Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 7

Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 7 Val ilUI Mig langaði til að finna ein- hvern notalegan texta til að orna okkur við á jólaföstunni. En ritningin gaf ekkert færi á því. Guðspjöll og pistlar þessa drottinsdags fjalla um allt annað en notalegheit. Þeir gefa okkur ekki tækifæri til að komast í jólastemmningu, þvert á móti, þeir tala um ógn og skelfingu hinna komandi tíma. Lúkas segir t.d. í tuttug- asta og fyrsta kafla: Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því kraft- ar himnanna munu bifast. Og í Malakí, fjórða kafla segir eft- irfarandi: Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim — segir Drottinn allsherjar — svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur. Þegar við skoðum þessi orð í ljósi þeirra skelfinga, sem við heiminum blasa, verða þau óhugnanlega augljós. Því að allir vita, að ef kjarnorkustríð brýst út, þá táknar þau gjör- eyðingu alls lífs á jörðu. Stjórnmálamenn leika sér stundum með hugmyndir um takmarkað kjarnorkustríð, en allir þeir, er sáu fréttaþáttinn um vígbúnaðarkapphlaup stór- veldanna í sjónvarpinu á þriðjudaginn var, hljóta að hafa komist að annarri niður- stöðu. Hann færði okkur heim sanninn um, að brjótist út stríð, í upphafi hefðbundið, eins og það er kallað, þá líður fljótt að því að allar samgöng- ur lamast, símasamband rofn- ar og samherjar verða sam- bandslausir við umheiminn með þeim hugsanlegu afleið- ingum, að kjarnasprengjur falla. Og þrátt fyrir geysilega fullkomna og örugga þekkingu á sviði vísindalegs hernaðar getur alltaf orðið slys, einhver þrýstir hönd á hnapp eða raf- eindaútbúnaður bilar og þá er allt ef til vill um seinan. Risarnir tveir í austri og vestri standa andspænis og varpa á milli sín fjöreggi þjóð- anna. Og þeir láta sem enginn sé þeim meiri, enginn æðri né máttugri. Og það er nú einu sinni háttur mannsins að hreykja sér í eigin mætti, hann tekur sér allt vald í sínar hendur. Og enginn getur neit- að því að hann hefur aukist mjög að allri þekkingu, þekk- ingu, sem virðist vera orðin honum um megn. Og nú eru okkur boðuð þau sannindi, að ef til vill verður stríð framtíð- arinnar háð í himingeimnum, endalokin munu koma að ofan. Lúkas guðspjallamaður orðar það þannig, að kraftar himn- anna munu bifast. En hvort þetta mun gerast á okkar tím- um veit enginn nema Guð al- máttugur, því hann einn, þeg- ar allt kemur til alls, ræður ferðinni. Hann einn mun segja hvenær maðurinn hefur fyllt mæli hroka síns. Hið ótrygga ástand heims- mála veldur okkur vissulega mikilli angist og kvíða. En við erum ekki skilin eftir án von- ar. Því við lok tímanna, segir Lúkas guðspjallamaður, „munu menn sjá mannssoninn koma í skýi í mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því lausn yðar er í nánd.“ Við fögnum senn fæðingar- hátíð frelsarans. En við vitum líka, að hann er hinn kross- festi og upprisni og við vænt- um endurkomu hans í mætti og mikilli dýrð. „En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Verið varir um yður, vakið! Þér vitið ekki, nær tíminn er kominn (Mk. 13:32-33). Kristnir menn búa sig undir helgi jólanna með það fyrir augum að hver stund geti orðið sú síðasta í faðmi ástvina. En þeir gera það í þeirri fullvissu, að ekkert geti skilið þá frá kærleika Guðs hvort sem er í þessu lífi eða hinu næsta. Með þessu hugarfari skulum við ganga gleði jólanna í mót. Guð gefi öllum frið á jóla- föstu. J (Olb (fl|nvm viturleg fjárfesting Old Charm setur stolt sitt leiða húsgögn frá liönum tímum. Feg- urð og fágun sem stenst tímans tönn. DUNA Síðumula 23 - Sími 84200 urinn er djúpur og allt er handvaxbor- ið. Old Charm Tudor eikarhúsgögn fást nú í miklu úrvali. Prýöið heimilið með húsgögnum frá liönum tímum fyrir lágt verö. Hentar vel með húsgögnum í öðrum stíl. Skoðaöu Old Charm. Fáanlegt í Tudor-brúnu, Ijósu og antik. SPARIFJÁR- EIGANDI! Hvaða ávöxtunarleið ættir þú að velja á næst- unni? Reynsla síðustu 12 og 5 mánaða ætti að gefa þér nokkra vísbendingu um það. ^ Síðustu 12 inánuðir Síðustu 5 mánuðir Á vöxt ii iui rlciö: Peninga- eign l.nóv.82 Peninga- eign l.nóv.83 Ávöxtun í% síðustu 12 mán. Peninga- eign l.júní.83 Peninga- eign l.nóv.83 Ávöxtun í% síðustu 5 mán. Verðtryjtgð veðskuldabréf 100.00(1 199.703 100% 100.000 129.322 29% Sparisliírteini Ríkissjóðs lOO.INX) 191.752 92% 100.000 127.079 27% Verðtr. sparisj.reikn. 6 mán 100.000 186.759 87% 100.000 125.671 26% Verðtr. spansj.reikn. 3 mán 100.000 184.910 85% 100.000 125.150 25% Alm. sparisjóðslxjk 100.000 141.139 41% 100.000 116.639 17% Er ástæða til að trúa því besta á það versta? GENGI VERÐBRÉFA 4. desember 1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur Sölugengi pr. kr. 100.- 16.551,64 1971 1. flokkur 14.605,83 1972 1. flokkur 12.646,76 1972 2. flokkur 10.710,56 1973 1. ftokkur A 7.597,55 1973 2. flokkur 6.936,52 1974 1. flokkur 4.787,74 1975 1. flokkur 3.943,32 1975 2. flokkur 2.971,35 1976 1. flokkur 2.815,65 1976 2. flokkur 2.238,46 1977 1. flokkur 2.066,74 1977 2. flokkur 1.733,84 1978 1. flokkur 1.408,04 1978 2. flokkur 1.107,68 1979 1. flokkur 933,78 1979 2. flokkur 721,66 1980 1. flokkur 598,11 1980 2. flokkur 470,21 1981 1. flokkur 403,92 1981 2. flokkur 299,90 1982 1. flokkur 272,55 1982 2. flokkur 203,66 1983 1. flokkur 158,01 Meðalávöxtun umtram verötryggingu 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGO Sölugengi m.v. natnvexti og 1 afborgun á ári. (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 33% 1 ár 75 77 78 80 81 87 2 ár 61 62 64 66 68 77 3 ár 51 53 55 57 59 69 4 ár 44 46 48 50 52 64 5 ár 39 41 43 45 47 60 VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABRÉF Sölugengi Nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./éri (HLV) verötr. 1 ár 95,34 2% 8,75% 2 ár 92,30 2% 8,88% 3 ár 90,12 2V4% 9,00% 4 ár 87,43 2%% 9,12% 5 ár 85,94 3% 9,25% 6 ár 83,56 3% 9,37% 7 ár 81,22 3% 9,50 Vi 8 ár 78,96 3% 9,62% 9 ár 76,75 3% 9,75% 10 ár 74,62 3% 9,87% 11 ár 72,54 3% 10,00% 12 ár 70.55 3% 10,12% 13 ár 68,60 3% 10,25% 14 ár 66,75 3% 10,37% 15 ár 64,97 3% 10,49% 16 ár 63,22 3% 10,62% 17 ár 61,57 3% 10,74% 18 ár 59,94 3% 10,87% 19 ár 58,42 3% 10,99% 20 ár 56,92 3% 11,12% VERDTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 Sölug«ngi pr. kr. 100.- 4.346,76 3.077,05 3.077,05 2.039,70 1 847,77 1.478,54 1.308,04 281,65 Ofanskráö gengi er m.a. 5% ávöx- tun p.á. umfram verötryggingu auk vinningsvonar. Happdrættisbréfin eru gefin út á handhafa. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.