Morgunblaðið - 04.12.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
Stjarna Helmut Schmidts
skín skærar
erlendis en heima fyrir
LE
IR SKILJA
Stýriflaugarnar og Persh-
ing II eldflaugarnar, sem
kynt hafa undir friðar-
hreyfingunni og varnar-
málaumræða í Vestur-
Evrópu hefur fyrst og fremst snú-
ist um undanfarin fjögur ár, eru
farnar að berast til álfunnar frá
Bandaríkjunum. Vestur-þýska
þingið samþykkti á þriðjudag í
fyrri viku með 60 atkvæða mun að
koma meðaldrægu eldflaugunum
fyrir þar sem Bandaríkjamenn og
Sovétmenn hafa ekki komist að
samkomulagi í Genf um verulega
fækkun sovésku SS 20 eldflaug-
anna, sem þegar er beint gegn
Vestur-Evrópu. Sósíaldemókratar
greiddu atkvæði á móti samþykkt-
inni og sneru þar með baki við
fyrri stefnu flokksins í þinginu.
Helmut Schmidt, fv. kanslari og
leiðtogi flokksins í 9 ár, sat hjá við
atkvæðagreiðsluna. Hann gerði
það til að þurfa ekki að greiða at-
kvæði á móti sínum flokki, sem
hann hefur stutt í næstum 40 ár.
Schmidt er nú í algjörum minni-
hluta í flokknum. Sérstakur
flokksfundur um varnarmál, sem
haldinn var í Köln 18. og 19. nóv-
ember sl. samþykkti með yfir-
gnæfandi meirihluta að beita sér
gegn komu eldflauganna. Rúmlega
400 manns sátu fundinn og aðeins
15 greiddu atkvæði gegn sam-
þykkt hans. Schmidt var í hópi
þeirra og hann var einnig einn af 5
gegn 27 í miðstjórn flokksins þeg-
ar hún greiddi atkvæði á móti
eldflaugunum. Schmidt ávarpaði
flokksfundinn og rakti á yfir 90
mínútum sögu samþykktar Atl-
antshafsbandalagsins og gerði
grein fyrir afstöðu sinni. Þetta var
væntanlega síðasta stórræðan
sem Schmidt flutti flokkssystkin-
um sínum. Ræðunni var kurteisis-
lega tekið en Schmidt tókst ekki
að vinna marga yfir á sitt band.
Stjarna hans á stjórnmálahimnin-
um virðist fallin, en hann heyrðist
segja þegar hann fór af fundar-
stað: „Þessi ræða verður lesin með
athygli eftir 10 ár.“
Varnarstaðan endurskoðuð
Schmidt hafði verið kanslari
Vestur-Þýskalands í tæp þrjú ár
þegar Jimmy Carter tók við emb-
ætti forseta Bandaríkjanna af
Gerald Ford í janúar 1977. Honum
samdi vel við Ford og Henry Kiss-
inger, utanríkisráðherra hans.
Þeir höfðu svipaðar skoðanir á
utanríkismálum og voru t.d. sam-
mála um að rétt væri að SALT II
samningaviðræður Bandaríkja-
manna og Sovétmanna næðu til
meðaldrægra eldflauga Sovét-
manna og skorðuðust ekki við
langdrægar eldflaugar beggja
þjóðanna. Carter og Zbigniew
Brzezinski, öryggismálaráðgjafi
hans, voru á öðru máli og það var
ekki fjallað um SS 20 eldflaugarn-
ar í SALT II viðræðunum.
Schmidt tók þeirri ákvörðun illa
og ákvað að gagnrýna Carter-
stjórnina opinberlega. Hann
samdi ræðu um varnarmál, sem
nú er fræg, og flutti hana í London
í október 1977. Schmidt krafðist
þess að vopnaójafnvægið, sem rík-
ir á evrópska hernaðarsvæðinu,
yrði leiðrétt, helst með samninga-
viðræðum en ef þær dygðu ekki til
þá með nægilegum vopnaforða
Atlantshafsbandalagsins.
Schmidt gekk opinberlega í lið
með harðjöxlum f utanríkismálum
með þessari ræðu og nokkrum
mánuðum seinna, eða í mars 1978,
lofaði stjórn hans Carter að koma
neutronsprengjum fyrir í
V-Þýskalandi ef Carter hæfi
framleiðslu á þeim.
Neutronsprengjan átti að eyða
lífi en láta byggingar og vélabún-
að standa, ef til styrjaldar kæmi.
Carter ákvað hins vegar nokkru
síðar, þegar hann var á veiðiferð í
heimaríki sínu, að láta ekki fram-
leiða sprengjuna. Harðjaxlar
gagnrýndu þessa ákvörðun og svo
virtist sem Carter vissi ekki hvað
hann vildi í varnarmálum. Hann
varð að sýna meiri festu og
ákveðni til að róa óánægjuraddir
innan Atiantshafsbandalagsins og
Bandaríkjamenn ákváðu að
endurnýja kjarnorkuvígbúnað
V-Evrópu.
í byrjun janúar 1979 héldu þjóð-
arleiðtogarnir Carter, Schmidt,
James Callaghan, þv. forsætis-
ráðherra Bretlands, og Giscard
d’Estaing, þv. forseti Frakklands,
með sér óvenjulegan fund á eyj-
unni Guadeloupe í Karíbahafinu.
Carter skýrði þeim frá áformum
sínum um ný vopn í V-Evrópu en
Callaghan stakk uppá að fyrst
yrði rætt við Sovétmenn. d’Est-
aing átti hugmyndina að því að
ræða við Sovétmenn én jafnframt
hefja rannsóknir og framleiðslu á
hinum nýju vopnum. Schmidt
hafði áhyggjur af hvaða áhrif
þetta kynni að hafa á slökunar-
stefnuna og bjóst einnig við and-
stöðu í sínum flokki. í apríl sama
ár var ákveðið hversu mörgum
stýriflaugum (464) og Pershing II
eldflaugum (108) skyldi komið
fyrir í V-Evrópu fyrir lok ársins
1988 og „tvíþáttaákvörðunin" var
samþykkt á ráðherrafundi Atl-
antshafsbandalagsins f Brussel I
desember 1979.
Sósíaldemókratar
„studdu“ Schmidt
Andstaða við ákvörðun Atl-
antshafsbandalagsins átti eftir að
koma í ljós innan Sósíaldemókrat-
aflokksins, eins og Schmidt óttað-
ist á Guadeloupe. Vinstri vængur
flokksins lýsti sig þegar andvígan
ákvörðuninni á landsfundi flokks-
ins í Berlín 1979. Schmidt var þá
kanslari og meirihluti flokksins
fylgdi stefnu hans. Klofningur
hafði þó myndast í flokknum og
eitt sinn hótaði Schmidt að segja
af sér kanslaraembættinu ef
flokksmenn hans sameinuðust
ekki að baki hans.
Schmidt eyddi mikilli orku í að
haida flokknum góðum eftir þing-
kosningarnar 1980. Hann þurfti að
endurtaka sömu rökin í sifellu,
beita gagnrýnendur sína klækjum
og biðja um traustsyfirlýsingu
þingflokksins. En óánægjan í
flokknum minnkaði ekki og gagn-
rýnin varð stöðugt háværari.
Fyrir landsfundinn í Múnchen
1982 var ákveðið að fresta ákvörð-
un um stefnu flokksins í eld-
flaugamálinu fram á haust 1983
og móta hana þá í samræmi við
stöðuna í samningaviðræðum
stórþjóðanna.
Heitar umræður áttu sér þó
stað í Múnchen. Þar kom mjög
skýrt fram að flokkurinn var að
fjarlægjast samþykktina frá 1979
og vildi nú aðeins leggja blessun
sína yfir annan þátt „tvíþátta-
ákvörðunarinnar" eða yfir samn-
ingaviðræður Bandaríkjamanna
og Sovétmanna. Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseti, var þó ekki tal-
inn hafa mikinn áhuga á afvopnun