Morgunblaðið - 21.12.1983, Page 15

Morgunblaðið - 21.12.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 15 Hvernig væri að brosa svolítið Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Matthías Johannessen: FERÐARISPUR. Eiríkur Hreinn Finnbogason annaðist útgáluna. Almenna bókafélagið 1983. Ferðarispur er með sérkenni- legri ferðabókum því að hún er einnig ljóðabók. I bókinni eru ferðaþættir Matthíasar Johann- essen, flestir birtir áður, en að- eins fáein ljóðanna hafa áður verið prentuð. Bókin er í stóru broti og prýdd ljósmyndum. Það eru margir minnisstæðir ferðaþættir í Ferðarispum. Ég nefni Á Hólsfjöllum og Aust- fjörðum, Úr Rómarför, Inns- brúck og Zúrich, Wagner og Lúð- vík og Ólympíuleikarnir í Múnchen. Allir eru þessir þættir mjög persónulegir og í þeim öll- um lifir ísland sínu lífi, eða eins og höfundurinn segir sjálfur: „Þessi bók fjallar um landið okkar, bæði hér heima og erlend- is.“ Það er einkenni ferðaþátta Matthíasar Johannessen að hann kemur víða við. Hann læt- ur hugann reika um mörg svið í einu, en bindur sig ekki við einn hól eða eitt torg. Ferðarispurnar eru ekki venjulegir ferðaþættir, heldur vettvangur skálds og blaðamanns, oftar skálds sem betur fer. Þurrar upptalningar eða lýsingar á sjálfsögðum hlut- um kann Matthías ekki að setja á pappír. I staðinn lætur hann lesandann sjá hlutina með sín- um augum, finna til með sér. Og það er mjög víðsýnt þaðan sem Matthías beinir sjónum, aldrei þröngt eða útkjálkalegt. Hann er sífellt með heimsmenninguna í farangrinum og gætir fóstur- jarðarinnar eins og ómálga barns. Listir og skáldskap sér hann hvarvetna og skýtur inn hugleiðingum sínum um þessi efni án þess að vera fræðilegur um of. Það er helst að honum verði dimmt fyrir sjónum þegar hann rekst á stjórnmálamenn og gagnrýnendur. Á haustin verða mennirnir vondir að nýju: „Far- fuglarnir koma á vorin, pólitík- usar og gagnrýnendur á haust- in.“ Eftirfarandi yfirlýsing á vel við og lýsir að mörgu leyti anda Ferðarispa, hinni glitrandi fyndni og mörgum skemmtileg- heitum sem bókin vitnar um: „En hvernig væri að brosa svo- lítið til að eftirtíminn haldi ekki að við séum hátíðlegasta, hé- gómlegasta, spilltasta og leiðin- legasta kynslóð allra alda á ís- landi." Það er oft brosað við lestur þessara ferðaþátta, líka hlegið. En alvaran er einnig víða á ferð og ekki síst tregi. Treginn setur til dæmis svipmót á þættina frá íslandi, ekki síst þegar höfund- urinn er staddur á bernskuslóð- um Hönnu, konu sinnar, og yrkir um hana litla telpu. Sorgin brýst fram í frásögnum af ðlympíu- leikunum í Múnchen þar sem hryðjuverkamenn varpa skugga Matthías Johannessen á gleðina og íþróttaandann. Og það er eins og höfundurinn fyllist eftirsjá í nærfærnum lýs- ingum sínum á Lúðvík og Wagn- er, þær þóttu mér meðal besta efnis bókarinnar. Fyrir þá sem telja nokkurs virði að fá innsýn í vinnubrögð skáldsins Matthíasar Johannes- sen er þessi bók náma. Mörg ljóðanna eru af því tagi að þau eru kveikjur annarra og stærri. Sum eru smáleg, gegna fyrst og fremst því hlutverki að festa á blað minningu andartaksins. Mörg ljóðanna eru aftur á móti tengd veigameiri Ijóðum sem komið hafa í bókum skáldsins og sýna okkur hvernig skáldskapur hans hefur þróast, kviknað og náð æskilegum þroska. Það er bergmál frá öðrum ljóðum Matthíasar í þessum ferðaljóð- um, en þó standa mörg þeirra sér, eru einstæð í skáldskap hans. Oft leyfir hann sér að bregða á leik með öðrum hætti en í veigámeiri ljóðum sínum. Þetta frjálsræði skáldsins gerir ljóðin skemmtileg og oft mjög nákomin lesandanum eins og þau væru trúnaðarvinir hans. Matthíasi er tamt að gefa í skáldskap sínum, opna hug sinn. Það gerir hann líka í ferðaþátt- unum. Einlægni hans krefst tíð- um einlægni af lesanda. Hér verður þess ekki freistað að lýsa að marki ferðaljóðum Matthíasar Johannessen. Til þess þyrfti langa ritgerð. Sum þeirra eru löng og mælsk eins og í Neanderdal, önnur stutt og hnitmiðuð eins og Oberammer- gau. Það má kannski ekki tala um að ljóð séu skemmtileg, en það orð gildir um mörg ljóð þess- arar bókar ekki síður en ljóð Tómasar Guðmundssonar sem Matthías er vitanlega í tengslum við svo að einhver vísbending sé gefin um meiningu ritdómara. Tómas orti auðvitað líka sín ferðaljóð, m.a. um heyskapinn í Rómaborg í Stjörnum vorsins. Matthías þyrfti ekki að skamm- ast sín fyrir að vera lærisveinn Tómasar, en það er hann ekki nema stundum í prósanum, skyldleiki er betra orð yfir vissar tilhneigingar í skáldskap þeirra beggja. Langt ljóð sem nefnist Svarti- skógur er meðal athyglisverðari ljóða í Ferðarispum. Þar er með- al annars hæðst að stjórnmála- mönnum í Bonn sem hafa upp- götvað að „dauður og mikils met- inn“ rithöfundur, Hermann Hesse, „er jafnvel þjóðfélagshöf- undur". En það er annað ljóð þar sem Svartiskógur kemur við sögu sem höfðaði sterkar til mín. Það nefnist Svartiskógur, farðu ekki, og er ort í orðastað Wil- helms Waiblingers, skálds og ævisöguritara Hölderlins, sem liggur á banabeði í Róm rúmlega tvítugur: Hér dey ég á rómverskri jörð hér skii ég við ævi Hölderlins: ó hve himininn er blár en ég sé hann ekki ó hve súlurnar eru appolonhvítar en ég sé þær ekki, hér dey ég frá ævi Hölderlins: sé ekki lengur á blaðið, sé aðeins í huga mér svartan skóginn ganga hægt í burtu trén kveðja kurteislega og hverfa úr myrkviði minninganna, sé ekki lengur á blaðið sé aðeins einn og einn staf ganga burtu af blaðinu lúta höfði og kveðja kurteislega í síðasta sinn: Far vel góðu vinir, far vel. Ó Róm, hve þú ert gömul og fögur en ég sé það ekki, hve þú ert ung af æsku og þrá en ég sé það ekki. Ekki lengur. Hér dey ég á rómverskri jörð: Greiðið, góðu foreldrar, vini mínum fimmhundruð lírur sem hann lánaði [mér. Svartiskógur, farðu ekki. Komdu nær. Hér er sleginn óvenjulegur strengur í skáldskap Matthíasar Johannessen. í öðrum ljóðum þekkjum við aftur tóninn í Dag- ur ei meir og Morgunn í maí. Svo kynnumst við drögum að ljóðum sem síðar áttu eftir að birtast í Tveggja bakka veður. Meðal annars Ijóðinu um jökulinn sem gengur til náða án þess að slökkva gult tungl á náttborðinu. Hvannatúni, Andakfl: Kuldapollur liggur yfir lágsveitum Borgarfjarðar Hvannatuni í Andakíl, 19. desember. MEÐAN veðurathugunar- stöðvar allt í kringum okkur tilkynna síðustu daga hita- stig um og yfír frostmarki, liggur kuldapollur yfir lág- sveitum Borgarfjarðar. Á sunnudagsmorguninn mæld- ist á Hvanneyri 9 stiga frost og hafði það komist í 11,5 gráður um nóttina áður. Þrátt fyrir frostið hefur ekki verið hægt annað en að njóta skemmtilegra desemberdaga, sem vissulega stytta skammdegið. Þeir, sem ekki búa í þéttbýli með upplýst- um götum og öðru ljósi, taka bet- ur eftir stjörnum, norðurljósum og tunglskini í blíðu eins og hef- ur verið síðustu daga. Ekki höfum við séð til sólar í þrjár vikur því Skarðsheiði og Hafnarfjall hleypa ekki geislum hennar í Andakílinn í 6 til 7 vik- ur, en fjöllin í norðri eru böðuð sólu og snjó á björtum vetrar- dögum. Færð um vegi Borgarfjarðar er mjög góð miðað við árstíma. - DJ. Fréttirfrúfirstu hendi! Höfum fengið sendingu af sérstæðum ítölskum rúmteppum. Efnismikil, litaglöð og falleg. Sérlega vönduð. Púðar í stíl við teppin fást einnig, tvær stærðir. Getum pantað teppi eftir ykkar óskum. Sérverslun með listræna hú Borgartún29 Shni 2064&H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.