Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 „íslensk kvikmyndagerð þótti með eindæmum áhugaverð“ Rætt við Egil Edvarösson, leikstjóra „Hússins44, um kynningu á íslenskri kvikmynda- gerð í Ástralíu, viðurkenningar í Briissel og margt fleira ... Tilefni þessa viðtals var marg- þætt. Kvikmyndin Húsið hafði fyrir nokkru verið kynnt í Ástralíu og Nýja Sjálandi; hún hafði verið valin sem framlag íslands til „Bestu er- lendrar kvikmyndar" á Oskars- verðlaunahátíðinni í Hollywood 1984 í aprfl nk. Kvikmyndin Húsið hafði ásamt með nokkrum öðrum ís- lenskum myndum verið afhent stór- tækum erlendum dreifingaraðilum, „Studio Hamburg" og síðast en ekki síst valin „Besta kvikmynd“ kvik- myndahátíðar í Bríissel nú nýverið ásamt því að hljóta á sömu hátíð viðurkenningu fyrir „Bestu leik- konu“ (Lilja l'órisdóttir) og „Bestu kvikmyndatöku" (Snorri Þórisson). Tilefnið var því ekki að ástæðu- lausu. Fyrir svörum varð Egill Eð- varðsson. Egill er þekktur sjón- varpsmaður sem ásamt Birni Björnssyni, Snorra Þórissyni og Jóni Þór Hannessyni, öllum fyrr- um samstarfsmönnum við Ríkis- útvarpið-Sjónvarp, réðst í gerð sinnar fyrstu leikinnar kvikmynd- ar, og til varð „Húsið — trúnaðar- mál“. r Eg hef fyrir löngu úttalað mig um þá ákvörðun okkar félaganna á þeim tíma að ráðast í gerð leikinnar myndar. Við ætluðum okkur í fyrsta lagi að sannreyna okkur sjálfa. Það var vor í lofti í íslenskri kvikmynda- gerð, okkar framlag hlyti að flýta fyrir sumarkomu. Starfsreynsla okkar hjá íslenska sjónvarpinu er okkar skóli ásamt auglýsingagerð fyrir sama miðil nú síðustu ár. Hvorttveggja mikilvægur skóli þegar kvikmyndagerð er annars vegar. í formi leikinnar kvik- myndar í fuilri lengd má segja að gildi sömu lögmál og lögð eru til grundvallar miðli eins og sjón- varpi en þó með allt öðrum for- merkjum. Eftir töluverða dvöl við hið allra knappasta form sjón- varpsauglýsinga langaði okkur í kvikmynd í fullri lengd. Mynd, sem segói sögu í myndum, einfalda sögu, og þá um leið á þann hátt að áhorfandinn gerðist þátttakandi í framvindu mála í stað þess endi- lega að horfa upp á fegurstu lautir landsins, einstaka úrvals-hross og bunur, okkur langaði í innra, landslag, eitthvað sem skiptir máli. Á ferð minni til fjarlægrar heimsálfu, Ástralíu, verð ég þó að viðurkenna að í allmörgum tilfell- um var spurt um landið. „Hvar er landið? Hvar er Surtsey? ... fé- lagar — og ég sem hef ekki komið heim í 18 ár og elska hesta." Af hverju eru ekki Þingvellir? Svarið er einfalt. Við neituðum okkur um þaó sem svo einfaldlega getur gert vonda mynd „góóa“, stórbrotið landslag — þokkafullar norð- lenskar merar og þarann í Breiða- firði." En Egill, hver voru tildrög þess að þú ferð utan og það alla leið til Ástralíu til þess að kynna mynd þína „Húsið — trúnaðarmál"? Myndina á ég svo sannarlega, en við eigum hana miklu, miklu fleiri. Það hófst allt með Cannes-hátíðinni í maí sl. Húsið var kynnt þar ásamt þrem öðrum íslenskum kvikmyndum, „Með allt á hreinu", „Á hjara veraldar" og „Okkar á milli ... “, líklega sterkasta kynning á íslensku kvikmyndapródúkti til þessa. En þar var tekin ákvörðun um að ein þessara kvikmynda yrði fulltrúi Islands í löngu undirbúinni kvikmyndaviku í Ástralíu og Nýja Sjálandi. 1 samráði við David Stratton, einn helsta kvikmynda- „mógúl" þeirra Ástrala, varð Hús- ið fyrir valinu. 10 norrænar kvikmyndir skyldu kynntar þar syðra, nýjar athyglisverðar kvikmyndir. Hátíðin, undir röggri stjórn Ainu Bellis, hafði reyndar verið í undirbúningi í næstum 2 ár. Þar skyldi norræn kvikmynda- gerð kynnt þeirri þjóð sem nú státar af hvað athyglisvérðustum árangri á sviði „nútíma-kvik- myndagerðar". Við sóttum um ferðastyrk til Kvikmyndasjóðs, sem var fúslega veittur, og þar ,með gafst tækifæri að heimsækja þessa fjarlægu heimsálfu — Ástr- aíiu. Aina Bellis hafði í samráði við David Stratton og Helen Zilko, dreifingaraðila kvikmynda í Ástr- alíu, vandlega skipulagt þessa kvikmyndahátíð. Þannig að tveim klukkustundum eftir að ég kom til Sydney, eftir 26 klst. ferðalag frá London ... Núna má ég til með að skjóta inn þeim frábæru viðtökum sem ég hlaut strax á flugvellinum í Sydney við komu mína þangað, blaðamenn og ljósmyndarar, sjón- varpið og aragrúi af aðdáendum, veðrið. Sem tiltölulega hógvær drengur átti ég ekki von á slíku. En málin skýrðust rétt í þann mund að ég ætlaði að kveða mér hljóðs og þakka frábærar viðtök- ur, þar komu þá þeir fræknu sigl- ingakappar úr Ameríku-bikar- keppninni í siglingum, rétt á hæla mér, nýbakaðar þjóðhetjur sem þjóðin sameinaðist um. En mitt í mannþrönginni mátti ég grilla í konu á gulu taui. Þar reyndist taka á móti mér Aina Bellis á sænskum regnklæðum, og ég var í öruggri höfn ... og nú man ég varla hvað ég var að tala um, því þetta tveimur tímum eftir kom- una til Sydney var dagskráin haf- in og fyrsti blaðamannafundur settur. Þannig var Ástralía. Dagskráin frá því snemma morg- uns til seint um kvöld, fundir, kynningar, fyrirlestrar, veislur og mikið bíó. Iþessari ferð tóku þátt 8 full- trúar frá Norðurlöndunum, þar af fjórir kvikmyndaleikstjórar, og fjórir aðilar frá kvikmyndastofn- unum Norðurlanda utan Finn- lands. Það var ekki hvað síst akk- ur i að kynnast virtum kvik- myndagerðarmönnum frá frænd- þjóðum vorum, þeim Esben Hög- lund Carlson frá Danmörku, Hasse Alfredson og Jan Troel frá Svíþjóð. Virtir heiðursmenn í stórum kvikmyndaheimi. Jan Troell kynnti kvikmynd sína „Flight of the Eagle" sem hlaut útnefningu til óskarsverð- launa á sl. ári í Bandaríkjunum, Esben kynnti „Slingrevalsen", kvikmynd sem hvað vinsælust hef- ur orðið á síðustu árum í Dan- mörku, og Hans, Hasse Alfredson, þessi elskaði kómíker, kynnti sitt framlag til „alvarlegrar kvik- myndagerðar, „Einfaldi morðing- inn“, kvikmynd sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga víða um heim, m.a. hlaut hún verðlaun fyrir „Besta karlhlutverk" í kvikmyndahátíðinni í Berlín. Þrátt fyrir 10 norrænar kvik- myndir sem kynntar voru, verður að viðurkennast að þær fjórar kvikmyndir, þeirra leikstjóra sem í ferðinni voru, hlutu alla athygli. Við komum fram víða, viðtöl við blöð, útvarp og sjónvarp, fyrir- lestrar á vegum Áströlsku kvik- myndastofnunarinnar, kynningar við kvikmyndaskóla, og auðvitað tölur og spjall á sýningum eigin kvikmynda í Sydney, Melborne og Canberra. Viðtökur voru góðar, og Húsið hlaut sinn skerf. Áðsókn, skrif og umtal reyndust jákvæð og íslensk kvikmyndagerð þótti með ein- dæmum áhugaverð. Þrátt fyrir velgengni eigin kvikmyndar, lít ég svo á að þetta ferðalag mitt hafi verið íslenskri kvikmyndagerð yfir- leitt til framdráttar. Ég reyndi að vekja athygli á sérstöðu íslenskrar kvikmyndagerðar og áhugi var til staðar. Fannst manni eitt augna- blik sem maður væri alvöru kvikmyndagerðarmaður og mynd- in okkar bara helvíti góð. Samt sem áður held ég að ferðin hafi eigi að síður verið gagnleg. Það þótti furðu sæta að kvikmynda- gerð blómstraði sem raun ber vitni í litlu afskekktu þorpi nyrst við dumbshaf og að þær kvik- myndir stæðust fullkomlega sam- anburð. Dómar í „Variety" sýna að fylgst var með myndinni í Ástr- alíu. Kynni af þarlendum kvik- myndagerðarmönnum voru sömuleiðis verulega jákvæð. Nefna má þekkta ástralska leik- stjóra svo sem Clar Schultz, Ung- verja, sem flúði byltinguna í Ungverjalandi, og talinn er einn fremsti leikstjóri Ástrala í dag. Hann hlaut fyrir síðustu kvik- mynd sína 9 af 12 fáanlegum við- urkenningum „óskarsverðlauna" þeirra Ástrala fyrir mynd sína „Careful, They Might Hear You“. Sömuleiðis voru áhugaverðir leik- stjórar eins og Phil Noice (News- front og Heat wave) og George Miller (Mad Max 1 og 2). George er einmitt að ljúka uppsetningu eigin kvikmyndavers í hjarta Syd- ney — gamalt kvikmyndahús sem hann lét breyta í fullkomið kvik- myndaver og þá fyrir stöðuga velgengni kvikmynda sinna Mad Max 1 og 2, sem til dæmis fara sigurför um Japan og eru sýndar þar í liðlega 300 kvikmyndahús- um. Oftsinnis kom fram í umræðum og spjalli að það uppbyggingar- tímabil sem nú stendur yfir hér heima, minni gjarnan á blómlegt tímabil ástralskar kvikmynda- gerðar. Áræði og dugnaður ör- fárra manna veltir boltanum af stað og sé leikið með boltann af lagni verða skoruð mörk. Það þarf enga Hollywood til. Kvikmynd eins og Mad Max 1 er framleidd fyrir sömu upphæð og Húsið kost- aði, ca. 270 þús. dollara. Bæði efni og efnistök vöktu aðdáun fólks um allan heim og lækninn, sem lang- aði til að búa til bíó, er í dag einn fremsti leikstjóri í Ástralíu. Eins og við vildum gjarnan hafa meira af peningum til umráða í eigin kvikmyndagerð, kom fram að pen- ingar eru engu að síður vandamál í ástralskri kvikmyndagerð. Dæm- inu er bara öfugt farið. Of miklir peningar streyma inn í fram- leiðslu frá utanaðkomandi aðilum. Skattatilhögun sem reyndar kom inn í kvikmyndaframleiðslu og gerði ómetanlegt átak til árangurs reynist í dag hættuleg, og banda- rískir peningar, ásamt miðstýr- ingu þaðan getur blekkt um fyrir hæfileikafólki í kvikmyndagerð, þannig að einfaldleiki frásagnar og forms sem hreif allan heiminn þegar ástralskar kvikmyndir fengu alheimsviðurkenningu fyrir tiltölulega fáum árum, verði að hverfa fyrir skrumi og skylm- ingaskúrkum sem Kirk Douglas í aðalhlutverki. Góð ábending til okkar allra — að ráðast ekki út í meira en það sem við þekkjum sjálf af eigin raun — og glíma við eigin uppruna. Eftir 3ja vikna Ástralíuhátíð fóru allar kvikmyndirnar til sameiginlegrar kynningar á Nýja Sjálandi næstu þrjár vikur. Það var svo nokkrum vikum seinna að ég þáði boð kvikmynda- hátíðar í Brússel, sem hafði valið „Húsið“ þar til frekari þátttöku. Um var að ræða kvikmyndir sem veldu sér efni á mörkum daglegs veruleika og ímyndunar, spennu- myndir, myndir um dulskynjan og óráðin hegðunarmunstur. Að há- tíðinni var sérstaklega vel staðið, þangað fór ég ásamt konu minni og voru viðtökur engu síðri en í Ástralíu. Gilbert Verschooten, yfirmaður hátíðarinnar, hafði séð myndina á Cannes-hátíðinni og líkaði vel. Þarna var boðið fjölda fólks víðs- vegar að úr heiminum, leikstjór- um, leikurum og blaðamönnum. Var keppt um ólík verðlaun. Þarna var líklega þekktastur þýski leik- stjórinn Wolf Gremm með mynd sína Kamikaze 1989 þar sem Fass- binder leikur sitt allra síðasta hlutverk, Harry Bromley Daven- port, enskur leikstjóri með kvik- myndina Xtro, pólski leikstjórinn Marek Piestrak og margir fleiri, ásamt fjölda erlendra blaða- manna. Kynni af þessu fólki voru bæði skemmtileg og gagnleg. Af öllum móttökum ólöstuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.