Morgunblaðið - 04.12.1983, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
Það var eins og stórstjörnur
væru á ferð
• f • * *
Rabbað við Margreti Orlygsdóttur um Penthouse-keppnina í Bandaríkjunum
(Ljósm. Mbl. Friðþjófur).
„Það var stórkostlegt ævintýri að taka þátt í þessari keppni og ekkert
ósiðsamlegt í sambandi við þetta,“ segir hún brosandi og dregur myndir og
blaðagreinar upp úr pússi sínu. Viðmælandi okkar er Margrét Örlygsdóttir,
fjörleg og blátt áfram stúlka úr Njarðvíkum, sem var fulltrúi Islands í
alþjóðlegri keppni tímaritsins Penthouse um „stúlku ársins“, sem haldin var
í Atlantic City í Bandaríkjunum nú nýverið. Margrét er 18 ára gömul, borin og
barnfædd í Njarðvíkum, dóttir hjónanna Ernu Agnarsdóttur og Örlygs Þor-
valdssonar, og hún hefur að undanförnu stundað nám í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja á tungumálasviði. „Ég tók mér hálfs árs frí úr skólanum og ætla
að hugsa minn gang í vetur,“ sagði hún og bætti því við, að þátttakan í
Penthouse-keppninni kynni að hafa einhverjar breytingar í för með sér á
högum hennar. En við byrjum á byrjuninni og víkjum aftur að þátttöku
Margrétar í keppninni.
Keppni þessi nefndist á
ensku „One million
dollar pet of the year“,
sem þýða má: „Milljón
dollara gæludýr árs-
ins“, og eins og nafnið gefur til
kynna fékk stúlkan sem sigraði
eina milljón dollara (30 milljónir
ísl.) í verðlaun um leið og hún
skuldbatt sig til að starfa sem
fyrirsæta hjá Penthouse í eitt ár.
Samkvæmt blaðaskrifum um
keppni þessa er hún af mörgum
talin einhver glæsilegasta fegurð-
arsamkeppni sem haldin hefur
verið og víst er að verðlaunin hafa
hvergi verið meiri, fyrir utan öll
tilboðin sem á eftir kunna að
fylgja fyrir þátttakendur. Við
spyrjum Margréti fyrst hvernig
það atvikaðist að hun tók þátt í
þessari keppni:
„Tímaritið Samúel, sem stóð
fyrir vali fulltrúa héðan, auglýsti
eftir uppástungum um þátttak-
endur og vinir mínir bentu þeim á
mig. Ég hafði ekki hugmynd um
það og kom því af fjöllum þegar
hringt var í mig frá Samúel og ég
beðin um að koma í viðtal. Ég
hafði ekki velt þessu fyrir mér, en
ákvað að slá til og prófa þetta,
kannski mest af forvitni. Síðan fór
ég í viðtalið og þá voru einnig
teknar myndir, og dómnefndin
valdi síðan út frá myndunum og
viðtalinu þá stúlku, sem gæti kom-
ið til greina sem fulltrúi íslands í
Penthouse-keppnina. Þremur vik-
um áður en ég fór út í keppnina
var hringt í mig og Ólafur Hauks-
son, ritstjóri Samúels, tilkynnti
mér að ég hefði verið valin. Mér
dauðbrá, því það var svo langt um
liðið síðan ég fór í viðtalið að ég
var eiginlega búin að gleyma
þessu. Síðan var ég á fullu við að
undirbúa mig þangað til ég fór út.
Ég fór ein til -New York og á
vellinum þar sá ég konu með
spjald sem á stóð: „Margrét Ör-
lygsdóttir, Iceland", svo þetta var í
rauninni ekkert mál. Ég var í mik-
illi seinkun og þegar ég kom sagði
konan mér að móttökuveislan
væri byrjuð, svo ég skyldi bara
drífa mig inn á klósett og skipta
um föt og það gerði ég og fór svo
beint af vellinum í partýið. Þá
strax sá ég hvað glæsileikinn var
mikill í kringum þetta allt saman,
en veislan var haldin í einu fínasta
veitingahúsinu í New York og við
vorum keyrðar á milli í limúsín-
um, svo eitthvað sé nefnt."
Með frægu fólki
„Við dvöldum í þrjá daga í New
York og ég var þá í herbergi með
stúlku frá Noregi. Á daginn skoð-
uðum við borgina og á kvöldin
sóttum við samkvæmi og blaða-
mannafundi á vegum Penthouse
og við vorum umsvermaðar af
fólki úr fyrirsætubransanum, sem
var að leita fyrir sér með nýjar
fyrirsætur. Það sama var einnig
upp á teningnum eftir að við kom-
um til Atlantic City, en þangað
fórum við í æðislega flottri rútu
með klósetti og öllu.
Við bjuggum á Sands-hótelinu í
Atlantic City og það er fallegasta
hótel sem ég hef séð. Þarna var
allt sem hægt var að hugsa sér og
í rauninni hefði maður aldrei
þurft að fara út af hótellóðinni.
En þegar við fórum eitthvað biðu
limúsínur tilbúnar fyrir framan
hótelið og í þeim var bar, sjónvarp
og sími, þannig að það var eins og
einhverjar stjórstjörnur eða þjóð-
höfðingjar væru á ferðinni. Maður
lifði sem sagt algjöru kóngalífi og
sótti veislur með frægu fólki á
kvöldin, að loknum æfingum.
Veislurnar voru taldar mjög þýð-
ingarmiklar, alla vega fyrir þær
sem vildu komast í sambönd í
tískuheiminum. Ef einhverjar
vildu t.d. hvíla sig eftir æfingarn-
ar sögðu umsjónarkonurnar yfir-
leitt: Þú ræður því auðvitað, en
þarna verður „very important
people“, og það varð auðvitað til
þess að maður lét sig hafa það að
mæta.
Ég man sérstaklega eftir einu
partíinu, sem var haldið hjá eig-
anda Penthouse, Bob Guccione.
Hann bjó í stórri höll og á veggj-
um voru málverk eftir klassíska
málara frá fyrri öldum. Þarna var
innisundlaug og ég held bara að
klósettið hafi verið úr gulli. Maður
þorði varla að setjast á það. En
hvað með það, þarna í veislunni
kom til mín maður, sem sagðist
vera kvikmyndaframleiðandi og
byggi í Beverley Hills í Hollywood,
og hann fór eitthvað að tala um að
ég ætti hiklaust að fara út í leik-
list, ég væri með svo svipsterkt
andlit. Hann bætti því reyndar við
að hann væri að gera mynd í
Hollywood og ég v.æri upplögð í
myndina. Síðan spurði hann mig
hvort hann mætti bjóða mér í
dinner kvöldið eftir eða eitthvert
annað kvöld sem ég væri laus, en
ég afþakkaði að sjálfsögðu þetta
ágæta boð. Þegar hann svo kvaddi
sagði hann eitthvað á þessa leið:
„LA og Hollywood munu elska þig
ef þú kemur." Þótt maður tæki
mátulegt mark á svona tilboðum
var skemmtilegt að hitta svona
menn og fylgjast með því hvernig
svona hlutir ganga fyrir sig í þess-
um bransa.
En skemmtilegasti hlutinn af
þessu öllu var þó að taka þátt í
æfingunum. Þar var líka allt fullt
af frægu fólki, eins og t.d. Andy
Gibb, sem var kynnir í keppninni
ásamt „Miss World" frá því í fyrra
eða hitteðfyrra. Þau voru alltaf á
æfingum með okkur og maður var
farin að þekkja þau eins og góða
kunningja. Eins var með dansar-
ann fræga Peter Genero, sem æfði
dansana með okkur."
Sumar grétu
á æfingunum
„Upphaflega vorum við 29 sem
áttum að taka þátt í keppninni, ef
með er talin þessi frá Svíþjóð sem
stakk svo af frá öllu saman. Það er
kannski rétt að taka það fram, að
það sem haft var eftir henni í
blöðum, og birtist meðal annars í
frétt í Morgunblaðinu, að það
hefði átt að taka af okkur ein-
hverjar vafasamar myndir, er al-
gjör della. Það var aldrei minnst á
svoleiðis myndatöku og í rauninni
fór þetta fram eins og venjuleg
fegurðarsamkeppni. En annað
hvort hefur einhver logið þessu í
hana eða þá hún hefur ímyndað
sér að það ætti að taka vídeó-
myndir af okkur í „hinum ýmsu
stellingum", eins og það var orðað.
Sannleikurinn var sá, að það var
gerð vídeóupptaka frá keppninni,