Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 LATUM OSS HLÆJA 55 Fáum vonandi hlægilegar móttökuf" „Á gleði og hlátur heima í kristnu samfélagi? Jú, við trúum því. Við höldum því fram að bros, gleði og hlátur séu mannlegar nauðsynjar og séu af hinu góða. Við erum sammála ágætum rithöfundi, sem segir einhvers staðar: „Fyndni sótthreinsar mannleg samskipti. í sambandi við val á frásögnum í þessa bók höffum við tekið mið af ýmsu. Við höfum hiklaust haffnað sögum þar sem naffn guðs er misnotað eða því misboðið á einhvern hátt." Þannig hljóðar inn- gangur bókarinnar „Látum oss hlæja" sem Saltútgáfan heffur nýgefið út, en eins og les- endum Mbl. er kunnugt hafa að undanfförnu ffarið ffram nokkur skrif um þessa bók í Velvak- anda og eru ekki allir á einu máli um tilgang hennar. essuhald hefur ekki alltaf veríð jafn há- tíölegt og viö eigum aö venjast í dag, hér áöur fyrr tíðkaoist þaö t.d. aö presturinn segði kirkju- gestum brandara á páskadag, svonefnda páskabrandara aö sögn Árna Björnssonar þjóöhátta- fræöings. „Þessi bók er aðallega byggö á svipaðri bók sem norskir prestar gáfu út, en Jón Viðar Guðlaugsson tók efni bókarinnar saman og safnaði sjálfur ýmsum frásögnum til viðbótar," sagði Guðmundur Hallgrímsson einn af útgefendum bókarinnar er viö ræddum stutt- lega viö hann og Gunnar J. Gunn- arsson guöfræöing í tilefni útgáfu bókarinnar. í bókinni eru aöallega skopsög- ur af prestum, en viða um lönd hefur skapast sú hefö aö segja gamansögur af hinum ýmsu starfstóttum, kímnisögur af lækn- um, kennurum og prestum eru vel þekktar, og áður hafa komið út á íslensku kímnisögur af prestum. „Okkar skoöun er sú aö prestar megi ekki vera svo upphafnir aö þaö sé erfitt fyrir fólk aö nálgast þá, samanber einn brandarann hér í bókinni: Viö flettum upp í bókinni en þar stendur: • Það var fjölskyldumessa. Gamli presturinn vildi ná góöu sambandi við börnin og byrjaði með smá gátu: „Getur nokkur sagt mér hvað er lítið og brúnt, meö langt skott og hoppar í trjám og borðar hnet- ur?" Lítill patti réttir strax upp hönd: Ja, þetta er nú einna líkast íkorna, en af því aö þaö var presturinn sem spyr, þá hefur þetta sjálfsagt veriö Jesús." Og fyrst viö erum á annaö borö farin aö glugga í áöurnefnda bók er ekki úr vegi aö láta nokkra fleiri brandara fá aö fljóta meö, en þeir félagar Guömundur og Gunnar sögöust vona aö bókin fengi góðar og hlægilegar móttökur, og báðu fólk eindregiö aö senda gaman- sögur af prestum og kirkjulegu starfi til húmordeildar Saltútgáf- unnar, þar sem nú er veriö aö safna efni í næstu bók. • Litill patti heyröist spyrja mömmu sina á leiö úr kirkju á aö- fangadagskvöld: „Mamma, hvar geyma þeir svo prestinn til næstu jóla?" • Biskupinn var í heimsokn á prestssetrinu. Sökum þrengsla, varö hann aö sofa í herbergi meö yngsta syni prestsins. Þegar þeir voru báöir komnir í rúmið, sá bisk- up aö sá litli snaraði sér fram úr og kraup á kné viö rúmiö. Þaö var ekki laust viö aö biskup yröi svolít- iö skömmustulegur. En hann fór aö dæmi litla drengsins og kraup niöur hinum megin viö rúmiö og spennti greipar í bæn. „Hvaö ert þú að gera?" spuröi sá litli. „Þaö sama og þú" svaraöi bisk- upinn hátíðlega. „Þá er ég nú hræddur um aö mamma verði reið, því ég er nefni- lega meö koppinn." *„Þegar ég mæti ungum manni, sem kemur út af vínveitingastaö, get ég ekki á mér setiö aö segja: „Ungi vinur, þú ert á rangri leiö. Snúöu viö...." •Sveitaprestur kom á bæ, þar sem húsmóöirin var nýbúin að eignast barn. Þetta var stór og myndarlegur drengur. Presturinn sá ekki vel og til allrar óhamingju haföi hann gleymt gleraugunum sínum heima. Hin stolta móöir spuröi prest, hvort hann vildi ekki sjá þann litla, — hann væri í vöggu sinni frammi í eldhúsi. Jú, prestur vildi þaö gjarnan og gekk á undan í eldhúsiö. Þar lá trog meö deigi í og haföi handklæöi veriö lagt yfir trogiö. Prestur taldi víst aö þetta væri vagga barnsins og lyfti var- lega einu horni handklæöisins, sneri sér aö móðurinni og sagði: Ju, datt mér ekki í hug, lifandi eftirmynd föður síns." *Frétt um basar hjá kvenfélagi kirkjunnar: „Basarinn tókst í alla staði mjög vel. Konurnar komu með hluti að heiman frá sér, sem þær gátu án veriö, og gáfu á basarinn. Margar komu meö eiginmenn sína." Ilmvatnið París frá YSL kynnt á íslandi Nýlega fór fram kynning á ilm- vatninu París, en höfundur þess er hinn frægi tískuhönnuöur Ives Saint Laurent. Fór kynningin fram í ráöstefnusal Hótel Loftleiöa aö viöstöddum útflutningsstjóra ilm- vatnsfyrirtækisins YSL, Michel Chauvin og svæöisstjóra fyrirtæk- isins á Noröurlöndum, Dominique H. Billard. Til kynningarinnar var boöiö starfsstúlkum úr snyrtivöru- verslunum. Ilmvatniö París var fyrst kynnt opinberlega í París í sumar. Vakti þaö óskipta athygli. Angan þess er rósarilmur og heiti þess er eftir sjálfri tískuborginni París. Þaö er heildverslun Stefáns Thorarensen hf. sem flytur ilm- vatniö inn, en fyrirtækiö er um- boðsaöili fyrir snyrtivörur frá Ives Saint Laurent. Starfafólk anyrtivðruveralunarinnar Oculua íbúningum, aem Yvaa Saint Lauranl hatur hannaó fyrir þær sem aelja fegrunarvðrur hana. Kjólarnir eru avartir meó bleiku belti og vaaaklúturinn er einnig bleikur. í miöiö atanda, taliö trá vinatri, Reynir Siguroaaon framkvæmdaatjóri heildveralunar Stefina Thorarenaena, útflutningaatjóri ilmvatnatyrirtækia YSL, Michel Chauvin, avæóiaatjórinn, Dominique H. Billard og milli atúlknanna tveggja atendur Heioar Jónaaon, anyrtir, aem aérhætt hefur aig í anyrtivörunum fri YSL og ferðaat meðal annara erlendia til aö kynna þær. 'esið af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminner22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.