Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 12
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? gQ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Kvöldlokkur á jólaföstu f Fríkirkjunni í Fríkirkjunni í Reykjavík, veröa haldnir tónleikar í kvöld, föstu- dagskvöld, og hefjast þeir kl. 22.00. Þar koma fram Bernard Wilkinson, flauta, Oaði Kolbeinsson og Janet Wareing, óbó, Einar Jóhannesson og Gunnar Egilson, klarin- et, Hafsteinn Guðmundsson og Björn Árnason, fagott, og Joseph Ognibene og Jean P. Hamilton, horn. Þetta er í fjóröa sinn sem tónleikar af þessu tagi, Kvöldlokkur ó jólaföstu, eru haldnir, og nú verða eingöngu flutt verk eftir W.A. Mozart. A efnisskránni eru m.a. þœttir úr óperunni „Cosi fan tutte“, útsettir fyrir blásaraoktett, af óbóleikaranum Johann Nepomuk Wendt og Fantasía í f-moll, annað tveggja verka sem Mozart samdi fyrir orgelspilverk tengt klukkum (sjálfspilandi orgel). TÓNLIST Jass-kvöld í Stúdenta- leikhúsinu Jass-kvöld verður á sunnudag á vegum Stúdentaleikhússins í Fé- lagsstofnun stúdenta viö Hring- braut. Hljómsveitin Flat five kemur fram og hana skipa: Þorleifur Gíslason, tenorsax, Vilhjálmur Guöjónsson, gítar, Kristján Magnússon, píanó, Árni Scheving, bassi, Árni Áskelsson, trommur. Flat five spilar bebob, en vill þó ekkí einskoröa sig viö eina ákveöna stefnu í jass. Flat five var stofnuö í fyrra en nú eru aöeins tveir af stofnendunum með í hljómsveitinni, þeir Árni Ás- kelsson og Vilhjálmur Guöjónsson. Hinir meölimir hljómsveitarinnar koma úr kvartett Kristjáns Magn- ússonar. Norræna húsiö: Tónleikar Antony de Bedts í Norræna húsinu veröa á sunnudag kl. 17.00 tónleikar bandaríska píanóleikarans Antony de Bedts. Eru þaö einleikstónleik- ar og þeir einu sem hann heldur hér á landi. Á efnisskránni er m.a. nokkur verk eftir L.v. Beethoven og R. Schumann, auk Fantasíu í B-moll op. 28 eftir A. Scriabin. Antony de Bedts er fæddur í Bandarikjunum og hóf þar ungur að leika á píanó, en hefur á undan- förnum árum lagt stund á nám í píanóleik viö tónlistarháskólann í Vínarborg. Hann hefur haldið fjölda tónleika i Evrópu og Banda- ríkjunum og unniö til ýmissa verö- launa fyrir leik sinn. Norskur vísna- söngvari í Norræna húsinu Norski vísnasöngvarinn Finn Kalvik veröur staddur hér á landi um helgina, en hann er hingaö kominn í tilefni þess, að Nord- mannslaget heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þær mundir. Finn Kalvik heldur tónleika í boöi Norræna hússins sunnudag- inn 11. desember kl. 14.30, en auk þess syngur hann á hátíöarsam- komu hjá Nordmannslaget, á Hótel Loftleiðum. Frakkarnir í Félagsstofnun stúdenta Hljómsveitin Frakkarnir kemur fram í Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut í kvöld kl. 21.00. Þar veröa kynnt lög af plötunni Þöra 1984, en hún er tileinkuö rithöf- undinum og baráttumanninum um mannréttindi George Orwell. Vestfirðir: Píanótónleikar Halldórs Haraldssonar Halldór Haraldsson, píanóleik- ari, fer í dag, 9. desember, til Flat- eyrar og mun halda þar tónleika og fyrirlestur síödegis fyrir nem- endur tónlistarskólans á staönum. Um kvöldiö heldur hann síöan opinbera tónleika í mötuneyti Hjálms hf. Laugardaginn 10. des- ember, heldur hann síöan tónleika á vegum Tónlistarfélagsins á ísa- firöi og veröa þeir í Alþýöuhúsinu og hefjast kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir Brahms, Beethoven, Chopin, De Falla, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bartók og Ravel. SAMKOMUR Germanía: Aðventu- fagnaður Germanía efnir til aöventufagn- aöar í hliðarsal Hótel Sögu á sunnudag kl. 15.00—18.00. Á boöstólum veröur púns og pipar- kökur aö þýskum aöventusiö og blásarahljómsveit leikur undir stjórn Hans Ploder. Skemmtanir á vegum Æskunnar Á vegum Æskunnar hefur veriö efnt til nokkurra skemmtana aö undanförnu. Laugardaginn 10. desember verða tvær Æskuskemmtanir. i fé- lagsmiöstöðinni Fellahelli í Breiö- holti hefst skemmtunin kl. 15. Þar les Guöni Kolbeinsson úr þýöing- um sínum á Margs konar dagar, Frú Pigalopp og jólapósturinn; hljómsveitin Þrek leikur og höf- undur Poppbókar, Jens Kr. Guö- mundsson, les brot úr viötölum viö Bubba og Ragnhildi Gísladóttur, auk þess sem Siguröur Helgason les kafla úr unglingasögunni Lassi í baráttu. Á Akranesi er skemmtunin hald- in í samvinnu viö Unglingareglurn- ar og barnast. Stjörnuna. Valbjörg Kristmundsdóttir les jólasögu; Skagakvartettinn syngur og leiðir söng; Þórir Sigurbjörnsson leikur á nokkur óvenjuleg hljóöfæri, m.a. hjólhestapumpu og sög og að lok- um veröur spilaö bingó. Vinningar eru reiöhjól og útgáfubækur Æsk- unnar, Árni Noröfjörö stjórnar skemmtuninni. Norræna húsið; Sænsk hrollvekja í Norðurljósum Kvikmyndaklúbburinn Noröur- Ijós sýnir laugardaginn 10. des. kl. 17.15 myndina „Uppdraget" — Verkefniö — eftir sögu Per Wahlöö. I aðalhlutverkum eru Tomas Hellberg, Christopher Plummer, Carolyn Seymour, Fer- nando Rey og Per Oscarsson. Hér er á feröinni hrollvekja. Sænskum stjórnarerindreka er fal- iö aö miöla málum í deilu milli sósí- alískrar frelsishreyfingar og ein- ræöisstjórnar í ríki í Suöur-Amer- íku. Leikstjóri myndarinnar er Mats Arehn, en handritiö er eftir Mats Arehn, Ingemar Ejve og Lars Magnús Jansson. „Taras Shevtsenko" í MÍR-salnum í MÍR-salnum veröur á sunnu- dag kl. 16.00 sýnd kvikmyndin „Taras Shevtsenko". Kvikmyndin fjallar um ævi og störf hins fræga brautryöjanda í úkraínskum bókmenntum skálds- ins og myndlistarmannsins Taras Shevtsenko, sem uppi var 1814—1861. Taras Shevtsenko var sonur ánauöugs bónda, dvald- ist á unglingsárum sínum í Vilnjus í Litháen og síöar í St. Pétursborg. Fyrsta Ijóðabók hans kom út 1840. Stjórnvöldum í Rússlandi keisar- ans þótti skáldskapur hans bylt- ingarkenndur og hættulegur og var hann dæmur í útlegð af þeim sökum. Lýsir kvikmyndin þessum sögulegu árum í ævi skáldsins. Myndin er með enskum skýr- ingartextum. LISTSÝNINGAR Gerðuberg: Ljósmyndir, batik og vatns- litamyndir — síðustu sýningardagar Um helgina lýkur í Geröubergi sýningu Katrínar H. Ágústsdóttur á batikklæöum og vatnslitamyndum sem opnuö var 1. desember. Einnig lýkur sýningu Kristjáns Inga á Ijósmyndum úr bókinni „Kátt í koti“ sunnudaginn 11. desember. Sýningarnar eru opnar mánu- dag — fimmtudag frá kl. 16—22 og föstudag — sunnudag frá kl. 14—18. Gallerí Heiöarás: Málverkasýning Jóns Baldurssonar í Galleri Heiöarási, aö Heiöarási 8 í Árbæ, stendur nú yfir mál- verkasýning Jóns Baldurssonar. Á sýningunni eru 64 verk, 22 lands- lagsmyndir og 42 fuglafantasiur. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.00—22.00 fram til jóla. Björg Hauks: Glerlist í Bláskógum Nú stendur yfir í húsgagnaversl- uninni Bláskógum viö Ármúla sölu- sýning á verkum eftir Björgu Hauks úr steindu gleri. Hér er um Sýning í tilefni 3ja ára afmælis Gallerí Lækjartorg Haukur Halldórsson og Jóhann G. Jóhannsaon opna á morgun, 10. desember, sammálverkasýningu „Des’er ’83“ í Gallery Lækjar- torgi kl. 3. e.h. Tilefni sýningarinnar er 3ja ára starfsafmæli Gallery Lækjartorgs. Haukur og Jóhann sýna um 40 verk sem þeir hata unnið saman á þessu ári, þ.e.a.s. hver mynd er unnin í sameiníngu. Viðfangsefniö er konan og er sýningin tileinkuð henni. Gerö myndanna byggist á blandaöri tækni í olíu ásamt kol og trélitum. Sýningin er sölusýning og stendur til 24. desamber nk. Opið er alla daga frá kl. 2—6 e.h., nema laugardaga og sunnudaga frá kl. 2—10 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.