Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 . / "¦. " v y< ¦ ? ; v j --.-¦ ¦" ' : • ¦-,¦¦ ¦-¦ "' >v_ '¦¦^ "".• ' J*..'"<'.'--. V>_ *-- ¦';,¦ •.-.-.,-.-i^v'v' - '.* *&&&\-' Grýla gamla í ferömm meo auga í hnakkanum og eyru Mandi niöur í Einn af gömlu jólaaveinunum bar nafnid Reykjaavelgur, an hann var einkum þekktur i Vaatfjöroum, aat mitti. Og aö vanda ar hún maö nokkur óþæg börn ípokahorninu. gjarnan uppi i húamæni og avalg f aig raykinn úr atrompinum. Taikningarnar eru allar aftir Hring Jóhannaaaon, an hann myndakreytir bókina „Itóiaakapi". „Gömlu jólasveinarnir voru álitnir hálfgerð tröll, barnafælur og mannætur" Nikulás aldrei gert fyrr. Nú kemur ný stökkþróun til sög- unnar. Upp úr 1870 hefst ný útflytj- endabylgja til Ameríku, þ.á m. frá íslandi, eins og viö þekkjum. Þar kynntust evrópsku innflytjendurnir fyrst þessum nýja jólasveini. Þá höföu frímerki og þóstkort veriö fundin upp fyrir nokkrum áratug- um, og nú tóku landnemarnir aö senda jólakort meö myndum af Santa Claus til ættingja og vina á gamla landinu. Þessi jólasveina- kort höföu mikil áhrif. Þaö má segja, aö Ameríkanar hafi sent til baka á póstkortum þá persónu, sem fluttist vestur um haf 2—300 árum fyrr. Og nú varö þróun jólasveina- tækninnar mjög hröö eins og allt annaö á dögum hinna fljótvirku fjölmiöla. Á ýmsum svæðum í Evr- ópu höföu menn reyndar á 19. öld- inni þegar komiö sér upp sínum eigin jólasveini, áöur en sá amer- íski barst þangaö í pósti. Þar má nefna Father Christmas hjá ensk- um, Herra vetur hjá þýskum, Afa Frosta hjá rússneskum þjóöum og jólanissana á Noröurlöndum. A okkar öld hafa allar þessar jóla- sveinageröir hins vegar runniö saman í eitt og sama mót. Og þaö er þessi samsuöa úr mörgum jóla- sveinategundum, sem gömlu ís- lensku jólasveinarnir hafa veriö aö laga sig eftir í útliti og klæðaburöi á síöustu fimmtiu árum." Þá vitum viö þaö. Rauöklæddi og hvítskeggjaöi jólasveinninn sem flestir kannast viö í dag, var upp- haflega dýrlingurinn Nikulás, sem fluttist meö Hollendingum til Am- eríku og var sendur á póstkortum til baka til hinna ýmsu Evrópu- landa. En hvenær fara íslensku jólasveinarnir aö klæðast fötum hins alþjóölega jólakarls? Um þaö segir Árni: „Fram til síðustu alda- móta höföu ekki birst neinar _____j|?_____.x/ MaW^M M_£—'V^! _§_kI m ik _19v •__ frj; ,í a\''^J+^S^\tÍ J&Sy !S" w\ wT\ v&k í' fS~ i jT^^- &_l Barnaætur viróaat hafa verió þakktar víaa um lönd. Hér ar avr- ópak koparatunga tri 16. öld af einni alíkri. Fjarakyldur ættingi Grýlu og fjölakyldu hannar? myndir af jólasveinum á íslandi. En bæöi í Ameríku og á Noröurlönd- um var kringum 1880 farið að gefa út og senda jólakort meö myndum af jólasveininum eins og menn hugsuðu sér hann á hverjum staö. Heldur fyrr höföu tekfö aö birtast teikningar af jólasveinum í nokkr- um myndablööum. Eitthvaö af þessum útlendu teikningum hlýtur aö hafa komiö fyrir augu manna á islandi, en ekki var mikiö um myndskreytingar í ís- lenskum blööum á þeim tíma. Elsta jólasveinamyndin, sem fund- ist hefur í íslensku blaöi, er á for- siðu jólablaös Æskunnar árið 1901. En þar eru greinilega litlu dönsku „jólanissarnir" á ferö. Og upp úr síöustu aldamótum taka jólasveinarnir á íslandi aö fá meiri svip af útlendum jólasvein- um, einkum þó hinum alþjóölega jólakarli, heilögum Nikulási eða Santa Claus, sem nú er þekktur um allan heim, hvort sem þar búa kristnar þjóöir eöa ekki, aðeins ef þar er jólaverslun. Þeir fá hvítt skegg, rauöar kinnar, sibrosandí augu, stromþhúfu og rauða síð- káþu. Þeir veröa vinir þarnanna, en ekki fjendur, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur." Þaö er því óhætt aö segja aö talsverö þreyting hafi orðið á jóla- sveinunum okkar, þó þeir haldi gömlu nöfnunum sínum og ýmsu ööru úr þjóötrúnni. En hvað með aöra siöi sem tengjast jólunum? „Sá siöur aö láta skóinn út í glugga er talinn hafa borist hingaö fyrlr um 50 árum en veröur ekki algeng- ur fyrr en upp úr 1950 og breiöist mjög hratt út eftir það," segir Árni. Aöventukransarnir eru taldir ætt- aöir frá Danmörku og Lúsíusiöir og jólaglðgg frá Svíþjóö. „Jólin voru hér áöur fyrr aöallega hreinlætis og Ijósahátíö," heldur Árni áfram, „fólk fór í baö í tilefni jólanna, sum- ir fóru þó oftar í baö, jafnvel tvisv- ar á ári, og jólin voru upphaflega haldin til aö lífga upp á tilveruna i myrkrinu, skammdegishátíðir voru þekktar fyrir Krists burö." Jólagjafir þekktust heldur ekki, a.m.k. ekki meöal almennings, en sögur fara af slíkum gjöfum milli höföingjanna í fornsögunum. Flestir hafa þó fengið eitthvaö nýtt fyrir jólin, en það var fremur litiö á þaö sem launauppbót en gjafir. „Og þaö var talsvert annríki fyrir jólin þá sem nú, síðasta vikan fyrir jól var kölluð vitlausa vikan," segir Árni og tekur fram bókina „Úr byggðum Borgarfjarðar" „en þá var aöallega veriö aö hamast viö tógvinnuna og jafna skuldina viö kaupmanninn." Flestir kannast viö jólaköttinn og mætti ætla að sá siður væri ¦4 fXtC ítalía ar aina landió par aam Jóiaavainninn" ar kvankyna, La Bafana nafniat hún og hleypur milli húaþaka maó kúat ihandi. rammíslenskur. „Jólakötturinn er algjðrlega innfluttur siöur, og nákvæmlega sama fyrirbærið er til í Noregi, en heitir þar jólageit. Það hefur þó ekki þótt hæfa aö hafa jólageit hér á landf þar sem svo til engar geitur var hér aö finna, en kettir voru þekktir sem nokkurs konar óvættir, samanber uröar- kettir og því eölilegt aö kalla fyrir- bæriö jólakött." Viö höldum áfram að ræöa nokkra velþekkta jólasiöi, og Árni eys af fróöleiksþrunnum sínum. „Fyrstu jólakortin komu framí Englandi 1843, skömmu eftir út- gáfu fyrsta frímerkisins. Jólakortin komu hingaö rótt fyrir aldamótin og voru upphaflega dönsk og þýsk, en framleiösla á íslenskum jólakortum hófst rétt eftir aldamót- in. Jólatré þekktust um mlöja 19. öld hjá dönskum fjölskyldum og fyrir nálægt hundrað árum taka margir upp á því aö búa til jólatré, því hér voru engir greniskógar. Innflutt grenijólatré hafa ekki oröiö almenn á heimilum fyrr en á síö- ustu hálfri öld, enda voru skipin áöur þaö lengi milli landa, aö hætt var viö, aö nálarnar væru hrundar af trjánum, þegar þau loksins kæmu til hafnar. En hvaðan koma allar þessar upplýsingar um jól á íslandi? „Ég var búinn að safna talsveröu sam- an hér áöur, og svo hefur ýmislegt safnast hérna á Þjóöminjasafn- inu." Og hann bætir viö að allar ábendingar um siði og venjur hér áöur fyrr séu vel þegnar í spjaldskrána.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.