Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 13

Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 13 Aldrei verða þeir fundir og mannfagnaðir taldir, sem við Magnús mættum á saman í starfi okkar. Margar sögur mætti segja frá því bæði af fundumum og þó á stundum ekki síður af ferðunum á fundina, en þær voru oft erfiðar, eins og þá var háttað samgöngum. En þær ferðir, sem við fórum með fjölskyldum okkar á berjamó eða ferðirnar þegar við brugðum okkur upp í Heiðmörk, eru mér þó minnisstæðari; þegar við tókum einn og einn slag í spilum heima hjá hvor öðrum. Þær stundir verða mér ætíð ógleymanlegar og munu ekki gleymast, þó að fjúki í mörg önnur spor. Trú mín er sú, að við Magnús eigum eftir að tína ber saman, þó það verði ekki aust- ur í Grímsnesi eða vestur á Snæ- fellsnesi. Með þessum línum er ekki í ráði að mæla eftir vin minn og félaga Magnús Jónsson. Orð skipta þar svo litlu máli, orð geta aldrei lýst þeim söknuði sem ég ber í brjósti, hugurinn einn segir meira, sem aldrei verður tjáð. En Magnús var ekki einn í lífs- baráttu sinni. Eiginkona hans Ingibjörg Magnúsdóttir var ein- stakur lífsförunautur, sem studdi hann og styrkti allt frá því þau kynntust. Og þrek hennar bar af í sambandi við veikindi Magnúsar síðari árin. Þá var hún honum eins og alltaf fyrr, stoð og stytta, sem hann gat treyst og aldrei brást. Nú að leiðarlokum flytjum við Sirrí okkar hjartanlegustu kveðj- ur til Ingibjargar, barna þeirra, tengdabarna og barnabarna og biðjum þeim blessunar á ókomn- um árum. Dauðans sorg standa þeir einir af sér, er treysta Guði og handleiðslu hans. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.Ben.). Gunnar Helgason Með okkur Magnúsi Jónssyni bankastjóra tókst strax góður kunningsskapur í lagadeild Há- skóla íslands. Við vorum níu, sem þreyttum fyrrihlutapróf vorið 1943 og er hann þriðji maðurinn í þeim hópi, sem kveður þetta tilverustig. Áður eru gengnir þeir Sigurður Áskels- son, sem var síðast fulltrúi í Stjórnarráðinu, og Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður. Allir fundu að Magnús Jónsson var vandaður og traustur maður, íhaldssamur í orðsins bestu merkingu og hégómalaus. Hann var og gætinn og grand- var fjármálaráðherra og það er vegna eins embættisverks hans í því starfi, að ég nú á prenti votta honum virðingu og þakklæti. Þau ágætu systkini Guðríður Stefánsdóttir Green og Gunnar Stefánsson hugðust selja fasteign sína Austurstræti 12 en kvöddu mig að lokum til þeirra ráða að Listasafni íslands skyldi afsöluð eignin án annarrar greiðslu en líf- eyris til þeirra systkina, sem hald- ast skyldi meðan þeirra nyti við. Eins konar „proventu-samkomu- lag“. Þetta var einföld lausn og beggja hagur. Málið virtist hins vegar ætla að stranda í menntamálaráðuneytinu enda þótt þáverandi menntamála- ráðherra væri þessu hlyntur. Virt- ist sem kerfiskarli í toppstöðu ætl- aði að takast að koma í veg fyrir þessa ráðstöfun, undir því fororði, að ríkið gæti ekki staðið í „húsa- braski“. Þá var það að ég leitaði til Magnúsar Jónssonar og hann átt- aði sig strax á því hve góð lausn þetta væri. Málið var leyst. Að öðrum ólöstuðum efast ég um, að aðrir ráðherrar hefðu á þessu máli svona góðan skilning. Þannig eignaðist Listasafn ís- SJÁ BLAÐSÍÐUR 22-25. Gæði.nr. orramatur Blandaður siirmatur i,!«>vvsu (Lundabaggi- Sviðasulta - » Hrútspungar- Bringur-Lifrapylsa og blóðmör) AÐEINS 2ja lítra fata Nettó innihald ca. 1,3 kg. 245' Súrí hvalsrengi Blandaður súrmatur ^ • 1 F á á* a -" í\ nnrlnknn/ii OxiiAníM iltn J W « V i bakka 2ja lítra fata m/mysu Nettó innihald ca. 1,1 kg (Lundabaggi — Sviöasulta Hrútspungar— Bringur — Lifrapylsa — Blóðmör) Fatan Þorrabakki c.a. 550g 95°° .00 pr.kg. Kokkamir kynna í DAG ÞORRAMAT <>g gefa að smakka Hreinsuð svið 7 JmM Pr ks- Nýreykt liangilæri 162-^0 pr.kg. Soðið Hangikjöt1 sneiðum385.00Pr kg Nautahakk l.fl. 1()5*00 prkg- Kii E idahakk \ )5«0' r.kg. gg AÐEINS 89-00 Pr k§ Kjúklingar 5 stl k. í poka j [25 M 1 pr.kg. Ný sviðasulta Hákarl Marineruð síld Sildarrúllur Kryddsild Harðfiskur Nýreykt TILBORÐSVERÐ Á ÝSU OG STEINBÍTI Opið til kl. 8 í Starmýri en kl. 7 í Austurstræti t(nTí'r;run lau}:anla2 AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.