Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 69 Jmunfúi BÓMULLARUNDIRFATNAÐUR Mýkri og þægilegri Nýtt útlit TANGA MINI MIDI MAXI <£ ^l ____?? VERSL. LINDIN Selfossi m uog^ ítíu ár hafa HAPPY húsgögn notið mikilla vinsælda hérálandi, enda þekkt fyrir mikil gæði og hagstætt verð. Nú bjóðast þessi húsgögn íódýrari útgáfu en áður, og samt eru gæðin áfram þau sömu. Eins manns bekkurinn kostarfrá kr. 4.985. Tveggja manna bekkurinn kostar f rá kr. 6.990. Skrifborðin kostafrá kr. 3.848. Auk þessfást íþessari útgáfu bókahillur, borð, stereobekkiro.fi. Leitið ekki langt yfir skammt. HAPPY húsgögnin bjóða uppá óendanlega marga möguleika á verði sem allir ráða við. OWÐ UM HEIGINA. itypjj "úsrn JgSSL Reykjavíkurvegi 64 Hafnarfirðis. 54499 Nönnugötu16 Reykjavíks. 22890 Félagsbréf FF á Akureyri Frímerki Jón A >alsteinn Jónsson Á stundum hef ég vikið aö því, að ég fái ekki oft fréttir norðan yfir heiðar af starfsemi frímerkjasafnara á þeim slóð- um. Nýlega barst mér svo ( hendur Félagsbróf Felags frí- merkjasafnara á Akureyri, nóv- ember 1983, og sendi eg þeim þakkir fyrir. Segir þar, að tveir fundir hafi veriö haldnir og fundarsókn verið sæmileg. Þá er birt í Fréttabréfinu yfirlit yfir fundarsókn veturinn 1982—'83, en haldnir voru étta fundir. Flestir voru 22 á fundi, en fæstir sex. Meðaltalan eru um 16 ( hverjum fundi. Það veröur að telja góða fundarsókn, því að félagsmenn eru víst tæplega fjörtíu. Enda þött fundarsókn hjá F.F. hér í Reykjavík hafi ver- ið mjög góð í haust, megum við herða okkur vel til þess að ná hlutfalli þeirra norðanmanna. Þá hefur mér veriö sagt, að fé- lagar utan Akureyrar sæki sér- lega vel fundi og skáki þar inn- anbæjarmönnum. Ljóst er af Fréttabréfinu, aö þeir ræöa um fleira en frímerki á fundum sínum og ekki dregur það úr fundarsókn. Einn félags- manna fræddi fundarmenn um íslenzka seöla og sýndi seöla úr útgáfum allt frá landssjóösseðl- um um síöustu aldamót og allar götur til seöla Seölabanka Is- lands. Er minnzt á þaö í bréflnu, aö gangverð sumra seðla sé svimandi hátt, sem sé ekki á allra færi aö reiöa af höndum. Þaö eru víst orð að sönnu. Jólamerki Árni Friðgeirsson ritar greln um jólamerki. Segir hann fyrst frá upphafi jólamerkja í Dan- mörku, en þar kom fyrsta jóla- merki heims út áriö 1904. Kost- aöi þaö tvo aura, og söfnuöust fyrsta áriö 74 þúsund krónur. Hefur upplag dönsku jólamerkj- anna stækkaö mjög og tekjur aukizt um leiö verulega. Segir í greininni, aö jólamerkjanefndin danska ráöi yfir fjórum barna- eða heilsuhælum, en auk þess hefur hún styrkt aörar líknar- stofnanir verulega. Árni rekur þaö svo samkv. dönskum jólamerkjalista 1981, aö útgefendur jólamerkja séu 89 í Danmörku, 20 í Svíþjóö, 18 á Islandi, 8 í Noregi, 2 í Finnlandi, einn í Færeyjum og einn í Græn- landi. Tilgangur þessara útgef- enda flestra er aö safna fé til líknarmála. Síðan segir greinar- höfundur orðrétt: „Hitt er svo önnur saga, aö útgefendur jóla- merkja eru orðnir of margir Þó á þaö ekki viö um Grænland, Fær- eyjar og Finnland. Hérlendis væri nóg, að útgáfuaöilar væru 4—5. Það er auövitaö undir velvilja manna komið hvað mikiö selst. Grun hef ég um, aö mun minna af jólamerkjum sé límt á bréf nú en áöur. Hjá mörgum fyrirtækj- um og einstaklingum lenda merkin niöur í skúffu og hafna aö lokum í sorpinu." Svo mörg eru þau orö, og ég ætla þaö rétt hjá Arna, aö menn noti jólamerki al- mennt minna en áöur. Má vera, að mörgum þyki útgáfurnar of margar. Þaö er hér sem í mörgu ööru, aö markaöurinn er ekki óþrjótandi. En Árni heldur hug- leiðingum sinum áfram og segir: > > » » > > > ? » » » » » » »• • « i I » » » : öi 1 <: » _l| » » » Uij » : » > » » » t » FRAMTIÐIN Jóiin 1983 FRAMTÍÐIN !> \<Z !_ ;rn \< l_ Jóiin 1983 FRAMTtÐIN Jólin 1983 ••••••••< FRAMTIÐIN ¦ Jóíin 1983 • •1 « < 4 « « « 4 > « X 4 C « XI , ¦< " 33 « _ t « « « « « « • • * « 4 4 « 4 4 \> 4 \m * \< * i_ « 4 4 4 4 « 4 4 4 „En svo er önnur hlið á málinu, þar sem eru safnaramir. Þeir halda merkjunum til haga. Og viti menn, jólamerkin eru skráö í bækur eins og frímerki, birtar myndir af þeim, gjarnan fylgir texti, — upplýsingar um merkið og svo rússínan í pylsuendanum, verðskráningin. — Þar með er jólamerkiö búiö aö hasla sér völl viö hliö frímerkisins. En einhvern veginn finnst mér samt, að jóla- merkiö sé olnbogabamiö, aö viröulegir frímerkjasafnarar líti jólamerkjasöfnun hálfgeröu hornauga. En eru frímerkin nokk- uö æöri? Þetta eru pappírsmiöar hvort tveggja." Þessu næst er sagt nokkuö frá jólamerkjum Thorvaldsens-fé- lagsins, en þaö félag hóf þessa útgáfu hér á landi áriö 1913. Þar sem eitt ár féll úr, er þaö 69. jólamerkið, sem út kemur fyrir þessi jól. Aö endingu er greint frá upphafi jólamerkja á Akureyri, en sjálft upphafsáriö er ekki öruggt. Sumir hallast aö árinu 1934. Öll er grein Árna Friðgeirsson- ar hin fróölegasta, og vil ég enda umsögn mína um hana með orð- réttri tilvitnun og taka um leiö undir þau orö: „Með þvi aö kaupa jólamerkin styöja menn góð málefni og um leiö gefa þeir, meö því aö setja þau á jólapóst- inn, bréfum sínum hlýlegri blæ og jólalegri svip." Munið eftir aö eignast seinni NORDIU-örkina fyrir aramot Þar sem þessi þáttur verður aö öllum líkindum hinn síöasti á þessu ári, sakar ekki aö minna lesendur enn á NORDIU-örkina, sem út kom í októþer síðastliðn- um. Ég vona, aö öllum sé þaö vel Ijost, aö hún veröur ekki til sölu á pósthúsum landsins eftir næstu mánaöamót. En aö sjálfsögöu heldur hun fullu gildi til buröar- gjalds eins og fyrri örkin. Ugg- laust eru þær báöar fáanlegar í frímerkjaverzlunum, en eölilega hækka þær í verði frá nafnverði sínu í samræmi við veröbólgu og verzlunarálagningu. Vafalitiö eru þaö aö mestum hluta safnarar. sem kaupa þess- ar sérstæöu arkir eöa blokkir. Um leiö og þeir eignast þannig frímerki, sem veröa góðir safn- aragripir meö tímanum, stuöla þeir jafnframt aö því, aö NORDIA 84 geti fariö fram af reisn, þar sem yfirveröið rennur til sýn- ingarinnar. Hér má og gjarnan minnast þess, að allt er þetta liður í því aö styrkja hollt og nytsamt tómstundastarf. Sakir rúmleysis í blaöinu verð ég að hafa þennan þátt í styttra lagi. Ég sendi lesendum beztu jóla- og nýársóskir og vona, að árið 1984 verði frímerkjasöfnur- um sem og öðrum landsmönnum gleðiríkt. NORDIA H4 NORRÆN FRÍMERKMSÝNING REYKMVÍK I984 ÍSLAND OCMUKOCR PÍ,U.SON SSSKUf , 12 KR ÍSLAND V! RD KRWm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.