Morgunblaðið - 21.12.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983
27
Í!r myndinni „Einfaldi morðinginn" eftir Hans Alfredsson.
verður að segjast að hvað vegleg-
ast var tekið á móti okkur hjá ís-
lensku sendiherrahjónunum
Henrik Sveini Björnssyni og frú
sem héldu okkur hjónum boð og
buðu til veislu helstu forsvars-
mönnum hátíðarinnar og gestum.
Öll samskipti og fyrirgreiðsla við
utanríkisráðuneytið hefur verið til
fyrirmyndar á þessum ferðalögum
og eiga þeir þakkir skildar. ís-
lenski konsúllinn í Sydney sömu-
leiðis, Ian Barrett, reyndist frá-
bærlega vel. En við erum staddir
aftur í Brussel. Það var þó ekki
fyrr en eftir að heim var komið, á
síðasta degi hátíðarinnar, að ég
fékk upphringingu frá Jan
Doense, hollenskum kvikmynda-
gagnrýnanda, sem tjáði mér að
Húsið hefði hlotið 1. verðlaun al-
þjóðanefndar kvikmyndagagnrýn-
enda og verið valið Besta kvik-
mynd hátíðarinnar. Þetta kom
okkur verulega á óvart, því af 22
kvikmyndum frá 14 mismunandi
löndum og mörgum mjög athyglis-
verðum, vorum við hæstánægðir
bara að fá að vera með. En þar
með var ekki sagan öll. Dómnefnd
hátíðarinnar valdi sömuleiðis
tvær aðrar viðurkenningar í hlut
Hússins. Lilja Þórisdóttir hlaut
viðurkenningu sem „Besta leik-
konan" og Snorri Þórisson sem
„Besti kvikmyndatökumaðurinn".
Hlaut því Húsið þrjár viðurkenn-
ingar á hátíðinni, fleiri en nokkur
önnur mynd.
Nú má spyrja hvað þetta þýði
fyrir myndina. Pínulítil
heimsfrægð, ofboðs peningar ...
Nei, líklega þýðir þetta jákvæð
skrif um myndina á alþjóðavett-
vangi — umtal og ábendingar til
kaupenda að hér sé hugsanlega á
ferðinni mynd sem vert sé að gefa
örlítinn gaum. En eins og allt er
afstætt í tilverunni, verð ég að
segja að það sem mér fannst mest
til um í sambandi við ferðina til
Brusse'l voru kynni mín af þekkt-
um enskum blaðamanni, Tony
Crawley, búsettum í París, sem
reyndist góður vinur og kunningi
þess leikstjóra sem ég hef dáð
hvað mest í gegnum árin, Nicolas
Roeg (Don’t look now, Bad Timing,
Eurica). Tony hefur nú komið því
til leiðar að Roeg er með mynd-
band af Húsinu til skoðunar og
hefur lýst sig fúsan að gefa okkur
heiðarlega gagnrýni um myndina.
Fyrir mér er þetta stórkostlegt.“
Svo var Húsið valið til útnefn-
ingar Óskarsverðlauna í Banda-
ríkjunum á næsta ári.
„Já, það finnst okkur sömuleiðis
ánægjulegt. I ár er hafður sá hátt-
ur á að í stað nefndar sem valið
hefur eina mynd til sömu útnefn-
ingar á hverju ári, greiddu félags-
menn Félags kvikmyndagerðar-
manna nú atkvæði í sínum hópi og
sem sagt Húsið varð fyrir valinu.
Þetta er áfram hvatning til frek-
ari dáða.“
Og þið stefnið í Óskarinn?
„Okkar Óskar er ekki miklu
stærri en óskar Gíslason, og þá
ekki til að eignast heldur til að
líkjast. Óskar var einn helsti
brautryðjandi íslenskrar kvik-
myndagerðar á árum áður, maður
sem þorði."
Og að síðustu, hvað er framund-
an, hvert- stefnið þið?
Nú, sitt í hvoru lagi fáumst
við við margt þessa
stundina, fyrir utan hefðbundna
vinnu við auglýsingagerð. Þeir Jón
Þór og Snorri hafa nýlega komið
sér upp myndbandstæknibúnaði
sem þeir leggja allt kapp á að
galdra með — Björn hefur nýlokið
uppsetningu á leikmynd fyrir
Þjóðleikhúsið, sjálfur er ég að
mála á sýningu og meðfram því er
ég líklega að skrifa þrjú mismun-
andi handrit. Það fyrsta er gam-
ansöm letimynd fyrir börn og
unglinga, annað er ef til vill nokk-
urs konar framhald á Húsinu, ekki
þó í bókstaflegri merkingu, ramm-
íslensk nútímadraugasaga, nú,
það þriðja veit ég ekki um hvað er,
en það er komið tiltölulega lengst.
Hvað verður fyrir valinu til kvik-
myndunar er ekki hægt að segja
um á þessu stigi máls. En þangað
til er allt mögulegt að gerast,
kvikmynd Kristínar Pálsdóttur og
vinkvenna verður frumsýnd á
næstunni, vinur minn Hrafn
Gunnlaugsson á næsta stórleik og
þá kemur Atómstöðin, tví-mála-
mynd.
Nýjar myndir og enn viðameiri
og svo eru menn að tala um
kreppu. Áræði örfárra ævintýra-
manna ásamt einstökum áhuga al-
mennings á hverju nýju íslensku
kvikmyndapródúkti gerir hið
ómögulega mögulegt," sagði Egill
að síðustu, bjartsýnn á framtíð-
ina.
— ai
Pepsi
JÓLAVERÐ
O
o
í flöskustærðum 0,251. og 1 lítri
Látið bragÖiÖ ráöa