Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
Eysteinn nær undirtökum
í Framsóknarflokknum
Bækur
Björn Bjarnason
Eysteinn
í eldlínu stj&mmálanna, 1. hluti
Höfundur: Vilhjálmur Hjálmarsson
Útgefandi: Vaka, Rvík. 1983
Lýsingar á ævi og störfum ís-
lenskra stjórnmálamanna eru
fyrirferðarmik'ar á bókamark-
aðnuin nú á þessu hausti. Er ekki
vafi á því að vinsældir sögu Ólafs
Thors haustið 1981 hafa orðið út-
gefendum hvatning í þessu efni.
Þar lýsti Matthías Johannessen
meðal annars stjórnmálaátökun-
um á fjórða áratugnum og þeim
hörðu deilum sem þá urðu. Á
þeim tíma börðust stjórnmála-
menn í meira návígi en við eigum
nú að venjast. Eysteinn Jónsson,
fyrrum ráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, var þátt-
takandi í þessari baráttu og við
lestur 1. hluta æviminninga hans
sem Vilhjálmur Hjálmarsson,
fyrrum menntamálaráðherra,
hefur skráð kemur oftar en einu
sinni í hugann, að Ólafssaga
Thors hafi valdið því að þeir
flokksbræðurnir hófust handa við
að taka sögu Eysteins saman.
Saga ölafs Thors stendur
þennan 1. hluta æviminninga
Eysteins Jónssonar þó vel af sér
enda er Ólafssaga rituð á þann
veg að þar eru bæði kynnt sjón-
armið samherja og andstæðinga.
Sögusviðið hjá þeim Vilhjálmi
Hjálmarssyni og Eysteini Jóns-
syni er þröngt. Höfuðáhersla er
lögð á að kynna sjónarmið og við-
horf innan Framsóknarflokksins,
stefnu flokksins í ríkisstjórn,
átök innan hans og afstöðu til
annarra flokka. Glögg mynd er
dregin af flestum meginþáttum
en þó oft skilið þannig við mál, að
lesandanum finnst að meira
mætti segja svo að allir drættir
myndarinnar séu skýrðir. Bókin
um Eystein er málefnaleg og rök-
föst innan þess ramma sem henni
er settur.
Eysteinn Jónsson var aðeins
tvítugur að aldri þegar honum
barst austur á firði skeyti frá
Jónasi Jónssyni, fyrrum kennara
sínum í Samvinnuskólanum, með
tilboði um starf í stjórnarráðinu.
Þetta var sumarið 1927 þegar
framsóknarmenn mynduðu stjórn
undir forsæti Tryggva Þórhalls-
sonar en þar var Jónas frá Hriflu
dómsmálaráðherra. Eysteinn þáði
boðið og hóf að vinna að reikn-
ingafærslu og bókhaldi. Hann var
settur skattstjóri í Reykjavík 11.
ágúst 1930 og skipaður í það emb-
ætti 13. apríl 1931, daginn fyrir
þingrofið fræga. Eysteinn var
kjörinn á þing 1933 og varð fjár-
málaráðherra 1934 í ráðuneyti
Hermanns Jónassonar, sem Jón-
as frá Hriflu skipaði lögreglu-
stjóra í Reykjavík 1929, 32 ára að
aldri. Með þeim í stjórninni var
Haraldur Guðmundsson úr Al-
þýðuflokknum.
Aðdragandi þessarar stjórnar-
myndunar var umbrotamikill
innan Framsóknarflokksins. Þeir
sem voru andvígir samstarfi við
Alþýðuflokkinn voru gerðir
brottrækir úr Framsóknar-
flokknum og stofnuðu Bænda-
flokkinn, þeirra á meðal Tryggvi
Þórhallsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, sem varð for-
maður Bændaflokksins. Eysteinn
hefur lýst málefnalegum forsend-
um þessa klofnings með eftirfar-
andi hætti: „Þeir sem sýndu
mestan áhuga við stofnun
Bændaflokksins vildu að Fram-
sóknarflokkurinn skipaði sér at-
vinnurekenda megin í þjóðfélag-
inu og tæki upp samstarf við þá,
sem þeim megin héldu sig, það er
að segja við Sjálfstæðisflokkinn.
En við hinir töldum að Fram-
sóknarflokkurinn ætti að vera
umbótaflokkur og ætti því að eiga
meiri samleið með flokkum til
vinstri." Er ekki að efa að Ey-
steinn Jónsson og Hermann Jón-
asson sem báðir sátu í nefnd er
skipuð var eftir ósigur Fram-
sóknarflokksins í þingkosningun-
um 1933 til að sætta ólík sjónar-
mið innan flokksins — sem lauk
með þeim hætti að flokkurinn
klofnaði — hafi jafnan fylgt
þeirri meginstefnu sem Eysteinn
lýsir hér, að Framsóknarflokkur-
inn ætti að vera vinstri flokkur.
Um það er þó enn deilt innan
Framsóknarflokksins.
í endurminningum Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar sem var í
forystusveit Alþýðuflokksins
1934 þegar Hermann Jónasson
varð forsætisráðherra segir með-
al annars um stjórnarmyndun-
ina: „Jónas frá Hriflu var for-
maður Framsóknarflokksins. Að
Eysteinn Jónsson
eðlilegum hætti hefði hann því
átt að verða forsætisráðherra. En
á því voru margir meinbugir.
Innan Framsóknarflokksins
sjálfs var eindregin andstaða
gegn því, þótt lítt kæmi hún í ljós
á yfirborðinu. En við alþýðu-
flokksmenn vissum gerla um
þessar leyndu hugrenningar
framsóknarmanna, sem fóru
mjög saman við afstöðu okkar."
Segir Stefán frá því að Vilmund-
ur Jónsson hafi samið mergjað
bréf þar sem Jónasi var andmælt
sem forsætisráðherra. í ólafs-
sögu Thors segir: „Þegar Jónas sá
Vilmund á göngu á Hverfisgötu
löngu síðar, er sagt, að hann hafi
sagt: „Þarna ganga mín mestu
mistök.““ Matthías Johannessen
bendir á að í bókinni „Skuldaskil
Jónasar Jónssonar við sósíal-
ismann" lýsi Héðinn Valdimars-
son því, að forystumenn Fram-
Vilhjálmur Hjálmarsson
sóknar hafi beðið alþýðuflokks-
menn að setja það skilyrði við
stjórnarmyndun, að Jónas yrði
ekki ráðherra. í bókinni um Ey-
stein er töluverðu rými varið til
þess að skýra, að einróma mið-
stjórn og yfirgnæfandi meirihluti
þingflokks framsóknarmanna
vildi Jónas frá Hriflu sem for-
sætisráðherra 1934 og segir Ey-
steinn meðal annars þetta um
málið: „Ósatt er með öllu, sem
stundum hefur verið dylgjað um,
að Framsóknarflokkurinn hafi
verið óheill í stuðningi sínum við
Jónas Jónsson til að mynda
stjórnina. Hann hefði myndað
hana ef Alþýðuflokksmenn hefðu
ekki þvertekið fyrir stuðning við
hann. Um það er mér mætavel
kunnugt."
Hér er sérstaklega staldrað við
þennan þátt í bókinni um Ey-
stein. Þar er sagt frá því hvernig
100 sessur í 100 ár
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Norræna húsið býður þessa
dagana upp á fágætlega fallega
og sérstæða sýningu, er hlotið
hefur nafnið 100 sessur í 100 ár.
Árið 1979 átti Finnska heimilis-
iðnaðarfélagið aldarafmæli og
var þess að vonum minnzt með
veglegri sýningu, þar sem kynnt-
ur var árangurinn af starfsem-
inni frá upphafi. Á sýningunni
kom það mjög vel fram, að sá
hluti hennar, er einna ljósast
sýndi þróunina frá aldamótun-
um til síðari tíma, voru 110 sess-
ur. Þá varð til sú hugmynd, að
safna saman úrvali þeirra í sér-
staka farandsýningu, er einnig
gæti faríð um erlendis.
Það er einmitt þessi sýning,
sem mönnum gefst nú tækifæri
til að skoða i kjallarasölum
Norræna hússins fram til sunnu-
dagskvölds. Að sjálfsögðu verður
maður að gera ráð fyrir, að flest-
ir viti hvað um er að ræða, þar
sem heimilisiðnaður er, — að
viðhalda og vernda þjóðlegan arf
í hvers konar listrænum tiltekt-
um innan heimilanna.
— Það var málarinn Fanny
Churberg, sem stofnaði Finnska
heimilisiðnaðarfélagið hinn 23.
apríl árið 1879. Tímarnir ein-
kenndust þá af sterkri hugsjóna-
legri vakningu kringum þjóðleg-
an menningararf, og á stefnu-
skrá félagsins hét enda, að varð-
veita hann eftir megni og jafn-
framt stuðla að frekari listrænni
þróun.
— Satt að segja vafðist það
fyrir mér, hvers konar sýning
væri hér á ferðinni og ég veit, að
svo var um fleiri og því er áríð-
andi að stefna sem flestum unn-
endum listíða í Norræna húsið.
Eftir sunnudaginn verður það
orðið of seint að skoða þessa lát-
lausu sýningu á þjóðlegu finnsku
handverki, sem er svo ríkt af
mögnuðum þokka lifandi og
skapandi kennda.
Það eru 88. nöfn í sýningar-
skránni, sem segja okkur hér á
norðurslóðum næsta lítið, því að
fæst þekkjum við, en innan um
eru þó nokkrar haldfestur í
nöfnum nafntogaðra lista-
manna, svo sem arkitektsins Eli-
el Saarinen, málaranna Akseli
Gallen-Kallela, Helene Schjerf-
beck og Ina Colliander auk ~nokk-
urra úr listiðnaðinum.
Það sem kemur á óvart er, hve
fjölþætt sýningin er og hve sköp-
unargleðin er mikil. Þessi sýning
er eins langt frá því að vera í ætt
við lífvana, staðlaðan heimilis-
iðnað og mögulegt má vera, því
að hér er ekki farið eftir neinni
ákveðinni forskrift, heldur eru
skapandi kenndir látnar ráða
ferðinni. Frjálsu hugarfluginu
gefinn laus taumurinn, en um
leið tekið tillit til þjóðlegs arfs
ásamt því, að gerendur verða
fyrir áhrifum frá ríkjandi stíl-
brigðum tímanna.
Það er einkar fróðlegt að virða
fyrir sér hluti þá, er Eliel Saar-
inen hannaði fyrir sýningu í til-
efni aldarfjórðungsafmælis
samtakanna árið 1904, — bród-
eraður gardinukappi ásamt mjög
formfagurri sessu. Og ekki síður
textíla þá er Akseli Gallen-
Kallela gerði í hið fræga „Iris-
herbergi" Eliels Saarinen í sam-
bandi við deild Finnlands á
heimssýningunni í París alda-
mótaárið. Auk þessa má sjá á
sýningunni gólfdregla, borðrefil,
gluggatjöld, dúka og hettur fyrir
tekönnur, — en þó í mjög smáum
mæli. Allt í háum gæðaflokki.
Ef að einhverju mætti finna á
þessari ágætu sýningu, væri það
helst, að kartonið, sem myndirn-
ar eru festar á, virkar í mörgum
tilvikum sem gamalt og lúið og
að maður er ekki alveg sáttur við
plastrammana. Þá hefði að
ósekju mátt þýða texta hinnar
fallegu sýningarskrár á íslensku.
En myndirnar standa fyrir
sínu í fjölbreytni og innileika og
það er að sjálfsögðu höfuðatrið-
ið.
Þá er að þakka framtakið og
hvetja sem flesta til að líta inn í
kjallarasali Norræna hússins
um helgina.
Bangsa-
bækurnar
Bragi Ásgeirsson
Fólk tekur upp á ýmsu í þessu
þjóðfélagi og þegar um er að ræða
létt og lifandi listrænt framtak til
að gleðja yngstu kynslóðina þykir
undirrituðum rétt að vekja athygli
á því.
Ég var að skoða svokallaöar
„Bangsa-bækur“, sem eru fjórar á
markaðnum, tvær eftir Hjalta
Bjarnason, sem er yngsti höfundur-
inn á jólamarkaðinum í ár ef að
líkum lætur, og tvær eftir móður
hans, Guðrúnu Kristínu Magnúsdótt-
ur. Hjalti Bjarnason er 14 ára
grunnskólanemi, sem margt er til
lista lagt, hefur m.a. leikið á fjölum
Þjóðleikhússins og verið skákmeist-
ari skóla síns í mörg ár og farið á
skákmót í Bandaríkjunum. Saga er
af því, að þegar Hjalti var 8 ára
gamall og átti að vera að taka upp
kartöflur í ausandi slagveðurs rign-
ingu, gerði hann ekkert gagn í kart-
öfluupptöku en skáldaði heila Tak-
sögu á meðan hinir puðuðu og
græddist miklu meira fé fyrir þá
sögu á skjánum en öll hinum fyrir
allar sínar kartöflur. Tak-sögurnar
voru lesnar við miklar vinsældir í
„Stundinni okkar“ fyrir nokkrum
árum. Hjalti var 8—9 ára er hann
samdi sögurnar.
Nú eru sem sagt tvær þessara
Tak-sagna komnar út í bókaformi
og hefur höfundurinn sjálfur mynd-
skreytt þær. Myndirnar eru léttar
og lifandi og mjög vel við hæfi
barna á lestraraldri því að þær gera
lesmálið lifandi. f þeim er gott sam-
ræmi við söguþráðinn frá upphafi
til enda. Hugmyndin er skemmtileg
og framtakið gott. Guðrún Kristín
Magnúsdóttir er útlærður leirkera-
smiður frá Myndlista- og handíð-
askóla íslands ervfékk fyrst veru-