Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
47
þar sem var talað við okkur við
ýmis tækifæri, uppi á herbergjum
eða þegar við vorum úti að borða
og þessu skeytt saman við sjálfa
keppnina. Þessi upptaka verður
tilbúin eftir áramótin og við fáum
allar sent eintak af henni, og síðan
verður henni sjónvarpað víða um
heim. En það er misskilningur að
keppninni hafi verið sjónvarpað
beint. Það átti upphaflega að gera
það, en var hætt við þar sem
keppnina bar upp á „Thanksgiving
day“, sem er einhvers konar frí-
eða helgidagur í Ameríku.
En varðandi þessa sænsku þá
fannst mér furðulegt að hún
skyldi geta laumast svona af hót-
elinu án þess að nokkur tæki eftir.
Mikill fjöldi lögregluvarða fylgd-
ist með okkur, og svona nokkuð
átti að vera nánast útilokað. En
hún var í herbergi með stelpunni
frá Noregi og eitt kvöldið þegar
við vorum í kokteil-partíi, vorum
við norska stelpan að tala eitthvað
saman og hún hafði þá á orði að
þær væru mjög óánægðar með
þetta allt og væru að hugsa um að
láta sig hverfa. Ég tók eftir að sú
sænska mætti ekki í partíið og
seinna um kvöldið uppgötvaðist að
hún var horfin af hótelinu. Hún
hafði þá farið ein í leigubíl til New
York, hálfpeningalaus og illa tal-
andi á ensku þannig að þetta var
algjört rugl allt saman. En hvað
um það, mér fannst hún bæði frá-
hrindandi og leiðinleg.
Annars var þetta góður og sam-
stilltur hópur og mjög góður andi
á milli okkar stelpnanna og einnig
þeirra sem stóðu að keppninni.
Þetta var samt gífurleg vinna og
þreytandi til lengdar og stelpurn-
ar tóku þetta miðsjafnlega alvar-
lega. Sumar voru að fara yfirum á
taugum og hámuðu í sig róandi
töflur og grétu á æfingunum. En
svo voru aðrar, eins og ég, sem var
alveg sama og litu bara á þetta
eins og skemmtilegt ævintýri. Ég
fann aldrei fyrir stressi og var svo
afslöppuð á æfingunum að ég var
látin koma fram í öllum hópunum
ásamt þeirri frönsku, sem var
heldur ekkert að stressa sig út af
þessu. Reyndar sögðu þeir við mig
í gríni að ég ætú ekki að gera neitt
annað en stússa í einhverju svona,
ég væri alveg fædd í þetta. Annars
skal ég viðurkenna að eftir þessa
reynslu líst mér mjög vel á fyrir-
sætustörf og gæti vel hugsað mér
að prófa þetta frekar. Mér fannst
alveg æðislega gaman að koma
þarna fram, alveg ofsalega gam-
an.“
Víkingastúlka
í gæruklæðum
„Annars kom ýmislegt upp í
sambandi við þetta. Einu sinni var
bankað upp á hjá mér og það voru
þá fréttamenn frá CBS-sjón-
varpstöðinni. Þeir höfðu mikinn
áhuga á gærufatnaðinum, sem ég
notaði m.a. í keppninni, og mynd-
uðu hann í bak og fyrir og á með-
an var ég látin segja frá hvers
vegna ég hefði valið íslensku ull-
ina í þennan búning. Þetta hefur
því sennilega verið ágætis kynn-
ing á íslenskum ullarvörum, en
þetta var sýnt í kvöldfréttum
CBS-sjónvarpsins. Svo var ég í
viðtölum í nokkrum blöðum, þann-
ig að það var talsvert umstang í
kringum þetta.
í Atlantic City var ég í herbergi
með stúlku frá Ítalíu, Pamelu, og
við urðum góðar vinkonur. Hún
talar ekki stakt orð í ensku og það
skildi enginn hvernig við gátum
verið saman á herbergi, en þó var
sagt um okkur að við værum bestu
herbergisfélagarnir. Við töluðum
saman með höndunum og andlit-
inu, og svo kenndi hún mér nokkur
orð í ítölsku og ég henni nokkur
orð í íslensku og ensku og þetta
gekk ágætlega. Samtölin fóru
þannig fram að hún kannski benti
á mig og sagði: Marilyn Monroe og
síðan benti hún á sjálfa sig og
sagði: Sophia Loren, og svo hlóg-
um við eins og vitleysingjar. Ann-
ars varð kunnáttuleysið í ensku
henni að falli í keppninni. Það
voru flestir á því að hún ætti sig-
urinn skilið, en hún varð í fjórða
sæti. Það var hins vegar talið
mjög þýðingarmikið að sú sem
sigraði gæti gert sig skiljanlega á
ensku. Það var eins í þessari
keppni og flestum fegurðarsam-
keppnum að það er ekki nóg að
hafa bara útlitið. Stúlkurnar
verða að hafa eitthvað fleira til
brunns að bera ef þær eiga að
komast áfram. En mér fannst
samt Pamela verðskulda sigurinn
og það fannst fleirum."
En hvað með þessa dönsku sem
sigraði, kynntist þú henni eitthvað?
„Já, ég kynntist henni ágætlega.
Hún var ágæt en kannski svolítið
kærulaus. Það var til dæmis búið
að áminna okkur um stundvísi í
Ef stúlkurnar þurftu að skreppa
eitthvað var stór limúsína til reiðu
og hér er Margrét í bílnum, sem eins
og sjá má er með sjónvarpi, bar og
síma.
sambandi við æfingarnar, en hún
fór ekki alltaf eftir þeim reglum.
Svo var hún alltaf með „vasa-
diskó" á eyrunum, sem var
stranglega bannað, og þar af leið-
andi fylgdist hún ekki alltaf nógu
vel með. Það var búið að segja
okkur að allt svona yrði tekið með
í reikninginn, en það virðist ekki
hafa verið gert í hennar tilfelli, og
það voru margir hissa þegar hún
var valin, ekki síst hún sjálf."
Hvernig fór sjálf keppnin fram?
„Við komum þrisvar fram.
Fyrst kom ég fram í síðkjól sem
var saumaður sérstaklega hér á
landi, en það verk annaðist Krist-
ín Jónsdóttir. Síðan komum við
fram í sundbolum, sem ítalski
tískuhönnuðurinn Oleg Cassini
gerði sérstaklega fyrir keppnina.
Loks kom ég svo fram í búningi úr
íslenskri gæru, sem Eggert Jó-
hannsson sneið sérstaklega fyrir
mig að beiðni ritstjóra Samúels. í
þessu atriði áttum við allar að
koma fram í einhverju sem minnti
á land og þjóð og ég var kölluð
„víkingastúlkan" og lýsti því
hvernig ullin hefði haldið hita á
íslendingum í gegnum aldirnar.
Það ríkti auðvitað mikil spenna
í salnum á meðan á þessu stóð. Ég
fann hins vegar ekki fyrir stressi
heldur naut þess bara að upplifa
þetta. Þetta var stórkostleg upp-
lifun. Inn í þetta var svo fléttað
söngvum og dönsum á milli þess
sem Andy Gibb og „Miss World"
kynntu. Og jafnvel þótt ekkert
komi út úr þessu var það þess
virði, bara að upplifa það að taka
þátt í þessu."
Jákvæð reynsla
„Annars fékk ég nokkur tilboð
um fyrirsætustörf og m.a. frá
Ferrari-fyrirtækjasamsteypunni.
En ég hef ekkert ákveðið hvað ég
geri. Okkur var sagt að eftir að
keppninni yrði sjónvarpað gætum
við búist við að tilboðum færi að
rigna yfir okkur. En eins og ég
sagði skiptir það ekki öllu máli.
Aðalatriðið var bara að fá tæki-
færi til að taka þátt í keppninni og
upplifa þetta ævintýri."
Nú eru sumar þeirrar skoðunar að
fegurðarsamkeppnir séu niðurlægj-
andi fyrir konur, hvað finnst þér um
það?
„Mér finnst ekkert athugavert
við að stúlkur taki þátt í fegurð-
arsamkeppni ef þær eiga þess
kost. Það geta fylgt þessu mörg
spennandi tækifæri, ferðalög og
svo kynnist maður mörgu
skemmtilegu fólki úr öllum heims-
hornum. Mér finnst alveg sjálf-
sagt að notfæra sér slíkt ef kostur
er á.“
En hvað finnst þér um Pent-
house-tímaritið, varst þú reiðubúin
að fylgja þeim kvöðum að láta taka
af þér svokallaðar „djarfar" myndir
ef þú hefðir sigrað?
„Ég bjóst aldrei við að vinna og
hugsaði þar af leiðandi aldrei út í
það. Við vorum margar í keppn-
inni sem hugsuðum aldrei svo
langt að við þyrftum að gera þetta
upp við okkur. Við bara komum
þarna til að taka þátt í keppninni
og hafa gaman af þessu. Og sumar
hugsuðu fyrst og fremst um tæki-
færin sem þetta gæti gefið þeim í
tískubransanum. En það verður að
segjast eins og er að fólk hlýtur að
hugsa sig um tvisvar áður en það
hafnar milljón dollurum, þótt með
þessu sé ég ekki að segja að ég hafi
gert mér einhverjar vonir um að
hreppa þessi verðlaun. En þessu
fylgir líka mikil vinna og þessi
danska, sem vann, byrjaði strax
að vinna eftir keppnina. Ég er ekki
viss um að þetta hefði hentað mér,
en það á örugglega ágætlega við
hana. Hún hafði talað um að
hennar æðsti draumur væri að
verða „international“ kvikmynda-
stjarna og hún fékk strax mörg
kvikmyndatilboð, þ.á m. um að
leika í James Bond-mynd. Þannig
að það má segja að með þátttöku í
keppninni hafi hún fengið ósk sína
uppfyllta.
Um Penthouse-tímaritið get ég
lítið sagt. Ég held þó að þetta sé
mjög vandað tímarit þrátt fyrir
„djörfu“myndirnar og það er mjög
víðlesið. Til gamans get ég nefnt
að við hittum margar fyrrverandi
fyrirsætur blaðsins í samkvæm-
unum og ég var alveg hissa þegar
ég sá þær, því maður hafði búist
við hálfgerðum „gleðikonum" úr
svona starfi. En þær voru þvert á
móti mjög aðlaðandi og glæsilegar
stúlkur og t.d. umsjónarkona mín
var sérstaklega elskuleg kona.
Hún heitir Dominique Mauré, og
er fyrrverandi fyrirsæta hjá
Penthouse. Maður gerir sér svo oft
rangar hugmyndir um fólk og lífið
almennt, en mín reynsla af þessu
fólki er mjög jákvæð. Það voru all-
ir afskaplega elskulegir og
skemmtilegir í kringum þetta."
Og hvað er svo framundan hjá
þér?
„Ég veit það ekki enn. En eins
og ég sagði hefur þetta vissulega
kveikt í mér áhugann fyrir mód-
elstörfum og ég ætla að athuga þá
möguleika. Ég hefði t.d. áhuga á
að kynnast fyrirsætustörfum hér
heima og svo getur verið að maður
geri eitthvað varðandi þessi tilboð
og eins ef fleiri berast eftir að
sjónvarpsþátturinn verður sýnd-
ur. En mig vantar pening eins og
stendur og er því að hugsa um að
fá mér vinnu og stunda tungu-
málanám í kvöldskóla í vetur. Svo
sér maður til.“ — Sv.G.
Pet of the Year
Lasi weckand. ihe 78 conieæ
lants partlclpated In a preltml-
nary competltloo in a smtll Sand*
baliroom They wore otie and
two-ptece swtmsults of the type
thal women on tbe Rlvtera wore
heíore tbey declded to chnck the
mnts altogether Though outrighl
nndity tt prohlhtted at the pa(-
eant. a two-hoer verttoo of which
witt he televtsed throeáhoef tha.
world IB Sanuary. MUa Ittty -
Mfflrt OrtygecloWr (lcefand)
meaeurea 12-72-32 and epends a lot of
nme thinklng about this later the's
n ber room. stering sullenly m the.
inirror. "God." she br.tih.-s “I srtth I
nsd booha " Another moment: a "Pet
eort" tells her. "Sorry. liona. wc
lon't have any " Any what’ "Body
(lue For nipplccaps "
■
Miss GcnBany. Carola Winler. mis
•n hcr hcd. naked. "In Gcrmany. is
rccr." Shc shnws p*» an old ptcsport
•tuare Ifefy. Winicr hloomed at tv
<ow at Jl - -I say 21. bacatise I flg
•rc I luct five yfcarv" — she's livlag a
Ircam 'lwpt model in Germany.
ind onc <Ut I was t( a irain In Oussel-
lorf and thts llollywood prodpcer
omcs up " Ha kept calllng. Winier
inally accepted htt planc llckal. "for
i wtsif. is all." Three mnnlhs In Molly
vood. and shc's alrcady bccn namcd
4lss Hollywood Intarnailonal Sllll.
runway Io a salt ihai
oí dotbiog Ib name only Tha
mea In the tudWnce groBbed. Só
wtll the censors wbo must reOt
her for Amertcaa TV
Miss Aaeríca haa iu ttlent seg-
ment The Penihoute pageani haa
Its fantasjy coatumaa On ttmdaT
night. Mlss South Afrtca. Jllly
Hutchlnfs. came on **a*e aa I
fairy godmother. dreaaad ooly Id
sheer ballet skin and pastica
D'lemos. came as the "Purrrríect
PH." wetring a ttght black papiV
sult. biack ftthnet slocklBgs and *
beavy chaia ihat rmn from her
■ ptgeaai s co-produc
'We're bo* mytng. tlka Mtts Am
ua about y
Talk to «
„ her and tnyw yom want to he a
mrse. The tmth tt wc don t lcaref
(See PET <■ M»
Margret Orlygsdottir, Mtss lceland.
Talsvert var fjallað um keppnina í blöðum vestra og hér eru tvær úrklippur
með rayndum af Margréti.
Margrét ásamt herbergisfé-
laga sínum, Pamelu frá ít-
alíu.
MISSICELAND
Margrcrf OHygsdottk
tkjs: IV
►j*> Wtttl: iS'
'6' Xf
;*** k a pqfMhWfc skidecit whO erýovs
ixdet <jr*1 txy**Mhoí: She 'v» ocWO rt ciovs rjt
w kxxt F«fott' ond and ócrces
7HE StCXXO
$
w
ENTHOUSE PET OF THE YEAR
Eigandi Penthouse,
Bob Guccione, krýn-
ir sigurvegarann,
Jeanette Dyrkjær
frá Danmörku.
Svipmynd af sviðinu. Lengst til hægri er Miss World.
Margrét er í öftustu röð til hægri.
(Myndir úr keppninni: Jón Gerald.)
Andy Gibb var kynnir í keppninni og hér stendur
hann á sviðinu fyrir aftan Margréti.
Slappað af á railli æfinga.