Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 22

Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 Nýr tónn, nýr ásláttur Um kvæði Kristjáns Karlssonar Kristjín Karlsson. Mvndin tekin í New York um 1950. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristján Karlsson: New York. Kvæði. Almenna bókafélagið 1983. Kristján Karlsson hefur af mikilli hógværð tekið sér sæti á skáldabekk. Langt er síðan stöku kvæði fóru að birtast eftir hann í tímaritum, sérkennileg og vel orð- uð. Fyrstu bók sína kallaði Krist- ján því yfirlætislausa nafni Kvæði (1976). Síðan komu Kvæði 81 (1981) og loks New York. Kvæði (1983). Ljóst var með útkomu Kvæða að nýtt skáld með nýjan tón hafði kvatt sér hljóðs. Menn áttuðu sig kannski ekki alveg á gildi þeirrar bókar, voru óvanir vitsmunalegum skáldskap af því tagi sem Kristján iðkar. Einnig var hinn glettni, leikandi háttur skáldsins mönnum eilítið framandi. Að Kristján hef- ur lært margt af enskumælandi skáldum var frá upphafi auðfund- ið. I Kvæðum er lokakafli bókar- innar á ensku. Manni verður oft hugsað til ýmissa bandarískra skálda við lestur kvæða Kristjáns, en þar er kannski ekki um bein áhrif að ræða heldur tengsl og skyldleika. Langdvalir Kristjáns erlendis, lengst í Bandaríkjunum, hafa valdið því að hann nálgast stundum yrkisefni sin úr annarri átt en tíðkast hér heima. Yfirsýn hans er önnur en flestra íslenskra skálda. Þar með er ekki sagt að hann sé óíslenskur í tjáningu sinni. Kvæði hans eru mörg hver af mjög þjóðlegri rót, ekki einung- is vegna þess að þau eru stundum háttbundnari en hjá flestum sam- tímaskáldum. Viðhorfin eru svo íslensk að þau minna jafnvel á Grím Thomsen sem Kristján yrkir um í Kvæði 81 og lýsir vegi sem liggur til beggja vona: „heimullegs hús við veginn / huldugistingar nætur,/ en skáldið á hverju kvöldi / kveðið burt húsið lætur;“. Kristjáni er tamt að líkja kvæð- um við hús eins og í Kvæði er hús sem hreyfist úr sömu bók. Minna má einnig á ummæli hans sem forlagið hefur valið sem bókar- kynningu, en þar segir maðal ann- ars að kvæði eigi „að vera hús, sem lesandinn getur gengið um fram og aftur eða tekið sér bústað í“. í kvæðum Kristjáns verður maður oft var við skyldleika skáldsins og hins skarpa gagnrýn- anda; þeir eru reyndar einn og sami maðurinn. í Kvæði 81 nefnist lokakaflinn New York. Brotin úr þessum kvæðaflokki las undirritaður les- andi með mikilli athygli eins og reyndar bókina í heild. Ekki síst var mér kvæðið George Washing- ton Bridge umhugsunarefni, en þar er meðal annars ort um sveip- inn í vindunum sem er „innhverf- ur eins og rós“. Nú verða endur- fundir með þessu kvæði og öðrum kvæðum úr Kvæði 81. Kristján birtir þau aftur í New York. Svo komið sé beint að efninu er New York mikið fagnaðarefni þeim sem bera hag íslenskrar ljóðlistar fyrir brjósti. Það sem gerir þessa bók forvitnilega er ekki síst það að hún er engri annarri kvæðabók lík. En ég hef bent á það áður og sný ekki aftur með það að tölu- verður skyldleiki er með þeim Kristjáni Karlssyni og Jóhanni S. Hannessyni. Báðir hafna viðtekn- um sjónarmiðum, gömlum og nýj- um, og freista þess að sýna okkur hlutina í nýju ljósi. í gamni og alvöru hef ég kallað þá akademísk skáld vegna menntunar þeirra, en þeir eru sennilega báðir ákaflega óakademískir. Tengsl þeirra við alþýðukveðskap eru til að mynda sterk. Það getur vafist fyrir ritskýr- anda að skýra skáldskap Kristjáns Kárlssonar. Eftir að hafa lesið New York nokkrum sinnum og sum kvæði hennar æ ofan í æ kem ég sífellt auga á nýjar túlkunar- leiðir. Mér er næst að halda að merkinguna sé ekki að finna í yfirborði kvæðis, en auðvitað verður að taka fullt tillit til þess sem kvæði segir berum orðum svo að aftur sé skírskotað til athuga- semdar Kristjáns um kvæði sem hús. Það er margt sem lesa má milli Ifnanna í kvæðum Kristjáns eins og í öllum góðum skáldskap. í New York eru endurminningar skáldsins frá samnefndri borg; í bókinni úir og grúir af manna- nöfnum og atburðum sem lesand- inn er vegna ókunnugleika ekki alltaf fær um að setja sig inn í. Skáldið Anderson er víða á ferð, einnig Dr. Charlat og Cecily. Það er lítið um að íslensk skáld séu með nafnarunur i bókum sinum, en aftur á móti algengt hjá ensku- mælandi skáldum: Ezra Pound, T.S. Eliot, William Carlot Willi- ams, Robert Lowell, John Berry- man. Kristján hefur áður sýnt og sannað að hann kann að yrkja um nafngreint fólk. Um það eru ótal dæmi, en mig langar til að minna á tvö úr Kvæði 81 sem eru mér hugstæð: hið magnaða kvæði um hjónin Vilhjálm Stefánsson og Evelyn og föðurminninguna vor- morgunn á Húsavík (hugsað til Karls Kristjánssonar) þar sem standa eftirfarandi línur sem hljóta að verða sígildar í islensk- um skáldskap: „Um arfahlut vors innra manns / fer eyðing í Ijósum dögum“. I Kvæði eru líka menn á ferð og verða kunningjar lesand- ans: Sigurður Bjarklind, Sigurður Guðmundsson, Einar Benedikts- son, Magnús Asgeirsson, Sigurður Nordal og Halldór Hermannsson. Það er huggun þeim sem ekki þekktu þá i lifanda lífi að mega eiga við þá orð i kvæðum Krist- jáns Karlssonar. Hljómur og litur eru áberandi þættir í kvæðum Kristjáns Karls- sonar. En líka þögnin og hljóðleys- ið sem eiga sér líka söng og hljóm. Ég get ekki stillt mig um að birta hið meistaralega smákvæði Dr. Charlat liggur veikur á Beek- man Place, upphafskvæði New York: Hig hvila ekki hægindi heldur vatnið sem [strýkst hljóðlaust um múrinn; fyrst vætlar úr mosanum hér fellur áin hávær í pípum um húsið East River hin áin, sem ég heyri ekki strýkst hljóðlaust um stöpla múrsins meðan hljóðlausir grannir leggir hverfa sporlaust í fjarskann. Hér er aftur lýsing húss. En það er gaman að velta fyrir sér hljóð- um (hljóðleysi) næsta kvæðis: Af Margréti með Sundum. Sama kvæði er lokakvæði Kvæði 81. Við skulum líta á upphafserindið: Hljóðlausan morgun í marz vaknar Margrét korter í fimm hlustar í hljóðlausan tímann í kvæðinu er líka talað um al- kyrra nótt, kyrrt fljót og að hvergi sé eimlest né veikasta blístur. En hljóð berst til eyrna í lokaerindi: stundvís á árstíð og eykt utan úr myrkri hugans kemur trilla smyglarans tikktakk. í New York hefur ein lína verið felld niður úr þessu erindi. Sú lína var áður þriðja lína og var svona: inn eftir Elliðavogi Margrét með Sundum er reynd- ar reykvísk persóna í Kvæði 81, en í New York er hún orðin New York-búi og ekkert annað. Þannig getur ein lína breytt merkingu kvæðis. En báðar útgáfur kvæðis- ins eru jafnsterkar. Það sem var minning um aðra borg í Kvæði 81 er líka minning, er nærtækari veruleiki í New York. Ekki hefur verið skortur á því í íslenskri nútímaljóðlist að skáld notuðu litarorð. Nægir að minna á Stein Steinarr, Snorra Hjartarson og Stefán Hörð Grímsson. Á tíma- bili voru litir orðnir eins konar vörumerki nútímaljóðlistar. Kristján Karlsson fer eins að og þessi skáld í notkun lita, en viss frávik eru til marks um sérstöðu hans. í Kvæði er kvæði sem nefn- ist Svartur prestur í grænu grasi og hefur orðið mörgum minnis- stætt. Ljóst er að þessi prestur er enginn annar en dauðinn. í upp- hafi kvæðisins er presturinn svartur í grænu grasi, en í öðru erindi og þí þriðja er hann orðinn gulur prestur í grasi svörtu. Þá höfum við líka fallist á þá rök- semd skáldsins að „Vor réttlæting, ein, er árangursleysi". Þessi meðferð lita rifjast upp þegar kvæðin í New York eru les- in. Þau hafa sömu táknrænu dýpt, en í þeim er sami leikur, viðleitnin til að skipta um svið til að skerpa ákveðna mynd. Kristján Karlsson Mjög sérkennileg myndbeiting í litum er í kvæðinu I gulu auga Andersons í New York. Það er mikið um gulan lit í kvæðinu: ljónsgul hæð, ofsjón gul, gul hönd. Anderson fer „gulri hendi um hár sitt grátt“, en I næsta erindi er hár hans orðið gult, höndin grá. Og hvað ofsjónina varðar er hún í lok kvæðisins orðin blá í gulu auga. „Ljóðið ræður, þess ræða er frjáls" stendur í kvæðinu Bryggja í Hudsoná. I þessu kvæði öðlast heimþrá ítalans Chiaramonti vængi. Hann sér fyrir sér hvítbláa Alpa og græna Sikiley með því að leggjast til svefns á búlka. „Sof herra Chiaramonti sof“ bergmálar í kvæðinu sem rök þess að ljóðið ræður og „þess rök skulu geyma yður litla stund“. En til þess að Celiu sé ekki gleymt má geta þess að i síðasta kvæðinu er hún viðstödd ásamt öðrum. Þetta kvæði, Garður í Mamaroneck, er dálftið í þjóð- kvæðastíl. Það er opinskátt og ein- lægt og i þvi töfrandi hljómur þjóðkvæðis. í því er talað um hljóðlausa spurningu og grátt nakið sund eins og til að botna kvæðið um Margréti með Sundum, birta okkur minningu skáldsins og þann veruleik sem það hefur fyrir augunum úr sínum eigin glugga í Reykjavík. Er hægt að hugsa sér einfaldari játningu, betri skýringu á vegferð manna en í lokalínunum: fljótlega fer að dimma fljótlega blána seglin. Freistandi er í þessu sambandi að vitna til hljómríks kvæðis sem er eins konar stefnuskrá, Ars poetica, og heitir Grátt myrkrið Marianne: Samt liggur ekki á grátt myrkrið, Marianne fer aftur af í kvðld um húsin, flæðisker í inntakslausum ægi hafþokan bólgin hrá fer hjaðna smátt og smátt. Og inntak ljóðsins? Ef ein öfug dögun nætur á þessu hljóða hausti úr hafsins djúpi risi ef hafið handan sundsins og haf en ekki þoka umlyki langa turna sem ljósin náttlangt verja þá myndi, Marianne ... Nú kvikna ljósin löng frá Riverdale til Richmond. Að vera skáld er iðkun máls. En ekki bara íþrótt. Vera má að sum- um lesendum Kristjáns Karlsson- ar verði starsýnt á list kvæðanna, hve vel er byggt. Jafnvel láti þeir hvarfla að sér vissa léttúð þegar fjallað er um örlög fólks, veiga- miklar spurningar. Það væri rangt að hugsa svo. Þessi kvæði hafa ekki sprottið áreynslulaust, án ræktunar. Þau eru svo vel ort að þau þola ágætlega gagnrýni, það má í framhaldi af því spyrja hvar hagleikur endar og list tekur við eða öfugt. Kvæðin eru vitanlega ekki öll jafneftirminnileg. En þau eru óvenjulega heilsteypt og á eg þá ekki endilega við New York, heldur allar þrjár bækur skálds- ins. Samkvæmt strangri listrænni kröfu er New York veigamesta bókin. Hún er mjög merk tfðindi á okkar tiðindalitla bókahausti. THAUAHD-8AHGK0K og babstrainlarbterinn PATTAYá Ævintýraheimur Austurlanda loksins á viðráðanlegu veröi. 19 dagar. Brottfarardagar: 26. nóv., 17. des., 20. jan. og 8. febr. Kr. 39.480. íslenskur fararstjóri. Framhaldsferðir til Hong Kong og Kína. Draumaferöin kostar nú lítió meira en venjuleg sólarlandaferó vegna hagstæóra samninga okkar um flug og gistingu á lúxushóteium í Bangkok. borg feguróar og ævintýra Austurlanda og baóstrandar- bænum heimsfræga Pattaya vió Siamsflóann, þar sem sólskinió, mjúk baöströndin, silfurtær sjórinn og skemmtanalífió er alveg eins og fólk vill hafa þaö. Fjölbreyttar skemmti- og skoöunarferöir meó islenskum fararstjóra. Hægt aó framlengja feróir í Thailandi og stansa i London á heimleió án aukakostnaöar. Aðrar ferðir okkar: Kanarieyjar — Tenerife — fögur sólskinsparadis. Brottför flesta laugardaga, 10, 17, 24 eöa 31 dagur Tveir dagar í London í heimleiöinni í kaupbæti. \ 'Ét&’. Flugferðir — Sólarflug i31dagur [ Vesturgata 17, símar 10661, 15331 og 22100.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.