Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 73 fclk í fréttum „Dukkuæðið** breiðist út frá Bandaríkjunum: Nota síðasta skilding- inn í dúkkurnar + Fyrir nokkrum dög- um var frétt í Morgun- blaðinu um nýja dúkku- tegund vestur í Banda- ríkjunum, sem væri svo eftirsótt, að fólk legði það á sig að standa í Xavier Roberts með eina dúkkuna sína — nýjasta Kðið í Bandaríkjun- um og Englandi. biðröð heila helgi til að vera öruggt um fá eina á mánudagsmorgni. Dúkkuæðið herjar þó ekki aðeins á Banda- ríkjamenn því að nú hefur það lagst á Eng- lendinga með ekki minni þunga. Stórverslunin Harrods í London var í hálfgeröu umsátursástandi í síðustu viku þegar þúsundir manna ruddust inn til að verða sér úti um eintak af „Kálhausunum" en dúkkurnar hafa verið kallaðar svo vegna þess, að höfuðið er ekki ólíkt kálhaus. Margir höfðu beðið alla nóttina eftir því að verslunin yrði opnuð og það þótt hver við- skiptavinur ætti aðeins að fá eina dúkku. í Bandaríkjunum er æsingurinn í fólkinu svo mikill, að yfirvöld í mörgum ríkjum hafa varað versl- unareigendur við að auglýsa dúkk- urnar nema þeir geti ábyrgst að allir fái a.m.k. eina. Að öðrum kosti verði þeir bara að bera ábyrgðina sjálfir en oft hefur komið til uppþota og skemmdar- verka þegar fólk hefur beðið lang- tímum saman og allt verið uppselt þegar að því kom. í bandarískum blöðum segir frá fólki, sem ver miklu fé til að kom- ast til Englands þegar það er orðið úrkula vonar um að fá dúkku í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og er ágætt dæmi um það Edward Pennington, póstþjónn í Kansas- borg. Hann fór í bankann og náði í allt sparifé þeirra hjónanna (með fullu samþykki konu sinnar), tók Hjá Harrods var í nógu ad snúast þegar dúkkusalan hófst. var svo lukkulegur að komast yfir tvær. Með dúkkunum fylgja fæð- ingarvottorð og ættleiðingarskjöl fyrir væntanlega foreldra og þótt sálfræðingar og félagsfræðingar beggja vegna Atlantsála krossi sig í bak og fyrir yfir þessari „vit- leysu" þá getur uppfinningamað- urinn, dúkkuskaparinn, horft fram á náðuga daga í ellinni. Hann heitir Xavier Robert og verður orðinn milljarðamæringur áður en árið er úti. Xavier fékk hugmyndina að dúkkunum fyrir mörgum árum þegar hann lagði stund á högg- myndalist. „Ég þurfti á peningum að halda og tók að búa til tusku- dúkkur. Fyrstu dúkkurnar seldi ég á flóamarkaði og brátt varð eftir- spurnin eftir þeim svo mikil að ég hætti í iistinni og einbeitti mér að „smáfólkinu mínu" eins og ég kall- aði þær,“ segir Xavier. Þegar Xavier var kominn vel af stað í dúkkuframleiðslunni varð hann sér úti um tölvu og sagði henni að sjá til þess, að engar tvær dúkkanna yrðu eins. Dúkk- urnar eru framleiddar í verk- smiðjum í Hong Kong og á Taiwan en Xavier hefur líka komið upp „barnaspítaia" þar sem hægt er að ættleiða dúkkurnar. Þar ganga hvítklæddir „læknar" og „hjúkr- unarkonur" um ganga og þar er skrifstofa þar sem hægt er að ganga frá ættleiðingarpappírum. COSPER 9420 COSPER Edward Pennington notaði allt spariféð til að komast austur yfir Atlantshaf, til London þar sem hann náði í tvær dúkkur fyrir Leönu litlu. síðan næstu flugvél til London og komst þar yfir eina kálhausdúkku fyrir Leönu, fimm ára gamla dótt- ur þeirra. „Leana var alveg óhuggandi, hana langaði svo að fá þessa dúkku, og hamingja hennar skipt- ir okkur meira máli en peningarn- ir,“ sagði Pennington þegar hann kom heim með dúkkurnar en hann HREINDYRAKJÖT í JÓLAMATINN AF HVERJU EKKI ? Hryggur, bógur, framhryggur, mjaðmasteik, læri, skankar (takmarkaöar birgðir) HELGARRÉTTURINN Nýreyktar unghœnur Ath. Allt okkar nautakjöt er nýtt, ófrosið og mátulega hangið. Allar okkar kjötvörur eru af ný- slátruðu — ekkert ,,gamalt“ kjöt! Nói—Síríus kynna jólanammiö í dag. Lúórasveit Seltjarnarness leikur kl. 7—8 á Eidistorgi. Opið til kl. ÍO. Vörumarkaðurinnhf. Avallt á undan ARMULA 1a EIÐISTORG111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.