tímbundna vörugjald" verði
lækkað verulega.
Eyjólfur Konráð mun vilja
Piltur grunaður um
að kveikja í bifreið
'IGIJR piltur úr Reykjavík
r í gær í yfirheyrslum hjá
innsóknarlögreglu ríkisins
gna gruns um að hann
fði kveikt í bifreið í
ykjavík í fyrrinótt.
jkkviliðið í Reykjavík var
att að bifreiðinni síðla
faranætur laugardagsins,
var hún þá allmikið
emmd, en ekki ónýt, að
?n varðstjóra slökkviliðs-
Lögreglunni tókst að
rekja slóð frá bílnum, og
var pilturinn handtekinn í
kjölfar þess, en málið var
ekki fullrannsakað í gær, er
blaðið fór í prentun.
ganga til þess samkomulags, eins
og skýrt er frá í Mbl. í gær, að
vörugjaldið verði lækkað úr þeim
24% og 30% sem það er í í 15%.
Aðspurður sagðist Albert ekki sjá
neitt svigrúm til lækkana í augna-
blikinu. Hann sagði síðan: „Ég er
núna að láta kanna möguleikana á
hvað hægt sé að gera, en ég sé ekki
í augnablikinu að neitt svigrúm sé
fyrir hendi. Því miður get ég því
ekki leyft mér að mæla með þess-
ari breytingu. Þetta er þó hlutur
sem gera verður hið fyrsta, eða
um leið og aðstæður leyfa. Það er
minn eindregni vilji, eins og Eyj-
ólfs Kpnráðs, og ég hef verið að
lækka tolla og skatta síðan ég tók
við embætti."
Fjármálaráðherra sagði að lok-
um: „Ef ég sé einhverja smugu þá
mun ég nota hana, en ríkissjóður
er í spennitreyju eins og stendur
og ekkert svigrúm til þessa."
vegna fjárdráttar
BÓKARA bæjarfógetaembættisins á
Ólafsfirði og eiginkonu hans, sem
einnig starfar við embættið, hefur
verið vikið úr starfi vegna meints
fjármálamisferlis, að því er Barði
Þórhallsson bæjarfógeti staðfesti í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær. Ríkisendurskoðun
hefur haft málið til rannsóknar og
mun hafa lokið verki sínu, en Barði
kvaðst í gær enn ekki hafa séð
niðurstöðurnar og þvf ekki getað
tjáð sig um þær.
Málsatvik sagði Barði vera þau,
að bókarinn hefði tekið sér lán úr
sjóði embættisins að upphæð 10
þúsund krónur, og einnig hefði
komið í Ijós að í sjóði vantaði 37
þúsund krónur. Allt þetta fé, 47
þúsund kr., hefði nú verið endur-
greitt að fullu, en ekki hefði verið
um annað að ræða en að víkja
manninum úr starfi, sem og eig-
inkonu hans, sem hefði verið vit-
undarmaður að málinu. Málinu
tengist svo einnig áminning, sem
Bílvelta
við Lögberg
EKKI urðu slys á mönnum er
fólksbifreið valt og hafnaði utan
vegar á hvolfi, skammt frá Lög-
bergi á Suðurlandsvegi í gær,
skömmu fyrir hádegi. Sam-
kvæmt upplýsingum er Morgun-
blaðið fékk hjá lögregluvarðstof-
unni í Árbæjarhverfi lenti bif-
reiðin, sem var fólksbifreið, í
hálku, snerist á veginum og
hafnaði á hvolfi utan vegar. Bif-
reiðin er talsvert skemmd, en
ökumaður og tveir farþegar
sluppu sem fyrr segir án meiðsla.
ms.
Suðurnes:
Næg atvinna
iðnaðarmanna
Vogum, 2. desember.
í SAMTALI við Karl Georg
Magnússon, formann Iðnsveina-
félags Suðurnesja, og Halldór
Pálsson, framkvæmdastjóra fé-
lagsins, kom fram að næg at-
vinna væri hjá iðnaðarmönnum
á Suðurnesjum. Til dæmis væru
mikil verkefni í málmiðnaði og í
byggingavinnu væri nóg að gera
meðan veður hamlaði ekki
vinnu. Aðeins hjá pípulagninga-
mönnum er um samdrátt að
ræða, en hann er tilkominn
vegna þess að hitaveitufram-
kvæmdum er að ljúka á Kefla-
víkurflugvelli. — EG.
bókara hafði verið veitt af fógeta
fyrir nokkrum vikum, vegna bréfs
er hann ritaði í nafni embættisins
og á bréfsefni þess, en án sam-
þykkis fógeta, að því er Barði
Þórhallsson bæjarfógeti sagði í
gær.
Jólalesbók
barnanna
EINS og venjulega mun jólales-
bók barnanna fylgja jólablaði
Morgunblaðsins.
Börn og unglingar eru hvatt-
ir til þess að senda lesbókinni
efni að vanda og þarf það að
hafa borist fyrir 12. des. nk.
Efni má vera af ýmsu tagi,
t.d. sögur, leikir, teikningar,
ljóð, gátur, frásögur, viðtöl o.fl.
Nauðsynlegt er að merkja
efnið vel með nafni, aldri og
heimilisfangi og bregðast nú
skjótt við þar sem tíminn er
naumur.
Efnið skal merkt:
Jólalesbók barnanna
Morgunblaðið
Aðalstræti 6
101 Reykjavík
Frá slysstað á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Framrúðan er mölbrotin og bifreiðin mikið skemmd eins og sést á
myndinni. Morgunblaíið/Júlíus.
Slys er
ölvaður
ók á
ljósastaur
FLYTJA varð farþega fólksbif-
reiðar á slysadeild vegna skurðar í
andliti, eftir að bifreiðinni hafði
verið ekið á ljósastaur í Reykjavík
í fyrrinótt. Slysið varð um klukk-
an hálffjögur aðfaranótt laugar-
dags, á Reykjanesbraut, er öku-
maður virðist hafa misst stjórn á
bifreið sinni og ekið á ljósastaur
við götuna. Farþegi í framsæti
kastaðist á framrúðu og skarst
sem fyrr segir talsvert í andliti.
önnur meiðsl urðu ekki á fólki að
sögn lögreglunnar, en grunur leik-
ur á að ökumaðurinn hafi verið
undir áhrifum áfengls er slysið