Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR FYRIR ÞREYTTAR HÚSMÆÐUR Hvernig er hægt aö lengja daginn í skammdeginu ? „Ég hef bara ekkl eina einustu minútu aflögu fyrír sjálfa mig .. ur ekki annað hvort heyrt sjálfan sig eða einhverja aðra mæla eitthvað álíka spaklegt? Pað er svo ótrúlegat margt sem þu vilúir gera, en þvímlður, mín- úturnar og klukkustundirnar æða áfram á aiveg óviðráðanlegum hraða, svo enginn fær við neitt ráðið. Par sem nú fer að styttast í vikuna sem hér áður var kölluð vitlausa vlkan, og dagurinn styttist í sífellu í réttu hlut- faili við auknar annlr, er ekkl úr vegi aö rífja upp nokkur hellræðl um hvern- ig hægt er að græða einn tíma á tíag. En er það hægt? Svo segir a.m.k. Jaques nokkur Thomas, en hann bein- Ir orðum sínum aoallega til húsmæóra, en þær eru jú sem kunnugt er þreytt- astar allra þegar fjölskyldan sest niður aó borða langþráóa jólasteik. Allt tekur sinn tíma: Aö koma barninu á dag- heimili, aö komast f vinnuna og heim úr vinnunni aftur, starfið á skrifstofunni, aö sinna ýmsum erindum, heimilisstörfum o.s.frv. Þaö er ómögulegt að slaka á í eina eöa tvær rólegar stundir til þess eins aö skoöa bækur hjá forn- bókasala, fara út aö ganga eöa bara aö slappa rækilega af. Hvern- ig á maöur eiginlega aö fara aö því aö vera ekki lengur þrælkaöur af oki tímans? Hvernig á maöur aö komast hjá því aö vera reyröur niöur milli visanna á úrinu sínu? Þaö gerir maöur einfaldlega meö því að breyta um stefnu og með því aö læra aö hafa stjórn á tíma sínum, alveg eins og á buddunni sinni; þaö er aö segja meö því aö beita sig ströngum aga Til þess aö geta kannski unniö meira? Ekki endilega. Þaö er miklu betra aö nota þann tíma, sem sparast, sér til hvíldar. Timinn, sem manni áskotnast á þennan hátt, gerir sitt til þess aö halda manni frískum og fullum vinnugleði. Aðferðin Hérna eru nokkrar ráðleggingar, sem munu koma aö gagni viö að hafa stjórn á rás tímans: Taktu þig til á hverju kvöldi og notaöu fimm mínútur til þess aö skrifa lista yfir allt þaö, sem þú þarft aö gera næsta dag. Slíkur listi veitir þér ekki einungis ómetanlegan sál- fræöilegan stuöning, heldur skap- ar þér líka þá ánægju aö geta svo strikað yfir allt, sem þú ert þegar búin aö gera. Spuröu svo sjálfa þig þessarar spurningar meö vissu milliþili: „Hvað gerist eiginlega, ef ég get ekki þetta eða hitt? Skipta afleið- ingarnar af því nokkru málí eða verða þær afdrifaríkar?" Sé svarið neikvætt, er alveg augljóst, aö þaö er hreinasti óþarfi að vera að gera þetta verk, því þaö er bara tíma- þjófur. Sé þetta reyndin, skaltu sleppa því héöan i frá. Þú skalt byrja daginn á því aö gera þaö, sem þér fellur síst aö standa í: Hreinsa teppin, svara bréfum, borga reikninga og svo framvegis. Þetta gerir mann léttari í lund þaö sem eftir er dagsins, og þú kemur til með að sýna meiri áhuga á öðr- um þeim verkum, sem þú þarft aö leysa af hendi. Vertu ekki alltaf aö reyna aö vera fullkomin: Ber svo sem nokkra nauösyn til aö skrifa eitt- hvert bréf á nýjan leik, bara vegna einhverrar smávillu? — bréf, sem maöur veit ósköp vel að hafnar beint í bréfakörunni, án þess einu sinní aö hafa verið lesiö almenni- lega. Er það nú virkilega nauösyn- legt aö strauja aftur þessa straufríu skyrtu? Þaö ætti líka aö gefa gaum aö því, aö því meiri tíma, sem maöur hefur framundan, þeim mun hætt- ara er manni að eyöa öllum tíman- um í eitt einasta verk. Sú hætta vofir alltaf yfir öllum konum aö ganga í þessa gildru einn góöan veöurdag, og þær fara þá aö sökkva sér algjörlega í aö koma öllu í toppstand á heimilinu. Þaö er svo sem satt, aö maöur getur ósköp vel veriö á feröinni meö af- þurrkunarklútinn úti í öllum horn- um, þurrkaö af öllum húsgögnum hvern einasta dag. Á hverjum ein- asta morgni þyrlast upp ný ryk- korn, og þegar maöur veit, hvar þeirra er að leita, þá skal maöur nokk finna þau. Alltafnóg að gera helma Þaö er líka hægt aö snúa rúm- dýnunum viö á hverjum morgni eða viðra sængurfötin, áöur en bú- iö er um rúmin. Maður getur veriö að ryksuga teppin svo klukkutím- um skiptir: þau halda samt alltaf áfram aö gefa frá sér ló. Þaö er velþekktur eiginleiki hjá fólki aö láta eitt einasta verk teygjast svo á langinn, aö þaö taki allan þann tíma, sem til ráðstöfunar er, aö Ijúka því. Þetta mætti orða með einni stuttri setningu: Sá tími, sem Teikning/Morgunblaoio Andrina fer í aö vinna eitt verk, stendur í þeinu hlutfalll viö þann tíma, sem maður hefur til ráöstöfunar. Sá hugsanagangur er líka frem- ur algengur meöal kvenna, aö ef þær færu aö taka upp á því aö snara húsverkunum af, þá veröi allt svo hroövirknislega gert. Þaö er margsinnis búið aö segja þeim, og þaö hefur veriö brýnt fyrir þeim, aö kona sé alltaf hlaöin verkefnum heima fyrir, aö „það sé alltaf nóg að gera heima". Áratugum saman hefur þeim verið innrætt háleitt markmiö, sem þeim bæri aö keppa aö: Hreinlæti, röö og reglu á öllum hlutum og góöum heimilisbrag. Þið skuliö bara flýta ykkur að slá striki yfir þennan heilaþvott fyrri ára og eignist heldur dýrmætan tima til þess aö vera meira meö börnunum ykkar og eiginmanninum. Er þaö kannski ekki þýöingarmeira? Þiö skuliö spyrja ykkur sjálfar, hver séu æðstu verðmæti lífsins í ykkar augum. Skrifiö þaö hjá ykk- ur: Peningar, starfsframi, ást, tómstundagaman o.s.frv. Því næst skuliö þiö tölusetja hvert atriöi í réttri röö eftir gildi. Til dæmis: Fyrsta starfsframi, annað gott fjöl- skyldulíf, þriðja sem mest af tómstundum og svo framvegis. Mjög einföld aöferö viö niöur- rööun hfnna helztu verömæta lífs- ins er aö spyrja sjálfan sig eftirfar- andi spurningar: „Hverju vildiröu helzt af öllu fá áorkaö, ef þú ættir ekki nema tfu ár eftir ólifuö, fimm ár, sex mánuöi? „Þegar maöur hefur lagt þetta niöur fyrir sér, er leikurinn unninn eöa að minnsta kosti næstum því unninn. Viljier allt, semþarf Aöalatriöiö er, aö maöur byrji á númer eitt. Ef þaö gengur illa að ákveöa forgangsröðina á einhverri tiltekinni stundu, þá skuliö þiö spyrja ykkur: „Hvernig get ég bezt variö tfma mfnum á þessari stundu?" Þiö skuliö læra aö spyrja ykkur þessarar spurningar eins og ósjálfrátt. Þaö ætti aldrei að fresta þvf til morguns, sem hægt er aö gera í dag, af þvf aö þaö kynni aö valda ykkur samviskubiti. Þá fariö þið bara aö segja viö ykkur sjálfar: „Mér bærl aö hafa gert þetta," og takiö þannig aö ala meö ykkur sektarkennd. Afleiöingin veröur nánast sú, aö taugaspennan sem af þessu hlýzt, gerir ykkur ennþá afkastaminni. Þið skulið ekki leggja það i vana ykkar að hluta of mikiö á ykkur sjálfar. Jafnt í vinnu sem í íþróttum lúrir maöur alltaf á einhverri auka- orku, sem unnt er aö grípa til, þeg- ar á reynir. Það er þara viljinn, sem skiptir máli. Þiö skuliö segja viö ykkur, að því meira, sem þið hafið að gera, þeim mun meiri tími verö- ur fyrir hendi. Ef þið hafiö fyrir vana að byrja daginn á þvf aö vera í vafa um hlutina eöa róa f ráöa- leysi fram í gráöiö, þá veröur ykkur ekkert úr verki þann daginn. Éf þið hins vegar takiö ykkur strax eitt- hvað fyrir hendur Ijúkið því af, þá haldiö þiö stanzlaust áfram. Aö lokum þetta: Leggöu þennan arabíska málshátt vel á minniö: „Sá sem eitthvaö vill aöhafast, finnur alltaf aöferöina. Sá sem ekkert vill gera, finnur alltaf afsök- unina." Jaques Thomas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.