Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
16. tbl. 71. árg.
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, í ávarpi á öryggismálaráðstefnu Evrópu í Stokkhólmi:
Heimsbyggðin þarfnast
öll alhliða afvopnunar
Símamynd AP.
Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, flytur ræðu sína í gær.
„UNDANFARIN ÁR hafa samskipti austurs og vesturs farið versnandi, en það
er von okkar, að Öryggismálaráðstefna Evrópu, scm nú kemur saman, stuðli að
bættum samskiptum þátttökuríkjanna," sagði Geir Hallgrímsson, utanríkis-
ráðherra íslands, í ræðu er hann ávarpaði Öryggismálaráðstefnu Evrópu f
Stokkhólmi í gær. Hann sagði ennfremur:
„Með gagnkvæmum upplýsingum
og tilkynningum um athafnir og
hreyfingar herliða, sameiginlegr
eftirliti og könnunum og betra
sambandi aðila á milli ætti að vera
unnt að koma í veg fyrir hótanir
um neyðaríhlutun og eyða mis-
skilningi, sem gæti leitt til hættu-
ástands, og draga úr hættu á
skyndiárás á Evrópu.
Viðræður okkar hér koma ekki í
stað samninganna í Vínarborg um
gagnkvæman samdrátt herafla.
Þær eru þeim til styrktar og við
vonum, að Vínarviðræðunum verði
fljótlega haldið áfram jafnhliða
þessum."
Þá sagði Geir, að þrátt fyrir
hörmulega lítinn árangur í tak-
mörkun vígbúnaðar undanfarinn
áratug, mættum við ekki láta hug-
fallast. Þvert á móti yrðum við að
einsetja okkur að ná verulegum
árangri á þessari ráðstefnu.
„Það er miður, að Sovétmenn
slitu Genfarviðræðunum," sagði
utanríkisráðherra. „Að okkar mati
geta hvorki tímabundnir erfiðleik-
ar á hernaðarsviðinu, né óhóflegt
vígbúnaðarkapphlaup stuðlað að
því öryggi og stöðugleika, sem öll-
um Evrópuríkjum er svo nauðsyn-
legt.
Við bjuggumst einnig við því, að
START-viðræður Bandaríkja-
manna og Sovétmanna myndu geta
tryggt jafnvægi langdrægra
kjarnavopna og dregið úr tölu
þeirra. Það er því í þágu allra
þjóða, að START-viðræðurnar
hefjist á ný og skili árangri."
Grundvöll utanríkisstefnu ís-
lands og stefnunnar í öryggismál-
um sagði Geir Hallgrímsson byggj-
ast á aðild okkar að Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamningn-
um við Bandaríkin. Sagði Geir
framlag Bandaríkjanna til varna
fslands vera snaran þátt í öryggi
Vestur-Evrópu.
„í dag þarfnast Evrópa og heims-
byggðin öll alhliða afvopnunar á
gagnkvæmisgrundvelli. Við þurfum
að semja um nýjar yfirgripsmiklar
ráðstafanir til að efla traust og ör-
yggi, sem ná frá Úralfjöllum að
Atlantshafi ásamt aðliggjandi haf-
svæðum og loftrými," sagði utan-
ríkisráðhera undir lok ávarps síns.
„Enginn
árangur"
Osló, 19. janúar. AP.
GEORGE Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, lýsti því yfir við
komuna til Osló í dag, að enginn
árangur hefði orðið af fimm klukku-
stunda fundi hans og Andrei Grom-
yko, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, í Stokkhólmi í gærkvöld.
Hann sagði hins vegar, að Bandarík-
in myndu halda stefnu sinni
óbreyttri þrátt fyrir harðorðar ásak-
anir í garð þeirra í ræðu Gromykos í
fyrradag.
Osló er síðasti viðkomustaður
ráðherrans á ferð hans um 5 Evr-
ópulönd.
Þrátt fyrir að Shultz segði
árangurinn af viðræðum hans og
Gromykos hafa verið afar tak-
markaðan sagði hann, að Sovét-
menn hefðu látið í ljósi ákveðinn
vilja til að snúa aftur að samn-
ingaborðinu í Vínarborg. Þar hafa
stórveldin rætt um gagnkvæma
fækkun herja.
Lennart Bodström, utanríkis-
ráðherra Svía, staðfesti í dag
þennan vilja Sovétmanna. Síðdeg-
is bárust þær fregnir frá höfuð-
stöðvum Atlantshafsbandalags-
ins, að Sovétmenn myndu ekki
standa í vegi fyrir banni á fram-
leiðslu og notkun efnavopna.
Shultz lagði til slíkt bann í ræðu
sinni á öryggismálaráðstefnunni.
„Það virðist gegna öðru máli um
þessar viðræður hjá Sovét-
mönnum,“ sagði Shultz og vísaði
þá til staðfastrar neitunar þeirra
um að hefja viðræður um fækkun
kjarnorkuvopna að nýju.
Frá fundi Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Geoffrey Ilowe, utanríkisráðherra Bretlands,
Stokkhólmi í gær. Ráðherrarnir fremstir á myndinni. Símamynd ap.
Vogel krefst afsagnar
varnarmálaráðherrans
Bonn, 19. janúar. AP.
HANS Jochen-Vogel, leiðtogi jafnaðarmanna, krafðist þess í dag, að Hclmut
Kohl, kanslari, ræki Manfred Wörner, varnarmálaráðherra, úr embætti
vegna aðildar hans að brottvikningu Giinther Kiessling, fyrrum varahers-
höfðingja hjá Atlantshafsbandalaginu. Kohl hafnaði kröfu hans á fundi
þeirra í kvöld.
Kiessling og lögfræðingur hans
reyndu í dag að fá dómsvaldið til
þess að krefja Wörner sagna um
hina raunverulegu ástæðu brott-
vikningar Kiessling um áramótin.
Það spurðist út í dag, að Wörn-
er hefði lýst því yfir á fundi fyrir
luktum dyrum í gærkvöld, að
ástæðan fyrir brottvikningunni
hefði verið sú, að tengsl Kiessl-
ings við kynvillinga hefðu stefnt
öryggi landsins og NATO í hættu.
Jafnframt spurðist það út, að
Wörner hefði sagt hin slæmu
samskipti Kiesslings og Bernard
Rogers, yfirmanns herafla Atl-
antshafsbandalagsríkjanna, haft
sitt að segja við ákvarðatökuna.
Rogers hefur lýst því yfir, að
hann eigi engan þátt í brottvikn-
ingunni.
Þrátt fyrir aðgerðir Kiesslings
og lögfræðings hans í dag, svo og
aukinn þrýsting frá þingflokki
jafnaðarmanna, hefur varnar-
málaráðherrann þverskallast við
að gefa opinbera skýringu á því
hvers vegna Kiessling var leystur
frá störfum.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Á
Babangida, yfirmaður hersins.
Nígería:
Herinn
herðir
tökin
Lagos, Nígeríu, 19. janúar. AP.
HERRÁÐH) í Nígeríu herti enn
tök sín í dag, er það samþykkti
tilskipun um að handtaka mætti
almenna borgara og hneppa þá í
allt að þriggja mánaða fangelsi
án þess aö bera fram formlega
kæru á hendur þeim.
Með þessari tilskipun fær yf-
irmaður herafla landsins, Ibra-
him Babangida, ennfremur
leyfi til þess að taka að nýju
upp mál þeirra, sem hnepptir
hafa verið í fangelsi frá því
Shagari, forseta, var steypt af
stóli. Babangida er því í
sjálfsvald sett hvort einhverj-
um fanganna verður sleppt eða
hvort hann lengir fangelsis-
vistina um 3 mánuði.
Þá samþykkti herráðið, sem
skipað er 18 háttsettum
mönnum innan hersins og ein-
um borgara, stjórnarskrár-
tilskipun, þar sem kveðið er á
um eigið lögmæti, með því að
fella suma hluta stjórnar-
skrárinnar frá 1979 úr gildi og
breyta öðrum.
Farþegar
ærðust í
hitanum
Rio de Janeiro, 18. janúar. AP.
EINHVER mesta hitabylgja, sem
um getur á þeim slóðum, hefur herj-
að á íbúa Rio de Janeiro undanfarna
daga. Hefur hún staðið í 9 daga og
hitinn ekki farið niður fyrir 40 stig á
daginn.
Hvar sem rennandi vatn er að
finna þyrpist fólk að og gosbrunn-
ar minna einna helst á almenn-
ingssundlaugar. Slíkt er ástandið,
að fólk hleypur á eftir vatnsúðun-
arbílum, þar sem þeir aka um göt-
urnar og kæla malbikið í svækj-
unni.
Hitinn hefur þó ekki aðeins leitt
til meiri ásóknar borgarbúa t vatn
en venja ber til. Afbrot hafa verið
óvenjutíð og í vikunni bar það til,
að farþegar í strætisvagni ærðust
þegar loftkælingin bilaði. Bundu
þeir bílstjórann á höndum og fót-
um, óku vagninum að næstu lög-
reglustöð og kröfðust endur-
greiðslu. Af ótta við barsmíðar
jánkaði saklaus lögregluþjónn
kröfunni og lofaði farþegunum því
að auki, að strætisvagnafyrirtæk-
ið yrði sektað.