Morgunblaðið - 04.12.1983, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
43
systirin umvöfðu hana ást og um-
hyggju. Þau tóku höndum saman,
sem einn maður og báru þjáning-
una með henni. Nú er baráttunni
lokið og þjáningin horfin.
Gunna, vinkona mín, hafði yndi
af ferðalögum. Hún ferðaðist mik-
ið um heiminn með eiginmanni
sínum og börnum. Nú er hún farin
í ferðina, sem við öll eigum fyrir
höndum. Hún fór ein að þessu
sinni, við hin komum seinna.
Ég er fullviss um að það hafa
beðið hennar vinir í varpa. Móðir
hennar og faðir hennar, sem tók á
móti henni, er hún fæddist í þenn-
an heim, hafa tekið á móti henni í
hinum nýju heimkynnum.
Nú ríkir sorg og söknuður í
vinkvennahópnum. Júlla, Kiddý,
Rut, Ninna, Karen, Sigrún og Þóra
þakka henni ljúfar samverustund-
ir og senda innilegar samúðar-
kveðjur til Jónasar og barnanna.
Þar er söknuðurinn mestur og
missirinn óbætanlegur, og orð
mega sín lítils.
Eg og fjölskylda min þökkum
Gunnu vináttuna og samfylgdina
og ég bið góðan Guð að sefa sorg
eiginmanns hennar, barna og
systur og blessa þeim og öllum
ættingjum hennar og vinum
minningu hennar.
Edda Þórarinsdóttir
Aðfaranótt 25. nóvember sl. lést
í Landspítala íslands Guðrún
Hinriksdóttir, Sunnubraut 35,
Kópavogi.
Mig langar með fátæklegum
orðum að minnast þessarar ágætu
konu, en eins og oftar á kveðju-
stund mega orð sín lítils.
Óteljandi minningar fylltu huga
minn við þær sorgarfréttir að
Gunna væri látin aðeins 47 ára
gömul og mér fannst erfitt að trúa
að þetta væri satt. Eftirlifandi
eiginmaður Gunnu er Jónas Run-
ólfsson og börn þeirra þrjú, öll í
foreldrahúsum. Þau eru Hinrik (f.
1960), Kristín (f. 1%5) og yngst er
Hulda (f. 1972). Það má nærri geta
að missir fjölskyldunnar er meiri
en nokkur orð fá lýst.
Kynni okkar hófust fyrir rúm-
um tólf árum. Þá átti Gunna von á
sínu yngsta barni og var ekki allt-
af vel frísk og var ég því fengin til
að hjálpa henni nokkra tíma í viku
við heimilisstörfin, en ekki leið á
löngu þar til mikill vinskapur
tókst með okkur.
Mér eru minnisstæðar margar
samverustundir sem við áttum
saman, til Gunnu var alltaf gott
að koma. Hún hafði þann einstaka
hæfileika að smita aðra með sinni
léttu lund. Fyrir þessar samveru-
stundir, sem ég fékk að eiga með
henni, er ég þakklát. Heiðarleiki,
snyrtimennska, traust og trú voru
einkenni hennar ásamt einlægni
og elsku.
Gunna var vel greind kona sem
hafði ákveðnar skoðanir og lét
skoðanir sínar óhrædd í ljós. Hún
kom alltaf hreint fram. Þannig
var Gunna. Gunna átti margar
góðar stundir í garðinum sínum.
og jafnframt mörg handtök þar,
hann bar þess líka merki svo fal-
legur sem hann var. Mig langar
sérstaklega að þakka fyrir dóttur
mína, Elísabetu. Henni reyndist
hún sem besta amma og kenndi
þeirri stuttu strax að kalla sig
Gunnu ömmu. Eftir að Kristín,
dóttir Gunnu, fór að passa fyrir
mig á sumrin og oft þess á milli
fékk Beta litla oftar að vera hjá
Gunnu ömmu og stundum fékk
hún líka að taka með sér náttföt í
poka og vera nótt. Það voru góðir
dagar því Gunna amma hafði allt-
af svo góðan tíma og mikla þol-
inmæði fyrir Iitla telpu.
í vor stóð mikið til hjá fjöl-
skyldunni á Sunnubrautnni. Þau
höfðu ákveðið að dvelja erlendis
um sumarið. Jónas hafði fengið
finnu þar og fór út á undan til að
gera klárt áður en fjölskyldan
kæmi. En margt fer öðruvísi en
ætlað er. Gunna var kölluð í rann-
sókn á Landspítalann sem svo
leiddi til þess að hún var send til
London í hjartaaðgerð. Jónas
sneri strax heim og fylgdi konu
sinni utan og var úti með henni
allan tímann. Ég talaði við Gunnu
stuttu eftir að hún kom heim úr
aðgerðinni og oft síðar. Allt virtist
hafa gengið vel og allir voru bjart-
sýnir á framtíðina en skyndilega
dró ský fyrir sólu og dvölin hér
varð styttri en okkur óraði fyrir.
Maðurinn með ljáinn var kominn.
Söknuðurinn er sár, en þung-
bærastur er þó missir eiginmanns
og barna, en minningarnar tekur
enginn frá okkur. Þær munu lifa
og ylja okkur um hjartaræturnar
um ókomna tíð.
Er þakklæti mitt mikið fyrir þá
hjálp og umhyggju sem Gunna
sýndi mér og fjölskyldu minni,
hún var alltaf boðin og búin ef
hennar þurfti með. Ráðum hennar
gat ég alltaf treyst. Ég er forsjón-
inni þakklát fyrir það að hafa
fengið að kynnast slíkri konu sem
Gunna var.
Elsku Jónas og börn, ég og fjöl-
skylda mín vottum ykkur af heil-
um hug okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan Guð að styrkja ykk-
ur og blessa á þessari erfiðu
kveðjustund.
Nú ertu leidd mín ljúfa,
lystigarð drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hðrmung’ og rauna frí
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unun og eilif sæla
er þín lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín sofðu vært,
hann sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært
þú lifir góðum Guði,
í Guði sofnar þú
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H. Pétursson)
Blessuð sé minning Gunnu. Hafi
hún þökk fyrir allt og allt.
Inga
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
GUNNLAUGSJÓNSSONAR
frá Felli, Vopnafiröi.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
SÓLVEIGAR ÁRNADÓTTUR PETERSEN.
Kriatín og Martfn Petersen.
t
Innilegar hjartansþakkir fyrir auösýnda samúö og hluttekningu við
andlát og jaröarför systur okkar,
Systur MARÍU ELÍSU,
Jósefssystur.
Fullveld-
isfagnaður
Suomi-
félagsins
Suomifélagið efnir til fagnaðar
þriðjudaginn 6. desember nk. í til-
efni af fullveldisdegi Finna. Fer
hann fram í Norræna húsinu og
hefst kl. 21. Áður en samkoman
hefst leikur Hornaflokkur Kópa-
vogs undir stjórn Björns Guð-
jónssonar. Formaður félagsins,
Barbro Þórðarson, setur samkom-
una. Hátíðarspjall flytur dr. Jónas
Kristjánsson forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar.
Þá flytur finnska leikkonan Sin-
ikka Sokka vísnadagskrá ásamt
jasspíanóleikaranum og tónskáld-
inu Eero Ojanen. Tónlistin er m.a.
eftir Kaj Chydenius. Listamenn-
irnir flytja einnig finnsk þjóðlög.
Sinikka Sokka er leikkona við
Kom-teatteri í Helsinki og kom
hér á listahátíð 1980 í leikhópi frá
nefndu leikhúsi. Eero Ojanen hef-
ur einnig komið hingað áður.
Hann lék af list á slaghörpuna á
listahátíð 1970.
Allir eru velkomnir á fullveld-
isfagnaðinn meðan húsrúm leyfir.
Fródleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Basar Hringskvenna í Hafnarfirði
Kvenfélagið Hringnrinn í Hafnarfirði heldur basar í dag í Sjálfstæðishús-
inu við Strandgötu og hefst hann klukkan 15. Á boðstólum verða margir
fallegir munir, jóla- og gjafavörur og einnig laufabrauð. Vetrarstarf
Hringskvenna hófst 29. september síðastliðinn og síðan hafa verið vinnu-
fundir á hverju fimmtudagskvöldi. 13. október sáu Hringskonur um „opið
hús“ og sunnudaginn 16. október héldu félagskonur skemmtun/tískusýn-
ingu í félagsálmu íþróttahússins.
ARNARBAKARÍ
Brauð á besta
neyslustigi.
Þegar þú tekur við ilmandi og mjúku brauðinu yfír borðið hjá okkur eru liðnar
20 - 2* klst. frá því það kom úr ofni. Sannir sælkerar leggja mikla áherslu á
þetta atriði.
Þú getur einnig fengið nýbökuð brauð og kökur í úrvali. Við stefnum ótrauð að því
að teljast landsins besta bakarí svo þér er óhætt að gera kröfur.
Notum eingöngu
náttúruleghraefni.
Við viljum benda fólki á innihaldslýsingarnar. Við erum stolt af framleiðslunni og
uppskriftirnar eru okkar.
lE/n Æ
mLjii um lijd o l/zux
lAKÍARBAKARÍi