Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
45
hagsvandi viðkomandi sveitarfé-
lags sé svo alvarlegur að aukaálag
verði ekki umflúið. Aðstæður
hljóta að ráða ákvörðun. Ríkis-
stjórnin mælist hinsvegar til þess
við sveitarstjórnir, að þær gangi
eins skammt í álögum og aðstæður
frekast leyfa og að framkvæmda-
áætlanir verði innan ramma efna-
hagsstefnu stjórnarinnar.
• 4) Ríkisstjórnin er nú að ganga
frá breytingum á skattalögum,
sem létta munu almenna skatt-
byrði í landinu af lægri iaunum.
Frumvarp um þetta efni mun
koma fram næstu daga.
Það vakti athygli að talsmenn
Alþýðubandalagsins í þessari um-
ræðu „höfðu tungur tvær og töl-
uðu sitt með hvorri". Þórður
Skúlason, sveitarstjóri á
Hvammstanga (varamaður Ragn-
ars Arnalds, sem situr þing Sam-
einuðu þjóðanna), haslaði sér völl
við hlið félagsmálaráðherra í
þessu máli, þó hann notaði tæki-
færið til að skamma ríkisstjórnina
fyrir „miskunnarlausa kjara-
skerðingu". Svavar Gestsson,
flokksformaður, hafði hinsvegar
allt á hornum sér um þvílíkt
háttalag.
Röksemdir Þórðar, eina starf-
andi sveitarstjórans sem nú situr
á Alþingi, vóru m.a. þessar, efnis-
lega eftir hafðar:
• 1) Rekstrargjöld sveitarfélaga
hækkuðu um 68% 1983, miðað við
fyrra ár, en tekjur aðeins um 58%.
Hér við bætist óvissa um inn-
heimtu vegna kjaraþrengingar.
Afleiðingin er mjög erfið fjár-
hagsstaða, greiðsluerfiðleikar og
samdráttur í framkvæmdum, sem
bitnuðu á þeim er sízt skyldi, svo
sem á þjónustu barnaheimila og
skyldri starfsemi.
• 2) Minnkandi verðbólga kemur
sveitarfélögum til góða en fram-
vinda í þeim efnum er óviss. Nauð-
synlegt er að sveitarfélögin fái
svigrúm til að bæta fjárhagsstöðu
sína, „sem hefur farið gífurlega
versnandi á undanförum árum“.
— „Hvers vegna er það nauðsyn-
iegt að hafa þessa forsjá Alþingis
yfir sveitarstjórnum, sem eru
lögformleg stjórnvöld, kosin af
þegnum í hverju sveitarfélagi og
ættu að hafa bezta yfirsýn yfir
hag íbúanna og fjárhagslega stöðu
þeirra og sveitarsjóðanna"?
Svavar Gestsson, flokksformað-
ur, svaraði flokksbróður sínum um
hæl, þótt hann beindi orðum til
félagsmálaráðherra: „Ráðherra
talar um greiðsluþrot sveitarfé-
laganna. En hefur hann engar
áhyggjur af greiðsluþroti heimil-
anna í landinu"? Þann veg spurði
Svavar (ráðherra sveitarstjórn-
armála á þeim árum þegar staða
sveitarfélaga „fór gífurlega versn-
andi“) ekki þá hann og samráð-
herrar úr Alþýðubandalagi stóðu
að hækkun afturvirks tekjuskatts,
hækkun vörugjalds, hækkun sölu-
skatts, verðjöfnunargjalds á raf-
orku o.s.frv., auk fjórtán verðbóta-
skerðingum launa, 1978—1983.
Fækkun og samræm-
ing gildandi laga
„Alþingi ályktar að skora á rík-
isstjórnina að skipa fimm manna
nefnd er undirbúi hreinsun úr-
eltra ákvæða úr núgildandi lögum,
geri tillögur um lagabálka sem
engum tilgangi þjóna lengur og
fella má úr gildi og um greinar
gildandi laga sem eðlilegt er og
nauðsynlegt að samræma. í nefnd-
inni eigi sæti einn fulltrúi frá
Dómarafélagi íslands, einn frá
lagadeild Háskóla íslands og einn
frá Lögmannafélagi Islands. Þá
kjósi Alþingi tvo þingreynda
menn til setu í nefndinni".
Þannig hljóðar tillaga til þings-
ályktunar sem fimm þingmenn úr
öllum þingflokkum flytja. I grein-
argerð segir m.a.:
„Nú er verið að undirbúa útgáfu
nýs lagasafns sem verður mikið að
vöxtum. Mörg þeirra þjóna vart
nokkrum minnsta tilgangi. Form-
lega hafa þau ekki verið afnumin
og útgáfa þeirra sóun á pappír og
prentsvertu ... Alþingi hefur ver-
ið mjög atkvæðamikið við laga-
setningu, og það svo að oft hefur
keyrt úr hófi. Einföldustu hlutir
eru bundnir í lög. Þá hefur Alþingi
ekki hagnýtt sér svonefnda „sól-
arlagsaðferð", sem bindur gildis-
tíma laga við ákveðinn árafjölda.
Séu þau ekki verð endurnýjunar
að þeim tíma liðnum falla þau úr
gildi og lagahreinsunin verður
sjálfvirk að nokkru leyti".
Lagt er til að nefnd sú, sem til-
lagan fjallar um, „semji ítarlegt
lagafrumvarp er miði að því að
nema úr gildi öll þau lagaákvæði
sem-eru úrelt, valda vafa og óvissu
og stangast á“.
Tillögunni fylgir sérstök grein-
argerð eftir dr. Pál Sigurðsson,
dósent, um nauðsyn lagahreinsun-
ar — eða grisjunar laga. Hann
segir auðvelt að benda á mörg
dæmi um ákvæði í gildandi lögum,
„sem engum heilvita manni kemur
í hug að framfylgja né virða, og
eru sum þeirra fáránleg frá sjón-
arhóli nútímamanna".
Lög sem „engum heilvita manni
kemur í hug að framfylgja né
virða“, vekja ekki virðingu fyrir
lögum almennt. Það er ekki
minnsta atriði þessa stóra máls.
Fyrsti flutningsmaður þessarar
tillögu er varaþingmaðurinn Árni
Gunnarsson. Hann sýnist hafa átt
erindi í verið.
Við viljum halda í þetta með því
að gefa nýja húsinu nafn.
— Er mikill áhugi á samkeppn-
inni?
— Við höfum þegar fengið á
sjötta þúsund tillögur og vinnum
nú að því að gera lista yfir þær
handa dómnefndinni.
— Eru margar uppástungur um
sama nafnið?
— Ég má nú ekki segja of mikið
núna. Þó má geta þess, a& mikill
fjöldi þátttakenda vill tengja nafn
hússins við vonina, og það segir
mikið um þann hug sem fólk ber
til okkar. Það er líka áberandi
hvað margir hafa skemmt sér vel
yfir þessu og koma með allskonar
gáskafullar uppástungur. Ég er
mjög ánægð með slíkar tillögur,
þær gera dómnefndarstarfið svo
miklu skemmtilegra.
— Hvað gerist, ef dómnefndin
velur nafn, sem margir hafa
stungið uppá?
— Þá drögum við um verðlaun-
in.
— Hvenær lýkur samkeppn-
inni?
— Hún stendur til 6. desember.
— Hvenær má vænta úrslit-
anna?
— Við ætlum að reyna að hafa
þau tilbúin um miðjan desember
þegar húsið verður vígt og ef ekki
verður ágreiningur í nefndinni
ætti það að takast, sagði Ragn-
heiður Guðnadóttir að lokum.
FÍI fagnar
frumvarpi
um virðis-
aukaskatt
Stjórn Félags íslenskra iðnrek-
enda fagnar því, að fjármálaráð-
herra hefur nú dreift frumvarpi til
laga um virðisaukaskatt og þar með
hafið umræðu um þetta mál, segir í
ályktun frá félaginu, sem Mbl. hefur
borist
Það er löngu viðurkennt að nú-
verandi söluskattur hefur mjög
veigamikla galla. Hann hefur
neikvæð áhrif á skynsamlega og
hagkvæma uppbyggingu fyrir-
tækja og hann veikir stöðu inn-
lendrar framleiðslu í samkeppni
við erlendar vörur, hvort sem er á
innlendum eða erlendum markaði.
Eina raunhæfa leiðin til að ráða
bót á þessum ágöllum er að taka
upp virðisaukaskatt í stað núver-
andi söluskatts. Þetta er mikil-
vægur þáttur í að treysta undir-
stöðu atvinnustarfseminnar í
landinu og er ein af forsendum
iðnþróunar á næstu árum. Það er
nauðsynlegt að gefa þessum atrið-
um rækilega gaum í allri umræðu
um virðisaukaskatt.
Nú setjum við nýtt met í sjónvarpstilboðum.
Við bjóðum 26" CS-1006 Philips litsjónvarp
með innan við 10% útborgun
og eftirstöðvar má greiða á allt að 8 mánuðum.
Það fæst líka á frábæru staðgreiðsluverði,
aðeins kr. 35.900.-.
Við komum tækinu heim í stofu, stillum það og þið fáið
vetrardagskrá sjónvarpsins eins góða
og möguiegt er.
Þetta köllum við
sveigjanleika í samningum.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655