Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
Blómlegt
lags eldri
Hveragerði 18. janúar.
Félag eldri borgara var stofnað
hér í Hveragerði fyrir rúmu einu
ári. Hefur markmið þess verið að
lífga upp á tilveru fullorðna fólks-
ins og má segja að vel hafi til tek-
ist. Einu sinni í mánúði er félagið
með „opið hús“ og einnig hafa ver-
ið farnar ferðir í leikhús o.fl.
Formaður félagsins, frú Alda
Andrésdóttir bankamaður og
Menningarmiðstöðin
við Gerðuberg:
Málfreyjur
halda fund á
laugardaginn
ANNAR fundur fyrsta Ráðs
málfreyja á íslandi starfsárið
1983 — 84 verður haldinn í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi
laugardaginn 21. jan. nk.
Fundir fyrsta Ráðs eru haldnir
fjórum sinnum á ári og koma þá
saman málfreyjur hvaðnæva af
landinu. Tólf málfreyjudeildir eru
starfandi á íslandi og sjá þær um
undirbúning að fundum fyrsta
Ráðs til skiptis. Málfreyjudeildin
Melkorka í Reykjavik heldur fund-
inn að þessu sinni.
Málfreyjusamtökin eru opin öll-
um konum. Forseti málfreyju-
samtakanna fyrir starfsárið
1983—’84 er Kristjana Milla
Thorsteinsson.
starf „Fé-
borgara“
hreppsnefndarfulltrúi, með meiru,
hafði sambandi við mig í gær og
gaf nokkrar upplýsingar um fé-
lagsstarfið. Sagði hún að í undir-
búningi væri ferð í íslensku óper-
una til að sjá La Traviata og kvað
hún það von stjórnarinnar að sem
flestir félagar gætu tekið þátt í
förinni. Farið verður með rútu frá
Hveragerði kl. hálfsjö nk. sunnu-
dag.
Þá sagði Alda að í vetur yrði
„opið hús“ einu sinni í mánuði og
væri það alltaf fyrsta laugardag í
mánuði. Þar er jafnan boðið upp á
góðar veitingar og ýmiskonar
dægrastyttingu til fróðleiks og
skemmtunar. Á jólaföstunni tók
félagið virkan þátt í einu aðventu-
kvöldinu og bauð, ásamt sóknar-
nefndinni, öllum kirkjugestum til
kaffidrykkju í safnaðarheimilinu
að lokinni sérlega ánægjulegri at-
höfn þar sem börn úr grunnskóla
Hveragerðis fluttu helgileiki.
Síðastliðið sumar stóð félagið
hópferð austur í sveitir. Var ferð-
inni heitið austur að Kirkjubæj-
arklaustri á afmælisdegi kirkj-
unnar, en vegna sandbyls á Mýr-
dalssandi urðu þau frá að hverfa,
en fóru þess í stað um Fljótshlíð-
ina og gerðu þrátt fyrir breytta
áætlun góða reisu.
Að lokum sagði Alda að ýmis-
legt væri í athugun varðandi
starfið í framtíðinni og kæmi það
í ljós síðar.
Ég vil nota tækifærið og senda
öldruðum borgurum í Hveragerði
bestu nýársóskir. ,
Sigrun
BÍÓHÖLLIN frumsýnir í dag hina
umtöluðu mynd „The Day After".
Mynd þessi sýnir, hve alvarlegar
afleiðingar kjarnorkustríð getur
haft og hefur hvarvetna hlotið
mikið umtal, þar sem hún hefur
verið sýnd. Var kvikmyndin eins
og kunnugt er af fréttum frum-
í fiskvinnu
Eskifjördur 17. janúar.
LOÐNUSKIPIN liggja flest í höfn
og hafa mörg þeirra legið hér inni
síðan á föstudag. Þeir finna lítið af
loðnu sjómcnnirnir og taka þann
kostinn að bíða í landi þar til ástand
loðnunnar breytist. Þá voru bæði
rannsóknarskipin í höfn en þau fóru
aftur út í gær til að fylgjast með
loðnugöngunni.
Vetrarvertíðin fer rólega af stað
hér. Tveir bátar eru byrjaðir á
línuveiðum og hafa fengið þrjar og
hálfa til sjö lestir í róðri. Einn
sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum
seint á síðari ári.
Myndin gerist í Kansas City.
Kjarnorkuflaug er send til Sovét-
ríkjanna og Sovétmenn svara í
sömu mynt. Myndin lýsir afleið-
ingunum.
á Eskifirði
bátur er á rækjuveiðum. Þrjú skip
eru á loðnuveiðum, þá eru einnig
gerðir út tveir togarar.
Hraðfrystihús Eskifjarðar hef-
ur nýlega ráðið til sín 10 danskar
stúlkur því skortur hefur verið á
kvenfólki í fiskvinnsluna og munu
þær vinna hjá fyrirtækinu í vetur.
Við höfum alveg sloppið við öll
óveður í vetur. Veður hefur verið
gott, stillt og frost hefur verið um
sjö gráður seinustu dagana.
— Ævar.
Ýsuveiðar með
6 tommu möskva:
Verða ekki
framlengdar
- segir Halldór Ásgríms-
son ráðherra
„ÞAÐ hefur verið ákveðið að
framlengja ekki leyfi til ýsuveiða
með 6 tommu möskva í Faxaflóa.
Leyfilegt var að stunda veiðar með
þessum hætti til 15. janúar og ég
hef tekið þá afstöðu að breyta
ekki fyrri ákvörðunum í þessum
efnum,“ sagði Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra, í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Við höfum aldrei gefið vil-
yrði um að þetta yrði framlengt
og margir, bæði sem þessar
veiðar hafa stundað svo og aðr-
ir, hafa skipulagt veiðar sam-
kvæmt því, að leyfið rynni út á
þessum tíma. Hins vegar má
halda áfram veiðum í 7 tommu
möskva, sýnist mönnum svo,“
sagði Halldór Ásgrímsson.
Leiðrétting
í frétt Mbl. í gær um hækkun
byggingarvísitölu frá desember til
janúar misritaðist prósentuhækk-
unin. Þar sem stóð 0,8 átti að
standa 0,08. Leiðréttist þetta hér
með.
Tíu danskar stúlkur
Greinargerð um grundvöll fiskveiðiráð-
gjafar Hafrannsóknarstofnunarinnar
Að undanförnu hafa líffræð-
ingarnir Jón Gunnar Ottósson,
Jón Kristjánsson, Sigurður
Snorrason og Tumi Tómasson
varpað fram fullyrðingum og
spurningum um fræðilegan
grundvöll þeirrar fiskveiðistefnu
sem Hafrannsóknastofnunin hef-
ur mælt með. Hafrannsókna-
stofnunin og Líffræðifélag ís-
lands efndu til fundar 13. janúar
sl. um þetta efni. Hugmyndir líf-
fræðinganna hafa verið reifaðar í
fjölmiðlum og orðið tilefni for-
ystugreina, þar sem grundvöllur
fiskveiðistefnunnar hefur verið
dreginn í efa. Hefur komið fram
alvarlegur misskilningur varð-
andi rannsóknir og niðurstöður
Hafrannsóknastofnunarinnar og
þar með fiskveiðistefnunnar.
Stofnunin telur því rétt að koma
á framfæri eftirfarandi leiðrétt-
ingum og athugasemdum.
Grundvöllur fi.sk-
veiðistefnunnar
Meginkenning líffræðinganna
Jóns Gunnars Ottóssonar og Sig-
urðar Snorrasonar er að ekki séu
líffræðilegar forsendur fyrir
þeirri fiskveiðistefnu, sem Haf-
rannsóknastofnunin hefur mælt
með, enda sjái þeir engin merki
um ofveiði þorskstofnsins. Þessa
kenningu byggja þeir einkum á
því, að ekkert samband sé milli
hrygningarstofns og niðjafjölda.
Þess vegna standist ekki að hægt
sé að byggja upp stofninn með
því að stækka hrygningarstofn,
og ennfremur að ekki sé hægt að
byggja upp stofn sem gefi af sér
jafnan og góðan afla ár eftir ár.
Hér kemur fram sá megin-
misskilningur að gert hafi verið
ráð fyrir beinu sambandi milli
hrygningarstofns og niðjafjölda.
Auk þess hefur því verið haldið
fram að hér væri um ný sjónar-
mið að ræða varðandi þroskstofn-
inn. Þessu fer að sjálfsögðu
fjarri. í því sambandi má t.d.
benda á eftirfarandi tilvitnun í
skýrslu Hafrannsóknastofnunar-
innar um ástand nytjastofna á
íslandsmiðum og aflahorfur 1978
(sjá Hafrannsóknir, 13. hefti,
1978).
„Ört minnkandi hrygningar-
stofn hefur leitt til vaxandi lík-
inda á því, að klak þorsksins mis-
farist. Enda þótt ekki hafi verið
sýnt fram á samhengi milli
stærðar hrygningarstofns og
niðjafjölda, er þó auglóst, að ein-
hver eru þau stærðarmörk hrygn-
ingarstofnsins, þar sem hann
verður ófær um að gegna líf-
fræðilegu endurnýjunarhlutverki
sínu.
Lítill hrygningarstofn samsett-
ur af tiltölulega fáum aldurs-
flokkum, kemur til hrygningar á
takmörkuðu tímabili og veltur
því á miklu, að umhverfisaðstæð-
ur séu hagstæðar einmitt þá.
Þegar hrygningarstofn er stór og
í honum eru margir aldursflokk-
ar, dreifist hrygning yfir lengri
tíma, sem stuðlar að því að ein-
hver hluti stofnsins hrygni við
hagstæðar aðstæður. Líta má á
stóran hrygningarstofn sem að-
lögun tegundarinnar að breyti-
legum umhverfisaðstæðum og
tryggingu fyrir viðhaldi hennar."
í framhaldi af þessu má benda
á að hrygningarstofninn hefur
minnkað ört síðustu 3—4 árin og
er nú um 300 þúsund tonn sam-
anborið við um 700 þúsund tonn
árið 1980. Fyrir þann tíma var
stofninn minnstur um 400 þúsund
tonn árið 1975.
Samband hrygningarstofns og
niðjafjölda er enn óþekkt og að
líkindum breytilegt eftir um-
hverfisaðstæðum á hverjum
tíma. Slíkt samband getur hæg-
lega verið fyrir hendi enda þótt
það sé ekki sjáanlegt af fyrir-
liggjandi gögnum. Reynsla bæði
hérlendis og erlendis hefur jafn-
an verið sú að hrun fiskstofna
hefur verið afleiðing þess að
hrygningarstofn hefur farið nið-
ur fyrir svokölluð hættumörk.
Þau hafa ekki verið greind fyrr
en eftir að skaðinn er skeður.
Markmið Hafrannsóknastofnun-
arinnar við þessar aðstæður hef-
ur mótast af því að halda stærð
hrygningarstofnsins innan sögu-
legra marka og er þar m.a. höfð
hliðsjón af samstarfi og reynslu á
vettvangi Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins.
Verulegs misskilnings virðist
gæta hjá líffræðingunum tveim-
ur um að ekki sé hægt að búa til
stofn, sem gefi af sér jafnan og
góðan afla ár eftir ár. Hér er til
umræðu eitt af meginmarkmið-
um fiskveiðistjórnunar víða um
lönd, þ.e. að stjórna fiskveiðum
þannig að hámarksafrakstur
(varanlegur) fáist úr tilteknum
fiskstofni.
Hugtakið um varanlegan há-
marksafrakstur er engan veginn
gallalaust og hefur raunar sætt
gagnrýni á síðustu árum. í
skýrslum Hafrannsóknastofnun-
arinnar er vissulega gengið út frá
forsendu varanlegs hámarksaf-
raksturs og reyndar tiltekið hver
hann sé. Þar með er þó engan
veginn litið fram hjá því að sá
afrakstur ræðst verulega af styrk
þeirra árganga, sem veiðin bygg-
ist á hverju sinni svo og öðrum
ytri skilyrðum. Eftir því sem
veiðin byggist á fleiri árgöngum
ættu aflasveiflur að verða minni.
Hugtakið varanlegur afrakstur
er einkum gagnlegt til að meta
ávinning mismunandi fiskveiði-
stefna. Stjórn fiskveiða á þessum
grundvelli hefur gefið góða raun
hjá ýmsum nytjastofnum hér við
land, t.d. síld og humri.
Stjórn fiskveiða felst í raun í
því að nýta tiltekinn stofn þannig
að ekki komi til ofveiði, sem
skilgreina má á eftirfarandi hátt:
1. Ofveiði sem leiðir til minnk-
andi viðkomu eða viðkomubrests
þegar hrygningarstofn fer niður
fyrir viss mörk. Eins og að fram-
an greinir hefur ekki verið sýnt
fram á slíka ofveiði í íslenska
þorskstofninum.
2. Ofveiði sem hlýst af því að
sókn í smáfisk er það mikil að
fiskurinn gefur ekki hámarksaf-
rakstur. Þyngd tiltekins þorskár-
gangs vex ört til 6—7 ára aldurs
ef ekki er gert ráð fyrir fiskveiði-
dauðsföllum. Vöxtur hvers ein-
staklings á þessu aldursskeiði
gerir því betur en að hafa við
náttúrulegum afföllum. Þetta
hefur ekki breyst á síðustu árum
enda þótt vöxtur hafi minnkað.
Stækkun möskva í togveiðar-
færum 1976 og 1977 og fleiri að-
gerðir höfðu að markmiði að
sporna við ofveiði af þessu tagi.
Otvírætt er af gögnum Hafrann-
sóknastofnunarinnar að þessar
aðgerðir hafa borið umtalsverðan
árangur sérstaklega á tímabilinu
1977-80.
3. Ofveiði, sem leiðir af því að
meira er veitt úr stofninum á til-
teknu tímabili en sem nemur
viðbót vegna nýliðunar og vaxtar,
þannig að stofninn minnkar. Til-
laga Hafrannsóknastofnunarinn-
ar um þorskafla á árinu 1984
miðast við að koma í veg fyrir
slíka ofveiði. Þar sem stærð
stofnsins er nú í lágmarki og ár-
legur vöxtur því einnig og nýliðun
síðustu ára auk heldur léleg, er
aflamarkið óhjákvæmilega lágt.
4. Hagræn ofveiði. Síðast en
ekki síst er mikilvægt að stofninn
sé sem stærstur af hagrænum
ástæðum. Þá er unnt að ná þeim
afla sem stofninn gefur af sér
með minnstum tilkostnaði. Stór
stofn sem er samsettur úr mörg-
um árgöngum er auk þess minni
sveiflum háður í stærð og þar
með afrakstri, vegna tiltölulega
minni áhrifa einstakra árganga á
stofninn í heild.
Um áratuga skeið hefur verið
ljóst að stærð árganga sjávar-
fiska er mjög breytileg og að afla-
brögð eru óhjákvæmilega háð
stærð árganganna á hverjum
tíma. Einnig hefur lengi verið
talið ljóst að stærð árganga réð-
ist að mestu af umhverfisaðstæð-
um á fyrsta æviskeiði ungviðis-
ins.
Þær hugleiðingar, sem fram
komu í erindi líffræðinganna
tveggja í þessu sambandi eru
hluti þeirrar umræðu, sem fram
hefur farið á þessu sviði um langt
árabil, án þess að hjá þeim hafi
nokkuð nýtt komið fram.
Minnkandi vöxtur
þorsks
Fram hefur komið hjá fiski-
fræðingunum Jóni Kristjánssyni
og Tuma Tómassyni, að sam-
dráttur í vexti þorsks á síðustu
árum stafi af fæðuskorti, sem
orsakist af of mikilli mergð smá-
fisks í kjölfar þess að möskvi
togveiðarfæra var stækkaður
1976 og 1977.
í þessu sambandi má nefna að
mergð uppvaxandi þorskungviðis
hefur verið með minnsta móti á
uppeldisstöðvunum undanfarin
ár, þar sem nýliðun þorsks hefur
verið með lakasta móti allt síðan
1977, að árinu 1980 undanskildu.
í annan stað sýna fæðurann-
sóknir að magafylli hefur verið
óbreytt hjá smáþorski (u.þ.b. 2
ára og yngri) síðan 1976. Maga-
fylli virðist á hinn bóginn hafa
minnkað hjá stærri fiski, en
fæðuval þessara tveggja stærðar-
flokka er mjög mismunandi.
Loks sýna gögn Hafrannsókna-
stofnunarinnar að minnkandi
vaxtar tekur ekki að gæta að
marki hjá þorski fyrr en árið
1979 og þá einkum hjá 3 ára fiski
og eldri.
Með hliðsjón af þessum atrið-
um verður að teljast ólíklegt að of
mikil mergð smáfisks sé orsök
þeirra breytinga sem orðið hafa á
vexti þorsksins.